Þjóðviljinn - 11.05.1988, Síða 8
MENNING
Sinfónían
Missa
Solemnis
Lofgjörð Beethovens flutt á
sinfóníutónleikum á uppstigningardag
Síðustu áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands á
starfsárinu sem er að ljúka, verða
helgaðir einu verki, Missa Sol-
emnis eftir Beethoven. Auk
hljómsveitarinnar flytja fjórir
einsöngvarar ásamt 95 manna
kór þessa lofgjörð til Drottins.
Stjórnandi er Þjóðverjinn
Reinhard Schwarz. Einsöngvar-
arnir eru Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Sigríður Ella Magnúsdótt-
ir, Viðar Gunnarsson og þýski
tenórinn Adalbert Kraus. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju og Kór
Langholtskirkju mynda nærri eitt
hundrað manna kór. Kórstjórar
eru Hörður Áskelsson og Jón
Stefánsson.
Stjómandinn á tónleikunum,
Þjóðverjinn Reinhard Schwarz,
mun á hausti komanda taka til
starfa sem aðaltónlistarstjóri
Ríkisleikhússins í Munchen.
Hann hefur um árabil verið að-
alstjómandi Sinfóníuhljóm-
sveitar Krefeld og Mönchenglad-
bach. Hann er fæddur í Berlín og
var um tíma aðstoðarmaður hjá
Franco Ferrara og Herbert von
Karajan. Hann hefur stjórnað
hljómsveitum víða um Evrópu og
1978 var hann ráðinn hljómsveit-
arstjóri Ríkisóperunnar í Vín.
Auk þess að sinna hljómsveitar-
stjórn leiðir hann námið í hljóm-
sveitarstjórn við Tónlistarskóla
Vínarborgar.
Missa Solemnis eftir Beetho-
ven er stærsta og viðamesta kór-
verk hans. Það var síðast flutt
hérlendis 1970. Þetta verk er lof-
gjörð til Drottins og upphaflega
ætlaði Beethoven að semja það í
tilefni þess að vinur hans og nem-
andi, Rúdolf erkihertogi, var
gerður að erkibiskupi yfir Mæri.
Sú athöfn var þó löngu um garð
gengin, þegar verkinu var lokið,
en smíði þess tók um þrjú ár.
Verkið var frumflutt í St. Peters-
burg 26. mars 1924 og skömmu
síðar voru þrír þættir verksins,
MENNING
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir
Akógeshúsið
Björg Atla sýnir
Á morgun opnar Björg Atla
málverkasýningu í Akógeshúsinu
í Vestmannaeyjum. Á sýning-
unni, sem stendur til sunnu-
dagskvölds, verða arýl- og olíu-
myndir unnar á síðustu fimm
árum.
Björg Atla nam við Myndlista-
skólann í Reykjavík og
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og útskrifaðist úr málara-
deild MHÍ 1982. Hún hefur tekið
þátt í samsýningum og haldið
tvær einkasýningar, hina síðari í
Gallerí Borg 1984.
Sýningin í Akógeshúsinu verð-
ur opin frá kl. 14-22 alla sýningar-
dagana.
Reinhard Schwarz stjórnar Missa Solemnis á síðustu áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar í vetur.
Kyrie, Credo og Agnus Dei flutt-
ir í Vín. Sjálfur á Beethoven að
hafa sagt að Missa Solemnis væri
viðamesta og fullkomnasta verk
hans. Einsöngskonurnar höfðu
áður dæmt verkið ósyngjandi og
það var ekki fyrr en rúmum tveim
áratugum seinna, sem Missa Sol-
emnis var flutt í fullri lengd í Vín-
arborg.
Beethoven var sannur kaþól-
ikki og mikill trúmaður, þótt
hann sækti ekki reglulega kirkju.
Þessi trúarhiti endurspeglast í
verkinu.
Þegar Missa Solemnis var fyrst
flutt hér 1970 skrifaði Robert A.
Ottósson, tónskáld, um verkið og
sagði m.a.:
„Beethoven túlkar textann
mjög persónulega og lætur eng-
um dyljast, að honum eru sum
atriði öðrum kærari. Stef hans
verða tákn eða þýðingar orða og
hugtaka. Kórinn sjálfur er tákn
almættis Guðs gegn lítilmótleika
mannsins (einsöngsröddunum).
Leiðarljós Beethovens í persónu-
legri túlkun var sannfæringin:
„Eg veit vel, að Guð stendur mér
nær en öðrum listamönnum. Ég
umgengst hann óttalaus, því að
ég hef alltaf þekkt hann og skilið
hann.“
Þessi sannfæring kunni sér ekki
hóf í viti og snilld, en maðurinn
vissi, að ekki er öllum gefin jöfn
andleg spektin, svo að hann gaf
verkinu yfirskriftina: „afhjarta,-
megi það aftur til hjarta ná,“
„Von Herzen. Möge es Wieder
zu Herzen gehen.““
Tónleikarnir hefjast í Háskóla-
bíói fimmtudaginn 12. maí,
klukkan 20.30.
Söngæfing hjá Parenti Vocalis. Mynd: B.A.
Kórsöngur
Parenti Vocalis
Norskur foreldrakór í heimsókn
Kvikmyndir
Foxtrott
íCannes
íslenska spennumyndin Fox-
trott verður sýnd í enskri útgáfu á
kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Myndin hefur enn ekki verið
sýnd hér á landi, en frumsýning
er ráðgerð með haustinu, að
öllum líkindum í september.
Leikstjóri Foxtrotts er Jón
Tryggvason, handrit gerði
Sveinbjörn I. Baldvinsson og
kvikmyndatöku annaðist Karl
Óskarsson.
Gallerí Borg
Varö-
veisla
mynd-
verka
Eigendur Morkinskinnu
halda fyrirlestra
Penninn og Gallerí Borg í
Austurstræti 10 gangast fýrir
fyrirlestrum í dag kl. 18.00.
Tvo stutta fyrirlestra halda
starfsmenn og eigendur Morkin-
skinnu, þeir Ríkharður Hördal
og Hilmar Einarsson. Ríkharður
fjallar um „Hvers vegna mynd
getur skemmst" og Hilmar talar
um karton og gerð þeirra svo og
um það hvernig best sé að ramma
inn myndir.
Fyrirlestrarnir fara fram í
Grafíkdeild Gallerí Borgar,
Austurstræti 10 og hefjast kl.
18.00.
í dag kemur norski kórinn Par-
enti Vocalis til landsins. Eins og
nafnið ber með sér er þetta for-
eldrakór. Tilurð hans er sú, að í
skóla nokkrum í Bpler-hverfinu í
Osló var stofnaður barnakór.
Stjórnandinn er ung kona, Vigdis
Oftung að nafni. Hún lét sér ekki
nægja barnakórinn einan, heldur
stofnaði líka unglingakór og smá-
bamakór. Þá var áhugi foreldr-
anna vakinn fyrir alvöru og fyrir
fimm árum hófust æfingar for-
eldrakórsins Parenti Vocalis.
Kórinn æfir að jafnaði einu
sinni í viku, en fjölgar að sjálf-
sögðu æfingum þegar stórvið-
burðir eru í nánd, eins og þessi
íslandsferð sem er hápunkturinn
í starfi kórsins til þessa. Undan-
fama mánuði hafa þau æft af
kappi fyrir þessa ferð, en hug-
myndin að henni kom upp fyrir
u.þ.b. ári og var þá hafist handa
með að afla fjár til fararinnar
með ýmsu móti.
Parenti Vocalis hefur haldið
tónleika í Stokkhólmi í Svíþjóð
við góðar undirtektir, auk nokk-
urra kirkjutónleika í heima-
landinu. Þá héldu þau jólatón-
leika um seinustu jól, og í sam-
vinnu við barnakórinn, tónleika
sem byggðust upp á verkum Ew-
erts Taube og Bellmanns.
Hér á landi munu þau syngja
við messu í Hallgrímskirkju á
uppstigningardag 12. maí kl.
11.00, og þann sama dag halda
þau tónleika í Norræna húsinu kl.
17.00. Föstudagskvöldið 13. maí
halda þau tónleika í samvinnu við
kirkjukór Hveragerðis í Hvera-
gerðiskirkju og hefjast þeir kl.
20.30. Laugardagskvöldið 14.
maí ætlar félagið Samstilling að
taka á móti kórnum í Sóknarsaln-
um og verður þá eflaust glatt á
hjalla og sungið á báða bóga. Að
morgni 15. maí halda þau til Nor-
egs á ný.
Á efnisskrá kórsins er bæði
andleg og veraldleg tónlist frá
ýmsum löndum.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Ml&vlkudagur 11. maf 1988