Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 20
SPURNINGIN-i Finnst þér Alþingi eiga að starfa lengur á ári? Emil Hilmarsson tölvufræðingur: Já, það finnst mér. Mér finnst þeir hafa of langt sumarfrí miðað við marga aðra. Kristinn Magnússon stöðumælavörður: Já, alveg hiklaust. Það eru svo mörg vandamál sem þarf að greiða úr. Þessir menn mega al- veg vinna fyrir kaupinu sínu eins og við hin. Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur: Nei, það er snerpan en ekki magnið sem gildir í þessum afar andlegu efnum. Herdís Gunngeirsdóttir húsmóðir með meiru: Ég veit ekki. Nei, ætli þeir vinni ekki nóg. Þeir eru nú svo duglegir núna. Þórunn ísfeld afgreiðslustúika: Já, það hefur mér alltaf fundist. Þingmálin hafa verið látin fara í gegn of hratt. Það hefurekki alltaf gefist tími til að vinna þau nógu vel. Fimmtudagur 12. maí 1988 107. tölublað 53. örgangur Yfirdráttur á téKKareiKninea launafólKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Frá kosningavöku Öryrkjabandalagsins og Landssamtakanna Þroskahjálp sem haldin var í tengslum við alþingiskosn- ingarnar í fyrra. Talkór brá upp svipmyndum af lífi og starfi fjölskyldu fatlaðra. Fjölskylduskemmtanir VmUót fyrir sunnan, vestan, norðan og austan Öryrkjabandalagið og Landssamtökin Þroskahjálp gangastfyrir vorblótum á laugardaginn. „Rœðarinn “ Hrafn Sœmundsson: Allir á kafi í undirbúningnum „Það verða vorblót á fjórum stöð- um á landinu á laugardag. Það eru allir á bóla kafi að undirbúa þau núna, ekki bara hér á suð- vesturhorninu heldur einnig á Vestfjörðum, Austfjörðum og á Norðurlandi,“ sagði Hrafn Sæmundsson „ræðari“, en hann er einn af þeim fjölmörgu sem nú eru að undirbúa fjölskyldusk- emmtanir sem Öryrkjabanda- Ungur Sovétborgari býðst til að ganga að eiga hverja þá stúlku sem verður fyrir valinu í fegurð- arkeppni Moskvuborgar, en hún verður haldin í fyrsta skipti þann 12ta júní næstkomandi. Piltungur þessi, Sergei Banik- ov að nafni, hefur margt sér til ágætis og tíundar hann þrennt í bréfi til æskulýðsdagblaðs í höf- lagið og Landssamtökin Þroska- hjálp ætla að gangast fyrir. „Það verður rífandi stemmning á þessum vorblótum, þetta er fyrsta verkefni í tveggja ára sam- starfsáætlun sem þessi tvö lands- samtök hafa komið sér saman um,“ sagði Hrafn. Hann sagði að áætlunin gengi undir nafninu Fé- lagslega framkvæmdaáætlunin og markmið hennar væri að bæta fé- uðborginni. Hann eigi dásamlega móður, tungulipran páfagauk og skaffi auk þess býsna vel. „Ef ég fengi að ráða væri hún ljóshærð og leggjalöng, brúneyg, grönn og í blóma lífsins. Því fer víðsfjarri að hún þurfi að vera greind,“ segir í ritlingi félaga Banikovs. Reuter/-ks. lagslega aðstöðu fatlaðra. „Eftir mjög vel heppnaða kosningavöku og skammdegi- svöku sem þessi tvö landsamtök stóðu fyrir var ákveðið að efla samstarfið og koma á fót starfs- hópi sem myndi vinna að sam- eiginlegum hagsmunamálum þeirra sem í samtökunum eru,“ sagði Hrafn, og bætti við að það hefði verið ákveðið að kalla þennan hóp „ræðara“ og að hann myndi ráða sér stýrimann í fullt starf, sem á að leitast við að hrinda í framkvæmd málum sem „ræðarar" gera tillögur um. „Þó svo að þessi vorblót séu fyrst og fremst fjölskyldu- skemmtanir, eru þau líka haldin til að minna á okkur og okkar baráttumál," sagði Hrafn. Hann nefndi að aðalmálið væri að sjálf- sögðu að fatlaðir og aðstandend- ur þeirra nytu sömu lífsgæða og aðrir þegnar þessa lands. Fjöl- di listamanna mun koma fram á vorblótum þessum sem fara fram í Digranesi í Kópavogi, Glaumborg Hnífsdal, Bjargi Ak- ureyri og Valaskjálf Egilsstöð- um. Aðgangur að öllum blótun- um er ókeypis s8 Hrafn Sæmundsson „ræðari" segir að það verði rífandi stemmning á vor- blótunum, Það eina sem hann hafði áhyggjur af var að menn myndu ekki rata um heimabæ hans Kópavog, og þar af leiðandi ekki finna Digranes. Málið er bara, segir hann, að finna Digranesveginn og keyra hann svo á enda, þá sé komið að vorblótsstað. Rót Viltu komast í útvarp? Viltu komast að á útvarpsstöð með þátt eða taka þátt í gerð út- varpsefnis? Þá er útvarpsstöðin Rót þinn staður. Frá og með 1. juní tekur gildi sumardagskrá stöðvarinnar, en eins og flestum er kunnugt er sú stöð opin öllum sem vilja komst í útvarp. Meðal fastra þátta sem ýmsir aðilar annast til skiptis og hægt er að sækja um hverju sinni, eru barnatímar, unglingaþættir og tónlistarþættir. Einnig er hægt að fá aðild að dagskrárgerðarhóp- um, s.s fréttahópi og umhverf- ismálahópi, svo dæmi séu tekin. Umsóknarfrestur um þátttöku rennur út 15. maí. Sovétríkin Fegurðardís íær gylliboð Til boða standa fjáður eiginmaður, málgefinn páfagaukur og dásamleg tengdamóðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.