Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 8
Island á tímamótum Kreppan í hagstjórninni - leiðir til úrbóta íslendingar búa í gjöfulu landi. Auðlindir hafsins og orkan í iðrum jarðar skapa óvenjulega hag- stæð skilyrði til hagvaxtar og bættra lífskjara. Menntun og dugnaður þjóðarinnar hafa skipað íslendingum í fremstu röð þeirra sem með nýrri tækni og framþróun í atvinnulífi leggja grundvöll að vaxandi þjóðartekj- um. Það á að vera verkefni hagstjórnar á hverjum tíma að nýta þessi hagstæðu skilyrði til að bæta lífskjör launafólks, stuðla að auknu jafnrétti og rétt- læti í samfélaginu og styrkja jafn- framt þær undirstöður atvinnu- lífsins sem í framtíðinni skila enn frekari hagsæld. Tækifærin eru stór. Það er prófsteinn á efna- hagsstefnuna hvort þau eru nýtt til sóknar eða glutrað niður vegna aðgerðarleysis, rangra ákvarð- ana eða annarlegrar hagsmuna- gæslu. Á undanförnum árum ríkti ein- stakt góðæri í efnahagslífi íslend- inga. Sjávarafli var mikill, verð- lag hátt á erlendum mörkuðum, erlend aðföng urðu ódýrari og þróun gjaldeyrismála í heiminum var hagstæð. Öll ytri skilyrði sköpuðu einstök tækifæri til að koma á jafnvægi í þjóðarbú- skapnum, færa verðbólgu niður á svipað stig og í nágrannalöndum, minnka erlendar skuldir, lækka vexti og auka kaupmátt launa- fólks. Því miður tókst ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ekki að nýta þessi óvenjulegu tækifæri á árunum 1986-1987 og ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar hefur látið mesta góðæri undanfarinna áratuga breytast á tveimur miss- erum í alvarlega og djúpstæða hagstjórnarkreppu. Farsæl stjórn efnahagsmála er forsenda þess að þjóðin varðveiti sjálfstæði sitt. Þegar viðskipta- halli er orðinn meiri en útflutn- ingur til helstu viðskiptalanda, þegar erlendar skuldir vaxa hröðum skrefum ár frá ári, þegar verðbólga er margfalt meiri en í nágrannalöndum og lífskjör al- mennings dragast sífellt aftur úr því sem talið er sjálfsagt og eðli- legt í okkar heimshluta, þá er ver- ið að grafa undan nær öllum þeim stoðum sem bera uppi efnahags- legt sjálfstæði fslendinga. ísland er því á tímamótum. Annað hvort heldur kreppan í hagstjórninni áfram að gera lausn vandamálanna æ erfiðari eða famar verða nýjar leiðir sem fela í sér róttækar kerfisbreytingar. Tíminn er dýrmætur. Aðgerða- leysi í nokkra mánuði í viðbót getur skapað nánast óyfirstígan- legar hindranir. Það er hins vegar ekki nóg að krefjast bara að- gerða. Þær verða að þjóna hags- munum fólksins í landinu og styrkja sjálfstæði þjóðarinnar. Lýsing á hagstjornarkreppunni Stefna ríkisstjórna Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar hefur ásamt aðgerða- leysi og sundurþykkju stjórn- valda skapað djúpstæða kreppu í hagstjórninni. Helstu einkenni hennar era: * Verðbólgan á íslandi verður á þessu ári 8-sinnum meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Á árunum 1973-1979 var þessi mun- ur helmingi minni og á hinum illræmdu verðbólguárum 1979- 1985 var hann fjórðungi minni. ísland er nú ásamt Tyrklandi svarti sauðurinn í verðbólgumál- um á Vesturlöndum. Áttfaldur verðbólgumunur er ávísun á ann- að hvort keðjuverkandi gengis- fellingar eða stórfelld gjaldþrot hjá miklum fjölda íslenskra fyrir- tækja. * Viðskiptahallinn verður á þessu ári 11-15 milljarðar króna og er það risavaxið stökk frá ár- inu 1987 þegar hann var 7 milljarðar króna. Var sú niður- staða þó talin fara fram úr hættu- mörkum. Ársútflutningur til Bandaríkjanna sem verið hefur mikilvægasta útflutningsland okkar í áraraðir dugir ekki til að jafna þennan viðskiptahalla. * Erlendar skuldir gætu í lok þessa árs verið komnar í 90-100 milljarða króna. Þróun erlendrar skuldasöfnunar á fyrsta ári ríkis- stjórnarinnar hefði þó átt að vera nægileg viðvörun. Þá voru tekin erlend langtímalán sem námu rúmum 12 milljörðum króna og síðan til viðbótar 3,7 milljarðar í erlendum skammtímalánum. Það var því um að ræða 16 milljarða erlendar lántökur á ár- inu 1987. Þrátt fyrir heitstreng- ingar um breytta stefnu sýnir við- skiptahallinn að áfram skal hald- ið á þessari óheillabraut. * Stórfelldir búferlaflutningar frá landsbyggðinni sem hófust á fyrstu árum ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar hafa hald- ið áfram að stigmagnast og stefnir nú í hreinan landflótta. Búsetu- þróunin hefur verið landsbyggð- inni í óhag sem nemur mörgum þúsundum íbúa á undanförnum árum. Gjáin milli landsbyggðar- innar og höfuðborgarsvæðisins breikkar sífellt. Fjöldi fyrirtækja á landsbyggð- inni er kominn á ystu brún og hundruð fjölskyldna búa við að húseignir þeirra hafa hríðfallið í verði. Það þarf að fara aldar- fjórðung aftur í tímann til að finna hliðstæða byggðaröskun. * Launamisréttið í landinu hef- ur vaxið hröðum skrefum. Á sama tíma og þúsundir láglauna- fólks hafa aðeins 30-40.000 krón- ur í mánaðarlaun hafa stjórnvöld búið í haginn fyrir nýja yfirstétt með tífaldar til fimmtánfaldar mánaðartekjur venjulegs launa- fólks auk margháttaðra fríðinda. Þessi þróun launamála hefur strítt svo gegn réttlætisvitund al- mennings að þúsundir launafólks hafa á undanförnum mánuðum risið gegn láglaunastefnu at- vinnurekenda og ríkisstjórnar. * Breytingar á skattkerfi hafa stuðlað að enn frekari ójöfnuði í landinu. Á sama tíma og skatt- byrði venjulegs launafólks hefur þyngst til muna hefur íslandi ver- ið breytt í skattaparadís hátekju- fólks og stóreignamanna. í engu nágrannalanda okkar búa hinir efnamestu við slík gósenkjör í skattamálum. Hinir ríku hafa sjaldan eða aldrei haft það eins gott. Þessi stefna ríkisstjórnar- innar hefur stuðlað að því að festa í sessi hróplega misskipt- ingu gæðanna. Nú er svo komið að þau 10% þjóðarinnar sem tekjuhæst eru ráðstafa 27% af þjóðartekjunum á sama tíma og þau 10% sem tekjulægst eru fá í sinn hlut aðeins 1% af þjóðar- tekjunum. * Hagstjórnarkreppan hefur búið atvinnulífinu svo óhagstæð rekstrarskilyrði að alda gjald- þrota virðist vera að rísa í öllum landshlutum. Hún gæti á skömmum tíma leitt til víðtæks atvinnuleysis og eyðilagt framfar- amöguleika tuga byggðarlaga. Þessi þróun er ekki aðeins í sjá- varútvegi og iðnaði heldur líka í landsbyggðarverslun og jafnvel í nýjum atvinnugreinum sem áttu að vera vaxtarbroddur framtíðar- innar. * Stjórnleysi í fjárfestingarmál- um á undanförnum árum hefur leitt til gífurlegrar lúxusfjárfest- ingar í verslunarhöllum á höfuð- borgarsvæðinu, montbygginga eins og Seðlabankahúss og Flug- stöðvar, hótela með vonlitla rekstrarmöguleika ásamt svo ákvörðunum um Tjarnarráðhús, veitingahöll á hitaveitugeymum og önnur lúxusmannvirki sem engum arði skila. Tugum milljarða hefur verið varið til slíkar fjárfestingar á fáeinum árum og oftast tekin erlend lán til að greiða byggingarkostnaðinn. Afleiðingin er gífurleg þensla, auknar erlendar skuldir og arð- lausar lúxusfjárfestingar í stað skipulagðrar uppbyggingar at- vinnulífsins. Sú einfalda staðr- eynd að byggingarkostnaður tveggja húsa - Flugstöðvarinnar og Seðlabankahússins - nemur samtals um 5 milljörðum króna eða andvirði alls matarskattsins illræmda endurspeglar skýrt kjarnann í þessari sóun og stjórn- leysi. * Stjórn peningamála hefur mistekist svo hrapallega að ís- lendingar búa nú við hærri raun- vexti og dýrara og óhagkvæmara bankakerfi en þekkist í nokkru nágrannalandi. Viðskiptabank- arnir beita óhóflegum vaxtamun, háum þjónustugjöldum og arð- ráni á almennu sparifé sem látið er liggja í bönkum langt undir raunávöxtun. Bankakerfinu hef- ur mistekist að stýra fjármagninu í arðbærar fjárfestingar. Lánamistök bankakerfisins eru veigamikil orsök þeirra gjald- þrota og vitlausu fjárfestingar sem nú eru að koma í ljós á mörg- um sviðum. Bankarnir veittu ekki það arðsemisaðhald sem þeim var ætlað. Þeir hafa brugð- ist. Ný fjármögnunarfyrirtæki hafa síðan fengið að halda innreið sína í viðskiptalífið án nokkurs eftirlits. Niðurstaðan er sú að bankakerfið er að komast í þrot. Bjarga varð Útvegsbankan- um frá gjaldþroti og Landsbank- inn - stærsti banki þjóðarinnar - er kominn hættulega langt inn á sömu óheillabraut og Útvegs- bankinn var á fyrir tveimur árum síðan. Hvert eitt þessara vandamála væri nægileg ástæða til víðtækra aðgerða stjórnvalda. Þegar þau fara öll saman er búið að skapa mestu hagstjórnarkreppu sem ís- lendingar hafa kynnst í langan tíma. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á þeim ráðamönnum sem skipuðu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og nú skipa rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar að hafa ekki gripið í taumana meðan aðstæður voru hagstæðari. Blekkingarleikurinn fyrir síð- ustu alþingiskosningar er orðinn þjóðinni dýr. Rangar stefnuá- herslur, aðgerðarleysi og sundur- þykkja sem hafa einkennt núver- andi ríkisstjórn strax á fyrstu misserum hafa magnað erfið- leikana í stað þess að fyrsta skylda nýrrar ríkisstjórnar á að vera að draga úr þeim. Leiðir til úrbóta Umræða og ákvarðanir um leiðir og aðgerðir til úrbóta er brýnasta verkefnið í íslenskum þjóðmálum um þessar mundir. Ríkisstjórnin í heild eða einstakir aðildarflokkar hennar hafa ekki lagt fram heilsteyptar tillögur. Alþingi verður slitið án þess að hinni miklu óvissu væri eytt. Þess vegna er óhjákvæmilegt að aðrir taki frumkvæðið í þessari nauðsynlegu umræðu þótt eðli málsins samkvæmt eigi slíkt frumkvæði að vera í verkahring ríkisstjórnar. Þegar hún bregst verða aðrir að axla þá ábyrgð. Til að færa umræðuna frá að- gerðarleysi og óvissu í átt að raunhæfum og nauðsynlegum ákvörðunum er hér sett fram lýs- ing á um 30 tillögum um sérstakar og samtengdar aðgerðir. Þær gætu orðið burðarásinn í nýjum og róttækum leiðum til lausnar á þessum margþættu vandamálum. Þessar tillögur eru hér settar fram sem umræðugrundvöllur og ætlaðar til nánari umfjöllunar. 1. Aðgerðir gegn erlendri skuldasöfnun, viðskiptahalla og þenslu: 1.1. Hallalaus rekstur ríkis- sjóðs dugir ekki til mótvægis við skiptahallann og þensluna. í nú- verandi ástandi verður að reka ríkissjóð með umtalverðum tekj- uafgangi. Því markmiði er hægt að ná með því að taka upp réttlát- ara skattakerfi sem m.a. fæli í sér: 1.1.1. Fjármagnstekjur verði eins og launatekjur grandvöllur greiðslna til sameiginlegs sjóðs. 1.1.2. Fækkun undanþága, fríðinda og skattleysisákvæða í sköttum á fyrirtækjum og rekstr- araðilum. 1.1.3. Ný skattþrep í tekju- skatti sem tækju til tekna sem eru yfir 120.000 kr. á mánuði. Einnig verði tollalöggjöfinni breytt tímabundið til að ná þessu markmiði í rekstri ríkissjóðs. 1.2. Lánsfjáráætlun ríkisins verði endurskoðuð og heimildir til erlendra langtímalána skornar niður um 20-25%. 1.3. Heimildir til að reka sér- stakar fjármögnunarleigur verði bundnar við að fjáröflun þeirra verði eingöngu á innlendum lánsfjármarkaði en önnur starf- semi á sviði fjármögnunarleigu verði færð inn f bankakerfið. 1.4. Skattaívilnanir fyrirtækja og annarra rekstraraðila vegna nýrra fjárfestinga verði afnumdar og skattalögum breytt á þann veg að fyrirtæki verði knúin til að byggja framkvæmdir á mun hærra hlutfalli eigin fjármagns. 2. Aðgerðir til að skapa jafnvægi í peningamálum: Auk þeirra aðgerða sem áður greinir og snúa að erlendum lán- tökum og starfsemi banka og fjármögnunarfyrirtækja er nauð- synlegt að ákveða einnig eftirfar- andi aðgerðir í peningamálum: 2.1. Ákveðið verði að vaxta- munur lækki í áföngum niður í 3-4% og sett verði þak á þjón- ustugjöld banka og lánastofnana. Bankakerfið verði knúið til að laga sig að þessum skilyrðum og þannig komið á þeirri hagræð- ingu og sparnaði í bankakerfinu sem ekki hefur tekist að ná sam- kvæmt öðrum leiðum. Þessi ákvæði myndu því leiða til fækk- unar banka og lánastofnana og þar með til ódýrara og hagkvæm- ara bankakerfis. 2.2. Tekin verði upp ný vaxta- stefna sem feli í sér að vaxtastigið verði breytilegt eftir tegundum útlána. í samræmi við það sem tíðkast í ýmsum samkeppnis- löndum verði beitt sérstakri hólf- un útlána eftir ráðstöfun lánsfjár- ins. Mismunandi vextir verði síð- an ákveðnir fyrir hvert hólf þann- ig að þeir verði t.d. hæstir fyrir lán til neyslu og bílakaupa en lægsti til húsnæðiskaupa og fjár- festingar í atvinnugreinum sem efla ber vegna langtímaarðsemi. Slík hólfun útlána með breytilegu vaxtastigi gæti skapað grundvöll fyrir raunhæfa fjárfestingastjórn í gegnum banka og aðrar lána- stofnanir. 2.3. Raunvextir verði þannig lækkaðir til samræmis við vaxta- stig í helstu viðskiptalöndum en tryggt jafnframt að allir spari- reikningar almennings í bönkum og sparisjóðum búi við raunávöxtun. 2.4. Núverandi lánskjaravísit- ala verði afnumin og tekin upp ný viðmiðun þar sem verðtrygging lána helst í hendur við þróun og verðtryggingu launa og kaup- máttar. 2.5. Bindiskyldan verði gerð að virku stjórntæki og þróaður markaður fyrir ríkisskuldir, m.a. með útgáfii ríkisvíxla á al- mennum markaði, til að draga úr þenslu og auka jafnvægi á pen- ingamarkaðnum. 2.6. Eftirlit með fjármögnun- arfyrirtækjum og öðrum aðiíum á fjármagnsmarkaðnum verði stór- lega eflt og tekin upp skyldu- skráning skuldabréfa. 2.7. Kjarninn í vaxtastefnunni verði að vextir gegni virku hagst- jómarhlutverki og endurspegli raunverulegan kostnað við öflun lánsfjár. Tii að gæta félagslegs réttlætis í vaxtamálum verði: - sparifé almennings tryggt gegn verðbólgu - húsnæðislán með hóflegum raunvöxtum - greiðslubyrði lengri lána jöfnuð með tilliti til launa - fjármagnstekjur skattlagðar. Bankarnir ákveði sjálfir vexti eigin innlána og útlána innan marka hámarks leyfilegs vaxta- Greinargerð um efnahagsmál frá Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðubandalagsins. Lögðfram ímiðstjórn Alþýðubandalagsins 8. maí 1988 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINNi Þrlðjudagur 10. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.