Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.05.1988, Blaðsíða 13
Ávarp flutt á útifundi Samtaka kvenna á vinnu- markaði 1. maí Birna Þórðardóttir „Viö ætlum ekki aö láta keyrayfirokkur," sagöi Þórar- inn V. Þórarinsson, atvinnu- rekendaforkólfur í viötali í sjónvarpinu í fyrrakvöld. Nei, atvinnurekendur ætla ekki að láta keyra svo þjösnalega yfir sig að ganga til samninga um 42 þúsund króna lágmarkslaun. Fyrr skal Sigurður Helgason burðast við að læra farþegaskrán- ingu en Flugleiðir skrifi undir slíka ósvinnu. Og kaupmenn, sem síðustu tvö árin hafa eytt átta og hálfum milljarði í verslanahallir í Reykjavík, þeir eiga ekki aflögu aur tilað hækka lágmarkstaxta- kaup uppí 42 þúsund. Síðustu misserin hafa atvinnu- rekendur skipulega reynt að keyra yfir verkalýðshreyfinguna og gengið ótrúlega vel að brjóta skörð í raðir okkar. Þjösnagangi atvinnurekenda og ríkisvalds hefur verið mætt með linkind, enda er hroki þeirra orðinn slíkur að þeir telja sig varla þurfa að ræða við verka- lýðshreyfinguna tilað ákvarða kaup og kjör. Kjörorðið er að deiia og drottna. Dugi það ekki er Félagsdómi og sáttasemjara beitt fyrir vagninn. Okkar eigin forysta í verka- lýðshreyfingunni hefur ekki haft dug tilað rísa gegn árásunum, hvað þá að skipuleggja gagnsókn félaganna. Eina leiðin tilað ná einhverju fram, eina leiðin tilað brjóta ei- lífar árásir atvinnurekenda og ríkisvalds á bak aftur er að skipu- leggja sameiginlega baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Við höfum ekki peninga og pólitísk valdatæki atvinnurek- enda, en við höfum annað sem þeir hafa ekki - og það er fjöl- dinn. Nítján-menningarnir sem Tónmenntaskóli Reykjavíkur er nú að ljúka 35. starfsári sínu. í skólanum voru um 500 nemend- ur. Kennarar voru 40 talsins. Meðal annars störfuðu við skólann tvær hljómsveitir með rúmlega 50 strengjaleikurum og tvær lúðrasveitir með um 50 blás- urum. Auk þess var léttsveit star- frækt í skólanum. Mikið hefur verið um tónleikahald á vegum skólans í vetur og vor. ráða öllu í Vinnuveitendasam- bandinu hafa ekkert að segja gegn þeim tugþúsundum sem við ráðum yfir - takist okkur að fyl- kja liði sameiginlega. Þetta hefur forysta okkar ekki skilið, heldur sett sjálfa sig í stað fjöldans - horft síðan í eigin barm og sagt - fólkið vill bara ekkert gera. En fólkið vill gera ótrúlega margt, það hefur sýnt sig síðustu vikurnar. Það sem hefur skort er að skipuleggja þennan vilja. Enda er enginn tilbúinn að láta troða á sér endalaust. Það er enginn tilbúinn að láta lítillækka sig árum saman með því að teljast vart matvinnungur þrátt fyrir linnulaust strit. Þessvegna verðum við að spyrna við fótum. En við verðum að spyrna við fótum sameiginiega. Ef forysta okkar er ekki reiðu- búin í aðgerðirnar með okkur, þá verðum við að skapa okkur nýja forystu. Forystu sem er ekki yfir og ofar okkur heldur fremst með- al jafningja. Forystu sem kann og getur veitt forystu í baráttu en ekki forystu fyrir undanhaldi, jafnvel hönd í hönd með atvinnu- rekendum. Þjóðasáttir síðustu ára hafa leitt til þess að launabilið innan verkalýðshreyfingarinnar hefur orðið meira en nokkru sinni fyrr. Það er einsog tvær þjóðir búi orðið í landinu. Þjóð þeirra sem hefur og hinna sem hefur ekki. Þau sem möguleika hafa reyna að skríða áfram algjörlega án til- lits til næsta manns, frumskógar- lögmálið er allsráðandi. Ég fyrir mig - og aðeins fyrir mig - aðrir koma mér ekki við; laun eru leyndarmál; verkalýðshreyfingin molnar niður innan frá og leikur- inn er atvinnurekenda. Síðustu vortónleikar skólans verða haldnir í Gamla bíói (ís- lensku óperunni) nk. laugardag 7. maí kl. 2 e.h. Á þessum tónleikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. Á efnisskránni verður einleikur og samleikur á ýmiss konar hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hvað gerir verkalýðsfélagið fyrir mig, spyr fólk, og svarar um leið, ekkert nema hirða af mér félagsgjöld. Fólk sér aðeins slappleika hreyfingarinnar, bros og blóma- gjafir forystunnar til þeirra sem hafa barið okkur. En fólk gerir sér ekki grein fyrir að öll þau félagslegu réttindi sem við búum við í dag hafa náðst með baráttu verkalýðshreyfing- arinnar. Við hefðum ekki atvinnuleysis- bætur án baráttu verkafólks. Við hefðum ekki orlof án bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar. Við hefðum ekki veikindarétt án baráttu verkalýðshreyfingar- innar. Við hefðum ekki fæðingarorlof án baráttu hreyfingarinnar. Við hefðum ekki tryggingabæt- ur án sameiginlegrar baráttu. Og lífeyrissjóðina fengum við eftir langa baráttu, þótt atvinnu- rekendur reyni að sölsa þá undir sig í dag. Allt þykja þetta sjálfsögð rétt- indi í dag, en við skulum líka gera okkur grein fyrir því, að við náum engum öðrum réttindum án sam- eiginlegrar baráttu. Hvorki styttri vinnutíma, lengra fæð- ingarorlofi, betri dagvistun né barnelskara umhverfi. Ótrúlega margt launafólk segir: Hvað kemur mér verka- lýðsbarátta við! Ég á enga sam- leið með verkafólki. Ég er stjóri þetta og stjóri hitt. Allt í lagi! Látum þau fara! Látum þau gerast aukafélaga í Vinnuveitendasambandinu! Látum þau fá sjúkradagpeninga, atvinnuleysisbætur og lífeyris- réttindi frá Vinnuveitendasam- bandinu. Þau sem í dag búa við yfirborg- anir og aukasposlur skulu líka at- huga, að þensla íslenska auð- valdsins er ekki endalaus, og þeg- ar saman dregst er það eina sem eftir stendur umsamdir taxtar og umsamin réttindi. Það sem fýkur eru yfirborganirnar. Og það getur komið að því að fleirum verði hent á dyr en verka- fólki hjá Granda, Álafossi, Sam- bandinu og Sláturfélaginu. Margir hugsa - ekki ég, það kemur aldrei fyrir mig. En menn skulu ekki vera svo vissir! Og þá skiptir litlu hvort menn hafa verið dyggustu snatar húsbóndans. Þá dugir heldur engin einka- barátta. Þá er það samstaðan ein sem getur skilað einhverju - eins- og í dag. Þessvegna hefur barátta versl- unarfólks verið barátta fyrir alla verkalýðshreyfinguna, barátta tilað brjóta launastefnu atvinnu- rekenda og ríkisvalds á bak aftur. Þessvegna er barátta Snótar- kvenna barátta okkar. Þessvegna ber öllum öðrum í verkalýðshreyfingunni að styðja þau sem standa í baráttu. En verkalýðsbarátta markast hvorki við lönd né strönd. Þessvegna er barátta pólsks verkafólks barátta okkar. Þessvegna er barátta palest- ínskrar alþýðu okkar barátta. Þessvegna er baráta S- Afríkumanna gegn kynþáttakúg- un okkar barátta. Berjumst saman til sigurs - hér - þar - og allstaðar - 1. maí og alla aðra daga! Laus staða Laus er til umsóknar tímabundin lektorsstaða við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla íslands. Staðan miðast við hálft starf og gert er ráð fyrir að ráðið verði í hana til tveggja ára frá 1. júní n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. maí n.k. Menntamálaráðuneytiö 3. maf 1988 Tónmenntaskóli Reykjavlkur Járniðnaðarmenn Rafiðnaðarmenn Okkur vantar nú eöa fljótlega menn til afleys- inga í sumarfríum eöa til lengri tíma. Starfiö er einkum fólgiö í járniönaði, rafiðnaði og skyldum greinum. Langur vinnutími, fæöi í mötuneyti. Upplýsingar gefur Ágúst Karlsson í síma 681100. Olíufélagið hf. Suðurlandsbraut 18, sími 681100. REYKJKJÍKURBORG JtcucMn, Sfádu* Heimilishjálp Starfsfólk vantar til starfa í hús Öryrkjabandalags íslands í Hátúni. Vinnutími 2-4 klst. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 18800. Húsavík Kennarar Einn kennara (almenn kennsla) og einn sérkenn- ara vantar aö barnaskóla Húsavíkur næsta skólaár. Nánari upplýsingar um störfin og þá fyr- irgreiðslu sem í boöi er veitir skólastjóri í símum 96-41660 og 96-41974. Skólanefnd Húsavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa um mán- aðamótin maí-júní nk. í skólann veröateknir ung- lingar fæddir 1973 og 1974 og voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaáriö 1987-1988. Umsóknareyöublöö fást í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 622648 og skal umsóknum skilað þangaö fyrir 20. maí nk. Þeir sem eiga nafnskírteini eöa önnur skilríki, vinsamlegast hafi þau meö. Vinnuskóli Reykjavíkur. Almennt kennaranám til B.ED.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kenn- aranám viö Kennaraháskóla íslands er til 5. júní, en dagana 14. og 15. júlí verðurtekið við viðbót- arumsóknum. Áttatíu af hundraði væntanlegra kennaranema eru valdir úr hópi þeirra sem sækja um fyrir 5. júní. 120 nýnemar veröa teknir inn í Kennaraháskólann í haust. Inntaka nemenda er í höndum sérstakrar nefndar sem starfar á vegum skólaráös. Hún byggir niöurstööur sínar á um- sóknum og viðtölum við nemendur. Umsókninni skal fylgja staöfest afrit af prófskírteinum. Um- sækjendur koma til viðtals í júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað nám sem skólaráð telur jafngilt. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu- blöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105 Reykjavík. Sími: 91-688700. Rektor Kennaraháskóla íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.