Þjóðviljinn - 10.05.1988, Page 10

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Page 10
Hvar er maí- blíðan? Það var skýrt frá því á baksíðu Þjóðviljans um síðustu helgi, að veðurfarið í aprílmánuði hefði þótt undarlegt í meira lagi. Hitast- ig sjaldan lægra í mánuðinum það sem af er öldinni en sólar- stundir sjaldan fleiri. Þetta átti við bæði fyrir sunnan og norðan, austan og vestan. Ef apríl hefur þótt undarlegur í háttu hvað veðurfar snertir þá veit ég ekki hvaða dóm menn ætla að kveða upp yfir maí. Ég minnist þess ekki svo langt aftur sem ég man, og eru það þó nærri þrír áratugir, að eins miklir um- hleypingar og hreint út sagt skíta- kuldi hafi einkennt veðurfarið í maí. Einhvern veginn er því þannig farið að maímánuður er í minn- ingunni sá mánuður þegar sólin skein hvað skærast, jörðin klæddist á fáum dögum úr þung- búnum vetrarbúningi í græna skrautskykkju, angan var í lofti og fuglarnirsungu. Ég mátti hins vegar þola það með jafnöldrum mínum á skólaaldri að sitja lokað- ur inni í herbergi yfir bókum og naga blýanta. Það var síðan segin saga að um leið og síðasta prófi lauk í síðustu viku maímán- aðar hófst mikið rigningatímabil sem stóð hið minnsta fram yfir þjóðhátíð. Nú sit ég ekki lengur bundinn við próflestur, en nýt ekki heldur hinnar rómuðu veðurblíðu maí- mánaðar. Ég lét mig þó hafa það að mæta í fjölskyldugönguna á sunnudagsmorgun þráttfyrir éljaganginn. Til allrar hamingju stytti upp á meðan við sötruðum kaffið rennblaut og skjálfandi. ( sömu mund og þessi texti er færður í tölvuletur gengur enn ein hryðjan yfir Síðumúlann og allt er hvítt yfir að líta eitt augnablik. Fyrir norðan eru allir komnir í stuttbuxurog sólbað, Austfirð- ingar eru að drukkna í leysingar- vatni en á höfuðborgarsvæðinu sérennekki útúrmuggunni. Er nema von að maður hristi haus- inn þegar vísindamenn upplýsa að nýtt hlýindaskeið sé gengið í garð? -ig- í dag er 10. maí, þriðjudagur í þriðju viku sumars, tuttugasti dagur í hörpu, 131 dagurársins. Eldaskildagi (sádagur þegar búfé skal skilað úr vetrarfóðr- un). Sólin kemur upp í Reykjavík kl. 4.28, en sólsetur er kl. 22.22. Atburðir Bretar hernema ísland árið 1940. Þjóðviljinn fyrir50árum Verkalýðsfólögin efna til fundar í kvöld í K.R.-húsinu kl. 8.30 e.h. Mót- mæli gegn vinnulöggjöfinni. Rætt um atvinnuleysið. - Litvinoff ræðir vandamál Tékka við Halifax lávarð og fulltrúa Rúmeníu - Sveinasam- band byggingamanna krefst þess að Þjóðleikhúsið verði fullgert - Revían Fornar dyggðir. 30. sýning. I kvöld kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. Eftir kl. 3 venjulegt leikhúsverð. Næst-síðasta sinn. - Skipaútgerð ríkisins. Esja austur um miðvikudag 11. maí. Ekki hægt að taka meiri flutn- ing. Pantaðir farseðlar óskast sóttir í dag, annars seldir öðrum. 'UM ÚTVARP & SJÓNVARP Kontór- lognið Rás 1. kl. 22.20 Á rás eitt verður í kvöld endur- tekið leikritið Kontórlognið sem byggt er á samnefndri sögu eftir Guðmund G. Hagalín. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson en leikgerðina samdi Klemenz Jóns- son. Leikurinn gerist fyrir um fimmtíu árum í vestfirsku sjávar- plássi. Segir þar frá samskiptum valdamesta útgerðarmannsins í plássinu og skipstjóra hans sem sjálfur vill ákveða hvenær hann sækir sjó. Helstu hlutverk eru í höndum þeirra Arnórs Benónýs- sonar, Guðmundar Ólafssonar og Steindórs Hjörleifssonar. Leikendurnir í Kontórlogninu, Arnór Benónýsson, Guðmundur Ólafsson og Steindór Hjörleifs- son, ásamt Friðriki Stefánssyni tæknimanni og leikstjóranum Þorsteini Gunnarssyni. Efnahagsmálin til umræðu Rót kl 22.30 í þætti Alþýðubandalagsins á Rótinni í kvöíd verður rætt við formann Alþýðubandalagsins Ólaf Ragnar Grímsson. Aðal umræðuefnið verður nýafstaðinn fundur miðstjórnar flokksins og þær tillögur um efnhagsmál sem þar voru samþykktar. Ögmundur Jónasson verður með beina útsendingu í kvöld Kosningaúrslit í beinni útsendingu Sjónvarpið kl.22.20 í dag ganga Danir til þingkosn- inga. En eins og kunnugt er ákvað Paul Schluter forsætisráð- herra Dana, að efna til þingkosn- inga þegar meirihluti danskra þingmanna ákvað að herskip hlaðin kjarnorkuvopnum mættu ekki koma inn í danska lögsögu. Ögmundur Jónasson, frétta- maður sjónvarpsins á Norður- löndum, verður með beina út- sendingu frá þinghúsi Dana, Kristjánsborgarhöll, í kvöld þar sem hann ætlar að flytja okkur fréttir af talningu atkvæða og ræða við stjórnmálamenn og fá þeirra viðbrögð við fyrstu tölum. GARPURINN KALLI OG KOBBI Þetta er átta tíma keyrsla, Kalli, og við erum ekki einu sinni komin inn í Hvalfjarðar botn. Slappaðu nú af. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 10. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.