Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur i H Wm fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30. ;/ ! iB }, Steini Svavar Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð. Steini Þorvaldsson formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu og Svavar Gestsson alþingismaður fjalla um nýliðin og yfirstandandi stéttaátök. Félagar! Fjölmennum og ræðum hvað við sem sósíalistar getum lært af atburðum undanfarinna vikna og hvernig við eigum að bregðast við. Stjórn ABR Sumardvöl á Laugarvatni Hinar sívinsælu sumarbúðir Alþýðubandalagsins á Laugar- vatni verður í sumar vikuna 18. - 24. júií. Umsjón verða í höndum Margrétar Frímannsdótturog Sigríðar Karlsdóttur. Allar nán^fi upplýsingar í síma 17500. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 23. maí (annan í hvítasunnu) kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir fund bæjarstjórnar þriðjudaginn 24. maí. 2) önnur mál. Nefndarmenn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Gestur kvöldsins er Svavar Gestsson alpingismaður. Svavar Stjórnln \A\ íbúðir fyrir aldraða í Kópavogi - Vogatunga Á þessu og næsta ári veröa byggðar á vegum Kópavogskaupstaöar 8 leiguíbúðir fyrir aldraöa í raöhúsum viö Vogatungu í Kópavogi. Hluta af íbúðunum veröur ráöstafað meö þeirri kvöð að leigutaki kaupi skuldabréf af Kópavogs- kaupstað fyrir allt aö helming af kostnaðarverði íbúðanna. Kópavogsbúar 60 ára og eldri sitja fyrir við ráð- stöfun íbúðanna. Umsóknareyðublöð fást hjá Fé- lagsmálastofnun Kópavogs og skal skila um- sóknum þangað fyrir fyrir 1. júní 1988. Félagsmálastjórinn í Kópavogi Matreiðslumenn - . matreiðslumenn Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 15 að Óðins- götu 7, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar fyrir sjúkrasjóð. 3. önnur mál. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins, aðrir listar þurfa að berast fyrir setningu aðalfundar. Endurskoðaðir reikningarfélagsins liggja frammi á skrifstofunni. Stjórn Félags matreiðslumanna Frá menntamalaraðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Menntaskólann í Kópavogl er laus til umsóknar kennarastaða í stærðfræði. Við Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað vantar kenn- ara í málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru lausar til umsókn- ar kennarastöður í: raungreinum, dönsku, viðskiptagreinum, stærð- fræði, tölvufræði, eðlisfræði og íþróttum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 15. júní nk- Menntamálaráðuneytlð Dreifirit sem félagar úr Vesturbæjardeild ABR gerðu í tilefni af Grandavagni Ragnars Júlíussonar féll í góðan jarðveg hjá starfsfólki Granda og flestir helstu fjölmiðlar landsins gerðu því ríkuleg skil. Nema auðvitað Morgunblaðið, sem ennþá hefur ekki skrifað stafkrók um málið... Bílakaup á fölskum forsendum Össur Skarphéðinsson skrifar Bílakaup Ragnars Júlíussonar, stjórnarformanns Granda hf, hafa nú tekið á sig furðulega mynd. Nú hefur sem sagt komið í ljós, að málavextir voru með þeim ólíkindum, að því miður er tæpast hægt að túlka atburðarás- ina öðru vísi en svo, að stjórnar- formaðurinn hafi orðið sér úti um margfræga bifreið með sviksam- legum hætti. Þetta eru stór orð, og stjórnar- formaðurinn skuldar borgar- búum öllum en þó sérstaklega starfsfólki Granda hf, að hrinda þeim - en segja ella af sér. Framburður Brynjólfs Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf, hefur lýst yfir, að í desember síð- astliðnum hafi Ragnar Júlíusson hringt í sig og sagt sér að hann hefði símleiðis fengið samþykki allra stjórnarmanna fyrir kaup- unum á umræddri bifreið. Orðrétt hafði DV eftir Brynj- ólfi: „Ragnar sagði mér ídesemb- er að hann hefði fengið samþykki allra stjórnarmanna símleiðis fyrir þessum bílakaupum. Ég keypti því bílinn". Maður að meiri Þröstur Ólafsson, stjórnar- maður í Granda hf. lýsir atburð- arásinni mað allt öðrum hætti. í hreinskilnu og heiðarlegu viðtali, bæði í Þjóðviljanum og á Rás tvö, greindi hann undanbragðalaust frá málavöxtum einsog þeir snéru að honum. Þar lýsti Þröstur því umbúða- laust yfir að sér hefðu orðið á mis- tök í tengslum við málið, eða einsog hann sjálfur orðaði það efnislega: Ég brást vissri eftirlits- skyldu... Fyrir bragðið er hann maður að meiri. Okkur verða flestum á mistök mun verri en þau sem Þresti urðu á, en það eru ekki allir nógu kjarkaðir til að viður- kenna þau með jafn opinskáum og einlægum hætti og Þröstur Ól- afsson gerði á Rás tvö og í Þjóð- viljanum. Meistari sjálfsgagnrýninnar, Maó formaður, hefði vafalaust orðið hreykinn af sínum gamla lærisveini. Raunveruleg atburðarás En einsog bflakaupin snéru að Þresti Ólafssyni er ljóst, að stjórnarformaðurinn Ragnar Júl- íusson beitti ósannindum og fór með alvarlegum hætti á bak við framkvæmdastjórann. Þröstur ingi bflakaupin handa stjórnar- formanninum. Kjarni málsins Með hliðsjón af þessu er ljóst, að: 1) Ragnar Júlíusson fór vísvit- andi með alvarleg ósannindi þegar hann tjáði Brynjólfi Bjarnasyni að allir stjórnar- menn hefðu samþykkt bfla- kaupin á umræddri Saab bifreið. 2) Bflakaupin voru því byggð á fölskum forsendum. 3) Nokkrir mánuðir liðu frá því Ragnar fékk framkvæmda- stjórann til að kaupa bif- reiðina, þar til kaupin voru kynnt stjórninni. Út frá þessum forsendum er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að Ragnar Júlíusson hafi náð bifreiðinni á fölskum forsendum út úr fyrir- tækinu sem honum var trúað fyrir. Stjórnarformaðurinn á nú tæp- ast nema um tvennt að velja: Hreinsa sig af þessu en segja ella af sér. Þáttur borgarstjóra Hlutverk borgarstjóra í þessari tragikómedíu er furðulegt og óskýrt. Af tilviljun var fundur í borgarstjórn Reykjavíkur sama dag og Helgarpósturinn upplýsti um bflakaupin. Sigurjón Péturs- son, oddviti Alþýðubanda- lagsins, gerði þar kaupin að um- ræðuefni og gagnrýndi þau harkalega einsog fleiri úr stjórn- arandstöðunni. f kjölfarið urðu svo borgar- fulltrúar vitni að þeirri dapurlegu uppákomu að borgarstjóri varði bílakaupin handa Ragnari Júlí- ussyni og taldi þau í alla staði eðlileg. Það er út af fyrir sig merkilegt siðferðisvottorð. Sömuleiðis staðfesti borgar- stjóri að kaupin hefðu átt sér stað, og HP færi ekki með fleipur í málinu. Af því er auðvelt að álykta, að borgarstjóra hafi fyrirfram verið kunnugt um kaupin. Gaf hann ef til vill samþykki sitt fyrir þeim? í þessu sambandi er ekki síður fróðlegt að sjá hvert Ragnar Júl- íusson sendi yfirbótabréf sitt, þegar hann hugðist kaupa sér frið með því að bjóðast til að leysa til sín bflinn. Það bréf var nefnilega ekki sent fyrst til framkvæmdastjóra Granda hf eða stjórnarmanna. Aideilis ekki. Það var sent Davíð Oddssyni, borgarstjóra Sjálfstæðisflokks- ins. draga í efa lýsingu Þrastar á at- burðarásinni. Ekki aðeins sökum þess, að ég hef aldrei reynt hann að öðru en heiðarleika - sumir segja að hreinskilnin hafi reynst honum fjötur um fót á stjórn- málasviðinu - heldur ekki síður vegna þess, að einsog Þröstur lýs- ir atburðarásinni bætir hún ekki stöðu hans og annarra stjórnar- manna. Hann lýsir því hreinskilnislega, að bflakaupin hafi þá fyrst komið inn á borð stjórnarinnar, þegar bullandi tap og uppsagnir voru orðnar að veruleika, og því enn ríkari ástæða en ella til að varpa öllum hugmyndum að umdeilan- legum bflakaupum handa stjórnarformanninum útá tírætt dýpi. Lýsing Brynjólfs - sem hann byggir á samtali sínu við Ragnar Júlíusson í desember - er hins vegar á þá lund, að bfla- kaupin hafi verið afráðin meðan reksturinn gekk vel og uppsagnir ekki til umræðu. Vil slíkar að- stæður hefði vitaskuld verið auðveldara að skýra fyrir starfs- fólki Granda og öllum almenn- upplýsir, að það hafi ekki verið fyrr en í mars - nokkrum mánuð- um eftir að stjómarformaðurinn sagði framkvæmdastjóranum að allir stjórnarmenn hefðu sam- þykkt bflakaupin - sem Ragnar Júlíusson hafi haft samband við sig og tilkynnt sér kaupin. í þessu er kjarni málsins fólg- inn. Mér kemur ekki til hugar að „Útfráþessum forsendum er ekki hœgt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að Ragnar Júlíusson hafi náð bifreiðinni áfölskum forsendum ...“ 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 18. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.