Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Spilltur stjómaiformaður Granda Sjálfstæðismenn hafa um langan aldur misnotað aðstöðu sína hjá Reykjavíkurborg. Þeir hafa notað hana til að hygla hver öðrum, útvega gæðingum góðar stöður, veita fyrirtækjum valda- mikilla flokksætta einokun á gróðavænlegum viðskiptum við einstök fyrirtæki Reykjavíkur- borgar, og jafnvel látið hana kaupa lönd í eigu gamalgróinna flokksætta við fáheyrðu verði. Á síðustu árum hefur svo mis- beiting Flokksins á völdum sínum í borginni einnig birst í því, að haldið er hlífiskildi yfir flokks- mönnum í starfi hjá borginni, sem hafa með einum hætti eða öðrum gerst brotlegir. Brésnef býr í Reykjavík Um þessar mundir er málum svo komið að það er engu líkara en einskonar Brésnefsskeið ríki í borginni. Hrokafullur einvaldur fer sínu fram án þess að hlusta nokkurn skapaðan hlut á það sem borgarbúar hafa að segja. Rétt- indi þeirra eru ítrekað fótum- troðin, einsog dæmið af ráðhús- inu sýnir gleggst. Flokkurinn og smákóngar hans leggjast jafnvel svo lágt að beita lágkúrulegum hefndaraðgerðum á einstöku aðila sem neita að láta brjóta sig. Um það er sjálfsagt að nefna röskleg dæmi - og það fleiri en eitt - ef Flokkurinn óskar. Á tiltölulega stuttum tíma hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn þannig skapað í Reykjavík andrúmsloft, sem um margt minnir ekki á neitt frekar en valdaskeið Brésnefs sáluga í Sovét, sem barði ótæpi- lega á andstöðumönnum innan nkisins en lagði sig jafnframt í líma við að veita vinum og vanda- mönnum aðstöðu til að skara með spilltum hætti eld að eigin köku. Hin nýja lausung í skjóli þess einræðis, sem nú- verandi oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur fest í sessi, hefur aðhaldið minnkað frá því sem áður var. Spillingin því fest dýpri rætur en áður, einsog sést á dæmum frá síðustu misser- um, þar sem kerfið leggst í vörn fyrir embættismenn sem verða uppvísir að því að misbeita að- stöðu sinni hjá borginni til að hagnast sjálfir. Um þetta má nefna dæmi, sem allir borgarbúar kannast að sjálf- sögðu við úr umræðu fjölmiðla: Það er ekki langt síðan fyrrver- andi húsnæðisfulltrúi borgarinn- ar varð uppvís að því að misnota stöðu sína sem embættismaður borgarinnar til að leigja henni húseignir sínar. Alls staðar ann- ars staðar - hvort heldur væri hjá fyrirtækjum í einkaeign eða í op- inberri eigu - hefði slíkur starfs- maður umsvifalaust verið látinn fara frá viðkomandi fyrirtæki. En hjá Reykjavíkurborg gilda aðrar reglur. Þar nægir að vera í réttum flokki og styðja rétta menn til að blóðrauðu náðarstriki sé slegið yfir allt syndaregistur viðkom- andi. Húsnæðisfulltrúinn fyrrver- andi var einungis fluttur í starf, þar sem hann hefur ekki aðstöðu til að hygla sjálfum sér einsog áður-en hann er enn ífullu starfi hjá borginni! Annað velþekkt dæmi er af starfsmanninum á skrifstofu byggingarfulltrúa borgarinnar, sem upp kom á síðasta ári. Hann dundaði ekki bara við að teikna hús úti í bæ, heldur misnotaði að- stöðu sína freklega með því að taka sjálfur út og stimpla fyrir hönd borgarinnar sínar eigin teikningar! Hann er enn í sínu gamla starfi... Þetta ber alls ekki að skilja svo, Ossur Skarphéðinsson skrifar ar beinlínis á hagsmunapot og spillingu. En jafnvel á kvarða hinnar nýju lausungar sem hefur skotið rótum hjá borginni verður að segjast að Ragnar Júlíusson, fyrr- verandi borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, er óvanalega spilltur. Honum var trúað fyrir miklum fjármunum af hálfu borgarbúa, þegar meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn gerði hann að stjórnarformanni um- svifamesta útgerðarfyrirtækis á landinu, Granda hf. Þann trúnað hefur hann nú misnotað gróflega með því að láta Granda kaupa handa sér lúx- usbifreið að upphæð 1,5 miljón krónur, eftir að hafa sjálfur klessukeyrt sinn gamla bfl. Þetta gerir hann í sama mund og Grandi er að sigla inn í erfiðleika- skeið og uppsagnir rösklega fimmtíu starfsmanna framundan. Ef þetta er ekki spilling á hæsta stigi, - hvað er þá spilling? Uppsagnir eru starfsfólki geysilega erfiðar. Þær eru heldur ekki gamanmál fyrir þá yfirmenn sem að þeim standa, - það hefur enginn gaman af því að reka fólk. En það er einsog hinir nýju stjórnendur Granda séu ekki af holdi og blóði. Það er engu líkara „Það er ekki til nein sið- ferðileg vörnfyrir því að láta hálfopinbert fyrirtæki eyða stórfé til að kaupa bíl undir sjálfan sig á sama tíma og á sjötta tug starfs- mannafyrirtækisins eru reknir. “ að sjálfstæðismenn séu eitthvað verr til sálarinnar gerðir en ann- arra flokka menn. Síður en svo. En það andrúmsloft lausungar og aðhaldsleysis sem hefur skapast í tíð núverandi meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík kall- en þá skipti ekki hætishót tilfinn- ingar starfsfólks sem lendir í upp- sögnum rétt í þann mund sem veður gerast válynd á siglingaleið þjóðarskútunnar. Að vísu sagði hinn ungi forstjóri fyrirtækisins, Brynjólfur Bjarnason, í viðtali við Morgunblaðið 21. apríl um uppsagnirnar að hann gæti aðeins „höfðað til ákveðins skilnings hjá fólki á þessum aðgerðum...“ Hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess, að fólk skilji nauðsyn uppsagna í sama bili og þeir félagar reiða saman fram háar upphæðir úr tómum sjóðum Granda til að kaupa lúxusvagn undir holdugan afturendann á Ragnari Júlíussyni? Hvar hafa þeir Ragnar og Brynjólfur Bjarnason lært sína sálfræði? Ef Brynjólfi Bjarnasyni for- stjóra finnst þetta sú stjórnlist sem rétt er að fylgja fram hjá fyr- irtæki í erfiðleikum ætti hann að taka pokann sinn hið fyrsta og hypja sig. Ef Brynjólfi Bjarnasyni finnst þetta hins vegar röng ákvörðun - mistök - þá á starfsfólk hans skilið að hann segi það hreint út en hlífi ekki spilltum stjórnarfor- manni. Kaupin á bifreiðinni handa stjórnarformanninum sýna, að staða Granda getur tæpast verið jafn slæm og af er látið. í því ljósi bresta forsendurnar fyrir upp- sögnunum, og það er réttlát krafa að þær verði þegar í stað dregnar til baka. Lúxusvagninn sýnir ekki ein- ungis að Ragnar Júlíusson er óvenju spilltur embættismaður. Kaupin bera líka vott um ótrú- lega siðblindu. Það er ekki til nein siðferðileg vörn fyrir því að láta hálfopinbert fyrirtæki eyða stórfé til að kaupa bíl undir sjálf- an sig á sama tíma og á sjötta tug starfsmanna fyrirtækisins eru reknir. Ekki síður ber það vott um fullkomið skilningsleysi á hag fyrirtækisins. Hvernig halda menn að það gangi fyrir forstjóra fyrirtækisins að sækja til lána- stofnana eða skýra þörf á breyttu skipulagi fyrir starfsmönnum - jafnvel enn frekari uppsögnum - þegar fyrir liggur að fyrirtækinu er stjórnað af manni sem vílar ekki fyrir sér að láta fyrirtækið borga stórar upphæðir í bíl undir sig og fjölskylduna, meðan fyrir- tækið er í fjárhagskreppu? Vissulega skiptir bílverðið ekki sköpum fyrir afdrif Granda. En einungis tímasetningin ber vott um svo ótrúlegt virðingarleysi fyrir starfsfólki fyrirtækisins, svo óhóflega síngirni og fégræðgi, að ljóst er að afskipti Ragnars Júl- íussonar af Granda hf. geta hér eftir ekki orðið fyrirtækinu nema til trafala. Menn skulu ekki gleyma því að Grandi hf. erekki einkafyrirtæki. Reykjavíkurborg - og þarmeð borgarbúar - eiga þrjá fjórðu hluta alls hlutafjár í fyrirtækinu. Það er því ekki með nokkru móti hægt að verja þá siðblindu sem felst í bílakaupunum handa Ragnari Júlíussyni. Því miður varð þó borgarstjórn Reykjavík- ur vitni að þeirri dapurlegu uppá- komu í síðustu viku, að borgar- stjóri hélt uppi hörðum vörnum fyrir vin sinn, Ragnar Júlíusson. Eftir mikið fárviðri í fjölmiðl- um og mikla reiði fólksins í borg- inni hefur nú Ragnar Júlíusson látið undan þrýstingi og farið fram á að mega borga bílinn sjálf- ur. En hann er jafn siðblindur fyrir því. Hann hefur sýnt að hann er siðferðilega óhæfur til að gegna því trúnaðarstarfi sem felst í stjórnarformennsku í fyrirtæki, sem er að miklum meirihluta í sameign borgarbúa. Hann verður að láta þegar í stað af stjórnarformennskunni og við fyrstu hentugleika verður að skipta um fulltrúa borgarinnar í stjórninni. Einungis þannig er hægt að bæta fyrir þann mikla trúnaðarbrest sem hefur orðið á milli stjórnarinnar og fólksins í borginni. Sá trúnaður verður einungis byggður á ný með því að: 1. Uppsagnirnar hjá Granda verði dregnar til baka. 2. Ragnar Júlíusson verði þegar í stað sviptur stjórnarformennsk- unni. 3. Þeir fulltrúar borgarinnar í stjórn Granda sem stóðu að ák- vörðuninni um bílakaupin verði látnir víkja úr stjórninni við fyrsta tækifæri. 4. Starfsfólk Granda fái fulltrúa í stjórninni. Allt annað er að leggja blessun sína yfir bnrðlið. Ossur Skarphéðinsson. Össur er fiskeldisfræðingur og vara- borgarfulltrúi i Reykjavík. Um þessar mundir er það ekki í tísku að vera yfirlýstur sósíalisti. í stað þess að gráta þá þróun, getur maður að minnsta kosti verið feg- inn því að eiga nú samferð með einlægu fólki, en vera laus við tískusósíalista, sem nokkuð bar á fyrir 10-15 árum. Ég gleymi til dæmis aldrei stráknum sem kom inn í há- skólann og var svo rauður að hann kallaði okkur öll hin krata. Drengurinn vildi ólmur hafa sig í frammi og fór snemma fram á það að vera stillt upp til Stúdent- aráðs. Við vorum sum á þeirri skoðun að það væri ekki nóg að vera róttækur í kjaftinum og vild- um láta reyna meira á pilt, en hann átti sér æsta stuðnings- menn, og einn ágætur djassbassa- leikari kom honum inn í Stúdent- aráð með þeim orðum að „það verður að vera að minnsta kosti einn róttækur maður í þessum kratahóp". Pilturinn framagjarni tók að sér allar vegtyllur í Stú- dentaráði sem buðust, og á tíma- bili varð það að viðkvæði þegar vantaði menn í einhverjar nefnd- ir: „Setjum Dodda í þetta!“ Alltaf þáði hann vegtyllurnar en litum sögum fór af gerðum hans í öllum þessum trúnaðarstörfum. Það liðu náttúrlega ekki mörg ár þangað til þessi piltur fór hrað- ferð til hægri í gegnum flokka- kerfið og staðnæmdist hjá Fram- sókn. Þar hefur hann eitthvað Lifi sundurlyndið verið orðaður við þingmennsku, en Steingrími finnst hann of hægri sinnaður, svo að hann verður að láta sér nægja að stjórna fjárfestingfarfyrirtæki á vegum SIS frænda. Við skulum vona, kúnnanna vegna, að hann hafi eitthvað lært síðan hann gafst heldur eru þeir allir komnir heim til föðurhúsanna. Þetta hefur leyst einn innanhúsvanda sósíal- ista, en um leið fætt annan af sér. Minnkandi gengi sósíalista hefur gert marga bitra og um leið illfæra um að horfa fram á við. Hreyfing íslenskra sósíalista árum urðu margir sósíalistar bitr- ir. Gerningaveður samtímans byrgðu þeim sýn til framtíðar, svo að menn horfðu meira en hollt er til fornra dýrðardaga og þess málstaðar sem þá sýndist réttur. Á þessum árum yfirgáfu margir málstað sósíalismans en „Engin pólitísk hreyfing getur lengur gert kröfu um einkaleyfi á leiðum til rétt- látara samfélags. íþessu ástandi erþörf á vissu sundurlyndi, ólíkar hugmyndir þurfa að takast á, tilþess að það mótist nýjar leiðir til að þoka samfélaginu í átt til aukins jafnréttis. “ upp á að færa bókhald Stúdenta- ráðs, sem var eitthvað um þrjátíu færslur á mánuði. Svona kóna rekst maður ekki á í vinstri hreyfingunni lengur, hefur svosem átt verri daga, eink- um ár kalda stríðsins. Þá var hreyfingin í sjálfheldu, einangruð í íslenskum stjórnmálum og í vondum alþjóðlegum félagsskap, enda staðnaði hún. Á þessum aðrir reyndu að finna honum nýj- ar brautir. f flokknum sem þóttist alvitur, var þetta tvennt lagt að jöfnu, og því hrökkluðust endur- nýjunarmenn burtu, hlaðnir brigslum um svik. Þess vegna rifja ég þetta upp, að nú eru menn aftur farnir að tala um svik við sósíalismann. Þannig lætur Svavar Gestsson hafa það eftir sér í Helgarpóstin- um, að ólán Alþýðubandalagsins hafi byrjað með því að einhver „sundurlyndisfjandi" hafi verið búinn til á árinu 1985. Þar með gefur hann til kynna að allt hafi verið í sómanum áður og núver- andi vandi Alþýðubandalagsins eigi sér afar skamman aðdrag- anda. Ráði svona viðhorf, er hætt við að Alþýðubandaalgið rísi seint upp úr öskunni, því að flokkurinn getur því aðeins endurnýjast, ef félagar hans viðurkenna almennt að vandi hans hafi safnast upp á löngum tíma og sé bæði að finna í óheilbrigðum starfsháttum og ónógri stefnulegri endurnýjun. Það er rétt hjá Svavari að sundur- lyndi var ekki eins áberandi í Al- þýðubandalaginu á „gullárum“ þess á áttunda áratugnum, en ástæða þess var ekki síst sú, að gagnrýni var illa séð í flokknum á þeim árum og velgengni flokksins í kosningum sló menn blindu á þann vanda hans sem nú hefur brotist upp á yfirborðið. Velgengni Alþýðubandalags- ins var annars vegar að þakka frumkvæði flokksins til að efla ís- lenskt atvinnulíf með útfærslu landhelgi, skuttogarakaupum og eflingu iðnaðar, og hins vegar Þriðjudagur 10. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.