Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 8
Maríu líst síður en svo á vistina á hælinu. (Björk Guðmundsdóttir í hlutverki sínu.) Kvikmyndir Persónur sem við þekkjum úr ævintýrunum Kristín Jóhannesdóttir: Ég vildi losa verkið við skírskotun til þekktra tíma Um hvítasunnuna verður ný sjónvarpsmynd, Glerbrot, frum- sýnd í sjónvarpinu. Myndin er byggð á leikriti Matthíasar Jo- hannessen, Fjaðrafoki, en leik- stjóri og höfundur handrits er Kristin Jóhannesdóttir kvik- myndaleikstjóri. - Pað var Viðar Víkingsson sem vakti athygli mína á leikrit- inu, segir Kristín. - Hann var þá leiklistarráðunautur eða drama- túrg hjá sjónvarpinu, og hafði komist í tæri við verkið og var geysilega hrifinn af því. Hann bað mig að lesa það yfir, og ég varð ekki minna hrifin. Þetta er feikigóður efniviður, og ég sá að hann byði upp á góðar myndrit- unarlausnir. Én þetta hefur þurft að fara í gegnum mikla vinnu, því auk þess að vera skrifað fyrir leiksvið, er þetta nokkuð langt verk. Ég þurfti að stytta það nið- ur í 50 mínútna sjónvarpsmynd. - Fjaðrafok er geysilega leikrænt verk. Byggt upp fyrir Ieikhúsrýmið og tjáningu á leiksviði, svo það þurfti að aðlaga það sjónvarpinu. Skrifa ný atriði og breyta öðrum. En mér finnst mikilvægt að vera grunni Matthí- asar trú, svo það er nokkuð sem ég hef lagt áherslu á við vinnuna, SMÁBÁTAEIGENDUR HAFNARFIRÐI Hafnarstjóm Hafnarfjaröar boðar til kynningar- og umræðufundar með smábátaeigendum í Hafnarfirði um framkvæmdir og framtíðarskipu- lag við smábátahöfnina. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 20.30 í Kænunni við Fornubúðir. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar Forval vegna væntan- legs útboðs fyrir Hitaveitu Reykjavíkur Vegna fyrirhugaðs lokaðs útboðs á byggingu út- sýnisstaðar á Óskjuhlíð er þeim bjóðendum sem áhuga hafa á að vera með í forvali bent á að forvalsgögn sem sýna verkið, án þess að vera á nokkurn hátt skuldbindandi, liggja fyrir á skrif- stofu. María og Vinurinn. (Björk Guðmundsdóttir og Björn Baldvinsson.) INNKAUPASTCFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.