Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.05.1988, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Fótbolti 1 stig í 1. leik í 1. deild Leifturfrá Ólafsfirði gerði markalaust jafntefli við Akurnesinga ífyrsta leik sínumíl. deild Guðmundur Steinsson skoraði sigurmark Framara gegn Val í gær. Hér berst hann ásamt Arnljóti við Valsmennina Þorgrím Þráinsson, Einar Pál og Magna Blöndal. Fótbolti Sviplaus Framsigur Framarar hirtu þrjú stig afValsmönnum í austan stinningskalda ígœrkveldi Það var rjómablíða á Ólafsfirði þegar Akurnesingar sóttu stað- inn heim í fyrstu umferð fyrstu deildarinnar í knattspyrnu. Áhorfendur voru mjög margir miðað við höfðatölu á Olafsfirði eða um 1200. Skagamenn réðu leiknum strax í byrjun en þegar Leiftursmenn fóru að jafna sig af stressinu náðu þeir meiri völdum í leiknum. Ak- urnesingar komust lítið í færi en Steinar Ingimundarson átti fyrsta færi Ólafsfirðinga þegar hann skaut yfir. Hörður Benónýsson komst síðan inn úr horninu, renn- di boltanum undir Ólaf Gott- skálksson en skotið var of laust. Síðari hálfleikurinn var jafn framanaf en þá tóku Akurnesing- ar að ná meiri tökum á leiknum þó að þeim gengi illa að skapa sér færi. Á 10. mínútu síðari hálfleiks skipti síðan þjálfari Akurnes- inga, Sigurður Lárusson útaf fyrir Sigurð Harðarson og við það færðist meira kapp í gestina. Að- alsteinn Víglundsson átti hörku- skot að marki heimamanna sem Þorvaldur varði meistaralega en Leiftur-ÍA 0-0 Li& Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Gústaf Ómarsson, Árni Stefánsson, Sigurbjörn Jakobsson, Guðmundur Garðarsson, Friðgeir Sigurðsson, Hafsteinn Jakobs- son, Halldór Guðmundsson, Lúðvík Berg- vinsson (Róbert Gunnarsson), Hörður Be- nónýsson (Óskar Ingimundarson), Steinar Ingimundarson. Lift ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guðmundsson, Mark Duffield, Sigurður Lárusson (Sigurður Harðarson), Sigurður Jónsson, Guðbjörn Tryggvason, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Haraldur Henriksson, Aðalsteinn Viglundsson, Sig- ursteinn Gíslason (Hafliði Guðjónsson). Spjöld: Hafliði Guðjónsson lA gult Dómari: Eysteinn Guðmundsson góður Maftur leiksins: Þorvaldur Jónsson Leiftri. boltinn hrökk út aftur og Leiftursmenn rétt náðu að hreinsa í horn. Steinar Ingimund- arson átti fyrirgjöf til Hafsteins Jakobssonar sem hitti boltann illa. Karl Þórðarson fékk færi við mark Leifturs en Guðmundur Garðarsson náði að komast fyrir skotið. Leiftursmenn áttu góðan dag þegar þeir komust yfir stressið og hafa möguleika á að halda sér uppi. Þorvaldur Jónsson stóð sig mjög vel og sömu sögu er að segja um Hafstein Jakobsson. Akurnesingar náðu ekki að sýna á sér sínar bestu hliðar. Samspilið var ekki nógu gott og sóknin náði ekki að koma sér í almennileg færi þó að vörnin væri sterk. Sigurður Harðarson kom inná og átti góðan leik ásamt Karli Þórðarsyni sem hefur nú tekið skóna fram að nýju og hefur engu gleymt. Fimleikar Skrúðganga Á þriðjudaginn ætlar fimleika- fólk að halda skrúðgöngu niður Laugaveginn og er tilefnið afmæli Fimleikasambandsins. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 16.20 og verður endað á Lækj- atorgi þar sem sýnd verða nokkur atriði úr fimleikum. Afmælissýning Fimleikasam- bandsins sem halda átti laugar- daginn 21. maí verður frestað til 15. október n.k. vegna viðgerðar á gólfi Laugardalshallar. Hópa- keppnin veður haldin föstudag- inn 20. maí í íþróttahúsinu Digra- nesi kl.19.00. -ste Fyrsti úrslitaleikur SL- mótsins, viðureign Fram og Vals, var óvenju slöpp i góðviðrinu í gær. Framarar báru sigur úr být- um en Guðmundur Steinsson skoraði eina mark leiksins á ell- eftu stundu. Þar með hafa Fram- arar náð þriggja stiga forskoti á sina helstu keppinauta undanfar- in ár. Leikurinn var fremur tíðinda- laus þó að stundum bæri á ágæ- tum samleik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Frantarar voru ívið meira með boltann og fengu nokkur ágæt færi. Litlu munaði að Guðmundur Steinsson næði að skora á 27. mínútu er hann komst í dauðafæri eftir undirbún- ing Péturs Ormslevs. Pétur komst inn fyrir Valsvörnina en Guðmundur markvörður kom vel út á móti honum. Hann sendi þá boltann á Guðmund sem var óvaldaður á vítapunkti, en lélegt skot hans var varið af Einari Páli. Mínútu síðar átti Pétur Arnþórs- son skot rétt yfir markið og rétt fyrir leikhlé komst Kristinn í dauðafæri eftir ágætt þríhyrn- ingsspil en hann skaut einnig yfir. Síðari hálfleikur var mun lak- ari en sá fyrri. Valsmenn áttu öllu hættulegri færi enda léku þeir þá undan austan strekkingnum. Hilmar Sighvatsson átti nokkur ágæt skot að marki Framara og Tryggvi Gunnarsson skaut góðu „sláttuvélarskoti" á 70. mínútu sem Birkir varði vel. Þegar að- eins tvær mínútur voru eftir af leiknum kom svo sigurmark Framara. Þá áttu þeir vel útfærða skyndisókn á þá leið að Pétur Arnþórsson fékk boltann á miðj- um vellinum, gaf fallega send- ingu upp vinstri kant þar sem Helgi Bjarnason tók hann við- stöðulaust fyrir markið á Guð- mund Steinsson sem var óvaldað- ur. Guðmundur lagði boltann fyrir sig og þrumaði honum svo framhjá nafna sínum í Valsmarkinu. Tíminn var of naumur fyrir Valsmenn að jafna og Framarar fögnuðu kærkomn- um stigum. -þóm Gervigrasvöllurinn I Laugardal 16. maí 1988 Fram-Valur 1-0 (O-O) 1-0 Guömundur Steinsson, 88. mín. Llft Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pétur Orms- lev (Helgi Bjamason 41. min.), Viöar Þor- kelsson, Kristinn Jónsson, Pótur Arnþórs- son, Guðmundur Steinsson, Steinn Guö- jónsson, Arnljótur Davíösson, Ormarr Ör- lygsson. Llft Vals: Guðmundur Baldursson, Þor- grlmur Þráinsson, Sigurjón Kristjánsson (Tryggvi Gunnarsson 36. mfn.), Magni Blöndal Pétursson, Einar Páll Guöjóns- son, Steinar Adolfsson, Jón Gunnar Bergs, HilmarSighvatsson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Bergþór Magnús- son. Spjöld: Engin. Dómari: Óli P. Ólsen. Lfnuverftlr: Haukur Torlason, Guðmund- ur Maríusson. Áhorfendur: 2031. Maftur lelkslns: Viöar Þorkelsson, Fram. Þýskaland Werder Bremen tapaði í sigurvímu Atli að taka við sér ogskoraði mikilvœgt mark Bremen-Hamborg 1-4 Brimarar fengu meistara- skjöldinn afhentan fyrir leikinn og hlupu heiðurshring en það hefur lfldega verið of mikið fyrir þá því erkifjendurnir tóku þá í bakaríið. Þeir eru líklega enn með bjórinn í löppunum og 40.000 áhorfendur voru ekki ánægðir. Leikmenn Bremen verða nú að fara að taka sig á því þeir hafa ekki unnið leik síðan þeir urðu meistarar. Meier kom þeim þó í 1-0 en fyrrum fyrirliði Werder Bremen Mohlmann jafn- aði 2 mínútum síðar 1-1. í síðari hálfleik óðu Hamborgarar í fær- um en tókst ekki að nýta nema 3 og Bein skoraði fyrsta en Labba- dia næstu eftir mikil varnarmi- stök. Mannheim-Bayer Uerding- en 2-2 Atli átti góðan leik og skoraði mikilvægt mark. Mannheim átti fyrsta markið sem kom úr vafa- samri vítaspyrnu. Atli brá Cvetk- ovic fyrir utan vítateig en engu að síður var dæmd vítaspyrna. Á myndböndum sést hins vegar greinilega að brotið er utan víta- teigs. Trier jafnaði 1-1 en Witecz- ek kom Mannheim enn yfir í 2-1. Atli hetja skoraði síðan fallegt skallamark þegar 5 mínútur voru til leiksloka og fyrir það fær hann að fara viku fyrr til íslands. Niirnberg-Kaiserslautern 3-2 Andersen átti stórleik með Nurnberg og mikla möguleika á Evrópusæti auk þess að skora 2 mörk. Eckstein kom Nurnberg í 1-0 en Wudtke jafnaði skömmu síðar 1-1. Andersen skoraði næstu tvö en Roos minnkaði muninn í 3-2. Þeir voru heppnir að fá bæði stigin því Kaisers- lautern átti 2 sláarskot á síðustu mínútu leiksins. Köln-Schalke 3-1 Tony Schumacher lék sinn fyrsta leik í Köln gegn sínu gamla félagi og áhorfendur beggja lið- anna hvöttu hann óspart enda átti hann stórleik og komst í lið vik- unnar. Götz skoraði mark Schalke en tókst ekki að nýta sér gott færi sem hann fékk á 68. mín- útu. Á 70. mínútu jafnaði Hessler og Littbarski bætti við öðru skömmu síðar. Jansen átti svo síðasta markið í leiknum sem sendi Schalke endanlega niður í 2. deild. Dortmund-Bayer Leverk- usen 2-2 Dortmundarar voru heppnir að tapa ekki því Leverkusen var stöðugt í skyndisóknum. Götz skoraði fyrsta markið, Helmer jafnaði og Reinhardt tókst enn að koma Leverkusen yfir 1-2 en Zorc jafnaði á síðustu stundu 2-2. Mill sem er 28 ára átti stórleik og veður nú í tilboðum frá Ítalíu. Gladbach-Karlsruhe 2-2 Leikmenn Karlsruhe fögnuðu jafnteflinu sem sigri því þeir fengu mikilvægt stig. Gladbach komst í 2-0 með mörkum Rahn og Crienes en með heppni tókst Heisig og Hermann að jafna 2-2. Frankfurt-Hanover 3-3 Ungverjinn Detari átti stjörnu- leik og skoraði 2 mörk. Fritz skoraði þriðja markið en Reich var með tvö fyrir Hanover og Grillenheimer með eitt. Detari veður nú í tilboðum frá Ítalíu enda hefur hann hvað eftir annað sannað hæfileika sína í Þýska- landi. Bayern Miinchen-Stuttgart 2-1 Pfaff lék með en hafði hótað að leika ekki meira með liðinu. Áhorfendur voru vel með á nót- unum og fögnuðu honum vel. Mattheus átti einnig góðan leik og skoraði bæði mörk Bayern en markakóngurinn Klinsmann skoraði mark Stuttgart. Eftir leikinn fengu Pfaff, Eder, Bre- hme og Mattheus blómvendi því þeir eru á förum frá félaginu. -jgh/ste Staðan WerderBremen 33 21 8 4 57-21 50 Bayern M......33 21 4 8 79-42 46 Köln..........33 17 12 4 54-28 46 Stuttgart.....33 16 7 10 68-48 39 Nurnberg......33 13 11 9 44-37 37 Hamburg.......33 12 11 10 59-65 35 Gladbach...33 \14 5 14 53-48 33 B.Leveriaisen... 33 10 12 11 50-56 32 Hanover........33 12 7 14 59-57 31 Frankfurt......33 10 10 13 50-49 30 Dortmund.......33 9 11 13 48-50 29 Ð.Uerdingen....33 10 9 14 54-60 29 Bochum.........33 9 10 14 44-51 28 Karlsruhe......33 9 10 14 36-54 28 Kaiserslautern 33 10 7 16 48-60 27 Mannheim.......33 7 13 13 34-49 27 Homburg........33 7 10 16 36-65 24 Schalke........33 8 7 18 47-80 23 Markahæstir 19 Juergen Klinsmann, Stuttgart 17 Siegfried Reich, Hanover 16 Karl-Heinz Riedle, Werder Bremen 16 Lothar Mattheus, Bayern Munchen 15 Harald Kohr, Kaiserslautern 15 Dieter Eckstein, Núrnberg 15 Fritz Walter, Stuttgart LONDON FLUGLEIÐIR -fyrír þig- 8 S Þriðjudagur 17. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.