Þjóðviljinn - 18.05.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Side 3
FRETTIR Efnahagsmál Launin ekki orsök vandans ASÍfundarmeð ríkisstjórninni. Ásmundur Stefánsson: Oráðsía ífjárfestingum og peningamálum orsök vandans Fulltrúar aðildarfélaga ASI áttu fund með ríkisstjórninni í gær. Ásmundur Stefánsson segir ríkisstjórnina sammála ASI um það að rót efnahagsvandans liggi ekki i þeim kaupsamningum sem gerðir hafa verið að undanförnu. Rikisstjórnin fór ekki fram á af- nám rauðu strikanna og var ákveðið að fulltrúar ASÍ og ríkis- stjórnin ræddust aftur við. „Það má segja að ráðherrarnir hafi verið sammála okkur um það að orsök efnahagsvandans liggi í óráðsíu í fjárfestingum og pen- ingamálum en ekki í kauptöxtum launafólks," sagði Ásmundur. Hann sagði menn sammála um að til aðgerða þurfi að grípa til að tryggja varanlega afkomu út- flutningsgreinanna svo og kaup- mátt. Ásmundur sagði ASÍ hafa lagt höfuðáherslu á að það væri forgangsmál að samningar og samningsréttur væru virtir og bent hafi verið á reynsluna frá 1983 í því sambandi. Sú reynsla hafi sýnt mönnum að lögbinding launa væri misskiptingartæki, þar sem fólk á töxtum sæti eftir. Ásmundur telur hættuna á bráðabirgðalögum vera frá í bili þar sem mikil andstaða sé við slíkar aðgerðir innan ríkisstjórn- arinnar af hálfu alþýðuflokks- manna. Hann sagði rauðu strikin hafa verið rædd á fundinum með ríkisstjórninni en ekki hafi komið fram krafa um afnám þeirra. „Rauðu strikin eru viðmiðunar- tölur og ef verðlag fer framúr því sem þar er gert ráð fyrir ber að ganga til endurskoðunar samn- inga,“ sagði Ásmundur. Það var ákveðið að fulltrúar ASÍ hittu ríkisstjórnina aftur að máli næstu daga. Ásmundur sagði Alþýðusambandið geta hjálpað til við að taka á þeirri óráðsíu sem ríkti í efna- hagsmálum. „Gengisfelling ein og sér gerir ekkert og menn eiga ekki alltaf að hiaupa burt frá vandanum heldur taka á raun- verulegri orsök hans sem á ekki rætur sínar í launasamningum," sagði Ásmundur. -hmp BSRB Endurskoðun samninga lokið Fengu leiðréttingu upp á 5-6%. Símamenn 011 aðildarfélög BSRB gengu frá endurskoðun á kjaras- amningum sínum um siðustu helgi nema Féiag íslenskra síma- manna. Samkvæmt ákvæði í gild- andi kjarasamningi er hægt að fara fram á endurskoðun launa- liða hans fari launahækkanir á al- mennum vinnumarkaði fram yfir það sem samningurinn gefur. Að sögn Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB, gefur þessi endurskoðun samninga 5-6% viðbótarhækkun á samningstím- anum en alls munu laun hjá BSRB hækka um 15% á þessu ári. Kristján sagði menn frekar hafa viljað ganga að þessu en láta málin enda hjá kjaradómi sem ekki hafi reynst vel. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra síma- manna, sagði símamenn ekki geta gengið að þessu tilboði í því formi sem það var lagt fram. Þá sagði Ragnhildur stöðuna í þjóð- málum svo ótrygga að ekki hefði verið hægt að ganga að samning- um. „Það er forkastanlegt af ein- ni ríkisstjórn að bjóða fólki að skrifa undir samninga á meðan ráðherrarnir hnakkrífast og geta ekki komið sér saman um að- gerðir í efnahagsmálum." Ragnhildur sagði því hafa ver- ið veifað framan í fólk að sett yrðu Iög á kjarasamninga. Síma- menn hefðu hins vegar ákveðið að taka áhættuna. Enda brytu kratar öll sín kosningaloforð tækju þeir þátt í slíku. 1 gildandi kjarasamningi er I ákvæði sem segir að sé endur- skoðun kjarasamninga ekki lokið innan mánaðar frá því hún hefst, skuli báðir aðilar skipa tvo menn í samninganefnd þar sem hags- ýslustjóri er oddamaður. Þetta mánaðartímabil rennur út um mánaðamótin. „Við lítum þannig á að báðir aðilar hafi tillögurétt og samþykkjum það ekki að eitthvað sé rétt að okkur og okk- ur sagt að samþykkja það þegj- andi og hljóðlaust,“ sagði Ragn- hildur. Hún telur símamenn hafa lent neðarlega í kaupmáttar- viðmiðuninni og tímabært sé að leiðrétta það. -hmp Ráðhúsið Slál rekið í Tjömina Á fundi Skipulagsstjórnar ríkisins í dag verður tekin til um- sagnar kæra íbúa við Tjarnarg- ötu til utanríkisráðuneytisins, en þeir kærðu byggingarleyfið til ráðuneytisins í lok apríl sl. Á meðan eru framkvæmdir á fullu við byggingu ráðhússins og þess dagana er verið að reka stálþil niður í Tjörnina sem minnir fremur á hafnarframkvæmdir en ráðhússbyggingu. Að sögn Sigurðar Thorodd- sens arkitekts hjá Skipulags- stjórn ríkisins er kæra íbúanna í fimm liðum. Þeir eru að ráðhúsið hefur hækkað um eina hæð, verið lengt um 8 metra í austur, rúm- mál þess hefur vaxið að mun, óvissa um lóðarstærð þess og vegna breytinga á kjallara. Sigurður sagði að ef ekki næð- ist að afgreiða umsögnina til ráð- herra á fundinum í dag yrði það ekki gert fyrr en á næsta reglulega fundi Skipulagsstjórnar ríkisins sem eru haldnir á hálfs mánaðar fresti. -grh Framkvæmdrr eru á fullu við byggingu ráðhússins þessa dag- ana og er verið að reka niður stál- þil eitt mikið allt í kringum bygg- ingarlóðina. Mynd: Sig. Efnahagsmál Róttækar breytingar nauðsynlegar Ólafur Ragnar Grímsson: Ríkisstjórnin ekki vandanum vaxin. Stefnuleysið afhjúpað. Á að ræna léttvægum ávinningum launamanna? Hugmyndir um kosningar ekki óeðlilegar að er deginum Ijósara að ríkisstjórnin var óviðbúin þessum efnahagsvanda þrátt fyrir að við höfum ítrekað varað við þessari þróun sem nú er komin fram. Úrræðaleysi hennar birtist m.a. í gengisfellingu í gömlum stfl án þess að hún geti komið sér saman um neinar hliðarráðstaf- anir og ráðherrarnir eru farnir að birta ólíka minnispunkta og tillögur, sem afhjúpar stefnuleysi ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ætti að sýna þann manndóm að viðurkenna upp- gjöf sína og horfast í augu við þá staðreynd að hún er ekki vandan- um vaxin. En þess í stað hefur hún það eitt til málanna að leggja að ræna launafólk í landinu þeim léttvægu ávinningum sem náðust í síðustu kjarasamningum sem er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við allt launafólk, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, við Þjóðvilj- ann. Ólafur Ragnar sagði að fyrir rúmri viku hefði hann á mið- stjórnarfundi Alþýðubandalags- ins lagt fram tillögur í 30 liðum um sérstakar og samtengdar að- gerðir sem gætu orðið burðarás- inn í nýjum og róttækum leiðum til lausnar á hinum margþættu efnahagsvandamálum. Þar er m.a. bent á að nú þurfi að reka ríkissjóð með umtalsverðum tekjuafgangi. Því markmiði er hægt að ná með því að taka upp réttlátara skattakerfi þar sem fjármagnstekjur verða eins og launatekjur grundvöllur greiðslna til sameiginlegs sjóðs, þar kemur og til fækkun unda- nþága, fríðinda og skattleysisák- væða í sköttum á fyrirtækjum og rekstraraðilum, og ný skattþrep í tekjuskatti sem tækju til tekna sem eru yfir hundrað þúsund krónur á mánuði. Auk þess er í tillögunum bent á nýja þætti í vaxta- og peninga- málum sem eru m.a. þeir að láns- kjaravísitalan verði afnumin og tekin upp ný viðmiðun þar sem verðtrygging helst í hendur við þróun launa og kaupmáttar. Síð- an verði vaxtamunur í bankakerf- inu lækkaður í áföngum niður í 3-4% og vaxtastigið verði breyti- legt eftir tegundum útlána. Þann- ig verði hæstu vextir á eyðslulán- um en lægstir á arðbærum lang- tímalánum. Bindiskylda bank- anna verði gerð að virku stjórn- tæki. Ólafur sagði að það væri hættu- legt sjónarmið að telja efnahags- vandann tilkominn vegna ný- gerðra kjarasamninga og þess- vegna næði það ekki nokkurri átt að það eina sem stjórnvöld legðu fram til lausnar vandanum væri að hefja viðræður við samtök launafólks um kjaraskerðingu. -grh Mi&vikudagur 18. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3 SINE-kosningar Samblæstri hafnað Atkvæði voru talin í stjórnark- osningum SÍNE í gærkvöldi, en þær stóðu yfir frá miðjum mars til aprflloka. 11 manns voru í kjöri til setu í 7 manna stjórn, og beið samblásturshópur sá afhroð sem sendi sameiginlega fram- boðskynningu til valins hóps meintra hægrisinna. Þessi náðu kjöri, eftir atkvæða- magni: Sigurður Jóhannesson, Sigríður Guðbrandsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Páll Þórhallsson, Jón Ólafsson, Guð- rún Kristín Guðfinnsdóttir og Jónas Egilsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.