Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1988, Blaðsíða 10
1 einni saman Ekki af steinstevpu Anna BirnaJensdóttir, hjúkrunarframkvœmdastjóri á öldrunardeildum Borgarspítalans: Geysimikið byggt afíbúðum og dvalarheimilumfyrir aldraða á undanförnum árum, en þjónustan hefur ekki haldistí hendur við uppbygginguna Fyrir bragðið hefur hjúkrunar- fólk leitað annað. Virðing fyrir starfinu Ég held að það álit sé enn býsna ríkjandi í þjóðfélaginu að það sé ekki merkilegt starf að hjúkra öldruðum. Þetta er mikill misskilningur á eðli starfsins, og þar við bætist að hér er um að ræða mjög erfiða hjúkrun. Það sem líka gerir hana enn erfiðari en þyrfti að vera er mönnunar- vandinn sem veldur ómældu álagi, bæði meðal sjúklinga og fasts starfsfólks. Á öldrunardeildunum er mest- ur stöðugleiki í starfi meðal hjúkrunarfræðinga, en erfiðlegar hefur gengið að ráða og halda í sjúkraliða. Pví hefur orðið að ráða ófaglært fólk til starfa við hjúkrun, jafnvel í þeim mæli að það er í meirihluta. Að vonum eru margir þarna á meðal sem hafa litla sem enga þekkingu á hjúkrun í upphafi, og því þurfa þeir sem fyrir eru að kenna þeim allt sem viðkemur starfinu. Álagið leggst á hjúkrunarfræð- ingana og sjúkraliðana sem segja í sumum tilfellum upp eftir nokk- urra vikna basl af þessu tagi. Ég get nefnt sem dæmi að á öldrunardeild einni sem hafði heimild fyrir nítján og hálfu stöðugildi í fyrra hættu tuttugu og átta á árinu. Þessi gífurlega hreyf- ing í starfi er mest hjá sjúkralið- um og aðstoðarfólki. í þessu sam- bandi er h'ka vert að hafa í huga að það er auðvelt að fá vinnu á öðrum deildum sjúkrahúsanna vegna manneklu, en þar er álagið gjaman minna og fólk fær að stunda sitt eiginlega starf. Að gera kröffur Á öldmnardeildum eins og hér á spítalanum em sjúklingamir flestir mjög hjálparþurfi; fáir geta gengið einir og óstuddir, fé- lagsleg og andleg vandamál eru til staðar, margir eiga erfitt með að tjá sig og svo framvegis. Allt reynir þetta á hæfni hjúkrunar- liðsins, og ekki við því að búast að fólk geti gengið inn í slík um- önnunarstörf beint af götunni; það þarf ákveðna þekkingu, og einnig vel gert fólk vegna eðlis starfsins. En er ekki elsta kynslóðin seinþreytt til að gera kröfur fyrir sjálfa sig? Jú, oft er fremur um að ræða þrýsting frá aðstandendum ef eitthvað bjátar á. Margir þeirra hjálpa sínum reyndar í heimahús- um, jafnvel í þeim mæli að með ólíkindum er eins og dæmin sanna. Svo vantar miklu meiri upplýsingamiðlun til fólks um öldrunarþjónustu; þeir eru allt of margir sem vita ekki hvað er í boði, en ef fólk velti þessum hlutum fyrir sér hefði það meiri möguleika á að velja sjálft. Málið er kannski að það eru til samtök aldraðra, en það er enginn að vinna að málefnum þeirra sem eru veikastir og hafa ekki lengur mátt til að berjast fyrir sínum rétti. Er uppsafnaður vandi í öldrun- armálunum þá kannski meiri en maður gerir sér greinfyrir, einmitt vegna nœgjusemi þeirrar kynslóð- ar sem nú er komin á efri ár? Ráö í tíma tekið Það held ég sé alveg ljóst að næsta kynslóð hefur lifað í miklu meiri velmegun, og mun ekki sætta sig við það sem gamla fólk- inu er ætlað að gera í dag. Maður sér líka að fólk er byrjað að hugsa fyrir þessum hlutum miklu fyrr en hingað til hefur tíðkast, jafnvel farið að gera ráðstafanir með húsnæði í ellinni strax milli fimmtugs og sextugs. Það er von- andi að sem flestir geti tryggt sér þjónustu þegar þar að kemur, umfram ræstingu, þvotta og mat. Þú hefur talað um að ráða verði bót á manneklunni á öldrunar- deildum sjúkrahúsanna; hvað með nauðsynlegar úrbœtur að öðru leyti? Ef við hugsum okkur að við höfum nóg af velmenntuðu fólki, bæði í heimahjúkrun og eins á sjúkrahúsunum, þá er það mitt mat að við þurfum ekki öll þessi rými sem við erum að byggja í dag. Þá gætu deildir á borð við B - álmu Borgarspítalans og Hátúnið stutt betur við bakið á heima- hjúkruninni og tekið fólk inn strax þegar veikindi eru að byrja, í stað þess að þurfa að bíða svo og svo lengi eins og nú er raunin: ef öldrunardeildirnar væru baktrygging fyrir heimaþjónu- stuna væri hægt að taka á uppáf- allandi heilsubresti áður en hann verður óviðráðanlegur. í staðinn eru deildirnar núna fullar af fólki sem kemst ekki heim, jafnvel eftir uppbyggingu, en gæti verið í heimahúsum ef það fengi fullnægjandi aðhlynningu og þjónustu þar. HS Anna Birna ásamt þeim Ólafi Pálssyni og Guðrúnu Jóhanns- dótturí B-álmu Borgarspítalans: Viðeigum hlutfallslegafleiri rými fyrir aldraða en gengur og gerist á Norðurlöndum, en þjónusta við fólk í heimahúsum er óf- ullkomnari hér. Mynd: Sig. Já, Kjörbókareigendur góðir, það kom að því. Þeir sem átt höfðu innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fengu reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin: 1,4% viðbótarvextir voru reiknaðir á innstæðuna 16 mánuði aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum degi þaðan í frá bætast svo fleiri og fleiri Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu. Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. Við teljum að aldrað fólk eigi að fá þjónustuna sem mest til sín, i stað þess að þurfa að elta hana uppi, sagði Anna Birna Jensdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á öldrunardeildum Borgarspítal- ans, er blaðamaður ræddi við hana fyrir skömmu. Hópur fólks sem starfar að öldrunarmálum á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hjúkrunarfræðingar og félags- ráðgjafar mestan part - hefur hist undanfarin misseri ti) skrafs og ráðagerða, og er Anna Birna þar á meðal. Við teljum eðlilegt að það sé ákveðið samráð milli þeirra sem starfa í öldrunarþjónustunni og yfirvalda, og í samræmi við þetta álit okkar höfum við skrifað fé- lagsmálaráðherra og heilbrigðis- ráðherra bréf, sem og viðkom- andi ráðum, og komið skoðunum okkar á ástandi og úrbótum í öldrunarmálunum á framfæri, sagði hún; við höfum lög um mál- efni aldraðra sem núna er reyndar verið að endurskoða, en okkur hefur ekki þótt stefnan vera í þá átt sem andi laganna segir til um. í þeim segir meðal annars að aldrað fólk eigi að geta verið heima eins lengi og kostur er, en til þess að svo geti orðið þarf það sem heilbrigðiskerfið vill bjóða upp á að vera til staðar. Spurning um þjónustustig Það hefur verið geysileg upp- bygging í öldrunarmálunum hér á landi undanfarin ár, og megin- áherslan Iögð á byggingu íbúða og dvalarheimila. Þar er um að ræða þjónustuíbúðir þar sem þjónustan einskorðast við hú- svörslu og afnot af sameiginlegu rými; vemdaðar þjónustuíbúðir sem svo eru kallaðar, en þær íbúðir em búnar kallkerfi og eru með vörslu allan sólarhringinn. Þar er líka sameiginleg þjónusta í sambandi við máltíðir og ræsti- ngu. Loks er um að ræða dvalar- heimili, en um þau segir í lögun- um um málefni aldraðra: „Dvalarheimili eru ætluð öldr- uðu fólki sem ekki er fært um að annast eigið heimilishald með að- stoð. Þar skulu vera einstaklings- herbergi, hjónaherbergi og fjöl- býliseiningar. Dvalarheimili aldraðra skulu veita þjónustu s.s. fullt fæði, þvotta, þrif, umönnun, lyf, læknisþjónustu, hjúkrun, endurhæfingu og félagsstarf." Gallinn er bara sá að þjónustan hefur ekki haldist í hendur við byggingarnar sem hafa verið reistar. Segjum að þú búir í þjón- ustuíbúð og veikist, ertu ekki ör- uggur um að geta búið þar áfram. Næsta stig er þá dvalarheimili, en komi upp veikindi hjá fólki sem býr á dvalarheimilunum þarf það í flestum tilfellum að fara á spít- ala, þar sem ekki er unnt að veita því hjúkrun á dválarheimilunum sjálfum. Herleiðing milli stoffnana Aldrað fólk getur því átt á hættu að búa á öllum þessum teg- undum stofnana, og það segir sig sjálft að slík herleiðing er ekki í anda laganna. Auk þess getur rask af þessu umfangi þýtt geysi- legt álag fyrir gamalt fólk, og dæmi um það sjáum við því miður stundum hérna í B-álmunni, þeg- ar fólk verður hreinlega sljótt fyrir vikið og gefst upp. Sú spurning er að vonum ofar- lega í huga aldraðs fólks sem kemur hingað í B-álmuna hvort það komist heim aftur. Stundum er ekki hægt að ákvarða þetta í samráði við viðkomandi einstak- ling; hann kann að vera svo hjálp- arþurfi að eiginlegir valkostir séu hreinlega ekki fyrir hendi. Það sem snýr að sjúkrahúsunum og gerir þeim erfitt fyrir er svo það að að þau geta ekki sent fólk frá sér nema því sé tryggð viðunandi þjónusta. Fyrir bragðið eru aldr- aðir í meirihluta meðal sjúklinga á spítölunum. I desember var athugaður við fólk í heimahúsum ó- fullkomnari en þar er. Þessvegna eigum við að leggja áherslu á uppbyggingarstarf á þessu sviði; heimahjúkrun og heimilishjálp. Það má segja að nokkuð skipti í tvö horn þar sem afstaðan til öldrunarþjónustunnar er annars vegar: annaðhvort að byggja blokkir fyrir aldraða ef svo má að orði komast, eða að það beri að stuðla að því að fólk sé sem lengst í sínu umhverfi. Umhverfi sem það hefur skapað gegnum sitt ævistarf. Við sem erum á síðar- nefndu skoðuninni erum stund- um gagnrýnd fyrir að gefa ekki gaum að því hvað gamalt fólk get- ur einangrast heima hjá sér, en þetta er leki sem setja má undir með aukinni ferðaþjónustu. Með bættri ferðaþjónustu fyrir aldr- aða geta þeir sem heima búa tekið þátt í margvíslegu félags- starfi. MANNLIF Umsjón: Hjörleifur Sveinbjörnsson fjöldi aldraðra sjúklinga hjá okk- ur eftir deildum, og í ljós kom að fjöldi þeirra á akút- eða bráða- deildum var heldur meiri en á öllum öldrunardeildunum. Þetta sýnir hvað aldraðir eru stór hluti af þeim sem hingað koma og ílendast; 30% voru á lyflæknis- deild og dvöldu áfram eftir að hafa fengið bráðaþjónustu vegna þess að þeir höfðu ekki í önnur hús að venda. Bætum þjónustu við ffólk í heimahúsum Gallinn á okkar öldrunarþjón- ustu er sá að þrátt fyrir að við eigum fleiri rými hlutfallslega fyrir aldraða en þekkist á Norðurlöndunum, er þjónusta Við sem sinnum veiku, öldr- uðu fólki á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hittumst orðið reglu- lega. Við höldum fundi á hálfs- mánaðarfresti og miðlum upplýs- ingum, en það má kannski til sanns vegar færa að hópurinn sé ekki í nægjanlegum tengslum við yfirmenn hjá ríki og borg. Við höfum þó að minnsta kosti komið því á framfæri að þarna sé þekk- ing til staðar sem þessir aðilar gætu nýtt sér, og reyndar finnst mér æ brýnna að þjóðfélagið fari að gera upp við sig hve mikla þjónustu eigi að veita í þessum málaflokki, og hverju eigi að kosta til, og hér skiptir ekki síst máli það sem snýr að starfsfólk- inu; það hefur hvorki verið vilji til að viðurkenna störf þess fólks sem vinnur við hjúkrun aldraðra, né borga því viðunandi laun. Gallinn á okkar öldrunarþjónustu ersá að þrátt fyrirað við eigumfleiri rými hlutfallslegafyriraldraðra en þekkist á Norðurlöndunum, er þjónusta viðfólk íheimahúsum ófullkomnari en þar 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. maí 1988 Um mánaðamótin stigu 28.480 Kjörbókareigendur eittþrep uppávið. Og fengu 70 milljónir í staðinn. l i t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.