Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Pýskaland Bikarinn til Bremen Werder Bremen tryggði sér v-þýska meistaratitilinn ígær Og þetta tíka... Box Kólombíumaðurinn Lopez “káti“ Lora hélt titli sínum í bantamþyngd þegar hann vann argentínskan áskoranda sinn, Lucio “metralleta" Lopez á stig- um. Þetta var í 6. sinn sem “káti" varði titilinn. Hann téll í gólfið í 2. lotu en náði sér á strik í 4. lotu. Metnaður Franski landsliðsmaðurinn Yannick Stopyra ætlar að fara frá félagi sínu, Toulouse yfir til stórliðsins Bordeaux þar sem hann segist vilja spila með liði með metnað til að vinna Evrópu- verðlaun. Varaformaður FIFA var fyrir skömmu kosinn á þingi í Suður-Ameríku. Hnossið hlaut for- maður Knattspyrnusambands Arg- entínu Julio Grondona en hann leysti af hólmi Eduardo Rocca Couture frá Uruguay. PÓIÓ Enskir vatnsknattleiksmenn vonast til að banni sem þeir fengu á sig vegna leiks er þeir spiluðu í Suður-Afríku verði aflétt á fundi sundsambands enskra síðar í þessum mánuði. Sundsambandið óttast aðgerðir af hálfu andstæðinga aðskilnaðar- stefnu gegn breskum sundmönnum ef þeir refsa ekki pólógenginu. Blöðrur voru helsta vandamál ítalans Fau- stini í Evrópubikarkeppninni í mara- þoni sem fram fór í Belgíu fyrir skömmu. Hann varð 22 sekúndum á eftir Sovétmanninum Kashapov sem vann á 2.11.30 og var það í síðustu brekkunni sem blöðrurnar á fótunum fóru að há honum svo mikið að hann lét Sovétmanninum eftir forystunna. Öryggið var fyrir öllu þegar Steve Davis frá Englandi og Terry Griffiths frá Wales léku úrslitaleik á 5. heimsmeistara- móti atvinnumanna í snóker. Davis vann 18-11 og fékk þar með tæpar 7 miljónir í sinn hlut en hann hefur þá unnið rúma 31 miljón á þessu kepp- nistímabili af þeim 35 miljónum sem í boði hafa verið. Leiknir eru mest 35 leikir en sá er vinnur 18 leiki hefur unnið meirihluta sem dugir. Tveir í röð Það verður talsvert álag á vellinum í Ungverjalandi þegar Ungverjar mæta íslendingum því fyrr um daginn ferfram ólympíuleikur þegar Ungverj- ar mæta írum en strax á eftir tekur við leikur við Isléndinga. Báðir leikirnir verða sýndir beint í Ungverjalandi. Féiagsskipti Gísli Gíslason, starfsmaður á skrif- stofu KSÍ, segir að hans mesta vinna liggi í félagsskiptunum enda hefur verið mikið um félagsskipti undanfar- ið. Gísli, sem tók við starfinu í mars, sagði að tæplega 200 skipti væru þegar afgreidd en rúmlega 100 biðu afgreiðslu. Málsókn Ekkert meira hefur heyrst af málsókn sem Luxemborgarinn Carlo Weis ætlaði að hefja gegn ítalanum Gianl- uca Vialli eftir að sá síðarnefndi réðst á hann eftir vináttuleik liðanna í síð- ustu viku þegar Italirnir unnu áhuga- mennina frá Lux 3-0. „I leiknum sló hann mig fjórum eða fimm sinnum en eftir leikinn þegar hann og þrír félagar hans eltu mig upp varð mér ekki um sel. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef lögreglan hefði ekki gripið þá," sagði Weis en fréttir herma að ítalirnir hafi ráðist á hann og snúið hann niður áður en lögreglan kom til skjalanna. Hrundu eins og spilaborg I opnu spænsku hjólreiðamóti fyrir skömmu varð það óhapp að 30 kapp- ar féllu í einu. Slysið varð þegar einn af keppendum sveigði skyndilega til að koma í veg fyrir að lenda á áhor- fendum sem stukku inná brautina, en fór þá í veg fyrir hina. Einn slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Hollendingurinn Mathieu Herman vann því óvænt. Sjónvarpsmyndir sýna þegar hjólreiðamennirnir falla hver á fætur öðrum eins og spilaborg. Vestur-þýskir knattspyrnu- menn voru á faraldsfæti í gær- kveldi, en þá var leikinn ein um- ferð í Bundesligunni. Fyrir leikina var Ijóst að með sigri gegn Frankfurt átti Werder Bremen að innsigla sigur sinn í deildinni. Þó varð næsta lið, Köln, að tapa sín- um leik við Hamburger SV. Brimborgarar mættu ákveðnir en þó sallarólegir til Frakkafurðu og höfðu leikinn alveg í hendi sér. Leikurinn endaði þó aðeins með eins marks sigri, 0-1, en það var alveg nóg til að halda með bæði stigin heim á leið. Karl-Heinz Ri- edle skoraði eina mark leiksins og er hann nú markahæstur ásamt Klinsmann hjá Stuttgart. Á meðan var lið Kölnar í miklum ógöngum í Hamborg. Þeir þoldu greinilega ekki pressuna samfara toppbaráttunni og Hamborgarar unnu þá með þremur mörkum gegn engu. Spörl skoraði tvö og Labradia eitt. Fallbaráttan er nú í al- gleymingi og eru línurnar lítið greinilegri nú en áður. Homburg vann mikilvægan sigur á Karlsru- he og gerði Kein eina mark Það stefnir í algera metviku hjá Islenskum getraunum um helg- ina. Þá lýkur ensku deildarkeppninni og verður spil- að i síðasta sinn á þessum vetri en vikan hefur alltaf verið mjög góð söluvika. Undanfarna 4 laugar- daga hefur engum tekist að fá 12 rétta enda úrslitin óvænt. Þar með hefur l.vinningur ekki gengið út og er kominn í 2.282.372 krónur. í næstu viku mun potturinn ör- ugglega allur ganga út því þó að enginn fá vinning á 12 rétta munu 11 réttir hljóta hnossið. Á laugardaginn voru 21 með 11 leiksins. Einnig tókst Kaisers- lautern að vinna sigur á grönnum sínum frá Mannheim, 0-2. Það voru Kohr og Foda sem skoruðu fyrir Keisarana en 35 þúsund áhorfendur fylgdust með þessari derby-viðureign. Borussia Dort- mund þokaði sér einnig af mesta hættusvæðinu með sigri á Bayer Urdingen, 4-2. Það var Zorc sem var maður þessa leiks en hann skoraði öll fjögur mörk sinna manna og er langt liðið síðan slíkt hefur gerst. Líklegt er að Schalke falli eftir jafntefli á útivelli gegn Gladbach, 1-1. Wollitz kom Schalke yfir 1-0 en Bruns jafnaði fyrir gestgjafana. Aðrir leikir fóru þannig að Ba- yern Múnchen vann Bochum 1-0 og var það Englendingurinn Mark Hughes sem skoraði fyrir Bæjara. Einnig tapaði Nurnberg á heimavelli fyrir Hannover, 1-3. Það voru Surmann, Kohn og Peich sem skoruðu fyrir Hanno- ver, en Eckstein gerði eina mark Nurnberg. Stuttgart sat hjá í gærkveldi vegna Evrópuleiks Bayer Le- verkusen við Espanol í kvöld. -þóm rétta og fengust 28.711 á hverja röð en seðiilinn var óvenju erfið- ur með 6 jafntefli. Hópleikur og Bikarkeppni Á laugardaginn tókst SÆ-2 að ná Bis hópnum að stigum í hóp- leiknum og missti Bis af foryst- unni sem þeir hafa haldið vikum saman. Það veður því einvígi milli þessara miklu tipphópa. Úrslit í undanúrslitum bika- rkeppninar urðu: Fákur-Bis 9-7 og Ricki 2001-Abba 9-8 og munu því Fákur og Ricki 2001 berjast um titilinn og verðlaunin. 1X2... 1X2... 1X2... 1X2. • m 1X2... 36. leikvika 'O '5T § Þ. Cl £ £ Dagur é os Slöð 2 Stjarn. ' Chelsea-Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Coventry-QPR 1 X 2 X X 2 1 2 Everton-Arsenal 1 1 1 1 1 X X 1 2 Man.United-Portsmouth 1 1 1 1 1 2 1 1 1 Newcastle-West Ham 1 1 1 X X 2 1 X Norwich-Wimbledon X 1 X X 1 1 X 1 X Nottinham Forest-Oxford 1 1 1 1 1 1 1 1 X Sheffield Wed.-Liverpool 2 2 X 2 2 1 1 X 2 Southampton-Luton X 2 1 X 1 X X X 2 Middlesbro-Leicester X 1 1 1 1 X 1 X X Millwall-Blackburn 1 1 1 1 1 2 2 X 1 Swindon-Aston Villa 2 2 2 1 X 1 2 2 X Getraunir Fjórfaldur pottur Enginnfengið 12 rétta í 4 vikur og rúmar tvær miljónir í 1. vinning Þetta er ekki grindahlaupari, heldur markvarðahrellirinn Karl-heinz Riedle sem skoraði mark Werder Bremen í gær. England Portsmouth fallið West Ham örugglega uppi en Chelsea og Charlton enn í basli. Liverpool á í erfiðleikum með að bœta stigametið Heil umferð var leikin í ensku deildarkeppninni á mánudags- kvöld og skýrðust línurnar á toppi og botni enn betur. Ljóst er að Portsmouth fylgir Watford og Oxford niður i aðra deild en Chelsea og Charlton bítast enn um það hvort liðið þarf að leika aukaleiki við lið úr annarri deild. Portsmouth tapaði á heima- velli fyrir Newcastle, 2-1, og gerði sá leikur endanlega út um möguleika þeirra á að hanga uppi. Leikurinn varð ekki sérlega spennandi þar sem Kevin Scott skoraði fljótlega fyrir gestina og snemma í síðari hálfleik bætti Tony Lormor öðru marki við fyrir norðanmenn. Það var svo Mick Quinn sem minnkaði mun- inn en markið náði þó ekki að hrista slenið af leikmönnum á Fratton Park. Hins vegar var mun skemmti- legri leikur háður á Upton Park þar sem West Ham hamraði á ná- grönnum sínum Chelsea og tryggði þar með áframhaldandi veru sína í 1. deild. Markaskorar- inn mikli, Leroy Rosenior, var í eldlínunni þar sem hann skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum en var síðan rekinn af leikvelli fyrir að hamra um of á Steve Clarke. Rosenior hefur þá gert 27 mörk í vetur og er annar markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Brott- reksturinn kom ekki að sök þar sem Paul Hinton og Tony Cottee gerðu sitt markið hvor en leikur- mn endaði með öruggum sigri West Ham, 4-1. \ Chelsea og Chariton glíma enn við falldrauginn mikla vegna aukakeppninnar sem fjórða neðsta liðið þarf að taka þátt í ásamt liðum úr annarri deild. Charlton náði aðeins jafntefli við Tottenham, 1-1, og átti Charlton leikmaðurinn Mark Reid þátt í báðum ntörkum leiksins. Hann „gaf“ boltann á Steve Hodge á 70. mínútu og þakkaði sá síðar- nefndi pent fyrir sig með marki. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði hann leikinn úr vítasp- yrnu. Chelsea og Charlton eru nú jöfn að stigum, hafa hlotið41 stig hvort félag, en Charlton hefur betra markahlutfall. Um næstu helgi leiða liðin saman hrossin sín og gefa bæði liðin væntanlega allt í þann leik. John Aldridge er nú orðinn markahæstur í 1. deild en hann skoraði eina mark Liverpool í 1-1 jafntefli gegn Southampton. Þetta var 28. mark hans á tímabil- inu en Stuart Rimmer Watford/ Chester hefur einnig gert 28. Li- verpool virðist annars eiga í erfið- leikum með að bæta stigametið í deildinni eins og svo margir höfðu spáð þeim. Everton á metið sem hljóðar upp á ein 90 stig og þarf Rauði herinn því að vinna báða leikina sem eftir eru til að komast enn frekar á spjöld knattspyrnusögunnar. -þóm Glíma Þingeyingar sigursælir Pétur Ingvason, HSP, vann Grettisbeltið eftir keppni við Eyþór Pétursson Keppni um Gettisbeltið í glímu var háð í 78. skipti að Laugum í Þingeyjarsýslu á laugardag. Að Skíði Fjölskylduganga Á morgun, fimmtudag, fer fram í Bláfjöllum skíðagöngumót fyrir almenning. Kallast það Toyota-mótið og er hér um fjöl- skyldumót að ræða. Gengnar verða tvær vegalengdir. Karlar eldri en 16 ára ganga 10 km en aðrir keppendur munu ganga 5 km. Upplýsingar um veður ættu að fást í síma 80111 sem er sím- svari fyrir Bláfjöll, en mótið hefst kl. 17 á fimmtudag. vanda voru það Þingeyingar sem stóðu upp úr á mótinu en þeir hafa jafnan verið í fremstu röð íslenskra glímukappa. Að þessu sinni voru keppendur 11 og fór svo að til úrslita glímdu Pétur Ingvason og Eyþór Pétursson, báðir á heimaslóðum. Pétur sigr- aði eftir þriggja mínútna snarpa glímu en Eyþór vann beltið í fyrra. Pétur og bróðir hans Ingvi hafa um árabil verið nánast ósigrandi í íþróttinni og er þetta ekki f fyrsta skipti sem leikar fara á þennan veg. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort kalla eigi glímuna þjóðaríþrótt íslendinga, en víst er að glíman er svo sannarlega fþrótt Þingeyinga. -þóm Miðvikudagur 4. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.