Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kjamorkuvopn um borð í herskipum Kosningar í Danmörku hafa beint athygli manna aö kjarnork u- vopnum þeim sem komið hefur veriö fyrir í kafbátum og öðrum herskipum. Eins og menn rekur minni til samþykkti danska þingið að Natóherskipum, sem leituðu hafnar í Dan- mörku skyldi gerð grein fyrir því sérstaklega, að kjarnorkuvopn væru óvelkomin í danska landhelgi. íhaldsstjórn Pouls Schlut- ers tók þetta óstinnt upp, hershöfðingjar Nató í Brussel urðu hinir verstu - og þetta mál varð sá stóri dropi sem fyllti mæli pólitískrar kreppu þar suður við Eyrarsund. Mönnum gæti sýnst sem hér hefði lítil þúfa velt þungu hlassi. En hér er reyndar stærra mál á ferðinni en menn almennt gera sér grein fyrir. Eða svo þykir þeim sem skoðar ályktun sem sjö ágætir friðarrannsóknarmenn hafa sent frá sér nýlega. Þar leggja þeir einmitt sérstaklega þunga áherslu á nauðsyn þess að stórveldin láti af þeim ósið, að vilja hvorki játa né neita því að herskip þeirra hafi atómvopn um borð þegar þau leita hafnar í öðrum löndum. Um leið er hvatt til þess, að öll ríki sem ekki ráða yfir kjarnorku- vopnum fylgi stranglega eftir þeirri stefnu „að banna aðgang að sinni landhelgi framandi herskipum sem ekki veita nægi- legar tryggingar fyrir því að þau fari ekki með kjarnorkuvopn". Ástæðan fyrir því að friðarrannsóknarmenn úr ýmsum áttum sameinast í yfirlýsingu, sem stofnun er nefnist Transnational Foundation for Peace and Human Reasearch, sendir frá sér, er einkum þessi hér: Þótt nokkuð hafi miðað í afvopnunarátt á afmörkuðum sviðum hefur vígbúnaðarkapphlaupið á höfum úti haldið áfram og er nú sá vettvangur þar sem harðast er fram anað. Risaveldin hafa nú um 8500 kjarnaodda um boð í kafbát- um sínum á alls um 1600 eldflaugum. Önnur kjarnorkuveldi hafa um 200 eldflaugar búnar kjarnaoddum um borð í sínum kafbátum. Risaveldin eiga meira en 900 skip sem geta notað kjarnorkuvopn og um 6200 skammdræg eintök af slíkum vopn- um hafa ekki enn komið á samningaborð stórveldanna. Höfundar ávarpsins benda á það, að óttinn við að kjarnorku- stríð geti byrjað á höfum úti hljóti að vera mjög útbreiddur vegna þess ekki síst, að meðal herstjóra er sú skoðun útbreidd að það sé auðveldara að „takmarka" kjarnorkustríð á hafi úti en á landi. Því beri að leggja sérstaka áherslu á aðgerðir sem komi í veg fyrir að slys og mistök, sem eru enn líklegri á sjó en landi, leiði til þess að vígbúnaðarkapphlaup með tilheyrandi taugastríði verði að stórslysi. Því er lagt til aö afvopnunarviðleitni verði beint alveg sérstak- lega að herflotum austurs og vesturs. Strax þurfi að „frysta" fjölda hinna skammdrægu kjarnavopna sem á skipum eru og hefja samninga um þau vopn, ekki síður en þau langdrægu. Draga skuli úr slysahættu með því að semja um hafsvæði þar sem dregið verður úr umferð herskipa. Ennfremur verði að sjá til þess að þau kjarnorkuvopnalaus svæði sem nú þegar eru til verði virt skilyrðislaust. Og þar með er komið að þeim hugmyndum sem snúa bæði að Dönum í kosningaskapi og okkur íslendingum. Friðarfræð- ingar leggja til að allar stjórnir sýni af sér frumkvæði í þá veru að koma á kjarnorkuvopnalausum svæðum. Norðurlanda er þá sérstaklega getið: þau þurfi að halda sem best vakandi kröf- unni um kjarnorkuvopnalaus svæði og samkomulag margra aðila um tryggingu þess. Norðurlönd eru hvött til þess að fá Sovétmenn til að takmarka flotaæfingar sínar við Barentshaf og Bandaríkin til að fara ekki með slíkar æfingar norður fyrir línu sem dregin væri frá Grænlandi um (sland og til Suður-Noregs - til að tryggt sé að ekki komi til „misskilnings" vegna æfingaum- svifa þessara aðila. Það er einnig lögð áhersla á það að svæði sem séu með öllu laus við skip búin kjarnavopnum séu einkar þýðingarmikil ein- mitt fyrir Norðurlönd. Og sé það ekki nema eðlilegt að Norður- lönd taki að sér frumkvæði til að fá þetta mál sem fyrst á dagskrá og til afgreiðslu. Sem fyrr segir: það er ekki að ástæðulausu að andúð á nærveru herskipa með kjarnorkuvopn innanborðs hefur orðið að pólitísku stórmáli í Danmörku. Um leið er rétt að árétta það, að varhugavert er að láta úrtölur þeirra Natómanna svæfa sig, sem reyna að gera sem minnst úr þessum málum. áb. KLIPPT OG SKORIÐ Haustkosningar? Þaö er mörg mæðan hjá honum Davíð Oddssyni borgarstjóra í Reykjavík. í nýjasta tölublaði af tímarit- inu Heimsmynd er viðtal við þennan merka mann og kemur þar fram að það eru ekki bara borgarmálin sem hann hefur áhyggjur af held- ur sjálfur Sjálfstæðisflokk- urinn líka. Það er reyndar engin furða því að sam- kvæmt viðtalinu kæmi það borgarstjóranum ekki á óvart að hann brysti á með alþingiskosningar í haust og oft hefur Sjálfstæðisflokkur- inn verið í betra kosninga- formi en einmitt þessa dag- ana. Davíð telur reyndar að farið hafi fé betra þar sem er ríkisstjórn fóstbróður hans Þorsteins Pálssonar. Hann er inntur eftir því hvort hann telji Framsókn vandræða- barnið í nkisstjórninni. „Það er ekki bara Steingrím- ur,“segirhann. „Þetta kem- ur upp í hverju málinu á fæt- ur öðru þar sem þingmenn Framsóknar eru í beinharðri andstöðu við ríkisstjórnina og það pirrar hina stjórnar- flokkana óskaplega. Það skapar þrúgandi andrúms- loft í ríkisstjórninni. Þannig að eins og þessi ríkisstjórn er núna þá væri enginn sökn- uður að henni þótt hún færi.“ Dúllað í ráðuneytum Okkur dauðlegum kann að finnast borgarstjórinn tala með nokkurri léttúð um ráðherradóm. En skoðanir Davíðs byggjast að sjálf- sögðu á yfirburða stöðu hans. Hann sér að í raun eru ráðherrastöður það ómerki- legar að það skiptir ekki öllu hverjir skipa svo lág emætti. Davíð bendir á hve borg- arstjórastaðan í Reykjavík sé mikil stjórnunarstaða og segirsvo: „Efþúskoðar stöðu ráðherra þá er það allt annars konar staða. Ráðherrann situr í sínu ráðuneyti með sína 5-6 starfsmenn sem hann er í beinu sambandi við og er að dúlla við að setja reglugerð- ir. Það er engin raunveruleg stjórnun sem á sér stað í ráðuneytunum.“ Hér talar „sterkur" mað- ur og því er ástæðulaust að hlusta ekki grannt þótt klippara og mörgum öðrum sýnist að úr því sem komið er geti blessuð ríkisstjórnin sem hægast átt það til að tóra fram á næsta vor. Loksins, loksins En það eru ráðhúsmál Reykvíkinga sem fá einna mest pláss í viðtalinu við borgarstjórann. Honum finnst felast hroki hj á „þessu fólki sem vill eigna sér þessa tj örn, hafa hana sem ein- hvern poll fyrir sig. “ Borgar- stjóri upplýsir síðan hvað hann er raunverulega að gera og satt best að segja hlýtur öllum Reykvíkingum að verða hughægt að vita að þar fer duglegur drengur sem ekki liggur á liði sínu: „Ég er að reyna að gera þessa tjöm núna aðgengi- lega fyrir alla Reykvíkinga sem ekki hefur verið raunin. Þetta fólk (þ.e. fóikið sem er að rífa kjaft út af ráðhúsinu, insk. klippara) hefur aldrei dýft hendi ofan í Tjörnina til þess að fá tilfinningu fyrir henni og það hefur aldrei skrifað grein í blöðin um það, að það ætti að gera eitthvað til að bæta um- hverfi Tjarnarínnar, aldrei minnstáþað." „Ég er að reyna að gera allt fyrir Tjörnina. Eins og þú getur séð er ég að láta Iaga austurkantinn, þar sem enginn hefur getað komist að henni lengi. Tjarnargötu- megin hefur enginn getað komist að henni. Ég er að látabreyta því.“ „Ég er bara að byggja upp þessa borg. Það hefur ekk- ert verið gert í miðbænum í 40-50 ár. Ég er að bara að gera það sem þarf að gera. Nú er loksins verið að gera eitthvað. Auðvitað getur það verið viðkvæmt mál. Það þarf töluverða festu og hörku til þess. Ég er alveg maðurtil þess.“ „Onkel Joakims pengetank“ Líkast til er ráðhúsið hans Davíðs svo langt fram gengið að orðið er of seint að koma með ábendingar í málinu. Þó getur klippari ekki stillt sig um að taka undir með Gesti Guð- mundssyni en hann benti á nýstárlega hugmynd í Þjóð- viljanum í gær. Hún byggist á nýtingu á glæsihúsi Seðla- bankans sem Gestur reyndar leyfir sér að kalla upp á dönsku „Onkel Joak- ims pengetank“ . Eins og menn muna byggði Seðla- bankinn þetta stórhýsi án þess að spyrj a alþingi eða ríkisstjórn leyfis og nýtti til þess fé sem honum hafði græðst, líklega vegna góðrar stjórnunar á bankanum. En nú berast fregnir af því að bankinn sé rekinn með tapi er nam 1100 milj ónum á síð- asta ári. „Ef maður leyfir sér það óþjóðlega athæfi að hugsa röícrænt, þá hljóta að gilda sömu reglur um ágóða og halla.þ.e. aðNordal oghirð hans verði að standa þjóð sinni skil á þeim 1100 milj- ónum sem þeir hafa nú tap- að, rétt eins þeir máttu áður ráðstafa ágóðanum að eigin vild... Nordal lætur af hendi lén sitt á Arnarhóli og þá höll sem hann hefur reist á því. Þangað flytur annar kóngur, Bubbi eða Davíð að nafni, með allt sitt lið, enda er staðsetningin ákjósanleg fyrir ráðhús. Þar með er hægt að hætta við að byggja ráðhúsið eða ráðhöllina í Tjöminni... en Jóhannes getur tekið borgarskrifstof- umar í Pósthússtræti (og jafnvel víðar) upp í mismun- inn, og ættu þau hús að nægja hirð hans til þeirrar iðj u að flytj a peninga af ein- um reikningi yfir á annan.“ ÓP þlÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, T ómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdast jóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. lnnhelmtumenn:BrynjólfurVilhjálmsson,ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi6vikudagur 4. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.