Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 15
ERLENDAR FRETTIR Frá Einari Má Jónssyni í París „Vinstra megin við miðju“ Hœgrimenn sundraðir sem aldreifyrr eftir stórsigur Mitterrands. Lík- ur á samstarfi sósíalista og þeirra miðflokksmanna sem nœstir þeim standa Sigur Mitterrands í frönsku forsetakosningunum á sunnu- daginn er mjög mikill, og kemur þar einkum þrennt til: Góð þátt- taka í kosningunum, mjög mikiil munur á fylgi frambjóðendanna tveggja og að auki er þetta í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem for- seti er endurkjörinn í beinum kosningum. Eini forsetinn sem áður hefur verið kosinn tvisvar er Charles de Gaulle, en aðeins í seinna skiptið í beinum kosning- um. Eftir því sem gengur og gerist í frönskum stjórnmálum er mun- urinn á fylgi frambjóðendanna í seinni umferð forsetakosning- anna í mesta lagi, heil 8% eða þar um bil. Mitterrand hlaut rúmlega 54% atkvæða, aðeins einu prós- entustigi minna en de Gaulle þeg- ar hann náði kjöri í annað sinn. Sigur Mitterrands nú kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér í frönskum stjórn- málum, en talsmaður Chiracs sagði í gær að forsætisráðherrann hefði farið fram á fund með fors- eta sínum þegar í dag og myndi þá afhenda afsagnarbeiðni sína for- mlega. Gagnsæ kosningatrix Hægri menn hafa að allra dómi orðið fyrir miklu áfalli í þessum kosningum, og klofningurinn í þeirra röðum er mjög mikill. Fyrir kosningarnar var því haldið fram að ef Chirac fengi innan við 47% til 48% atkvæða væri pólit- ísk framtíð hans í hættu, þar sem hann gæti ekki lengur skoðast óumdeildur leiðtogi hægri manna. Reyndar hafa Frakkar það á orði að maður sé aldrei úr leik í stjórnmálum, en úrslitin gera það engu að síður að verkum að Chirac verður að hafa sig nokkuð í hófi á næstunni. Hann lagði mikið undir í kosningabar- áttunni, einkum í lokin er barátta hans var farin að bera æ meiri keim af örvæntingu, en allt kom fyrir ekki. Gíslamálið í Beirút og blóðbaðið í Nýju-Kaledóníu reyndust kosningatrix sem ekkert hjálpuðu upp á sakirnar; málatil- búnaður þessi varð að auki til þess að gera vinstri menn miklu harðari, en mestu skiptir að kjós- endur almennt virðast hafa litið á þessar uppákomur sem hrein og klár kosningatrix. Allar vanga- veltur hægri manna um að þessar tiltektir yrðu til að auka veg Chir- acs, þótt ekki dygði til sigurs, hafa reynst óskhyggjan einber. Klofningur hægri manna kom mjög skýrt fram í sjónvarpsum- ræðum í fyrradag, á kosningadag- inn. Fylgismenn Chiracs eru í úlfakreppu; á eina hlið er Le Pen sem hrósaði miklum sigri í kosn- ingunum, og hefur raunar þegar lýst því yfir digrum barka að hægri menn gætu aldrei náð völd- um aftur í Frakklandi nema styðja sig við hans eigin flokk, Þjóðfylkinguna. Slíkar og þvílík- ar yfirlýsingar koma Chirac- sinnum mjög illa; þeir geta ekki sýnt neinn lit á því að halla sér að Le Pen nema fyrirgera stuðningi margra miðjumanna. Reyndar var það farið að koma í ljós, þeg- ar á kosningadaginn, að sumir miðflokkamenn voru farnir að líta yfir til Mitterrands. Miðjan volg Þannig var til þess tekið þegar bert var hvert stefndi að bæði Barre og d'Estaing, fyrrverandi forseti og einn leiðtoga Lýðræðis- bandalagsins, voru loðnir í yfir- lýsingum sínum og engan veginn andsnúnirMitterrand. D'Estaing lét svo lítið að óska forsetanum til hamingju með sigurinn, hvað þá annað. Hin þekkta og vinsæla Simon Veil, Lýðræðisbanda- laginu og fyrrum forseti Evrópu- þingsins, bætti um betur og úti- lokaði engan veginn samstarf við Mitterrand, og gera menn því nú jafnvel skóna að hún muni gegna ráðherraembætti í nýrri ríkis- stjórn. Simon Veil hefur alltaf staðið nokkuð nálægt sósíalistum og má rifja það upp að hún stóð fyrir rýmkunar lagasetningar um fóstureyðingar á sínum tíma, og hlaut það mál framgang á franska þinginu einvörðungu vegna stuðnings sósíalista, þar sem stór hluti hægri manna var á móti. Það fer ekki leynt að miðflokk- afólki á borð við Simon Veil er mjög í nöp við le Pen og hans nóta, og er sú andúð mjög út- breidd í þeirra hópi. Það liggur fyrir að Jacques Chirac mun segja af sér mjög fljótlega og að Mitterrand mynd- ar stjórn í framhaldi af því, og að vonum velta menn því nú mjög fyrir sér hver verði forsætisráð- herra í þeirri ríkisstjórn. Nafn Michels Rocards er oftast nefnt, en fleiri eru taldir koma til greina, s.s. Beregovoy, gamall stuðningsmaður Mitterrands. Hvað sem forsætisráðherraemb- ættinu líður er langsennilegast að auk sósíalista standi utanflokka- menn að næstu stjórn, auk ein- hverra miðflokkamanna. Raunar benda skoðanakannanir til þess að vænn meirihluti Frakka vilji gjarnan að sósíalistar skipi næstu ríkisstjórn í samkrulli við þá mið- flokkamenn sem þeim standa næst. Stjórn sem þann veg yrði samansett gæti fengið meirihluta á þingi, enda er hægrimeiri- hlutinn þar mjög tæpur, og þyrftu því ekki að koma til „sinnaskipti“ nema hjá fáeinum þingmönnum til að gulltryggja slíkan meiri- hluta. Stemmning fyrir þingkosningum Athyglin beinist þó ekki síður að því hvort boðað verði til kosn- inga á næstunni. Margir eru slíkri lausn hlynntir; meirihluti Frakka vill nýjar kosningar ef marka má niðurstöður skoðanakannana, og þykir það liggja í loftinu að sósíal- istar muni vinna mjög mikið á í slíkum kosningum. Ýmsir frammámenn miðjuflokkanna eru þó sagðir lítt hrifnir af kosn- ingum nú og óttast um sinn hag ef af verður. Kommúnistar biðu afhroð í kosningunum og eru nánast úr leik. Leiðtogi þeirra, Marchais, kom fram í sjónvarpi eins og aðrir pólitískir frammámenn á kosn- ingadaginn, en það var engu lík- ara en að þar væri afdankaður trúður á ferð og engin leið að taka hann alvarlega. Marchais lýsir því yfir að hann sé í stjórnarand- stöðu núna, en kommúnistar studdu reyndar Mitterand í seinni umferðinni. Að öllu samanlögðu er stemmningin afskaplega mikið með Mitterrand, og það ekki að- eins heima fyrir; franskir fjöl- miðlar hafa gert sér mikinn mat úr því hversu vel endurkjöri hans er tekið erlendis. Á sama tíma eru franskir hægrimenn í sárum eftir kosningauppgjörið, bæði vegna ósigursins og eins klofn- ingsins í eigin röðum. Var ömur- legt að horfa upp á allt það arga- þras í kosningasjónvarpinu á sunnudaginn var. Hver það verður veit nú enginn: Miklar vangaveltur eru uppi um eftirmann Chiracs á forsætisráð- herrastóli. Flestir veðja á Michel Rocard, aðrir reikna með að Ber- egovoy hreppi hnossið, en hitt skiptir þó meira máli að í uppsigl- ingu er samstarf sósíalistaflok- ksins við miðflokkafólk það sem er vinstra megin við miðju í frön- skum stjórnmálum og vill ekkert af Le Pen vita og hans nótum. Vert er að leggja á það áherslu að sósíalistar hyggja aðeins á samstarf við hluta miðjumanna, enda hluti þeirra farinn yfir til Chiracs fyrir kosningar. Þeir miðjumenn sem sósíalistar bera víurnar í á næstunni, ef að líkum lætur eru „vinstra megin við miðju“; það fólk sem hvorki vill neitt af Le Pen og hans nótum vita, né heldur neitt dekur við fasíska Þjóðfylkingu hans. SALZBURG 2 x í viku FLUGLEIDIR -fyrír þíg- Háskólanám 1 búvísindum Innritun stendur nú yfir í Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, sem er kennslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi. Skilyrði til inntöku eru að viðkomandi haft lokið almennu búfræðinámi með fyrstu einkunn, og stúdentsprófi eða öðru framhaldsnámi, sem deildarstjórn tekur jafngilt og mælir með. Auk alhliða undirstöðumeftntunar í búvísindum gefst kostur á sérhæfingu. Nemendur kjósa valgreinar síðustu tvö árin og skrifa aðalritgerð um eigin rannsóknaverkefni. Námiðtekur 3 ár ogtelst 90 námseiningar (BS 90). Árlegur kennslutími við Búvísindadeild er 34 vikur á tímabilinu frá 15. september til 15. júní. Nemendur geta búið á nemendagörðum en eiga kost á fæði í mötuneyti Bændaskólans á Hvanneyri. Þeir njóta sömu réttinda hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og aðrir Itáskólanemar. Umsóknir ásamt prófskírteinum þurfa að berast skólanum fyrir 10. júní. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 93-70000. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.