Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. maí 1988 105. tölublað 53 árgangur Lánamistök bankakerfisins eru veigamikil orsök þeirra gjaldþrota og vitlausu fjárfestinga sem nú eru að koma í Ijós. Bankakerfið Landsbankinn að komast í þrot Helgi Bergs bankastjóri: Staða bankans mjögerfið. Ekkertsvigrúm lengur. Ólafur Ragnar Grímsson: Stórfelld lánamistök íbankakerf- inu. Stórfyrirtœki sœkja í erlend rekstrarlán Alþýðubandalagið Uppstokkun r i efnahags- kerfinu ítarleg greinargerð um efnahagsvandann lögð fram afformanniAl- þýðubandalagsins á mið- stjórnarfundi Það ríkir hagstjórnarkreppa í landinu, ekki efnahagskreppa, sagði Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins er hann kynnti tillögur um upp- stokkun í efnahagsmálum á mið- stjórnarfundi flokksins um sl. helgi. I tillögum Olafs er m.a. gert ráð fyrir að dregið verði úr mið- stjórnarvaldi í bankakerfinu og það knúið til ábyrgðar á útlánum. Sjá bls. 2, 8 og 13 Efnahagsráðstafanir Ekkert gefið upp Þingið rekið heim á morgun. Búistvið geng- isfeilingu. Þingrœðið lítilsvirt f utandagskrárumræðu á al- þingi í gær spurði Steingrímur J. Sigfússon fyrir hönd þingflokks Alþýðubandalagsins eftir því til hvaða ráðstafana ríkisstjórnin hygðist grípa í efnahagsmálum. Hann spurðist líka fyrir um það hvort vilji væri fyrir því að gefa nú stutt þinghlé og kalla þingið sam- an þegar stjórnin hefði mótað til- lögur sínar í efnahagsmálum svo að tryggja mætti að um þær færi fram lýðræðisleg umræða. Á svörum forsætisráðherra mátti skilja að ríkisstjórnin vildi losna við þingið sem fyrst. Ekki var borið á móti því að gengið yrði fellt innan tíðar. Sjá bls. 7 Stærsti banki landsins Lands- bankinn, á nú í miklum erfið- leikum. Helgi Bergs bankastjóri, segir að mjög sé þrengt að stöðu bankans og hann hafi ekkert svig- rúm lengur til að leysa vanda þeirra fyrirtækja sem eiga í fjár- magnsvandræðum. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði á miðstjórnarfundi flokksins um helgina, að bankakerfið sé að komast í þrot. Stjórn peninga- mála hérlendis hafi mistekist hrapalega og landsmenn búi við dýrara og óhagkvæmara banka- kerfi en þekkist í nágranna- löndum. - Bjarga varð Útvegsbankan- um frá gjaldþroti, og Landsbank- inn, stærsti banki þjóðarinnar, er kominn hættulega langt inn á sömu óheillabraut, segir Ólafur. Bein afleiðing af þessari stöðu mála er sú að stórfyrirtæki hér- lendis sækja nú í auknum mæli að fá erlend rekstrarlán til að endur- skipuleggja rekstur sinn eða skuldbreyta eldri lánum og bíða nokkrar slíkar umsóknir nú af- greiðslu í viðskiptaráðuneytinu. Sjá bls. 3 Frakkland Hvað gerir forsetinn? Talsmaður Jacques Chiracs sagði í gær að forsætisráðherrann hygð- ist segja af sér embætti í dag. Óvíst er hvort hann heldur stöðu sinni sem leiðtogi franskra hægri- manna. Menn velta mjög vöngum yfir áformum Mitterrands. Tvennt er helst nefnt í því sambandi. Að hann rjúfi þing og efni til kosn- inga. Eða að hann fái einhverja miðjumenn til liðs við sig og skipi rfkisstjórn þeirra'og sósíalista. Sjá bls.19. Grandavagninn Er haim til sölu? Ragnar vill kaupa. Össur Skarphéðinsson krefst afsagnar stjórnarinnar Ragnar Júlíusson, stjórnarfor- maður í Granda hf, hefur falast eftir eðalvagni þeim sem hann hefur nú til afnota hjá Granda. Hann lagði fram skriflegt kauptil- boð sitt til stjórnarinnar í gær og bað Davíð Oddsson einnig um að selja sér bílinn. Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, á sæti í stjórn Granda en vill ekki tjá sig um afgreiðslu bílakaupanna. í viðhorfsgrein í Þjóðviljanum í dag krefst Össur Skarphéðins- son, varafulltrúi Alþýðubanda- lagsins í borgarstjórn, þess að þeir verði látnir víkja úr stjórn- inni sem réðu þessari ákvörðun. Sjá bls 3 og 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.