Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 18. maí 1988 111. tölublað 53. árgangur Efnahagsráðstafanir A að kmkka í kaupið? Ráðherrarnir virðastráðþrota. Kalla verkalýðshreyfinguna til fundar við sig. Vita ekki hvaðgera skal. Hugmyndir uppi um að afnema rauðu strikin. Enn tbluvert í land að samkomulag náist innan stjórnarinnar í gær kallaði ríkisstjórnin á fulltrúa verkalýðshreyfingarinn- ar til að ráðgast um það til hvaða efnahagsráðstafana skyldi grípa. Menn munu hafa tekið fálega öllum hugmyndum um að hreyft yrði við svoköliuðum rauðum strikum í nýgerðum kjarasamn- ingum. Þau eiga að gegna hlut- verki eins konar öryggisnets þannig að f ari verðbólgan fram úr þeim mörkum, sem við var miðað við gerð kjarasamninga, hækka umsamdar launahækkanir sem því nemur. Pað að ráðherrar skuli láta sér detta í hug að af- nema rauðu strikin sýnir að þeir búast við að verðbólgan taki hressilegan kipp og að uppi eru ráðagerðir um að sá kippur verði ekki bættur launamönnum. Pegar fulltrúar launamanna spurðu hver væru áform ríkis- stjórnarinnar, varð fátt um svör. Ráðherrarnir eiga langt í land með að samræma skoðanir sínar. Veruleg hætta er þó á því að þeir sameinist um að krukka í kaupið með því að afnema rauðu strikin, það er ein af tillögum Steingríms Hermannssonar. Að sögn Ásmundar Stefáns- sonar er hættan á bráðabirgða- lögum liðin hjá að sinni. Hann sagði að menn báðum megin við borðið hefðu verið sammála um að aðalorsök efnahagsvandans væri óráðsía. Stjórnleysi frjáls- hyggjustjórnanna, þeirrar sem nú situr og þeirrar síðustu, ætlar að verða alþýðu dýrt. Ólafur Ragnar Grímsson átel- ur stjórnina harðlega fyrir að hafa ekkert upp á að bjóða annað en „gamaldags" gengisfellingu. Aætlað er að ríkisstjórnin ræði við fulltrúa verkalýðshreyfingar- innar aftur í dag. Sjá bls. 3 og 4 Miðstjórn ASÍ kom saman til fundar í gær og ræddi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér má sjá fulltrúa frá Landssambandi verslunarmanna sem er nýbúið að ná fram nokkrum launahækkunum í hörðum verkfallsátökum. Veruleg hætta er á að ríkisstjórnin láti aukna verðbólgu éta þær hækkanir upp á stuttum tíma. Sjónvarpið Bogivann Bogi Ágústsson blaðafulltrúi Flugleiða varð hlutskarpastur í atkvæðagreiðslu útvarpsráðs í gær þegar greidd voru atkvæði um umsækjendur í starf frétta- stjóra ríkissjónvarpsins. Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir Sig- rúnu Stefánsdóttur, sem fékk 1 atkvæði, en útvarpsstjóri hafði hvatt hana til að sækja um. Talið er líklegt að útvarpsstjóri ráði Boga til starfans. Sjá bls. 2 Skýr Kjarnavopn K\\< Alþingis Alþingi hefur haldið vöku sinni þegar kjarnavopn eiga í hlut. Þingið hefur samþykkt ótvíræða yfirlýsingu um að hér verði ekki leyfð kjarnavopn, segir Hjör- leifur Guttormsson í grein um kjarnavopn og stöðu íslands í Þjóðviljanum í dag. - Afstaða íslenskra stjórnvalda og Alþingis til kjarnavopna er mun ákveðnari en komið hefur fram af hálfu annarra NATO- ríkja, þar á meðal Dana og Norð- manna, segir Hjörleifur. Sjá bls. 5 Krabbamein Varað við falsspámönn- um - Það ber að vara við falsspá- mönnum sem halda því fram að aðeins með því sem þeir kalla heilsusamlegt líferni án nokkurra marktækra skilgreininga, megi koma í veg fyrir myndun krabb- ameins og jafnvel lækna þá sem hafa veikst. Þetta segir Þórarinn Sveinsson yfirlæknir krabbameinsdeildar Landspítalans m.a. í ítarlegri grein í Þjóðviljanum í dag, þar sem hann svarar þeirri gagnrýni á geislalækningar sem fram komu í grein sænska félagsfræðingsins Edgars Borgenhammars sem birt var í Sunnudagsblaði Þjóðviljans á dögunum. Sjá bls. 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.