Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 8
Eg forðast allt sem Þaö sem við geröum meö abstraktmálverkinu var aö láta myndina gerast á fletin- um en ekki úti í náttúrunni eins og tíðkaðist í íslenska lands- lagsmálverkinu. Menn höfðu alltaf tengt bláa litinn við him- ininn eða hafið, en við slitum hann úr tengslum við náttúr- una og litum bara á hann sem andstæðu við til dæmis gult. Annars hef ég unnið svo lengi með liti að ég er hættur að botnanokkuðí þeim. Þaðer línan sem skiptir meginmáli í mínu málverki, en þó get ég ekki sagt þér út á hvað hún gengur. Eg hef hins vegar lagt áherslu á það að línan sé ekk- ert hikandi og að liturinn sé ekki hérumbil, helduralveg blár. Allt sem er hérumbil hef- uraldrei höfðaðtil min, það er eins og sósíaldemókratarnir sem geta unnið með ölium... Þetta sagöi Karl Kvaran listmálari þar sem ég hitti hann á vinnustofu hans og heimili á efstu hæö símahússins við Austurvöll. Þar hefur Karl unnið að myndlist sinni síðastliðin 30 ár og ekki fengist við annað en línur og liti. Og nærri hálfrar aldar reynsla hans af glímunni við myndflötinn hefur kennt honum þá sparsemi á stóru orðin sem við sjáum endur- speglast í verkum hans þar sem allt stefnir til einfaldari og skýrari framsetningar og þar sem línurn- ar verða þeim mun hlaðnari merkingu sem þær eru færri og Iitirnir tala þeim mun sterkar til okkar sem andstæður þeirra eru hreinni og klárari. Og þegar ég spurði hann hvort hann fengi aldrei þá tilfinningu að þessi myndflötur með sínum línum og litaandstæðum væri þröngur starfsvettvangur svaraði hann: -Nei, síður en svo, í línunni rúm- ast svo margt og hún dugir mér prýðilega. Menn hafa bent mér á að það sé mikið af bognum línum í mínum myndum...ég held að það skipti ekki svo miklu máli á meðan ekki er eitthvað bogið við myndirnar... Það er lítið um það sem telst til nútímaþæginda á vinnustofu og heimili Karls Kvaran. Myndir standa í stöflum meðfram veggj- um, trönur eru á miðju gólfi með ófullgerðri mynd, litaslettur margra ára þekja gólfið og á vinn- uborðinu eru haugar af litatúp- um, skyssum og pappírum. Einn kollur og hægindastóll og skápur með plötusafni og nokkrum bókum um myndlist. En á bak við málaratrönurnar er heimilisdýr- gripurinn, splunkunýr skápur með hljómflutningstækjum og hátölurum sem virðast geta nægt heilum hljómleikasal. - Ég er með dellu fyrir hljóm- flutningstækjum, segir hann, - en hún er fyrst og fremst tæknileg, því ég hef ekkert vit á tónlist. Við komum okkur fyrir í fremri stofunni þar sem er gamall legubekkur og hægindastóll og borð sem er hlaðið yfirfullum öskubökkum, pípum og píputó- baki. Á veggjunum hanga nokk- ur ófullgerð málverk og nokkrar fjölskylduljósmyndir eru á veg- gnum í einu hominu. Karl er orð- inn einbúi í þessu húsi, konan dáin og börnin flogin úr hreiðrinu, og það er greinilegt að innan þessara veggja stefnir allt að einu marki, hinni hreinu og sönnu línu sem í spennu sinni og sveigju birtir af lítillæti sínu það sem kannski er endanlega hægt að segja í mynd: hið hreinrækt- aða form. - Hvenær byrjaðir þú að fást við myndlist? - Ætli ég hafi ekki verið 15 ára þegar ég fór í teikniskóla til þeirra Marteins Guðmundssonar og Björns Björnssonar. Eftir það fór ég líka til þeirra Jóhanns Bri- em og Finns Jónssonar, það var á árunum 1941-42. Það var Finnur sem sagði að línan í myndinni skipti öllu máli, að hún væri nógu kröftug. Jóhann sagði hins vegar að aðalatriðið væri að hafa enga línu, því línan væri ekki til. Þegar menn voru orðnir þreyttir á þess- ari þrætu hættu menn í þessum skóla. Svo fór ég í Handíða- og myndlistaskólann þar sem Þor- valdur Skúlason var aðalkennar- inn, þá nýkominn frá námi. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og var bæði greindur og áhrifamikill sem kennari. Hann og Jóhann Briem voru af gagnstæðum skóla °g gjörólíkir, en báðir sannir í því sem þeir voru að gera og gegnum- vandaðir málarar. Síðan lá leiðin til Kaupmanna- hafnar, þar sem ég var í 3 ár á Listaakademíunni hjá Kirsten Iversen. Hann var góður maður en lélegur kennari og sagði aldrei neitt sem skipti mig máli. Aðrir kennarar þar voru Axel Jörgen- sen sem hafði tfma í listasögu og svo Lundström, sem var stórkost- legur málari en beitti sér lítið við kennsluna. Hann kom kannski inn í vinnustofuna og spurði: Skal jeg sige noget? Ef enginn svaraði var hann rokinn á dyr. Hann var líka oft við skál. Þessi fátæklega reynsla mín af Akademíunni gekk mest út á það að teikna módel, og þar sem kennslan var ekki upp á marga fiska, þá fór ég á einkaskóla til Boyesen þar sem við teiknuðum afsteypur af gömlum grísk- rómverskum styttum undir járn- aga. Boyesen skammaði okkur gríðarlega og talaði gjarnan um heimska íslendinga. Eitt sinn spurði hann mig hversu margar kindur væru á Islandi. Ég svar- aði: „tre“. Eftir það skildum við á jöfnu. - Varst þú fyrir áhrifum af abstrakt-málverki á þessum árum í Danmörku? - Nei, abstraktlistin var varla orðin til þar þá, þeir voru ákaf- Iega fáir sem lögðu stund á hana. Ég sá til dæmis engar myndir eftir Richard Mortensen á þessum tíma. Ég var alltaf að teikna og hafði ekki áhuga á öðru. Þeir málarar sem höfðu mest áhrif á mig í Danmörku á þessum tíma voru Lundström, Leergaard og Hoppe. Þegar ég kom heim 1948 mál- aði ég myndir af húsunum og sjónum, mínu nánasta umhverfi. Húsin voru brún og hafið blátt, ég átti heima þarna við sjóinn. Það var viss breyting frá róman- tíska landslagsmálverkinu þar sem fjöllin og firnindin réðu ríkj- um og smám saman fór maður að víkja frá þessum ytri mótífum. Danmerkurárin voru þýðingar- mikil fyrir myndbygginguna og teikninguna, en maður gat ekki haldið áfram að teikna módel endalaust. Það er betra að gera eitthvað annað við konurnar en að teikna þær... - Hvenær ferð þú að mála ab- straktmyndir? Það var um 1951. Það var Val- týr Pétursson sem varð fyrstur til þess að tileinka sér geómetríuna út í París. Hann kom með þessar hugmyndir hingað heim. Og svo auðvitað Þorvaldur sem fór að gera geómetrískar myndir 1952 og var mjög fljótur að tileinka sér þessa myndhugsun og ná góðum árangri. Við hittumst á þessum tíma reglubundið, Jóhannes Jó- hannesson, Kjartan Guðjónsson, 8 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN, Sunnudagur 8. maí 1988 6jS LUSQfl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.