Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 20
^^^vSlSSí RSK 5.07 pilililllWÍiÍlÍlÍIÍilSÍi jfiS»líí«É»S?3Íí^^«?8^»*8|Í lfll«llllIllllllllBÍMÍf 'm»m ;iqxftn|„(, Ný bók: ^ Keltnesk áhrif á Islandi Út er komin í ritröðinni Stu- dia Islandica bók eftir Gísla Sigurðsson sem nefnist Gael- ic Influence in lceland. Histor- ical and Literary Contacts (eða: Keltnesk áhrif á íslandi. söguleg og bókmenntaleg tengsl). í níu köflum bókarinnar gefur Gísli Sigurðsson yfirlit yfir helstu kenningar fræðimanna um keltnesk áhrif á íslandi til forna, en það efni hefur verið mörgum þeirra mjög hugleikið sem hafa velt fyrir sér ástæðum fyrir því að til varð jafn einstakt fyrirbæri og íslenskar bókmenntir voru. Um leið leitast höfundur við að vega og meta þessar kenningar. Gísli rekur fyrst vitneskju sem menn hafa um kynni víkinga af írum, heimildir um Kelta á ís- landi, blóðflokkarannsóknir og annan líffræðilegan vitnisburð um það hvaðan Islendingar eru Ármann Helgason klarinettu- leikari. Tónlistarskólinn í Reykjavík Tvennir tónleikar Mánudaginn 9. maí kl. 20.30 eru 8. stigs söngtónleikar í sal skólans Skipholti 33. Margrét J. Ponzi, sópran og Sigrún Þor- geirsdóttir, sópran flytja sönglög eftir íslenska og erlenda höfunda. Þriðjudaginn 10. maí eru ein- leikaraprófstónleikar í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Ármann Helgason, klarinettu- leikari flytur verk eftir C. M. von Weber, Debussy, Alan Hovhan- ess, Arthur Benjamin, Alban Berg og Brahms. Vilhelmína Ól- afsdóttir leikur með á píanó. Tónleikararnir eru síðari hluti einleikaraprófs Ármanns frá skólanum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. komnir. Einnig fer hann yfir keltnesk áhrif og keltnesk minni í einstökum bókmenntaverkum, svo sem fornaldarsögum, Eddu- kvæðum, Snorra-Eddu, ís- lendingasögum og kenningar um keltnesk áhrif í dróttkvæðum. í formála kemst Gísli Sigurðs- son svo að orði ma.a.: „Ég hefi ekki í hyggju að reyna að skilgreina allt þetta efni með það fyrir augum að komast að því hvort hægt sé að líta svo á að sam- band (við hinn keltneska heim) sé sannað í hverju einstöku dæmi. Með því fræðimenn á næstliðnum áratugum hafa eink- um haft áhuga fyrir einstökum þemum, þá taldi ég nytsamlegra að skoða sjálft eðli fjölda hlið- stæðna, sem finna má milli fornís- lenskra bókmenntaverka af ýms- um tegundum og gelískra bók- mennta, einkum fornírskra. - Hliðstæðna sem aðrir hafa þegar bent á. Með því að vinna þetta verk vonast ég ekki aðeins til að sjá mönnum fyrir ítarlegri rita- skrá um efnið heldur og leggja mat á það, hvað þessar hlið- stæður geta sagt okkur um mikil- vægi keltneskra áhrifa á íslenska bókmenntahefð. Á þessu ferli ætti að koma skýrt fram eðli þess sem við vitum og hvað enn er ófundið - eða öllu heldur: hve lítið það er reyndar sem við get- um vitað með vissu!“ Ritinu fylgir mjög rækileg skrá yfir bækur og ritgerðir fyrri fræði- manna um efnið. Ritröðin Studia Islandica er gefin út í samvinnu Bókmenntafræðistofnunar Há- skóla fslands og Bókaútgágu Menningarsjóðs. GJALDDA9I . FYRIR SKIL . A STAÐGREIÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hlutá vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. hvers mánaðar en eindagi Þann 15 -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.