Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1988, Blaðsíða 5
Húsnæðis vandinn fleiri töfralausnir Þessi grein er hin fyrsta af þremur. í þeim verður fjallað um húsnæðis- málin frá ýmsum hliðum. Kaupgeta fólks fer stöðugt minnkandi. Því valda háir vextir og skortur á lánsfé. „Nýja“ húsnæðislánakerfið hefur verið afskrifað. Frjálsum verðbréfa- markaði er ætlað að leysa það af hólmi ef marka má nýjustu tillögur. í fyrstu greininni er einkum fjallað um þessi mál. í síðari greinunum verður drepið á ýmis afmörkuð vandamál og helstu hugmyndir sem komið hafa fram í húsnæðismálum að und- anförnu. Núverandi húsnæðiskerfi sem gjarnan hefur verið kallað „nýja" hús- næðiskerfið er skömmtunar- eða biðraðakerfi. Fólk,sem hyggur á húsnæðiskaup verður að láta skrá sig á biðlista nokkrum árum áður en kaup fara fram. Mjög heit umræða hefur verið um húsnæðismál undanfarinn hálfan áratug. Frá 1983 hafa menn leitað lausna á húsnæðis- vanda sem áður var óþekktur hér á landi. Á undanförnum árum hafa ráðamenn töfrað fram hverja allsherjarlausnina á fætur annarri. f árslok 1983 gerði þá- verandi ríkisstjórn „stórátak" til að leysa húsnæðisvandann í eitt skipti fyrir öll. Sú lausn dugði skammt og vandamálin hrönnuð- ust upp næstu ár. 1 september 1986 var tekið í notkun það hús- næðislánakerfi sem við búum nú við. Með því átti enn að gera stór- átak og framkvæma allsherjar endurskipulagningu á húsnæð- ismálum. betta kerfi er almennt nefnt „nýja húsnæðiskerfið". Umræður um húsnæðismálin hafa að miklu leyti snúist um það síðan. „Nýja kerfið leysti ekki þau vandamál sem því var ætlað. Það hefur aftur á bóginn skapað enn ný vandamál. Nú nýverið hefur nefnd á vegum félagsmála- ráðuneytisins sett fram hugmynd að enn einni allsherjarlausn á fjármögnun húsnæðismála. Urn- ræðan mun því væntanlega enn um sinn snúast um allsherjar- lausnir. „Nýja“ húsnæðis- kerfið „Nýja“ húsnæðiskerfið er í raun skömmtunar- eða biðraða- kerfi. Fólk sem hyggur á húsnæð- iskaup verður að láta skrá sig á biðlista nokkrunt árum áður en kaup fara frarn. Kerfið líkist einna helst því sem gerist í sumum kommúnistaríkjum. Með því er gerð tilraun til að leysa lánamál húsnæðismarkaðarins með opinberu lánsfé. Svo óheppilega vildi til að það var tekið í notkun skömmu fyrir al- þingiskosningar. Stjórnarflokk- arnir áttu af þeim sökunt erfitt með að laga ágalla kerfisins án þess að setja ofan í kosningabar- áttunni. Til þess að bjarga kerf- inu hefði þurft að endurskoða það í upphafi árs 1987. Það var ekki gert. Fyrir einu ári sendi Húsnæðisstofnun ríkisins út bæk- ling til kynningar á „nýja“ kerf- inu. Til dæmis unt bjartsýni manna ntá nefna eftirfarandi til- vitnun. „Þaer breytingar sem ver- ið er að gera í húsnæðismálum þjóðarinnar eru mjög róttækar. Markmið þeirra er að Island telj- ist til þeirra þjóðfélaga, þar sem almenningi er gcrt klcift að eignast þak yfir höfuðið án þess að leggja lífshamingjuna að veði.“ I bæklingnum var þeirri fullyrðingu að kerfið væri að springa vegna skorts á lánsfé svarað á eftirfarandi hátt: „Þegar á heildina er litið hefur fjöldi um- sókna reynst svipaður því sem var áætlað“. Þessi ummæli eru at- hyglisverð nú þegar ekki er lengur um það deilt að kerfið sé stórgallað. Suntir telja að það sé í raun ónýtt. Biðtími eftir lánum er kominn upp í 4 til 5 ár. Talið er að sjöunda hver fjölskylda í landinu verði á biðlista um næstu áramót. Megingalli kerfisins er að það gefur umsækjenduni meiri fyrir- heit en það getur staðið undir. í dag hrekkur allt ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs ríkisins tæplega fyrir lánum til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu eign. Biðtíminn sem nú þegar er orðinn mjög langur mun af þeim sökum enn lengjast næsta hálfa áratuginn. Kerfið hefur vissulega sína kosti. Áðurnefndir ágallar yfirgnæfa þá hins vegar. Háværar raddir vilja leggja það niður og taka upp nýtt gjörbreytt kerfi. Aðkallandi vandamál í fyrra spenntist fasteignaverð upp úr öllu valdi. Fasteignaverð í upphafi þessa árs jafnaðist á við það sem hæst hafði mælst áður. Þá voru greiðslukjör á fasteigna- markaði slæm. Við þessar að- stæður fóru of margir út í kaup. Á yfirstandandi ári, 1988, má reikna með að nýr hópur fólks lendi í greiðsluvandamálum. Söluverð mun að öllum líkum lækka á föstu verðlagi þegar líður á árið. Launahækkanir halda ckki á við verðbólgu. Fólk sem lendir í greiðsluerfiðleikum mun því upplifa erfiðleika vegna mis- gengis launa og verðlags. Bygg- ingarsjóð ríkisins skortir fé til að mæta þessum vanda. Einnig má reikna með að nokkur hundruö fjölskyldur sem í venjulegu ár- ferði hefðu keypt sína fyrstu íbúð í ár verði að fresta kaupunum. Liðlega 2000 umsækjendur munu fá lán úr Byggingarsjóði ríkisins í ár. Það er innan við helmingur þeirra sem kaupa eða byggja í meðalári. Mikil og vaxandi vöntun er á leiguíbúðum. Ætla má að á hverju ári skapist þörf fyrir 250 leiguíbúðir eingöngu vegna þess að því fólki fjölgar sem ekki ræður við að kaupa sér húsnæði. Sum þessara vanda- niála eru afleiðing „nýja" hús- næðislánakerfisins. Minnkandi kaupgeta Kaupgeta unga fólksins fer stöðugt minnkandi. Því valda að- allega þrír þættir. Hækkun raun- vaxta, skortur á lánsfé og óhag- stætt skattakerfi. Mjög er nú þrýst á stjórnvöld að hækka vexti af lánum úr Byggingarsjóði ríkis- ins. Þeir eru 3,5%. Vextir af öðr- um lánum sem húsnæðiskaup- endum standa til boða eru enn hærri. Ætla rná að meðalvextir fólks sem nú er að kaupa sína fyrstu eign séu ekki lægri en 5%. Nýjustu tillögur gera ráð fyrir enn hærri vöxtum. Sennilega hækka vextir af lánum úr opin- bera lánakerfinu upp í 8% í lok ársins. Þá verða meðalvextir hús- næðiskaupenda ekki lægri en 8,5%. Hin svonefnda „sjálfseign- arstefna“ í húsnæðismálum mun ekki standa af sér svo háa vexti. Undanfarin ár hefur þeim fækk- að sem ráða við að kaupa sína eigin íbúð. Þessi þróun mun halda áfram. Talið er að 85%- Stefán Ingólfsson skrífar 90% íslendinga búi í eigin hús- næði. Þær kynslóðir sem á næstu árum þurfa að afla sér húsnæðis geta ekki vænst þess að fleiri en 75‘/« þeirra búi í eigin húsnæði. Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er þegar orðin rnikil. I lún á enn eftir að aukast. Ilúsaleiga hefur hækk- að mikið. Margir reyna af þeint sökunt að kaupa sér húsnæði jafnvel þó þeir hafi tæplega bol- magn til þess. Þeir lenda í greiðsluerfiðleikum, gefast upp á kaupunum og tapa oft öllum eigurn sínunt. Óhagstætt skattakerfi Breytingar, sem gerðar hafa verið á skattakerfinu undanfarin ár, hafa verið húsbyggjendum óhagstæðar. Sanranburður við grannlöndin er orðinn óhagstæð- ur. Húsnæðiskaupandi í Dan- mörku greiðir að líkum nálægt 2,0% lægri raunvexti af lánum sínum þegar tekið hcfur verið til- lit til skatta en kaupandi hér á landi. I raun er þessi samanburð- ur enn óhagstæðari því hér á landi getur hver einstaklingur einungis notið húsnæðisbóta í 6 ár. Miklar breytingar hafa orðið á högum húsnæðiskaupenda á síðustu árum. Ungt fólk scnr er að kaupa sína fyrstu eign nýtur nú hclmingi minni skattalækkunar en gerðist fyrir áratug. Þá er ótalinn gríðar- lega mikill verðbólguhagnaður sem kaupendur nutu. Verðbólg- an var lengst af 6% til 7% hærri en vextirnir. Fjárstreymi til Reykjavíkur „Nýja" húsnæðislánakerfið hefur opnað augu manna fyrir því að fé lífeyrissjóðanna rennur í fjárfestingar í Reykjavík. Margir hafa bent á þá staðreynd að þrír fjórðu af lánum úr Byggingar- sjóði ríkisins renni til íbúðakaupa á höfuðborgarsvæðinu en einung- is helmingur af iðgjöldum lí’f- eyrissjóðanna komi þaðan. Megnið af útlánum Byggingar- sjóðs er fé lífeyrissjóðanna. Fé af landsbyggðinni rennur því til íbúðakaupa í Reykjavík. Munur- inn er sennilega um 1500 miljónir á þessu ári. Þessi tilflutningur fjár er þó ekki tilkominn með nýja húsnæðislánakerfinu. Kannanir sem gerðar voru fyrir daga þess sýndu að fólk utan af landi kaupir 20% af öllurn íbúðum sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu. Það fékk áður lán sín beint frá lífeyris- sjóðnum. Flestir eru að flytja til Reykjavíkur en einnig er Ijóst að landsbyggðarmenn hafa lengi fjárfest í fasteignum í Reykjavík. Taliö er að um 2 þúsund íbúðir í Reykjavík séu í eigu utanbæjar- manna. Það þýðir að tuttugasta hver fjölskylda á landsbygginni á íbúð í Reykjavík. Enn nýtt húsnæðis- lánakerfi Ymsar hugmyndir eru uppi um að breyta „nýja“ húsnæðislána- kerfinu. Þær sem mestrar hylli njóta eru þó enn sem komið er ekki úthugsaðar. í raun eru þær hugnryndir sem fram hafa komiö álíka vel rökstuddar og það kerfi var á sínum tíma sem nú er dæmt ónýtt. Mun erfiðara er að gera breytingar á núverandi kerfi en menn hafa áður átt við að venjast viö endurskoðun húsnæðismála. í bókunr Húsnæðisstofnunar ríkisins eru nú þegar skráðir hátt í 11 þúsund urnsækjendur á bið- lista. Þeir hafa þegar öðlast lánsrétt samkvæmt gildandi lögum. Ef standa á við fyrirheit senr þeim hafa verið gefin þarf að útvega nálægt 25 mil jarða króna í lán áður en nýtt kerfi verður tekið í notkun. Nýtt kerfi verður af þeinr sökum tæplega að raun- veruleika fyrr en í tíð næstu ríkis- stjórnar. Til þess aö kerfið geti komið fyrr í gagnið verður að svipta nokkur þúsund fjölskyldur lánsrétti eða fá þær til að falla frá honum. Það veröur væntanlega að gera með því að lækka fjárhæð lánanna og hækka vexti. Þær til- lögur sem helst eru til unrræðu miða að því að tekið verði upp svonefnt skiptibréfakerfi. Kerfið byggist á því að Byggingarsjóður ríkisins hætti að lána til kaupa á eldra húsnæði. í stað þess leiti kaupendur og scljcndur notaðs íbúðarhúsnæðis eftir fjármagni á frjálsum verðbréfamarkaði og í bankakerfinu. Stuöningur ríkis- ins felst í útgáfu ríkistryggðra skiptibréfa. Ef þessi leið verður farin verður að gera gagngerar endurbætur á félagslega húsnæð- iskerfinu. í þeim löndum sem byggja húsnæðismál sín á svipuð- um forsendum og hugmyndirnar gera ráð fyrir búa ekki fleiri en 65% fólks í eigin húsnæði. Þó eru mörg þeirra með skattakerfi sem er mun hagstæðara húsbyggjend- um en það kerfi sem við búurn við auk þess að vextir eru lægri. Þess- ar tilögur boða því í raun form- legt fráhvarf frá „sjálfseignar- stefnunni'1. Þeim þarf að fylgja eftir með öflugri aðgerðum í fé- lagslega kerfinu en gerðar hafa verið um árabil. í næstu grein verðurfjallað um vandamál landsbyggðarinnar, háan byggingarkostnað og óhagstæð greiðslukjör á fasteignamarkaði. Einnig verður lýst þeim vanköntum sem eru á því að láta verðbréfa- markaðinn um að fjármagna húsnæðismarkaðinn. Stefán Ingólfsson, verkfræðingur Miðvikudagur 4. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.