Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 13
Hvíta húsið Afneitar stjömu- speki Mancy Reagan fær óblíða um- fjöllun í væntanlegri minn- ingabók eftir Donald Rcgan, sem var yfirmaður starfsliðs í Hvíta húsinu frammað íran-kontra-hneykslinu, og er hún sögð beita sér fyrir því að forsetinn ráðgist við stjörnuspek- inga óður en ákvarðanir eru tekn- ar. Ronald Reagan neitaði þessu í samræðum við blaðamenn í gær, en svaraði ekki beint hvort samráð væri haft við stjarnspaka menn þegar fundum, ferðum og viðburðum öðrum er raðað á almanakið. Bókin er ekki komin út enn og ekki fullljóst hvað Regan segir nákvæmlega, en Washington Post hefur eftir fyrrverandi innanbúðarmanni í Hvíta húsinu að hann hafi rétt fyrir sér um stjörnuspekiráðgjöfina, - sem sé „mjög, mjög, mjög vel varðveitt leyndarmál. Forsetahjónin, sem nú eiga tæpa níu mánuði eftir við stjórnvölinn, hafa undanfarið verið uppistaða ýmisskonar hneykslismála og kjaftasagna úr minningabókum fyrrverandi undirsáta og samstarfsmanna. Pess skal getið að Ronald er vatnsberi, Nancy krabbi. ERLENDAR FRETTIR Pólland Sættir eða bylting! Walesa spáir öngþveiti efstjórnvöld semja ekki við andstöðuna um leiðir útúr vandanum. Öflugt verkfall í Gdansk og Nowa Huta, en áhrifvirðast lítil annarstaðar Takist stjórn og stjórnarand- stöðu ekki að ná saman um leiðir útúr vandanum er ekkert frammundan í Póllandi nema blóðsúthellingar og bylting, sagði Lech Walesa leiðtogi verkfalls- manna í Lenínsmiðjunum í Gdansk í gær. Um 5000 manns gengu í gær- morgun til liðs við 2500 félaga sína sem gist höfðu í skipasmíða- stöðinni um nóttina og minnir ástandið nú mjög á verkfallið 1980 sem leiddi til viðurkenning- ar Samstöðu, - og til herlaganna tveimur árum síðar. Verkfallið hófst á mánudag fyrir áeggjan Walesa og er ætlað til stuðnings rúmlega vikugömlu verkfalli 16 þúsund stálverkamanna í Nowa Huta nálægt Krakow (en eftir Nowa Huta muna þeir sem sáu kvikmynd Wajda um Járnmann- inn). A báðum stöðum ríkir góð samstaða en ekki hefur frést af öðrum verkföllum svo öruggt sé. Ríkisstjórnin brást við verkfall- inu í Lenínverinu með því að handtaka níu af þrettán í fram- kvæmdastjórn Samstöðu, en hef- ur enn ekki reynt að beita verk- fallsmenn valdi. í ályktun frá forystu Samstöðu er þess krafist að hreyfingin verði gerð lögleg, að hafist verði handa um raunverulegar pólitískar um- bætur, að veitt verði frelsi til stofnunar verkalýðsfélaga og að reynt verði að ná samstarfi um að finna leiðir útúr kreppu Póllands. í ræðu sinni í Gdansk í gær sagðist Walesa vita að verka- menn fengju ekkli brauð með því einu að fara í verkfall, - en nú væru öflug mótmæli eina leiðin til að koma á umbótum í landinu, sem væri á barmi blóðsúthellinga og byltingar. Hann sagði að eftir sjö ára stjórn Jaruzelskis væru Pólverjar í þeirri stöðu að vera betlarar Evrópu. í Varsjárstjórn var ekkert sáttahljóð í gær, og talsmaður hennar, Jerzy Urban, lýsti því yfir að stjórnin ætlaði sér ekki að semja við verkfallsmenn. Verk- fallið stefndi umbótastefnu stjórnarinnar í hættu og hún mundi ekki gefa eftir. verkalýðsleiðtoginn Walesa gegn hers- Glímt af hörku í Póllandi, - höfðingjanum Jaruzelski. Pótt Walesa höfðaði í ræðu sinni til perestrojkunnar í Sovét voru aðgerðir Samstöðumanna í Póllandi fordæmdar í sovésku ís- vestíu og kallaðar fjárkúgun gagnvart umbótasinnaðri forystu landsins. reuter/-m Herjað á suðursvæðinu ísraelskar hersveitir ráðast inníSuður-Líbanon, eyðileggja hús og vara við samstarfi við skœruliða Um 1500 manna ísraelskar her- sveitir réðust í gærmorgun inní suðurhluta Líbanon, fóru um þorp þar og sprengdu hús í loft upp, og virðist tilgangurinn að hræða íbúana frá allri hjálp við palestínska skæruliða. fsraelsher hélt sig að mestu innan þess svæðis sem þeir lýstu einhliða „öryggissvæði sitt“ eftir innrásina fyrir þremur árum, en sveitir úr hinum ísraelsholla Suður-Líbanons-her réðust einn- ig inní þorp norðan svæðisins. Að sögn ísraelsmanna hafa hópar Palestínuskæruliða ráðist átta sinnum á árinu á ísraelskt land frá Líbanon, og hafa 17 Pal- estínumenn og 5 ísrelsmenn fall- ið í árásunum. Eftir sættir þeirra Arafats Palestínuleiðtoga og Hassads í Sýrlandi í síðustu viku lýsti PLO yfir að skæruárásum mundi fjölga á næstunni og er að skilja á ísraelsmönnum að að- gerðirnar í gær séu svar við þessu. Hernaður ísraela í gær, - sem ekki var veitt nein mótspyrna, - er auðvitað innrás í annað ríki, og forseti Líbanon fordæmdi að- gerðirnar harðlega og sagðist mundu reyna að kalla saman um þær fund í Öryggisráði SÞ. Breska stjórnin fordæmdi innrásina og hvatti ísraelsmenn til að láta af afskiptum sfnum af svæðinu í Suður-Líbanon. Innrásin sjálf sýndi best að þeim hefði misheppnast að halda þar uppi nokkurri reglu, og ættu þeir nú að hleypa að friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna. Nokkuð annar tónn er hafður í yfirlýsingu talsmanns Banda- ríkjaforseta. Par er hvatt til þess að erlendar hersveitir yfirgefi Lí- banon og ekki minnst á ísrael sér- staklega. Hernaður ísraela í Líbanon átti að standa einn sólarhring, og var ekki kunnugt um mannfall þegar síðast fréttist, en vitað að hersveitir Sýrlendinga í grennd- inni höfðu verið settar í við- bragðsstöðu. A hernumdu svæðunum féllu í gær þrjú palestínsk ungmenni í átökum við ísraelsher, og er tala fallinna Palestínumanna í skærum frá því í desember nú orðin 172. Hringormar Tveggja miljarða tap Afallhjá Unilever vegna ormamyndar- innar í V-Pýskalandi Deutsche Unilever, vesturþýskt dótturfyrirtæki fiskauð- hringsins, tapaði hundrað miljón mörkum (2,3 miljarðar íslenskra) í fisksölu frá ágúst til nóvember i fyrra vegna ormahræðslu neytenda. Ástæðan var sjónvarpsmyndin um hringormana sem sýnd var síðsumars í fyrra og olli hallæri í fisksölu í Vestur-Þýskalandi allt frammað áramótum. Heildarsala fyrirtækisins nam í fyrra 23,2 miljörðum króna. Frakkland Chirac í vondum málum Allt útlitfyrir traustan sigur Mitterrands á sunnudag. Ný stjórn sósíalista og miðlœgra hœgrimanna eftir kosningar? Sigurlíkur Mitterrands f for- setakosningunum á sunnudag þykja vænni með hverjum degi, og veldur ekki síst þröng staða mótframbjóðandans Chiracs, sem gengur erfiðlega að höfða í senn til þeirra sem í fyrri umferð kusu Barre og Le Pen. Kannanir eru bannaðar í Frakklandi vikuna fyrir kosning- ar en fróðleiksmenn telja að Mitterrand haldi um tíu prósenta forskoti á Chirac, og af ræðum og baráttustíl má ráða að frambjóð- endurnir séu sjálfir komnir á svipaða skoðun, - „ef frambjóð- andi sósíalista skyldi nú vinna...“ segir Chirac, og samkvæmt „Frænda“ hefst framtíðin á mánudagsmorgun. Aðeins fjórir dagar eru nú eftir af kosningabaráttunni og þeytist Chirac á milli margra funda á dag, en Mitterrand fer sér hægt og heldur aðeins tvo stóra fundi á vikunum tveimur milli umferða, - í Strassborg á mánudagskvöld og í Toulouse á föstudag. Le Pen hefur sett allstórt strik í reikning Chiracs, - og nú spá menn uppstokkun á hægrikantin- um eftir sigur Mitterrands á sunnudag. Atburðirnir í Nýju-Kaledóníu virðast ekki hafa þau áhrif á kosningabaráttuna sem búast hefði mátt við, en hægri öfgasinn- inn Le Pen hefur haldið sér í kastljósinu, nú sfðast 1. maí með því að neita að lýsa stuðningi við Chirac, sem aðeins væri illskárri en sósíalistinn Mitterrand. Reuter-fréttastofan hefur eftir háttsettum heimildarmönnum í flokki Chiracs, RPR, að þar séu menn viðbúnir tapi og óttist mest miklar breytingar á hægrikanti eftir kosningarnar, er jafnvel rætt um að á næstunni kynni fjórðung- ur eða þriðjungur núverandi stuðningsmanna nýgaullista að ganga hinni hálffasísku Þjóðfylk- ingu á hönd. Stjórnandi kosning- abaráttu Mitterrands, Pierre Beregovoy, segir meirihlutann að baki ríkisstjórninni vera að hrynja. RPR-menn sem Reuter-stofan ræddi við kenndu innanríkisráð- herranum Charles Pasqua, hægri hönd Chiracs, helst um væntan- legar ófarir, en Pasqua biðlaði um síðustu helgi opinberlega til Le Pen-sinna með því að lýsa yfir að Þjóðfylkingin berðist í raun fyrir sama málstað og RPR. Mið- lægir ráðherrar í hægristjórn Chiracs hafa sagst ósammála, og jafnvel Toubon aðalritari RPR afneitaði ráðherranum. Þessi atburðarás er síðan iögð saman við þau ummæli Mitterr- ands á mánudagskvöld að til sín séu velkomnir þeir sem ekki hafa verið áður, og niðurstaða 'vanga- veltunnar er ný ríkisstjórn undir forystu miðjumanns frá hægri- kanti eftir Mitterrand-sigur á sunnudag. Spámenn um slík óvænt tíðindi hafa það raunar fyrir sér að minna hefur farið fyrir hugmyndafræðilegum átökum hefðbundinna hægri og vinstri afla í kosningunum nú en nokk- urntíma áður síðari áratugi. Miðvikudagur 4. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.