Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 4
ustu árin sem starfsreynsla hús- mæðra er metin í stigum til kaupgjalds. Það er merkur áfangi sem náðist fyrir einarða baráttu og er vísir að fleiri áföngum. Nú þegar sjálfsagt er að konur stundi vinnu utan heimilis og afli tekna sem brýn þörf er fyrir, efli sjálfstæði sitt og leggi þjóðfé- laginu lið til aukins velfarnaðar, er eins og stjórnvöld átti sig ekki á því, að konur eru komnar út á vinnumarkaðinn til að vera þar, þær eru ekki lengur varavinnuafl sem gripið er til. Það er því skýlaus krafa kvenna, sem aldrei verður of oft ítrekuð, að búið verði svo að börnum, að mæður þurfi ekki að vera kvíðafullar við störf sín og viti ekki af börnum sínum í öruggri gæslu. Barna- heimili og samfelldur skóladagur eru sjálfsögð réttlætis- og örygg- ismál. En það er ekki nóg að reisa barnaheimili, skóla og sjúkra- stöðvar. Það þarf líka að huga að launum og starfskilyrðum þess fólks, sem við þessar stofnanir vinnur. Störf þess eru ein hin mikilvægustu í þjóðfélaginu. Sama þörf, sama von Sú er mesta ógæfa vinnandi stétta að halda ekki samstöðu sinni. Við höfum öll sömu þarfir, sömu áhyggjur, sömu vonir. Hvort sem við búum í borg eða sveit, í Breiðholti eða Bolungar- vík. Við þurfum mannsæmandi húsnæði fyrir alla - fyrir alla - líka þá sem ekki geta unnið fullan vinnudag. Við þurfum jafna möguleika barna okkar til menntunar. Við þurfum líka endurmenntunar- möguleika fyrir þá sem byrjuðu 14-16 ára gamlir að vinna fyrir þessu þjóðfélagi. Það er oft talað um að þessi eða hinn sé búinn að leggja á sig svo og svo mikið nám og beri því mikil laun fyrir. Ekki andmæli ég því. En spyrjum um þann sem byrjar sextán ára gam- all að greiða gjöld til samfélags- ins, hvar eru launin hans? Hvar eru viðurkenningin og þakkirnar fyrir hans framlag? Við höfum öll, sama hvað við störfum og hvað við erum, sömu þörf fyrir samvinnu, vináttu, fé- lagsskap og virðingu. Hvaða hlutverki sem við gegnum í þessu flókna, síbreytilega iðandi myn- stri sem við köllum mannlíf. Og það er vinnan, starfíð, sem er grundvöllurinn og tilvera okkar bygggist á. Það er kominn fyrsti maí og sólin farin að verma vorkalda jörð. Ég óska ykkur öllum sælla, langra sumardaga. (Fyrirsagnir eru Þjv.) AFMÆLI Haraldur Sigurðsson áttrœður Áttræður varð nú í vikunni HaraldurSigurðsson bóka- vörður, ferðagarpur, rithöf- undur, doktor í kortasögu -og um leið einn af fyrstu blaða- mönnum Þjóðviljans. Haraldur fæddist að Krossi í Lundareykjardal þann fjórða maí árið 1908. Hann stundaði nám við Menntaskólana á Akur- eyri og í Reykjavík, fékkst um hríð við kennslu en gerðist árið 1936 einn af blaðamönnum ný- stofnaðs Þjóðvilja og hefur sagt skemmtilega frá þeim frumbýl- ingsárum í greinum og viðtölum. Á stríðsárunum gerðist Haraldur starfsmaður hjá bókaútgáfunni Helgafelli, en bókavörður á Landsbókasafni árið 1946 og gegndi því starfi til ársins 1978, hefur hann margt þarft unnið samtökum bókavarða. Haraldur er mikill ferðagarpur, hann hefur skrifað margt um ferðalög á ís- landi og komið mjög við sögu ár- bóka Ferðafélagsins sem höfund- urogritstjórnarmaður. Haraldur hefur þýtt á íslensku margar bækur ágætar (m.a. eftir Selmu Lagerlöf, Silanpaa og Axel Munthe). En höfuðverk Harald- ar er Kortasaga íslands í tveim bindum sem út kom 1971 og 1978, mikið rit og vandað sem hefur hlotið hinar bestu viðtökur sérfróðra og áhugamanna. Margir færðu Haraldi heilla- óskir og gjafir í tilefni afmælisins, sem og sjá má af myndinni hér að ofan sem tekin var á heimili þeirra Sigrúnar Á. Sigurðardótt- ur í Drápuhlíð á afmælisdaginn. Til heiðurs Haraldi áttræðum gefur Ferðafélag íslands út Ferðabók Magnúsar Gríms- sonar. Haraldur Sigurðsson Fjórir ungir málarar og sœnskur texlíll Nú stendur yfir aö Kjarvals- stööum sýning fjögurra ungra málara, þeirra Guöbjargar Lindar Jónsdóttur, Svanborg- ar Matthíasdóttur, Söru Vil- bergsdótturog Leifs Vil- hjálmssonar. Þau voru öll samtíma í Myndlista- og handíðaskólanum á árunum 1981-85 og hafa haldið hóp- inn síöan. Fyrstasamsýning þeirra var í Gallerí íslensk list 1986. Þær Guðbjörg, Svanborg og Sara sýna olíumyndir en Leifur þekjulitsmyndir, og sker hann sig nokkuð úr hópnum með express- ] íónískum vinnubrögðum í ætt við ICobra-málarana. Þær Guðbjörg, | Svanborg og Sara sýna hins vegar [yfirvegaða og varfærnislega út- færslu „nýja málverksins" svo- kallaða, sem er víst þegar orðið gamalt og þreytt. Þær eru býsna skyldar í vinnubrögðum, þótt , hver hafi sinn stfl. Athyglisvert er Svanborg Matthíasdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Sara Vilbergsdóttir og Leifur Vilhjálmsson að sjá í þessum myndum visst afturhvarf og áhrif frá þýsku og frönsku málverki á fyrri hluta aldarinnar, sem Guðbjörg Lind Jónsdóttir nýtir sér á hvað per- sónulegastan hátt. Síðustu tækifæri eru til þess að skoða þessa sýningu nú um helg- ina, en henni lýkur á sunnudag kl. 22. Um leið lýkur frábærri sýningu á sænskri vefjarlist að Kjarvals- stöðum, en þar er um að ræða útfærslu vefara á verkum þekktra sænskra listamanna. Vefnaður þessi er með því fallegra sem sést hefur á þessu sviði hér á landi og ætti enginn áhugamaður um vefj- arlist að láta sýningu þessa fram hjá sér fara. -ólg Pró 1988 Kæliskápar * frystiskápar * frystikistur. jpon ix gæði á verði sem kemur þér notalega á óvart Kæliskápax án frystis, 6 stærðir K 130 K 200 K 244 130 ltr. kælir 200 ltr. kælir 244 ltr. kælir K 180 173 ltr. kælir K 285 277 ltr. kælir K39S 382 ltr. kælir Kæliskápar með frysti, 6 stærðir KF 120 103 ltr. kælir 17 ltr. frystir KF 195 S 161 ltr. kælir 34 ltr. frystir KF 233 208 ltr. kælir 25 ltr. frystir KF250 173 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF355 277 ltr. kælir 70 ltr. frystir KF 344 198 ltr. kælir 146 ltr. frystir Dönsku GRAM kæliskápamir eru níðsterkir, vel einangraöir og því sérlega sparneytnir. Hurðin er alveg einstök, hún er massif (nær óbijótanleg) og afar rúmgóð með málmhillum og lausum boxum. Hægri eða vinstri opnun. Færanlegar hillur, sem einnig má skástilla fyrir stórar flöskur. 053 4-stjörnu frystihólf, aðskilið frá kælihlutanum (minna hrím). Sjálfvirk þíðing. Stílhreint og sígilt útlit, mildir og mjúkir litir. FSIOO 100 Itr. frystir FS175 175 ltr. frystir FS146 146 ltr. frystir FS240 240 ltr. frystir FS330 330 ltr. frystir c:a»»»l 4-stjömu frystikistur, fullinnréttadar HF234 HF348 HF462 234 ltr. frystir 348 ltr. frystir 462 ltr. frystir VAREFAKTA, vottorð dönsku neytendastofnunarinnar, um kælisvið, frystigetu, einangrun, gangtíma vélar og orktmotkun fylgir öllum GRAM tækjum. GRAM frá FÖNIX =gæði á góðu verði. Góðir skilmálar - Traust þjónusta. /rQniX Hátúni 6A SlMI (91)24420 >FOnix ábyrgð í3ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.