Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 14
ERLENDAR FRETTIR Danmörk Spurningin: „Með leyfi, eru kjarnorkuvopn um borð?“skók hinn vestrœna heim og olli þingrofi og kosningum í Danaveldi Fyrir réttum átta mánuðum gengu Danir að kjörborðinu og kusu sér þingmenn. Þær kosn- ingar breyttu fái, minnihluta- stjórn Pauls Schluters hélt naum- lega velli og hefur líf hennar hang- ið á bláþræði síðan. Þau örmu bönd brustu fyrir skemmstu eins- og kunnugt er og þar eð þingrof og þingkjör eru þær íþróttir sem danskir stjórnskörungar unna öðrum leikjum fremur verður al- þýða manna að endurnýja umboð þeirra til þingsetu í dag. Orsök þingrofsins og kosning- anna kann að virðast lítilmótleg. Um árabil hafa dönsk lög kveðið á um það að engin kjarnorku- vopn skuli geymd eða flutt um danskt yfirráðasvæði. Þessu hef- ur vitaskuld verið fylgt eftir en þó hefur ekki verið hirt um að inna yfirmenn erlendra herskipa úr flotum bandamanna Dana úr Nató, sem lagst hafa við festar í dönskum höfnum, eftir því hvort slík vopn væru um borð. Slésvík-Holsetaland Kristilegt vígi féll Frakkland Kosningaburst Ymsum öðrum en Frökkum kann að þykja sem sigur Mitt- errands yflr Chirac á sunnudag- inn var hafi verið í tæpara lagi, en munurinn á frambjóðendunum þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum - 8% - er eins og hvert annað pólitískt burst þar í landi. Stjórnmálarýnar eru þegar farnir að vitna til forsetakosning- anna 1965 í samanburðarskyni, en þá bar Charles de Gaulle si- gurorð af tiltölulega ungum fram- bjóðanda sósíalista, Francois Mitterrand að nafni, með heldur meiri mun, heilum tíu prósent- um. í þessu samhengi er varla talað alvarlega um stórsigur Pompidou yfir miðjumanninum Alain Po- her, en á þeim munaði hvorki meira né minna en sextán prós- entum. Þær kosningar fóru fram árið eftir það mikla uppgjörsár 1968, en vinstri sinnar sniðgengu kosningarnar og herskarar kjós- enda sátu heima. Beinar forsetakosningar fóru fyrst fram í Frakklandi árið 1965, og fara úrslitin hér á eftir, en eins og sjá má hefur Mitterrand verið manna iðnastur við forsetako- lann gegnum árin. 1965 Charles de Gaulle 55.2% Francois Mitterrand 44.8% — 1969 Georges Pompidou 58.2% Alain Poher 41.8% — 1974 Giscard d'Estaing 50.8% Francois Mitterrand 49.2% — 1981 Francois Mitterrand 51.8% Giscard d'Estaing 48.2% — 1988 Francois Mitterrand 54.0% Jacques Chirac 46.0% HS/Reuter Jafnaðarmenn unnu hreinan meirihluta þingsæta íKiel. Björn Engholm nœsta kanslaraefni krata? Fyrir nokkru lögðu félagar Jafnaðarmannaflokksins og Sósí- alíska þjóðarflokksins fram til- lögu til þingsályktunar um að skipstjórar erlendra herfleyja yrðu þaðanífrá spurðir þessarar spurningar: „Með leyfi, eru kjarnorkuvopn um borð?“ Ekki var minnst á það aukateknu orði hvort eitthvað bæri að gera ef svarað yrði um hæl með stuttu og laggóðu jái. Tillagan var samþykkt og sam- stundis varð uppi fótur og fit um allan hinn vestræna heim. Nató var háski búinn, hvað yrði nú um gömlu góðu Danmörku ef til ó- friðar drægi? Ráðamenn í Was- hington og Lundúnum voru sár- gramir. Þeir hefðu ekki fyrir sið að skýra óviðkomandi frá víg- búnaði herskipa sinna. Talað var um rýting í bak, trúnaðarbrest og svik við frelsi og lýðræði. Ekki var mönnum heldur hlátur í hug í höfuðvígi Nató í Brussel. Par virtust menn sjá frammá ragna- rök og harmageddon. Heldurhannvelli?„Meðleyfi, eru kjarnorkuvopn um borð?“ Þó var einn öðrum fýldari. Það kvæði um veruna í Nató. Spurn- var Schluter. Flann hefði nú þurft ingin; „með leyfi, eru kjarnorku- að sæta ýmsum kárínum á sínum vopn um borð“, olli sem sé því að forsætisráðherraferli en nú gervöll danska þjóðin gengur til keyrði um þverbak. Danska kosninga í dag. þjóðin yrði að fá að greiða at- -ks. Jafnaðarmenn bundu enda á 38 ára valdaferil félaga Kristilega Demókrataflokksins í „ríkinu“/ fylkinu Slésvík-Holsetalandi í fyrradag. Unnu þeir hreinan meirihluta sæta á þinginu í höfu- ðstaðnum Kiel og 54,8 af hundr- aði atkvæða. Kristilegir demó- kratar hrepptu 33,3 af hundraði atkvæða, töpuðu 9,3 af hundraði frá síðasta kjöri en það fór fram í september í fyrra. Pegar úrslit lágu fyrir efndi Helmut Kohl kanslari og leiðtogi kristilegra demókrata til fundar með fréttamönnum og viður- kenndi að þessi ósigur væri mikið reiðarslag fyrir flokkinn. Ljóst má vera að Kohl gerist nú valtur í sessi flokksleiðtoga enda hefur kristilegum vegnað illa í 5 af þeim 7 ríkisþingskosningum sem hald- nar hafa verið frá sambands- þingskosningunum í fyrra. Hinn verðandi forsætisráðherra Slésvíkur-Holsetalands, jafnaðarmaðurinn Björn Engholm, ásamt konu sinni og dóttur. Þingkjör í dag Pólland Verkfall í Varsjá Verkamenn við Lenín skipasmiðjuna í Gdansk láta ekki deigan síga þráttfyrir ógnanir valdhafa Verkamenn við risaverksmiðju í Varsjá lögðu niður vinnu dagstund í gær. Lögðu þeir með því áhersiu á kröfur sínar um að Samstaða verði gerð að lögper -sónu í pólsku samfélagi og viður- kennd sem fulltrúi verkafólks við gerð samninga umm kaup og kjör. Þetta er fyrsta verkfallið í höfuðborginni frá því ókyrrt varð á ýmsum pólskum vinnustöðum fyrir tveimur vikum. Forystumenn verkalýðssam- takanna skoruðu í gær á menn að leggja niður vinnu og sýna með því í verki samstöðu með verk- fallsmönnum í Lenín skipasmiðj- unum í Gdansk. Það væri eina ráðið sem dygði ef koma ætti í veg fyrir að ráðamenn beittu verk- fallsmenn ofbeldi. Verkamenn í þremur deildum Úrsus dráttarvélaverksmiðjunn- ar í Varsjá sátu með hendur í skauti á meðan framkvæmda- stjórn fyrirtækisins velti vöngum yfir sex kröfum lýðkjörinnar verkfallsnefndar. í þessum hluta verksmiðjunnar starfa um 6 þús- und af 15 þúsund verkamönnum Úrsusar. Heimildamenn úr röðum andófsmanna tjáðu frétta- manni Reuters að 120 verkfalls- menn hefðu tekið matsal verk- smiðjunnar herskildi. Upplýsingafulltrúi pólsku ríkisstjórnarinnar, Jerzy Urban að nafni, sagði mjög orðum aukið að vinna lægi niðri í Úrsus. 70 menn hefðu lagt undir sig mötu- neyti fyrirtækisins en að öðru leyti væri allt með kyrrum kjörum í verksmiðjunni. Verkfallsmenn í Gdansk höfnuðu í gær sáttaboði stjórnvalda og sögðust ekki taka til starfa fyrr en Samstaða yrði lögleyfð. Lech Walesa kvað stífni ráðamanna vera með ólíkindum og alla framkomu þeirra ein- kennast af hroka og yfirlæti. „Þeir taka kröfur okkar ekki al- varlega og koma fram við okkur einsog skríl.“ Reuter/-ks. Hvorki Frjálsir demókratar né Græningjar fengu mann kjörinn á þingið í Kiel, hinir fýrrnefndu fengu 4,4 af hundraði atkvæða en þeir síðarnefndu einvörðungu 2,9 af hundraði. Einsog kunnugt er fær flokkur ekki þingsæti í sinn hlut í Vestur-Þýskalandi nema hann fái að minnsta kosti 5 af hundraði atkvæða í kosningum. Til þessara kosninga var efnt í því augnamiði að fá úr því skorið hverjum kjósendur treystu best til þess að stjórna „ríkinu“ eftir að Barschel hneykslismálið setti allt úr skorðum í Slésvík- Holsetalandi, Kristilega Dem- ókrataflokknum og sambandss- tjórninni í fyrra. Skandallinn var sá að leiðtogi meirihluta kristilegra, Barschel að nafni, lét dreifa allskyns óh- róðri um helsta mótherja sinn, jafnaðarmanninn Björn Eng- holm, fyrir ríkisþingskjörið í september síðastliðnum. Barscel hélt velli í kosningunum en skömmu eftir að upp komst um ódrengskap hans fyrirfór hann sér. Engholm verður nú forsætis- ráðherra „ríkisins". Hann þykir háttvís og hógvær og lét svo um- mælt þegar úrslit kjörsins voru gerð heyrinkunn að sér hefði tek- ist að „búa til flokk sem höfði jafnt til allra þjóðfélagshópa.“ Engholm er 48 ára að aldri. Hann hafði umsjón með menntamálum í ráðuneyti Hel- muts Schmidts og fórst það vel úr hendi. Þegar er farið að ræða um hann sem hugsanlegt kanslara- efni Jafnaðarmannaflokksins í þingkjörinu árið 1990 en sjálfur segist hann kunna vel við sig í Kiel, hvorki hann né fjölskyldan séu áfram um að flytjast búferl- um til höfuðborgarinnar. Reuter/-ks. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 10. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.