Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.05.1988, Blaðsíða 13
Öldrunarráð íslands Námsstefnur um siðfræði Á undanförnum árum hefur Öldrunarráð íslands boðið upp á námskeið og námsstefnur fyrir fólk sem vinnur með og fyrir aldr- aða. Þörfm fyrir aukna menntun er knýjandi, þar sem öldruðum fjölgar stöðugt og sífellt fleiri starfa á einn eða annan hátt með öldruðum. N.k. föstudag, 13. maí, verður námsstefna á vegum Ö.í. og mun hún fjalla um siðfræðileg sjón- armið í samskiptum fólks, með sérstakri áherslu á þætti er snerta störf með og fyrir aldraða. Einnig verður komið inn á afstöðu sam- félagsins til þeirra sem komnir eru á efri ár. Dr. Vilhjálmur Árnason er fra- msögumaður og skipuleggjandi námsstefnunnar. En sérgrein hans og kennslugrein við Há- skóla íslands er siðfræði. Náms- stefnan á föstudaginn er í Borg- artúni 6 Rvík. og hefst kl. 10.00 f.h. og lýkur kl. 17.00. Þátttöku- gjald er kr. 1.500 og felur í sér rétt til viðveru auk viðurværis í mat og drykk. Æskilegt er að væntan- legir þátttakendur láti skrá nöfn sín hjá Öldrunarráði í síma 23620. Hinn 30. maí er áformað að halda slíka námsstefnu á Akur- eyri og verður hún auglýst síðar. Þeir einstaklingar norðan heiða sem áhuga hefðu á slíkri náms- stefnu geta snúa sér til forstöðu- manna elliheimilanna á Akur- eyri, Húsavík, Dalvík og Ólafs- firði. FRÉTTIR Majstorovic Stevan Majstorovic látinn Látinn er í Belgrad í Júgóslavíu Islandsvinurinn dr. Stevan Maj- storovic og var útför hans gerð sl. mánudag. Majstorovic dvaldi hér á landi í 3 mánuði sumarið 1964 og aftur haustið 1978. Eftir fyrri dvöl sína hér reit hann fjölda blaðagreina um Island, flutti fyrirlestra og birti viðtöl við Hall- dór Laxness. Að hvatningu Ivo Andric rithöfundar og nóbelshafa skrifaði hann síðan bók um ís- land. Hún var fyrst gefin út á sló- vensku og nefndist Ledeniki in gejzirji og síðan á serbókróat- ísku (1971) og hét þá U postojbini Saga - I ættlandi sagnanna. Majstorovic þýddi Njálu á serbó- króatísku og kom hún út 1966. Majstorovic var fæddur í Austur-Serbíu 1921. Hann lauk lögfræðinámi og starfaði sem blaðamaður, ritstjóri og útvarps- maður. Hann var m.a. aðalrit- stjóri vikublaðsins NIN í Bel- grad, sem er virt og víðsýnt fréttablað, og ritstjóri menning- ardagskrár útvarpsins í Belgrad. Menningarmál voru hans sér- grein í blaðamennskunni. Hann sneri sér að námi og fræðistörfum á sviði félagsfræði menningar og dvaldi um skeið í Bandaríkjun- um. Megin fræðirit hans fjallar um menningu og lýðræði. Hann varð fyrsti forstjóri Rannsóknar- stofnunar menningarmála í Serbíu og stýrði tímariti stofnun- arinnar Kultura. Jafnframt kenn- di hann við háskólana í Belgrad og Zagreb. Majstorovic var um tíma varaforseti júgóslavneska skáksambandsins og kynntist ís- lenskum skákmönnum, einkum Friðrik Ólafssyni og fylgdist með honum við skákborðið í Portor- oz, Bled, Moskvu og víðar. Majstorovic eignaðist rnarga góða vini á íslandi. Að öðrum ólöstuðum urðu honum hug- leiknir sfldarsjómennirnir og starfsfólkið í sfldinni á Raufar- höfn sem hann kynntist 1964 og lýsir af næmleik í bók sinni. Fyrir nokkrum árum fékk hann alvarlegt áfall og lamaðist en náði smám saman nokkrum bata. Hann lést 7. maí í Belgrad. ísland hefur misst næman, ein- lægan og atorkusaman vin er kynnti tilveru þess í framandi um- hverfi. Eiginkona og fjölskylda Ste- vans Majstorovic býr í Nebojis- ina 37 a í Belgrad. VIÐ FLUTTUM UM SET AÐ SUÐURLANDSBRAUT 18 TIL ELDRI VIÐSRIPTAVINA OG NÝRRA VEGNA STÓRAUKINNA VIÐSKIPTA FLUTTUM VIÐ í STÆRRA HÚSNÆÐI MÁNUDAGINN 9. MAÍ VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN OG VÆNTUM ÞESS AÐ GETA BOÐIÐ ENN BETRI ÞJÓNUSTU VERIÐ VELKOMIM! STARFSEÓLK SAMVIMMUBAMKA ÍSLAMDS SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. SUÐURLANDSBRALT 18 /2% 2 OOO & w Starfsfólk í veitingahúsum Félagsfundur veröur í baðstofunni Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5, þriðjudaginn 10. maí kl. 15.00. Fundarefni: Nýgerðir kjarasamningar. Stjórnin. Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglu- gerð nr. 1/1980 verður haldið verklegt próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa og er áætlað að það verði á tímabilinu frá 20. október til 10. nóvember 1988. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi próf- nefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármála- ráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 13. júlí nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraun sbr. lög nr. 67/1976. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum í september nk. Reykjavík, 3. maí 1988 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Lestu aðeins stjómarblöðm? DJOÐVIIJINN Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskrit'tarsimi (91 )68 13 33.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.