Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Hverfum frá mislukkaðri stefnu í sjávarútvegi Skúli Alexandersson skrifar í dagblaðinu 15. mars sl. er frétt um fiskvinnslu í fremstu röð. Þar segir m.a.: „Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur hafið herferð til að hvetja menn til aukinnar framleiðni, bættrar starfsaðstöðu verkafólks og til að snyrta umhverfi fisk- vinnslustöðva. Alls fengu í ár 9 fiskvinnslustöðvar verðlaun. Verðlaunin voru steinn sem á er letrað eftirfarandi: „Hvatning til dáða.“ Svo kemur nafn fyrir- tækisins og undir er letrað nafnið „Halldór Ásgrímsson". Verð- íaunasteinarnir eru gerðir hjá Álfasteini hf., Borgarfirði eystra. Einnig var fyrirtækjunum afhent innrammað vinnsluleyfi þar sem kemur fram viðurkenning sjávar- útvegsráðuneytisins fyrir gott starfsumhverfi. Einu af þessum fyrirtækjum hefur nú verið lokað. Jafnvel fyrirmyndarfyrirtæki standast ekki stjórnarstefnuna. í Morgunblaðinu 10. janúar 1987 birtist myndskreytt frétt um hátíðlega athöfn í Háskóla ís- lands á vegum Granda h/f. Þar stóð m.a.: „145 sérhæfðir fisk- vinnslumenn útskrifaðir.“ Við at- höfn þessa Iauk námskeiði, sem starfsfólki Granda h/f. var boðið upp á, þar sem fram fór kennsla í ýmsum fræðun er tengjast fisk- vinnslu í landinu og starfi þeirra að henni. í ræðu Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra Granda h/f. við upphaf athafnar- innar, kom sú skoðun fram, að námskeið þetta væri aðeins upp- hafið á því sem koma skyldi, fra- mundan væru í þjóðfélaginu miklar framfarir í sjálfvirkni og tækni og því mikil þörf á sér- hæfðu fiskvinnslufólki. Á hátíðinni var sjávarútvegs- ráðherra mættur. Um hans þátt þar segir Morgunblaðið: „Þegar afhending skírteina hafði farið fram tók Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra til máls og óskaði fyrstu útskrif- uðu sérhæfðu fiskvinnslustarfs- mönnunum til hamingju með áf- angann. „Þetta er ekki aðeins merkur áfangi á starfsferli ykkar, heldur er þetta stórviðburður í sögu íslensks sjávarútvegs." “ Það er ekki nema rúmt ár síðan þessi hátíað var haldin og þessar ræður haldnar. Þá sagði forstjóri Granda að framundan væri mikil þörf fyrir sérhæft fiskvinnslufólk og ráðherrann taldi þetta merkan áfanga á starfsferli fólksins. Að- gerðir og aðgerðaleysi fyrrver- andi og núverandi ríkisstjórnar hafa orðið þess valdandi að ein- um þriðja af þessu sérhæfða fisk- vinnslufólki í Granda hefur verið sagt upp og skal nú leita sér ann- arra starfa þar sem háskólanámið kemur trúlega að litlu gagni. Fréttamaður sjónvarps átti viðtal við sjómann á Akranesi og spurði hann um aflabrestinn á vertíðinni - hver væri orsökin. Sjómaðurinn svaraði því til að sjómenn teldu sig ekki geta veitt sama fiskinn nema einu sinni. Um of fáa fiska væri að ræða á miðunum. Þetta svar heyrist nú á næstum öllu hinu hefðubundna vertíðarsvæði, jafnléleg vertíð hefur ekki komið áður. Fisk- veiðistefnan hefur brugðist - sókninni í þoskstofninn er illa stjórnað. Fiskurinn er veiddur of smár - fær ekki að vaxa upp til að ganga á hinar hefðbundnu vertíð- arslóð. Greinilegt er að ekki er hægt að beita kvótakerfi eins og við höfum búið við að undan- förnu til að tryggja viðgang þorskstofnsins og til þess að halda veiðistofninum í hag- kvæmri stærð. Sjávarútvegsráðherra taldi sér og Framsókn það til ágætis í um- ræðunni um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi, að samstaða hefði verið mikil fyrir samþykkt gildandi fisk- veiðistefnu við afgreiðslu hennar um áramótin. Við sem töldum að stefna ráðherrans næði ekki þeim tilgangi sem henni er ætlað, urð- um vör við mjög mikla andstöðu við þá kvótaútfærslu sem sam- þykkt var meðal flestra hagsmunaaðila. Og í fyrsta skipti í ráðherratíð Halldórs Ásgríms- sonar var öll sjórnarandstaðan á öndverðum skoðunum við ráðherrann. Stefna ríkisstjórnarinnar í sjáv- arútvegsmálum, bæði gagnvart veiðum og vinnslu, hefur mistek- ist. Um það efast enginn nema þá kannski ráðherrarnir og seðla- bankastjórar. Hróp um hagræð- ingu hjá fiskvinnslufyrirtækjum án nokkurrar skilgreiningar um hvað gera skuli nema að segja upp starfsfólki er markleysa. Grandaaðferðin dugar hvergi, ekki einu sinni hjá Granda h/f. Greinilegt er að framundan er minnkandi þorskafli, minnkandi umsetning fiskvinnslufyrirtækja og útgerðar, auknir rekstrar- erfiðleikar vegna rangrar fisk- veiðistefnu. Vaxtaokrið og þen- slustefnan eru fyrir hendi. Það er nokkuð merkilegt, þótt landinu sé stjórnað gegn hags- munum sjávarútvegs, gegn hags- munum landsbyggðarinnar, gegn framleiðsluatvinnuvegum, fyrir Kringlupólitíkina, fyrir fjár- magnið og fyrir eyðsluna, eru þeir sem eru í forsvari fyrir þessar greinar meira og minna á bandi ríkisstjórnarinnar, á bandi Fram- sóknar - ekki með samvinnufé- lögunum. Á bandi Sjálfstæðis- flokksins- ekki með sjávarútveg- inum. Það er hrópað á gengisfell- ingu þótt vitað sé að slík aðgerð verkar eingöngu sem kvalastill- andi lyf fyrir atvinnugreinar ef Kringlupólitíkin, vaxtaokrið og eyðslan heldur áfram. Frjálshyggjustefnan gat gengið í uppsveiflunni, góðærinu. Það var hægt að stjórna um takmark- aðan tíma án fyrirhyggju við slík- ar aðstæður. Því fara ekki for- ustumenn atvinnuveganna fram á breyttastjórnarstefnu? Af hverju gera ekki forustumenn sveitar- stjórna úti á landsbyggðinni slíkt hið sama? Það er ekki nema von að fjármálaráðherra, forsætis- ráðherra og sjávarútvegsráð- herra geti verið brattir á meðan aðeins er beðið um gengisfell- ingu, en stjórnarstefnunni ekki mótmælt. Það er fyrirkvíðanlegt að búa við stefnu núverandi ríkisstjórnar út yfirstandandi kjörtímabil. Ef fram fer horfir og frjálshyggjan verður látin ráða ferðinni verður þjóðfélag okkar gjörbreytt frá því sem nú er að kjörtímabilinu loknu. Á undanförnum árum höfum við verið að leitast við að byggja upp félagslegt velferðar- þjóðfélag og okkur hefur tekist þar margt nokkuð vel. Er ekki rétt að halda því starfi áfram? Þá þarf að hverfa frá hinni óheftu markaðsstefnu - stefnu síðustu og núverandi ríkisstjórna. Skúli Alexandersson er þingmað- ur AB í Vesturlandskjördæmi. Hann rekur fiskvinnslu á Hellis- sandi. „Stefna ríkistjórnarinnar ísjávarútvegs- málum, bœði gagnvart veiðum og vinnslu, hefur mistekist. Um það efast enginn nemaþá kannski ráðherrarnir og seðlabankastjórar. Hróp um hagræðingu hjáfiskvinnslufyrir- tœkjum án nokkurrarskilgreiningar um hvað gera skuli nema að segja upp starfsfólki er markleysa. Grandaaðferðin dugarhvergi, ekki einu sinni hjá Granda Fimm sentimetrum of hátt Ef þröskuldurinn er hærri en 2,5 sm, þá kemstu ekki yfir hann í hjóiastéi Ólöf Ríkharðsdóttir skrifar Það hvílir mikil ábyrgð á herð- um þeirra, sem vinna að um- hverfisskipulagi, hvort heldur það eru arkitektar, bygginga- fræðingar eða aðrar skyldar starfsstéttir. Samfélag okkar hefur til skamms tíma verið skipulagt ein- göngu fyrir ófatlað fólk og að sjálfsögðu af ófötluðu fólki. Út- koman er líka eftir því. Vonandi er flestum lesendum kunnugt um að ný byggingalög gengu í gildi fyrir átta árum, þar sem í meðfylgjandi reglugerð, ári síðar, er í fyrsta skipti tekið mið af þörfum hreyfihamlaðra varð- andi skipulag. Ákvæðin ná að vísu fyrst og fremst til opinberra bygginga og þjónustubygginga, en þó verða allir húsbyggjendur að hlíta nokkrum atriðum, sem rétt er að rifja upp: Lágmarks- breidd útihurða skal vera 0,9 m, lágmarksbreidd innihurða 0,8 m, lágmarksstærð salerna 4,0 m2 lágmarksstærð herbergja 7,0 m2 og séu þau ekki mjórri en 2,20 nr. En hvernig er þetta í fram- kvæmd? Hvernig er reglugerð- inni framfylgt? Það er vissulega gleðileg staðreynd að sumir skipuleggjendur fylgja henni dyggilega, en hitt vitum við líka, að víða er á því mikill misbrestur. Auðvitað tekur alltaf talsverðan tíma að kynna nýjar reglugerðir og eðlilegt að mistök geti átt sér stað í fyrstu, en eftir sjö ára gildis- tíma reglugerðar er það engan veginn afsakanlegt lengur. Við rekum okkur stundum á, að tekið er tillit til sumra atriða en annarra ekki. Til dæmis var útbúið rétt hannað salerni á ann- arri hæð húss sem engin lyfta var í. Þetta er að vísu óvenjulegt en bent á það hér til þess að undir- strika að fylgja þarf ákvæðunum lið fyrir lið, eigi þau að koma að tilætluðum notum. Þá er nokkuð algengt að hand- rið vanti þar sem komið er fyrir skábrautum utan dyra, bæði við brautina og tröppurnar, sem oft- ast eru fyrir hendi. Varðandi salerni viljum við benda á þá eðlilegu lausn í ný- byggingum, að þar sem eru tvö samliggjandi salerni fyrir hvort kyn, þá er hagkvæmast að annað sé stærra vegna fólks sem notar hjólastóla. Víða eru slík salerni útbúin sérstaklega og jafnvel annarsstaðar í húsinu. Þetta hef- ur óþarfa aukakostnað í för með sér og alveg ástæðulaust þar sem um nýbyggingar er að ræða. Sé aðeins um eitt salerni að ræða, verður það að sjálfsögðu að vera nógu stórt fyrir alla. Oðru máli gegnir um breyting- ar á gömlu húsnæði. Þar kann að vera nauðsynlegt að innrétta sér- stök salerni. Þá eru það handriðin. í öllum lifandi bænum, hönnuðir og hús- byggjendur, hættið að setja upp skrautfjalir í staðinn fyrir hand- rið. Þeir sem eiga erfitt um gang, þurfa að nota handaflið til þess að vega sig upp stiga og tröppur. En þar sem skaðinn er skeður má bæta úr með því að koma fyrir handriði með góðu gripi ofan eða utan á fjölunum, eftir því sem hæðin segir til um. Þegar fjallað er um handrið þá koma íka upp í hugann öll þau hús, þar sem úti- dyratröppur annaðhvort án handriðs eða þá að þau eru úr steinsteypu. Dæmi um gott hand- rið má finna við útitröppur Þjóð- leikhússins í Reykjavík en afleitt aftur á móti á húsinu við hliðina, Þ j óðsk j alasafninu. Við minnum á RB blöð Rann- sóknastofnunar byggingariðnað- arins um aðgengi fatlaðra. Þá eru einnig veittar upplýsing- ar á skrifstofu Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Hátúni 12, Reykjavík, sími 91-29133 og á skrifstofu samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra, Hátúni 10, R, sími 91-12512 milli kl. 10 og 12. Að lokum skal enn einu sinni á það minnt að vel skipulagt og að- gengilegt umhverfi kemur öllum til góða. Ólöf er fulltrúi hjá Sjálfsbjörg ,Auðvitað tekurþað talsverðan tíma að kynna nýjar reglugerðir og eðlilegt að mistök geti áttsérstað ífyrstu, en eftirsjö ára gildistíma reglugerðar erþað engan veginn afsakanlegt“. Fimmtudagur 12. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.