Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 3
Erlend rekstrarlán Aukin ásókn Stórfyrirtæki sœkja um erlend rekstrarlán. Umsóknir bíða afgreiðslu í viðskipta- ráðuneytinu Aundanförnum mánuðum hafa stórfyrirtaeki hérlendis í auknum mæli sótt um að fá að taka erlend rekstrarlán, það er lán til að endurskipuleggja rekst- ur sinn, greiða upp eldri skuldir eða skuldbreyta eldri lánum. Hér er ekki um að ræða lán til fram- kvæmda eða kaupa á nýjum tækj- um og vélum. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir í samtali við Þjóðvilj- ann að þessar umsóknir séu nú til athugunar í ráðuneytinu en ekk- ert af þeim hefur enn verið af- greitt. „Lán sem þessi hafa áður verið veitt í einhverjum mæli og í mín- um huga eiga sumar þessar um- sóknir ekki síður rétt á sér en um- sóknir til framkvæmda eða kaupa á nýjum vélum eða tækjum og það er athugunarvert að hugleiða hvort einhver af þessum fyrir- tækjum eigi ekki að fá svona lán,“ segir Jón Sigurðsson. Aðspurður um fjölda þeirra fyrirtækja sem sótt hafa um þessi lán segir Jón að hann vilji ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. -FRI Álverið Árangurs- lausir fundir Slitnaði upp úrígœr. Nýr fundur ekki verið boðaður í gær slitnaði upp úr viðræðum starfsfólks í álverinu í Straumsvík og atvinnurekenda, eftir stuttan fund í Karphúsinu. Atvinnurek- endur sögðu sig ekki lengur bunda af tilboði sínu frá 20. aprfl að öðru en því sem snerti launa- liðina. En tilboði þcirra um þá var hafnað. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og ríkir engin bjartsýni í herbúðum starfsfólks- ins. Starfsfólkið fer fram á sam- svarandi hækkanir og verið hafa undanfarna mánuði í þjóðfé- laginu og sé þá tillit tekið til launaskriðs. Orn Friðriksson, trúnaðarmaður í álverinu, sagði leiðréttingu launa yfirleitt hafa farið þannig fram og hafi þá verið miðað við fréttabréf kjararann- sóknarnefndar. „Þessu höfnuðu atvinnurekendur algerlega núna“. í tilboðinu frá 20.apríl er boðið upp á 5,1% upphafshækkun, lag- færingar á bónus upp á 1,64% og 0,6% til lagfæringar á launa- flokkum. Áfangahækkanir yrðu eins og í öðrum samningum. Örn segir þetta tilboð ófullnægjandi ogþar við situr. Örn sagði enga vörufluttninga eiga sér stað frá álverinu og að- eins yrði tekið á móti þeim vörum sem búið var að gera flutnings- samninga um fyrir boðun verk- falls. Hann sagði að talsvert hafi verið flutt út áður en verkfallið skall á, álið var flutt til Reykja- víkur og skipað út þaðan. Örn var ekki bjartsýnn á gang viðræðna, sagði „enga ástæðu til bjartsýni þegar hlutunum miðaði afturábak“. -hmp Landsbankinn Ekkert svigrúm Helgi Bergs: Mjögþrengt að stöðu bankans. Engin innlánaaukning frá áramótum. Olafur Ragnar Grímsson: Bankakerfið að komastí þrot Landsbankinn hefur fundið fyrir því að harðnað hefur á dalnum í þjóðfélaginu undan- farna mánuði og hefur það þrengt nijög stöðu bankans. Nú er svo komið að bankinn hefur ekkert svigrúm lengur til að leysa vanda þeirra fyrirtækja sem eiga í fjármagnsvandræðum,“ segir Helgi Bergs einn af bankastjórum Landsbankans í samtali við Þjóð- viljann. Aðspurður um hvað gerist ef stjórnvöld grípa ekki til ráðstaf- ana eða ef slíkar ráðstafanir drag- ast á langinn segir Helgi að staða bankans sé orðin það þröng að það sé lítið sem ekkert sem þeir geti gert. Rekstur Landbankans gekk þolanlega á síðasta ári þótt nokk- ur lækkun hafi orðið á eiginfjár- hlutfalli. Frá áramótum hefur staðan hinsvegar stöðugt farið versnandi, fyrst og fremst vegna þess að innlánaaukning hefur lítil sem engin orðið en hefur ávallt verið töluverð á þessum tíma. Aðspurður um afhverju inn- lánaaukningin er engin segir Helgi að forráðamenn bankans hafi vissulega velt fyrir sér ástæð- um þessa en hann vill ekkert segja um þetta þar sem vanga- velturnar eru byggðar á ági- skunum en ekki rannsóknum. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins kom inn á stjórn peningamála í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokks- ins um helgina. Þar segir hann m.a.: „Stjórn peningamála hefur mistekist svo hrapalega að ís- lendingar búa nú við hærri raun- vexti og dýrara og óhagkvæmara bankakerfi en þekkist í nokkru nágrannalandi... Bankakerfinu hefur mistekist að stýra fjárm- agninu í arðbærar fjárfestingar. Lánamistök bankakerfisins eru veigamikil orsök þeirra gjald- þrota og vitlausu fjárfestinga sem nú eru að koma í ljós á mörgum sviðum. Bankarnir veittu ekki það arðsemisaðhald sem þeim var ætlað. Þeir hafa brugðist... Niðurstaðan er sú að bankakerfið er að komast í þrot. Bjarga varð Útvegsbankanum frá gjaldþroti og Landsbankinn, stærsti banki þjóðarinnar, er kominn hættu- lega langt inn á sömu óheilla- braut og Útvegsbankinn var á fyrir tveimur árum síðan.“ -FRI Dr. Eugene Makhlouf, sendifulltrúi PLO á fundi með þingflokki Alþýðubandalagsins í Alþingishúsinu í gær. Ljósm. E.ÓI. Palestína Alþjóðaráðstefna um frið í Palesb'nu á íslandl? Steingrími Hermannssyni boðið að heimsækja leiðtoga PLO í Túnis N hlutverki að gegna við lausn Palestínuvandans, sagði Dr. Eug- ene Makhlouf, sendifulltrúi PLO í Stokkhólmi í samtali við Þjóð- viljann í gær. - Löndin eiga ekki nýlendu- hagsmuna að gæta, þau eru viðurkennd af deiluaðilum og ættu þess vegna að geta hýst þá alþjóðlegu ráðstefnu um Palest- ínumálið sem er forsenda friðar. Sérstaklega hefur ísland þar hlut- verki að gegna þar sem landið hefur þegar hýst fund leiðtoga risaveldanna. Dr Makhlouf átti í gær fund með Halldóri Ásgrímssyni sjáv- arútvegsráðherra, sem gegnir störfum fyrir Steingrím Her- mannsson í fjarveru hans. Þar kom Dr. Makhlouf á framfæri boði til Steingríms Hermanns- sonar um að hann kæmi til fundar við Jassir Arafat, leiðtoga PLO í höfuðstöðvum samtakanna í Túnis. Dr. Makhleuf hélt á sunnudag erindi á fjölsóttum fundi Félags- ins ísland Palestína, og vakti er- indi hans mikla athygli. Þá átti hann fund með þingflokki Al- þýðubandalagsins i gær. Annar fundurverður með Dr. Makhlouf á vegum Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins í Bíókjallaran- um undir Nýja bíói í kvöld kl. 20.30. Dr. Makhlouf heldur af landi brott í fyrramálið. -ólg Grandavagninn Ragnar vill kaupa bílinn Sendi bréftil borgarstjóra ogstjórnar Granda. Þröstur Ólafsson vill ekki tjá sig um málið Þröstur vonaðist til að ná í alla stjórnarmenn í dag. Hans afstaða ætti því að vera ljós á morgun. Ragnar segir það hafa verið sam- þykkt samhljóða í stjórn fyrir- tækisins að láta hann fá bílinn. Það þýðir að einhver getur hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu en enginn verið á móti. Borgarráð heldur fund í dag og er líklegt að þar verði Granda- vagninn til umræðu. -hmp Krabbamein Læknaráð á Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður Granda hf. hefur ósk- að eftir því að fá að kaupa eðal- vagn þann sem fyrirtækið útve- gaði honum. Hann hefur sent stjórn Granda bréf þar sem hann falast eftir bflnum. Athygli vekur að Ragnar send- ir einnig borgarstjóra bréf sama efnis. En borgarstjóri hefur lýst því yfir að borgin hafi ekkert með rekstur Granda að gera. „Ragnar Júlíusson, stjórnar- formaður Granda mætti í morgun með bréf stflað á Granda hf. þar sem hann óskar eftir því að leysa til sín bílinn," sagði Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdarstjóri Granda í gær. Að sögn Brynjólfs verður bréfið tekið fyrir á stjórnarfundi í næstu viku. Brynj- ólfur sagðist líta þannig á stöðuna „að stigið hafi verið skref í í mál- inu“ og hann vonaðist til að það endaði farsællega. Brynjólfur sagðist ekkert vilja segja um það hvort sú ákvörðun hafi verið röng á sínum tíma, að láta Ragnar fá bflinn. Málið væri nú í höndum stjórnar. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, á sæti í stjórn Granda. Þjóðviljinn spurði hann hver afstaða hans hafi verið þegar ákvörðunin um bflinn vartekin. Hann svaraði því þannig „að þetta væri flóknara en það að hægt væri að svara því með nei eða já“. Hann sagðist ætla að ræða þetta mál við aðra stjórnarmenn og vildi ekki tjá sig um það annarsstaðar áður. Læknaráð Landspítalans situr í dag á rökstólum vegna greinar Edgars Borgenhammars prófess- ors við Norræna heilsugæslu- skólann í Gautaborg í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans um krabb- ameinslækningar og hugsanlegar villigötur læknavísindanna í með- ferð krabbameins. Þórarinn Sveinsson yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítal- ans sagði er Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær að af- ráðið hefði verið að segja sem minnst um þetta mál fyrr en að afloknum fundi læknaráðsins. Meðlimir ráðsins eru margir stjórnarmeðlimir í bæði Krabb- ameinsfélagi Reykjavíkur og Krabbameinsfélagi Islands. -tt Þriðjudagur 10. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.