Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Ráðalausir ráðherrar Frá ráðherrunum, sem lágu undirfeldi alla síðustu helgi milli þess sem þeir gáfu yfirlýsingar í fjölmiðlum, heyrist nú lítið. En það sem heyrist bendir til að annaðhvort sé barnaskapur þeirra og barnsleg einlægni meiri en gengur og gerist eða að þeir trúi því að alþýða manna sé það heimsk að hún gleypi með húð og hári ævintýralegar skýringar á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Þeiryppaöxlum og segja að ríkisstjórnin hafi veriðtekin í bólinu og ber að skilja það svo að ekki hafi þá svo sem skort viljann til góðra verka, þeim hafi bara ekki gefist tími til athafna. Þeir gera sig alvarlega í andlitinu og tala um svartan miðvikudag á svip- uðum nótum og Vestmannaeyingar tala um Heimaeyjargosið. Þeir ætlast í raun og veru til þess að þjóðin fyrirgefi þeim aðgerðaleysið. Þann 11. maí sl., daginn sem ríkisstjórnin sendi þingið heim, rann út úr bönkunum fjórðungur af gjaldeyrisvaraforða íslend- inga, í allt 2,5 miljarðar króna. í dag kostar erlendur gjaldeyrir að meðaltali 11 % meira í krónum talið en síðasta miðvikudag. Fjórðungur af gjaldeyrisvarasjóðnum, sem þá kostaði 2,5 milj- arða, er nú um 275 miljónum króna dýrari. Hagnaður þeirra, sem voru nógu snöggir að ná sér í gjaldeyri, er umtalsverður. Nafngiftin Svarti miðvikudagur um þessi ósköp á að vekja hugrenningatengsl við upphaf Kreppunnar miklu í Bandaríkj- unum á millistríðsárunum. Hún á líka að vísa til þess að um hafi verið að ræða krafta sem enginn, ekki einu sinni ríkisstjórnin, hafi getað hamið. Hún á að breiða yfir þá staðreynd að ríkis- stjórninni láðist að grípa til forvarna í augljósu hættuástandi. Tal ráðherranna um að því miður hafi þeir verið teknir í bólinu vekur ekki vorkunnsemi. Þvert á móti verður það til að gera ríkisstjórnina enn aumkunarverðari. Enginn trúir því að nokkur heilvita maður hafi ekki gert sér grein fyrir því að gengi íslensku krónunnarvaríreyndfalliðfyrirlöngu. Strax eftir 6% gengisfell- inguna í vetur var Ijóst að aftur yrði höggvið í sama knérunn og gengið fellt á ný. Á síðustu vikum hafa samtök útflutningsatvinnuveganna keppst við að gera samþykktir um nauðsyn þess að fella gengið. Stjórnmálamenn töluðu opinskátt um að staðfesta þyrfti gengisfellingu með formlegum hætti. Og þótt Þjóðviljinn sé af ráðamönnum ekki talinn merkilegur pappír ber að geta þess að hér í blaðinu hefur að undanförnu margoft verið stað- hæft að gengisfelling væri yfirvofandi. í óformlegum samtölum töluðu stjórnarþingmenn sama mál og stjórnarandstaðan: þingið yrði sent heim, gengið fellt og sett bráðabirgðalög. Allir vissu hvað til stóð - nema ráðherrarnir! Auðvitað er skýringin á ráðaleysi ráðherranna ekki sú að þeir hafi bara verið öldungis grandalausir og ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið. Skýringin er ákaflega einföld. Vegna mismunandi skoðana ráðherra og vegna þess að að lítil vinna hefur verið lögð í að samræma skoðanir þeirra og ekki síst vegna þess að þeir hafa ekki haft áhuga á að laga skoðanir sínar að raunveru- leikanum, getur ríkisstjórnin ekkert gert nema efnttil málþinga. Ráðherrarnir gátu sent þingið heim og auðvitað treystu þeir sér til að fella gengið. En hvað svo? Þar var ríkisstjórnin og er enn alveg ráðþrota. Utanríkisráðherrann vísar á efnahagsráðunaut ríkisstjórnar- innar þegar leitað er skýringa á því hvers vegna ríkisstjórnin var ekki búin að ræða og samþykkja tillögur í efnahagsmálum áður en ósköpin dundu yfir. Ríkisstjórn þarf mörgu að sinna og ráðherrum byrjar því að leita víöa ráða. Efnahagsmálin eru stöðugt vandamál og því er ekki óskynsamlegt hjá ríkisstjórn að hafa sérstakan ráðunaut á því sviði. En þyki ráðherrum sá, sem því embætti gegnir, ekki nógu tillögugóður, hljóta þeir að fá sér annan ráðgjafa. Abyrgðin er og verður þeirra. Það er ríkisstjórnin sem enn á leikinn. Því miður eru fréttir sem af henni berast ekki mjög traustvekjandi. Deginum í gær var eytt í að tala við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar til að athuga hvort þeir samþykktu kjaraskerðingu. Þegar ráðherr- arnir voru spurðir til hvaða aðgerða annarra þeir hygðust grípa, varð eins og fyrri daginn fátt um svör. En það er ekkert að gera annað en bíða enn um hríð. ÓP Ráðhús viðArnarhól Baldur Andrésson arki- tekt tók í D V í síðustu viku upp þráðinn þar sem Gestur Guðmundsson lét falla í Þjóðviljagrein fyrir stuttu og heldur áfram sókninni að tveimur hofmóðugustu prinsipissum landsins, Reykjavíkurborgarstjórn og Seðlabankaetatsráði. Ráðhús borgarinnar meinar Baldur einsog fleiri að sé illa rætt og undarlega sett við Tjörnina, þótt ekki sé týnd til nema sú stað- reynd ein saman að húsið er „of stórt fyrir umhverfið en of lítið fyrir ráðhúshlutverk tilframbúðar". „Skynsamir stjórnendur hljóta að skilja að nauðsyn er að finna bakkgírinn“ segir Baldur, og virðist á einhvern háðhverfan hátt beina orð- um sfnum til Davíðs Odds- sonar, - og það er ekki langt að fara í Ieit að ráðhúsi: hvar er það betur komið en við sjálfan Arnarhól? Glæsileg ráðhúsbygging Hugmyndin er þessi, segir Baldur: „Ríkisvaldið hafi um það forgöngu að Seðlabanka- byggingin við Kalkofnsveg verði boðin Reykjavíkur- borg til kaups. Fasteignin er ríkinu til vansa og vand- rœða. Hún erdœmi umfjár- festingarbruðl einstakrar samfélagsstofnunar sem treyst er til sjálfsaga og sjálfsstjórnunar varðandi eigin rekstur. Deilt er um hvort byggingarkostnaður sé 1300 milljónir eða 1700 milljónir. Síðari talan er vafalaust nœr lagi, ef allt er reiknað, þ.m.t. lóðarverð. Vitað erað um er að ræða allt ofstóran og allt ofdýran ramma um starfsemi Seðla- bankans sem virðist raunar á mörgum sviðum hafa tak- markað eiginlegt stjórnunar- hlutverk sitt ífjármálalífi landsins. Rétteraðfinna hœfilegt húsnœði og virðu- legtfyrir Seðlabankann og áœtla til kaupanna200 millj. króna. - Leigjendum Seðla- bankans verði gert aðflytja úr húsinu enda eiga þeir vafalaust kost á ódýrara og hentugra húsnœði annars staðar. “ 800 milljóna hagnaður „Við þetta á Reykjavíkur- borg kost á að kaupa eitt glæsilegasta stjórnsýsluhús landins og umbreyta því í ráðhús. Reiknað er með að söluverðmæti Seðlabanka- hússins svari til byggingar- kostnaðar Tjarnarráðhúss, þ.e. u.þ.b. 1000-1100 milljónir króna, tilboð, sem engin ábyrg borgarstjórn gætihafnað. Verðiðyrði hálfum milljarði undir út- lögðum byggingarkostnaði stórhýsis, sem hefuralla ráðhúskosti til að bera. Þjóðhagurinn vœnkast við þetta með þeim hœtti að a.m.k. 800 milljónir króna verða strax til ráðstöfunar. (Þ.e. þjóðnýttursöluhagn- aður.) Fjármagnið gætihœg- lega nýst til húsnœðislausna og atvinnuuppbyggingar, ekki sístá landsbyggðinni. Við jafna dreifingufjárins mundu raunar250 milljónir koma íhlut Reykvíkinga. “ Dæmið er farið að reikna sig sjálft, og augl j óst að að þessu verður að huga við framkvæmd hinna frægu hliðarráðstafana næstu vik- urnar. Fyrst þarf þó kannski að setja þá báða af, Davíð og Jóhannes... Pörfáminning Það vill stundum bera á því þegar hinir málsmetandi eru að „vernda" íslenska menningu að það eru haldn- ar ræður, farið með 19. aldar skáldskap og síðan eru bún- ar til nefndir til að þýða en- ska hugsun á ísiensku. Og gleymist oft að á glæst- ustu tímum í íslenskri menn- ingarsögu hafa menn séð vítt og of vítt, en lægðartímarnir falla saman við þrönga útsýn um eitt einstakt menningar- svæði erlent. í nýútkomnu tímariti samtaka tungumálakenn- ara, „Málfríði“ er auk ann- ars efnis viðtal við vestfirska aristókratinn Sigurlaugu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmann, sem nú er for- maður Félags frönskukenn- ara, og í því spjalli tengist eðlilegur metnaður Sigur- laugar fyrir hönd sinnar kennslugreinar á mjög þarf- an hátt við íslenskan menn- ingarvanda á okkar tímum. I framhaldsskólunum stendur franskan sig alveg þokkalega í „samkeppni“ við þýsku og fleiri tungur sem „þriðja mál“ eftir dönsku og ensku, segir Sigurlaug, en hinsvegar blikur á lofti um stöðu „þriðja málsins" gagnvart hinni alltumlykjandi ensku. Sigurlaug: „Framgangur þriðja málsins veltur að miklu leyti á þeirri afstöðu sem Háskóli íslands tekur og hverjar kröfur einstakar deildir Háskólans gera um tungumálaþekkingu nem- endasinna. Þaðeruþvímikii vonbrigði fyrir frönskufólk og aðra, sem stuðla vilja að sem mestrifjölbreytni í menntun og menningu að lesa bœkling þann sem nú er dreifttilframhaldsskóla- nema og ætlað er að kynna innrastarfH. í. Þarleggja forsvarsmennflestra deilda mesta áherslu á enskukunn- áttu en þeim mun minni á frönsku og þýsku. Ennþá er þetta ekki opinber stefna Há- skólanssemslíks, en égálít að verði hann á þessari línu áfram, séhann á villigö- tum. “ Menningarleg einangrun „Enskan er ríkjandi íal- mennri málnotkun íheimin- um. Að halda henni á lofti meira en orðið er, leiðirað- eins til menningarlegrar ein- angrunar. Stærri málfélög en viðt.d. Frakkar, viljasporna viðfótum. Þaðerofmikil einföldun að halda þvífram að á ensku séu langflest rit sem háskólafólki komi að gagni. Það vita sœnsku stærðfrœðingarnir sem þurfa að lœra að stauta sig fram úr rússneskum stærðfræðiritun og norsku raunvísinda- mennirnir og lögfræðinem- arnirsem núfá sérstaka til- sögn ífrönsku áður en þeir útskrifast. Hinir síðarnefndu læra ekki endilega sérfrœði- málið heldurhið almenna mál sem snertir franskt þjóðlíf. íslenskir háskólakennarar verða að vera jafnvíðsýnir og erlendir starfsbræður þeirra efvið eigum ekki að missa af lestinni og lokast inni menn- ingarlega. “ Orðítíma töluð. -m „Megum ekki lokast inni menningarlega“ — segir Sigurlaug Bjamadóttir formaður Félags frönskukennara þJÓOVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.).Sævar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útliteteiknarar: GarðarSigvaJdason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbroiðslu- og afgreiðslustjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasplu: 60 kr. Helgarblöð: 70kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 18. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.