Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR PCB eiturefni Brotalöm í kerfinu Notað ma. íspennubreyta hjá orkufrekumfyrirtækjum. Krabbameinsvaldandi og eyðistseint í náttúrunni. Vinnueftirlitið: Efnið ekki á bannlista, en reiknað er með að svo verðifljótlega Innflutningur á PCB Askarell eiturefninu, sem flokkað er undir krabbameinsvaldandi efni og er stórskaðlegt þeim sem fyrir því verða, er ekki á bannlista Vinnueftirlitsins og innflutningur á því er heimill samkvæmt reglu- gerð. Þetta eiturefni er víða notað í orkufrekum fyrirtækjum þar sem því cr blandað saman við olíu á spennubreytum til að auðvelda ma. kæligetu olíunnar. Að sögn Skúla Magnússonar, fulltrúa Vinnueftirlitsins á Austfjörðum, er talið að þetta eiturefni sé að finna í mun ríkari mæli en hafi verið gert ráð fyrir og hafa menn þar eystra nú þegar fundið spennubreyta sem inni- halda þetta eiturefni. Vitað er um þrjú tilfelli þar sem menn hafa komist í snertingu við efnið en beðið er skjalfestra upplýsinga þar að lútandi frá viðkomandi læknum. PCB Askarell eiturefnið er mjög hættulegt þótt í litlu magni sé og getur borist í líkama við snertingu við húð og við innönd- un á gufu eða úða. Efnið sest að- allega að í fituvefjum líkamans en Álverið Lokað á föstudag Arangurslaus fundur ígær. Vinnuveitendur leggjafram lœgra tilboð en áður Starfsmenn álversins áttu stutt- an og árangurslausan fund með vinnuveitendum í Karphúsinu í gær. Að mati fulltrúa starfs- manna miðar viðræðum frekar afturábak en áfram þar sem vinnuveitendur lögðu fram í gær lægra tilboð en þeir gerðu í upp- hafi. Allt stefnir því í lokun ál- versins á miðnætti nk. föstudag. Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur sagði einstaka plúsa felast í nýja tilboðinu en mínusarnir væru stærri og meiri. Ekki væri Iengur gert ráð fyrir því að nýr samningur gilti frá 1. mars eins og var í gamla tilboðinu. Þá kæmu til tilfærslur á áfangahækkunum og stóri mínusinn væri að bónus, sem starfsmenn hefðu haft og hefði verið fastur, væri það ekki lengur samkvæmt í nýja tilboð- inu. Þegar upp væri staðið yrði lækkunin meiri en sem næmi því broti úr prósenti sem launaliðirn- ir áttu að hækka. Örn telur allt stefna í það að verksmiðjan loki, þótt ríkissátta- semjari hafi boðað deiluaðila á sinn fund nk. fimmtudag. Um- ræða um bráðabirgðalög hefur verið tölverð undanfarna daga. Örn sagðist ekki hafa ástæðu til að hræðast slíkar aðgerðir. Hann var einn fulltrúa ASI á fundi með ríkisstjórninni í gær og sagði að þar hefði verið lögð rík áhersla á það að skilyrði fyrir samvinnu Al- þýðusambandsins með ríkis- stjórninni væri að þeir sem ættu eftir að semja fengju að gera það í friði. -hmp einnig í lifur og heila. Efnið brotnar ekki niður í náttúrunni og gengur ekki í sam- band við vatn en berst með því. Það getur því haft varanleg og skaðleg áhrif á lífríkið berist það í einhverjum mæli út í náttúruna. Komist það í sjó safnast það sam- an í örverum og svifi og síðan koll af kolli upp lífríkið þar til það berst í fólk sem neytir sjávaraf- urða sem geta verið mengaðar af eitrinu. Utvarpsráð greiddi á fundi sín- um í gær atkvæði um um- sækjendur um fréttastjórastöðu sjónvarpsins. Bogi Agústsson, blaðafulltrúi Flugleiða, fékk flest atkvæði, þrjú talsins. Þessi niður- staða er Sigrúnu Stefánsdóttur vonbrigði þar sem hún var talin hafa stuðning útvarpsstjóra þar til Bogi kom til sögunnar. f útvarpsráði féllu atkvæði þannig að Bogi fékk 3 atkvæði, Helgi H. Jónsson 2 og Ögmundur Jónasson og Sigrún fengu sitt at- kvæðið hvort. Hallur Hallsson hafði dregið umsókn sína til baka áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hvatti Markús Örn Ant- onsson útvarpsstjóri Sigrúnu til að sækja um starf fréttastjóra en hann hefur áður hálflofað henni yfirmannsstöðu innan sjónvarps- ins. Þá stóð Markús ekki við orð sín og ósennilegt er að hann standi við stuðning sinn nú. Útvarpsstjóri hefur enn ekki opinberað ákvörðun sína en talið er fullvíst að hann ráði Boga. f samtali við Þjóðviljann vildi Bogi ekkert segja um hvað réð þeirri ákvörðun hans að sækja um starf- ið. „Ég var hvattur af talsvert mörgum," sagði hann. Einn af Skúli Magnússon sagði að á Austfjörðum hefðu menn fundið þetta efni í spennubreytum sem voru fluttir hingað til lands í fyrra en samkvæmt framleiðslunúmeri voru þeir framleiddur árið 1978! Skúli sagði að vitað væri um eitt tilfelli þar sem olía með þessu eiturefni hefði komist í sjó á Norðfirði og væri búið að taka sýni til rannnsóknar og er beðið niðurstöðu hennar. Þá hafa spennubreytar með eiturefninu þeim sem studdu Boga var Ingvi Hrafn Jónsson frv. fréttastjóri. Bogi vildi ekki tjá sig mikið um fréttastjórastöðuna þar sem ákvörðun útvarpsstjóra lægi ekki fyrir. Apspurður um hvort vænta mætti mikilla breytinga á frétt- astofunni fengi hann starfið svar- aði hann að fréttastjóri væri eng- inn einræðisherra, sjónvarpið væri frekar lýðræðisleg stofnun. Sigrún Stefánsdóttir sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa niðurstöðu. „Það verður erfítt fyrir mig að mæla með lang- skólanámi við syni mína eftir þetta, það er greinilega pólitíkin sem ræður ferðinni. Hins vegar væri sjálfsagt skynsamlegt að hvetja þá til að ganga nógu Brunaslys varð í álverinu í Straumsvík í fyrrinótt er tveir menn brenndu fengu yfir sig glóandi ál og brenndust illa. Þetta er fjórða slysið í álverinu á þessu ári og eru nú fjórir menn frá vinnu vegna brunasára. Eftir næturvaktina voru mennirnir tveir sem brenndust sendir á slys- fundist á öskuhaugum, ma. á Vopnafirði. Éyjólfur Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftirlits ríksins, sagði að þetta efni væri leyft innan ríkja Efnahagsbandalagsins og ekki á lista yfir bönnuð efni hérlendis. Hann sagði að þetta mál væri til umfjöllunar hjá eftirlitinu og sagðist fastlega reikna með því að efnið yrði bannað á næstunni því hér væri vissulega um stórhættu- legt efni að ræða. -grh snemma í pólitíska flokka,“ sagði Sigrún. Hún sagðist vera að fara í frí og myndi hugsa sinn gang á meðan. Ögmundur Jónasson sagði að sér hefði þótt vænt um traustsyfirlýsingu Bríetar Héð- insdóttur í skoðanakönnun út- varpsráðs. Hann óskaði Boga velfarnaðar í starfi fréttastjóra. Helgi H. Jónsson sagðist að sjálfsögðu hafa kosið að fá fleiri atkvæði. En allir umsækjendur ættu það sammerkt að vilja hag sjónvarpsins sem mestan og best- an og væru fullfærir um að sinna starfinu með heiðri og sóma. Ákvörðun útvarpsstjóra liggur að öllum líkindum fyrir í dag. adeild Borgarspítalans í leigubfl en starfsmaður í álverinu sagði er hann tilkynnti um slysið að yfir- menn álversins hefðu sent menn- ina í leigubíl til að forðast að upp- víst yrði um slysið. Þeir gerðu allt til að forðast að fólk fengi vitnes- kju um hvernig vinnuálagið og slysatíðnin væri í raun og veru. -tt Borgarráð Svar við Granda- fyrirspum Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurnum minnihlutans varð- andi laun stjórnarmanna Granda hf. í svarinu kom fram að stjórnar- menn fá 15.834 krónur á mánuði fyrir fundasetur sínar. Stjórnar- formaðurinn hefur tvöfallt þetta eða 31.668 krónur Þá kom fram að engar ferðir voru greiddar fyrir stjórnarmenn á síðasta ári en Ragnari stjórnar- formanni voru greiddir dagpen- ingar í 10 daga þegar hann fór að skoða verksmiðjur SH í Banda- ríkjunum í fyrra. Éngin hlunnindi önnur en stjórnarlaunin fylgja því að sitja í stjórn Granda hf. -hmp Verðlagsráð Tekist á um fiskverð Fundurídag í Verðlagsráði. SH: Fiskvinnslan ekki aflögufœr. LÍÚ: Afkoman slæm. Sjómenn: Óbreytt verð kemur ekki til greina í dag er fundur í Verðlagsráði sjávarútvegsins um nýtt fiskverð en gildistími núverandi verðs rennur út um næstu mánaðamót. Fiskverð hefur ekki hækkað frá því í nóvember í fyrra og við síð- ustu verðlagsákvörðuu í mars- byrjun var fiskverðið fryst þrátt fyrir hávær mótmæli sjómanna og útvegsmanna. Þrátt fyrir nýafstaðna gengis- fellingu um 10% sagði Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, að eins og staðan væri í dag væri ekkert svig- rúm til fiskverðshækkunar af hálfu fiskvinnslunnar. Gengisfellingin ein sér hefði að vísu bætt rekstrarstöðu margra fyrirtækja, en fátt benti til þess að verð á sjávarafurðum færi hækk- andi á erlendum mörkuðum; nær væri að tala um áframhaldandi lækkanir ef eitthvað væri. Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands útvegs- manna, sagði að afkoma útgerðar hefði frekar versnað ef eitthvað væri á síðustu misserum. Þó væri staðan mismunandi. Verst væri hún hjá útgerðum vertíðarbáta því vertíðin í ár hefði brugðist með öllu, en skárri hjá togurum og mun betri hjá frystitogurum. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, sagði að nú væri stund á milli stríða varð- andi ákvörðun um nýtt fiskverð og vildi sem minnst láta hafa eftir sér um kröfur sjómanna að svo stöddu. Þó væri það alveg á hreinu að sjómenn mundu ekki láta bjóða sér óbreytt fiskverð eina ferðina enn. -grh Útvarpsráð á fundi sínum í gær þegar atkvæði voru greidd um það hver yrði eftirmaður Ingva Hrafns sem fréttastjóri ríkissjónvarpsins. Mynd: Sig. Fréttastjóri sjónvarps Bogi fékk flest atkvæði Sigrún hugsarsinn gang. Bogi Ágústsson: Fréttastjóri er enginn einrœðisherra -hmp Álverið Fjórða slysið á árinu 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 18. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.