Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kreppaí hagstjóminni í greinargerð um efnahagsmál sem formaður Alþýðubanda- lagsins lagði fram nú um helgina á miðstjórnarfundi flokksins segir Ólafur Ragnar að hér ríki öðru fremur hagstjórnarkreppa. Ytri aðstæður hafa undanfarin ár verið íslensku samfélagi einkar hagstæð, og það góðæri sem ráðherrar keppast nú við að kasta á rekunum er alls ekki búið þegar litið er á hagstærðir einsog fiskverð, olíuprísa eða aflamagn. Vissulega hefur þrengt eilítið að, - en það er til dæmis um lélega hagstjórn að eilítill efnahagslegur strekkingur skuli leiða það af sér að forystumenn í helstu útflutningsgreinum íslend- inga senda frá sér hvert neyðarópið af öðru, að ráðherrar spá fjöldaatvinnuleysi, og við liggur að fólkið á landsbyggðinni geri vopnaða uppreisn gegn íburðarmeisturunum á suðvesturhorn- inu. í greinargerð sinni minnir formaður Alþýðubandalagsins á að verðbólga verður á árinu átta sinnum meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar ef svo fer sem spáð er af sérfræðingum ríkisstjórnarinnar. Viðskiptahalli gæti tvöfaldast á árinu, og dygði ekki til þótt á móti yrði látið allt það fé sem við fáum fyrir fisk á Bandaríkjamarkaði. Viðskiptahallanum er reddað með slætti í útlöndum, og erlendar skuldir gætu í árslok verið komn- ar í 90-100 milljarða, sem menn geta svo dundað sér við að deila niðrá hvert mannsbarn. Það þarf að leita aldarfjórðung aftur í tímann, í búseturöskun viðreisnaráranna svokölluðu, til að sjá viðlíka flótta frá lands- byggðinni, og rekstrarskilyrði í atvinnulífi eru orðin svo slæm að sér frammá öldu gjaldþrota. „Mörg þessara fyrirtækja ganga á stoltinu einu saman" var til dæmis sagt um frystihúsin á Vest- fjörðum í umræðum um greinargerðina á miðstjórnarfundinum. í Reykjavík og nágrenni hafa á sama tíma verið byggð mont- hús engu lík vegna þess að algert stjórnleysi hefur ríkt í fjárfest- ingarmálum. Flugstöð plús Seðlabanki kosta álíka og allur hinn illræmdi matarskattur þetta árið. Staðan í bankakerfinu lýsir sér best með því að sjálfur Landsbankinn virðist vera að lalla í slóð Útvegsbankans, einsog einn bankastjóra hans staðfestir í Þjóðviljanum í dag. Meðan þessu fer fram hefur launamisrétti í landinu vaxið hraðar en nokkru sinni fyrr, og skattbreytingarnar undir stjórn Alþýðuflokksráðherranna hafa enn aukið á ójöfnuðinn í landinu. Það er óvenjuleg staða í pólitíkinni að stjórnarsinnar reyna lítt að mótmæla þessum lýsingum Ólafs Ragnars og annarra stjórnarandstæðinga. Og það er líka óvenjuleg staða í pólitík að það skuli vera forystumaður helsta stjórnarandstöðuflokks- ins sem fyrstur leggur fram tillögur um úrbætur, einsog formað- ur Alþýðubandalagsins gerði um helgina og sjá má í Þjóðviljan- um í dag. Þeir þrír tugir úrbótaatriða sem Ólafur Ragnar lagði fram um helgina eru auðvitað vottur um að Alþýðubandalaginu dettur ekki í hug að skorast undan þeirri ábyrgð að benda á leiðir úr vanda sem stjórnarflokkarnir hafa búið til. En um leið eru tillögurnar til vitnis um að til að leysa þennan vanda þarf annarskonar landstjórn, annað pólitískt bandalag en stjórn þríflokksins byggist á. Ragnar víki! Margir trúðu ekki sínum eigin augum þegar fjölmiðlar upp- lýstu í síðustu viku að Ragnar Júlíusson stjórnarformaður í Granda hf. æki um á fríum bíl frá fyrirtækinu, - sem að stær- stum hluta er í eigu íbúa Reykjavíkurborgar. Ragnar leit greini- lega á bifreiðina sem gjöf og hafði fest á hana bílnúmer sitt, R-174. Fyrir nokkrum vikum var svo sagt upp 50 manns í frystihúsinu vegna erfiðrar stöðu. Þetta er svo augljós og svo rotin spilling að tilboð Ragnars um að kaupa bílinn er hlægilegt. Hann á að víkja úr stjórn Granda hið bráðasta. Og þeir hljóta að hugsa alvarlega sinn gang sem samþykktu þetta háttalag. -m KLIPPT OG SKORIÐ Hvaða læti eru þetta! Reykj avíkurbréf Morg- unblaðsins nú um helgina byrjar á alllöngum kafla um Tangenmálin svonefndu. Þar með er vikið að þeirri upprifjun á samspili banda- rískra sendimanna og ís- lenskra ráðherra um brott- rekstur íslenskra manna úr embættum fyrir skoðanir þeirra, sem þau mál hafa ýtt af stað. Höfundur bréfsins er eiginlega hneykslaður á því að menn skuli undrast þærupplýsingar. Honum finnst nefnilega að slíkt laumuspil við erlent stór- veldi hafi verið sjálfsagt mál - á þeirri ekki sérlega frum- legu forsendu að íslenskir sósíalistar hafi eins og aðrir kommar haft það að „yfir- lýstu markmiði að þjóðir þeirra gengju í Sovétbjarg- ið“. Morgunblaðiðtelursig gjarna svífa á hágöfugu og tandurhreinu umræðuplani, en ekki sýnist höfundur Reykjavíkurbréfs kominn ýkja langt frá þeirri fortíð síns blaðs, sem kallaði jafnvel friðsama klerka „smurða Moskvuagenta" ef þeir dirfðust að hafna her- stöðvapólitík þeirra tíma. Afdrifaríkar ákvarðanir En allt í einu vendir bréf- ritari Morgunblaðsins kvæði í kross og er farinn að tala um samtímavandamál, og er það stökk í tímanum skratti fróðlegt þegar að er gáð. Hann segir: „Til að átta sig á framtíð- inni er nauðsynlegt að hafa þekkingu á fortíð sinni og skilgreina samtíðina með réttum hætti. Deilurnar um sögulega þætti í utanríkis- málum í lok fimmta áratugs- ins minna okkur á, að þá voru teknar ákvarðanir sem hafa reynst afdrifaríkari en flest annað í íslenskri stjórnmálasögu frá því lýð- veldið var stofnað. Við gerðumst þátttakendur í samstarfi vestrænna lýðræð- isþjóða og höfum síðan þró- ast með þeim og á ýmsan hátt tekið út þroska okkar á mun skemmri tíma en þær. Ef til vill á íslenskur þjóð- arbúskapur eftir að ganga í gengum erfiðleikaskeið, sem er óhjákvæmilega sam- fara því að horfið er frá þen- slu til j afnvægis. Víða um lönd hefur þetta kostað mikil átök.“ Um hvað erbeðið? Nemum staðar smástund ogspyrjum: hvað ermaður- inn að fara? Fyrir fjörtíu árum var tekist hart á um sjálfstæðismál íslands, utan- ríkisstefnu þess - þá var nið- ur brotin sú stefna að ísland skyldi vera hlutlaust friðar- land, „aldrei framar öðrum þjóðum háð“. Þetta niður- brot sjálfstæðissérviskunnar kallar höfundurRekjavík- urbréfs samvestrænan „þroska“. Hann um það. En hitt er svo ískyggilegra, að hann telur að eitthvað svip- að sé í uppsiglingu nú vegna þess að nú er „horfið frá þenslu til jafnvægis“ í þjóð- arbúskapnum. (Þar á hann við það, að innanlands- markaður sé um margt mett- aður, framleiðslumögu- leikar landsmanna langt til nýttir og því ekki von á þeim hagvexti á næstunni, sem á næstliðnum árum hefur breitt yfir andstæður í þjóðfélaginu.) Og svar bréfritara við því sýnist vera það, að íslendingar þurfi nú að stíga enn fleiri skref en þeir gerðu með inngögu í Atlantshafsbandalagið fyrir fjörtíu árum, enn fleiri skref í þá átt að láta af sinni sj álf- stæðissérvisku. Svar hans við spurningum um hið nýja „jafnvægi" er að taka undir óskir um að „frjálsræði verði aukið í gjaldeyrismálum bæði að því er varðar inns- treymi fjármagns til landsins og fj árfestingar erlendis". M.ö.o. - það er beðið um meiri og hraðari aðlögun að alþjóðlegu gagnvirki mark- aðshyggjunnar og menn beðnir að herða sig í „átök“, sem tengjast því atvinnu- leysi, þeirri byggðaröskun og þeim vaxandi kjaramun sem slíkur Thatcherismus hefur í för með sér. Ótti við vinstrisveiflu En það er líka athyglis- vert, að höfundur Reykja- víkurbréfs óttast að þessi „átök“ muni leiða til nýrrar vinstrisveiflu. Hannvitnar til „óróabylgju" sem fór um Vesturlönd 1968 og rekur hana til þess að þá hafi hér og hvar komist á „jöfnuður" eftir „þenslu“. Bréfritari segir: „Fyrir tuttugu árum reis ungt menntafólk upp víða um lönd og mótmælti ríkj- andi stjórnskipulagi og vildi ráðast gegn efnishyggjunni. Þá þótti mörgum ungum baráttumanni að framtíðar- hugsjónina skorti í þjóðfé- lagi sínu. Kann ekki svipað ástand að vera að skapast hér á landi? Bera ekki nei- kvæðar umræður um þjóð- mál það með sér?“ Þetta er líklega alveg rétt hjá höfundi Reykjavíkur- bréfs. Eftir að menn hafa sukkað í svosem áratug í þeim fyrirheitum mikils hag- vaxtar, að gæfa hvers og eins væri fólgin í meiri neyslu í dag en í gær, fer ungt fólk ( og gamalt kannski líka) vafalaust að spyrja sjálft sig í vaxandi mæli að því, til hvers þetta allt hafi verið og hvert ríkidæmið hafi farið. Menn fara aftur að spyrja um framtíðarhugsjón í sínu samfélagi. Þessvegna eru uppi það sem Morgunblaðið kallar „neikvæðar umræður um þjóðmál" - og á þá vafa- laust við það að lýðurinn er farinn að ókyrrast út af launamisrétti og ýmsu for- réttindasukki. Munurinner svo sá, að það sem Morgun- blaðið kallar „neikvæðar umræður", lætur í eyrum okkar vinstrigaura sem hver annar englasöngur. þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guöbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltsteiknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson. Skrifatof uatjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingaatjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: BrynjólfurVilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúia 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 10. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.