Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 20
Lisa María Karlsdóttir bankamaður: „Nei, þetta er glötuð stjórn." Haraldur Jónsson útgerðarstjóri: „Jú, ætli það ekki. En gæti dáið í haust þegar þingið kemur sam- an.“ Númi Geirmundsson kjötiðnaðarmaður: „Ég vona ekki. Ég hef ekki mikið vit á stjórnmálum og þeir sýni- lega ekki heldur. Þorsteinn ræður ekki við þetta og hann er of ung- ur.“ p-SPURNINGII^ Lifir ríkisstjórnin af sumarið? Gissur R. Gissurarson verslunarmaður: „Nei, þeir eru svo ósammála í þessum efnahagsmálum." Ingi Ingvarsson húsasmiður: „Jú, ég held það. En það er samt tvísýnt." þJÓÐVIUINN Þriðjudaour 17. maí 1988 110. tölublað 53. árganour. Yfirdráttur á téKKareiKninea launafölKs SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Norræn dansskáldakeppni Hún vann! Hlíf Svavarsdóttir: Ég held við höfum komið mjög á óvart. Það var ekki búist við miklu af okkur Hlíf Svavarsdóttir, listdans- stjóri Þjóðleikhússins, vann Petrusjka-verðlaunin, fyrstu og einu verðiaunin sem veitt voru í Norrænni dansskáldakeppni sem haldin var í fyrsta sinn í Osló á laugardagskvöldið. Ballettinn sem heitir Af mönnum, er saminn við tónlist eftir Þorkel Sigur- björnsson, og var fluttur af Is- lenska dansflokknum ásamt tveimur gestum. Hlíf, ég hef heyrt minnst á ljóð- ið Borgin hló eftfr Matthías Jo- hannessen í sambandi við þennan ballett. Er hann byggður á því að einhverju leyti? - Jú, það er rétt að upphaflega var ætlunin að byggja eitthvað á Fastgengis felling Atburðir síðustu daga hafa orðið mönnum yrkisefni og þessi erindi eftir H.S. bárust okkur yfir Hellisheiðina nú um helgina: Nöldur verkamanns: Sú ferlega vissa er fengin að fátt er til bjargar í raun. Þetta eru aldeilis engin andskotans laun. Huggun stjórnvalda: Við framkvæmdum heilan helling til hagsbóta sjálfum þér og þetta er fastgengis felling sem framundan er. ljóðinu, segir Hlíf, - en lokanið- urstaðan er reyndar nokkuð langt frá því, enda var það meira hugs- að sem samstarfsgrundvöllur okkar Þorkels. Við höfum átt mjög skemmtilegt samstarf og unnið saman að verkinu alveg frá upphafi. Hvernig fæddist hugmyndin að þessum ballett? - Upphaflega var það Jóhann G. Jóhannsson, sem spilar á pí- anó hjá okkur í dansflokknum, sem átti hugmyndina. Þá var ætl- unin að vera með tvo balletta, annan út frá Sögu hermannsins eftir Stravinsky, og hinn átti að vera við frumsamda tónlist. Við fórum með þessa hugmynd til Listahátíðar, en þar vildu menn ekki samþykkja nema íslenska ballettinn. En Þorkell notar sömu hljóðfæraskipan og er í Sögu hermannsins í sinni tónlist, svo þessi byrjunarhugmynd hefur haft einhver áhrif. Hvernig stóð á því að þið tókuð þátt í þessari keppni? - Það var haft samband við okkur þegar það var ákveðið að halda hana, vegna þess að við erum eini íslenski dansflokkurinn sem er með bæði nútíma- og klassískan ballett. Við sóttum um styrk til fjármálaráðuneytisins og fengum neitun, en hinsvegar hef- ur menntamálaráðuneytið verið mjög jákvætt og hefur styrkt okk- ur eins og það hefur getað. Nú komu þessar fréttir mjög á óvart hér á landi, það hafði varla verið minnst á að þið tækjuð þátt í þessari samkeppni, hvað þá að menn byggjust við að þið mynd- uð vinna... - Ég held líka að við höfum komið mjög á óvart í Noregi. Það var ekki búist við miklu af okkur, búnar að vera undankeppnir á Hlíf Svavarsdóttir og Kári fyrirframan hús Jóns Þorsteinssonar: „Þetta var auðvitað mjög uppörvandi fyrir mig“. Mynd - E.ÓI. hinum Norðurlöndunum, og svo birtumst við allt í einu... Þar að auki vissu menn að ég hef starfað í Hollandi, svo það var eiginlega búist við því að ég væri með ein- hverjar klisjur þaðan. En svo sagði í úrskurði dómnefndar að ég væri með mjög sterkan eigin stíl, - og það var auðvitað mjög uppörvandi fyrir mig. Hefurðu fengið einhver tilboð um að semja balletta fyrir aðra dansflokka, svona í kjölfar sig- ursins? - Það fylgir verðlaununum að annað hvort þessi ballett, eða nýr ballett eftir mig verður settur upp á einhverju hinna Norðurland- anna, - einhverju þessara fjög- urra Norðurlanda sem tóku þátt í samkeppninni. Og svo hef ég fengið tilboð frá Finnlandi, þeir ætla að senda mér verk eftir finnskt tónskáld, sem ég sem svo ballett við fyrir Þjóðarballettinn í Helsinki. Hvaða Petrusjka er þetta sem verðlaunin eru kennd við? - Petrusjka er frægur ballett, sem Fokine samdi við tónlist eftir Stravinskiy í byrjun þessarar aldar. Petrusjka er persóna úr þessum ballett, og verðlaunag- ripurinn er stytta af honum eftir Ninu Sundbye. Við vinnum stytt- una til eignar vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem samkeppnin er haldin, og ég ætla að setja hana í okkar eigið húsnæði þegar við fáum það. En í framtíðinni verð- ur Petrusjka farandgripur. Ballettinn Af mönnum verður sýndur hér á landi á Listahátíð - í íslensku óperunni dagana 7. og 8. júní. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.