Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 2
r FRETTIR BHMR Ríkið er með sknpalæti Taka eigin tilboð til baka. Saka BHMR um blekkingar Fundir samninganefndar ríkis- ins með BHMR um síðustu helgi, þar sem rædd var endur- skoðun á giidandi kjarasamningi, enduðu í óvenjulegri stöðu. Ríkið gerði BHMR tilboð seinnipartinn á sunnudag sem síðan var borið upp á samráðsfundi og samþykkt með semingi. Þá gerist sá furðu- legi atburður að samninganefnd ríkisins dregur tilboð sitt til baka. Samninganefnd BHMR hefur metið stöðuna þannig að þeir þyrftu 10-12% heildarhækkun strax til að ná að rétta sinn hlut. Tilboð ríkisins hljóðaði hins veg- ar upp á u.þ.b. helming þessa. Tilboðið fól í sér að allir hefðu fengið amk. 4% hækkun við undirskrift og óverulega hækkun á desemberuppbót. Samninganefnd ríkisins hefur sakað BHMR um að reyna að Indriði Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, tók tilboð sitt til baka. blekkja sig. Birgir Björn Sigur- jónsson, hagfræðingur BHMR, segir þessar ásakanir fráleitar. Tilboði ríkisins hafi verið dræmt tekið og tekið tölvuvert á að fá það samþykkt hjá samráðsnefnd- inni. Þegar samþykktin lá fyrir var hringt í samninganefnd ríkis- ins sem þá tilkynnti að tilboð hennar stæði ekki lengur. Fyrst reyndi samninganefnd ríkisins að bera fyrir sig að BHMR væri fall- ið á tíma en engin tímamörk fól- ust í tilboðinu. Þá komu þeir upp með blekkingarsöguna. Birgir segir það rangt að BHMR hafi reiknað út einhverj- ar tölur „fyrir framan nefið á samninganefnd ríkisins“ eins og Indriði G. Þorláksson hefur orð- að það. „Þetta var algerlega þeirra tilboð og mér er ókunnugt um af hverju þeir tóku það til baka.“ Birgir sagði menn hafa það á tilfinningunni að samninga- nefnd ríkisins hafi tapað því um- boði sem hún hafði til samninga -hmp Kennarar Hótað braðabinjðalögum Samninganefnd ríkisins fœrir sér óvissu þjóðmála í nyt Síðastiiðinn laugardag slitnaði upp úr samningaviðræðum Kennarasambands íslands og ríkisvaldsins. Viðræður hafa staðið yfir meira og minna síðan um áramót en þrátt fyrir samn- ingsvilja fulltrúa KÍ hefur hvorki gengið né rekið í viðræðunum. Kennarar segja ríkisvaldið bjóða minni hækkanir en verið hafa á hinum almenna vinnumarkaði. Að sögn Sigrúnar Ágústsdótt- ur, formanns Kennarafélags Reykjavíkur, var tilboðinu hafn- að þar sem mikið vantaði upp á launaliði þess. Kennarar fara fram á að sá kaupmáttur sem þeir höfðu í október sl. verði bættur. Sigrún sagði samninganefnd KÍ ma. hafa reynt að ná þessum kaupmætti með hækkun á greiðslum fyrir heimavinnu en Hagvangur Kvennalisti enn ofar Afarslakthjá A-flokkum og Borgurum. Ríkis- stjórnin íminnihluta. Sæmilegthjá Framsókn Kvennalistinn fær stuðning 31,3 prósenta þeirra sem af- stöðu tóku í nýrri fylgiskönnun Hagvangs, og hefur aldrei flogið hærra í könnunum. A-flokkarnir koma illa út og Borgarar einnig, Framsókn heldur um sitt, og Sjálfstæðisflokkurinn gerir ögn betur en í kosningunum í fyrra. Meirihluti þeirra sem afstöðu taka leggst gegn ríkisstjórninni, 50,2 prósent, og er þetta sjöunda könnunin í röð frá áramótum sem sýnir stjómina í minnihluta. Um þriðjungur spurðra gaf sig ekki upp um flokkafylgi, en af þeim sem afstöðu tóku styðja 9,7% Alþýðuflokk, 18,3% Fram- sókn, 30,8% Sjálfstæðisflokk, 6,4% Alþýðubandaiag, 31,3% Kvennalista, 2,3% Borgara- flokk, 0,9% Flokk mannsins og 0,3% Þjóðarflokk. Könnunin er unnin 5.-12. maí, fyrir gengisfellingarlotuna. Nið- urstöður Hagvangs eru svipaðar og úr könnunum Skáíss/HP frá apríl og DV frá mars. Sókn Kvennalistans bitnar einkum á A-flokkum, Borgararnir í rúst án þess Sjálfstæðisflokkur njóti vemlega góðs af, Framsókn rétt neðanvið fylgið í kosningunum. Hagvangur hefur athugað af- stöðu til ríkisstjórnarinnar eftir aldri, kyni og að nokkru eftir flokkafylgi. Þá kemur í ljós að meðal fólks yfir fimmtugu em stjórnarsinnar í meirihluta en í minnihluta undir þeim aldri. Konur em harðir andstæðingar stjórnarinnar (57,3% á móti), en karlar em að meirihluta hlynntir stjórninni (56,4%). Rúm 15 pró- sent þeirra sem lýsa stuðningi við flokka eða samtök utan stjórnar styðja stjórnina, en um fjórðung- ur stuðningsmanna stjórnar- flokkanna þriggja er andvígur ríkisstjórninni. -m það hafi ekki gengið. Þrátt fyrir yfirlýsingar samn- inganefndar ríkisins um hið gagnstæða, telja kennarar ríkis- valdið ekki bjóða þeim samsvar- andi hækkanir og verið hafa á hinum almenna vinnumarkaði. Sigrún sagði samninganefnd ríkisins hafa lagt ofurkapp á að samningar tækjust yfir helgina og að hótun um lagasetningu hafi legið í loftinu. Þessi hótun og sú staðreynd að ríkisstjórnin sat á fundum þar sem ákvarðanir voru teknar um gengisfellingu og aðr- ar ráðstafanir í efnahagsmálum, gerðu andrúmsloft viðræðnanna mjög einkennilegt. Kröfugerð KI byggir fyrst og fremst á niðurstöðum starfs- kjaranefndar að sögn Lofts Magnússonar varaformanns KÍ, þar sem fulltrúar KÍ eiga sæti ásamt fulltrúum fjármálaráðu- neytisins og menntamálaráðu- neytisins. Þessi nefnd var sett á laggirnar í kjölfar síðustu samn- inga Meðal niðurstaðna starfskjara- nefndar er að laun kennara beri að hækka til að gera kennarast- arfið eftirsóknarverðara. En vegna lágra launa óttast kennarar flótta úr stéttinni og að neyðará- stand myndist í haust í skólum landsins. Loftur Magnússon segir samninganefnd ríkisins halda því fram að starfskjaranefnd hafi gert tillögur sem hún hafi ekki haft umboð til að gera. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður en Loftur sagði kennara tilbúna til við- ræðna hvenær sem væri. -hmp Hitaveitugos í Firðinum Þeir sem áttu leið um Hafnarfjörð síðdegis á sunnudag héldu margir að Geysir hefði flutt sig um set, í það minnsta var gosstrókurinn upp úr miðri götu í Norðurbænum tignarlegur í blíðviðrinu þar sem hann teygði sig upp fyrir hæstu ljósastaura. Geysir er enn á sínum stað, hins vegar sprakk hitaveituæð í Firðinum og var heitavatnslaust langt fram á gærdaginn í hluta bæjarins meðan tengt var saman að nýju. Samdráttur í lífeyrissjóðslánum Lífeyrissjóðslánum til sjóðfélaga fækkaði verulega eða um 37% í fyrra miðað við árið á undan samkvæmt könnun sem Samband al- mennra lífeyrissjóða hefur látið gera. Árið 1986 veittu þeir 69 sjóðir sem könnunin náði til 4.882 lán uppá rúman hálfan annan miljarð. í fyrra veittu sömu sjóðir rétt rúmlega 3000 lán til sjóðfélaga að fjárhæð 1.117 miljón kr. Fækkun lána er 37% og lækkun lána í krónutölu 27,5% en miðað við hækkun lánskjaravísitölu á tímabilinu lækkuðu útlánin um 62% að raunvirði. Magnús til iceland Seafood Magnús Friðgeirsson framkvæmdastjóri Búvörudeildar Sambands- ins hefur verið ráðinn nýr forstjóri Iceland Seafood Corporation, sölufyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum. Hann mun hefja störf þegar í þessum mánuði, en framan af sumri verður hann einnig í forstöðu fyrir búvörudeildinni. Magnús tekur við í Bandaríkjunum af Eysteini Helgasyni sem stjórn Iceland Seafood vék frá störfum í síð- asta mánuði. Enn ósamið um loðnukvótann Samkomulag hefur enn ekki tekist í viðræðum íslendinga, Græn- lendinga og Norðmanna um skiptingu heildarkvótans úr íslenska loðnustofninum. Margir fundir hafa verið haldnir undanfarin ár um skiptingu loðnukvótans milli landanna og var síðasti fundurinn í þess- ari lotu haldinn í síðustu viku. Sá fundur varð árangurslaus og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Vigdís fer til Bandaríkjanna Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer til Bandaríkjanna á morgun en þar mun hún veita viðtöku heiðurdoktorsnafnbót við Smith College í Northampton, Massachusetts. Þá mun Vigdís verða viðstödd íslandskynningu Utflutningsráðs í Boston á mánudag í næstu viku og taka þátt í fundi íslensk-ameríska veslunarráðsins í New York og hitta íslendinga búsetta þar og í Washington D.C. Sósíalistaforingi Kýpurbúa í heimsókn Forseti löggjafarþings Kýpur, dr. Vassos Lyssarides, sem jafnframt er formaður Sósíalistaflokks eyjabúa er í heimsókn hérlendis þessa dagana í boði forseta Alþingis. Dr. Lyssarides er læknir að mennt og hefur setið á löggjafarþingi Kýpur frá því landið fékk sjálfstæði árið 1960 og verið forseti þess frá 1985. Hann mun dvelja hér ásamt konu sinni fram á fimmtudag. Póstmenn vara við sérhyggjunni Á fimmta Póstmannaþinginu sem haldið var í Munaðarnesi á dögun- um var samþykkt ályktun þar sem varað er eindregið við þeirri andfé- lagslegu sérhyggju smáhópa og einstaklinga sem fer vaxandi innan stéttarfélaganna á kostnað heildarinnar. Þingið hvetur til samstöðu allra launþega gegn síendurteknum árásum ríkisvaldsins og atvinnu- rekenda á kjör launafólks. Norðmenn halda hátíð í dag Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag 17. maí og ætla þeir rúmlega 300 Norðmenn sem búsettir eru hérlendis að halda daginn hátíðlegan að venju. Lagður verður krans að minnisvarðanum í Fossvogskirkju- garði um fallna Norðmenn kl. 9.30 og klukkustund síðar hefst barna- hátíð í Norræna húsinu. Þaðan verður síðan haldið í skrúðgöngu að Neskirkju. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 17. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.