Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Blaðsíða 7
Meöferð krabbameina eftir Pórarin Sveinsson, yfirlœkni krabbameinsdeildar Landspítalans Breytingar ó lifun íslenskra krabbameinssjúklinga -60 -65 -70 -75 -80 -85 Greiningarðr Upplysingar frð Krabbameinsskrónni f sunnudagsblaði Þjóðviljans 8. maí sl. er slegið upp þýddri grein úr sænska dagblaðinu Dag- ens Nyheter. Grein þessi er rituð af félags- fræðingnum Edgar Borgenham- mar sem starfað hefur m.a. við kennslu í Norræna heilbrigðis- háskólanum í Gautaborg. Grein þessi er hluti ritdeilna sem átt hafa sér stað í Dagens Nyheter í alllangan tíma, þar sem fjallað hefur verið um auknar þarfir fjármagns til krabbameins- lækninga í Stokkhólmi til þess að krabbameinslækningadeildir þar geti sinnt hlutverki sínu. í ritdeilum þessum hafa átt prófessor Jerzy Einhorn for- stöðumaður krabbameinslækn- ingadeildar Karolínska sjúkra- hússins í Stokkhólmi og fyrr- nefndur Edgar Borgenhammar. Hefur prófessor Jerzy Einhorn þegar svarað grein Edgars sem þýdd var í Þjóðviljanum í rök- ræðudálki Dagens Nyheter þ. 8. maí sl. Er svargrein þessi má- lefnaleg og rituð af þekkingu og velvild, sem nauðsynleg er til þess að ritdeilur sem þessar geti leitt til skynsamlegra lausna. Ekki ætla ég að blanda mér inní þessar ritdeilur í Dagens Nyhet- er, en þar sem þýðing greinar E. Borgenhammars er m.a. prýdd mynd frá krabbameinslækninga- deild Landspítalans og þar sem framsetning og innihald er slíkt að valdið hefur óþarfa áhyggjum þeim lesendum Þjóðviljans, sem fá meðferð vegna krabbameins- sjúkdóms, þykir mér rétt að rita þessar línur í blaðið. Tíðni krabbameina á Islandi Þá rúma þrjá áratugi sem skipulegri skráningu krabba- meina hefur verið sinnt hériendis af starfsfólki Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags íslands hefur komið í ljós að tíðni krabbameina þ.e.a.s. fjöldi nýrra tilvika hefur aukist um ca. 1% árlega. Á undanförnum árum hafa greinst rúmlega 700 ný krabba- meinstilfelli á ári. Að gefnum þeim forsendum að ekki verði um frekari aukningu að ræða og að fjöldi og aldursdreifing íslend- inga haldist óbreytt þá munu á meðal ævi hvers okkar (áætlað 75 ár) greinast 52.500 einstaklingar með krabbameinssjúkdóm. Þess- ar tölur þýða að fjórði til fimmti hver íslendingur muni fá krabb- amein á æviskeiði sínu. Haldist hins vegar sú aukning sem hefur verið á nýgengi krabbameina og sé tekið tillit til aldursdreifingar þjóðarinnar er ljóst að af þeim Islendingum sem munu fæðast árið 2000 eða síðar mun þriðji til fjórði hver fá krabbamein á lífs- ferli sínum. Þessar tölur sýna að nær engin fjölskylda kemst hjá því að lenda í návígi við sjúkdómaflokk þenn- an. Meðferð krabbameina Meðferð krabbameina er fólg- in í eftirfarandi þáttum: I Aðgerð II Geislameðferð III Lyfjameðferð Skipta má krabbameinssjúk- dómnum í tvo aðalflokka. Annars vegar þann flokk sem myndast í blóðmyndandi vef, hins vegar æxli sem myndast í öðrum líffærum líkamans og eru þau kölluð samheitinu föst æxli. Sameiginlegt báðum þessum flokkum er að örugg greining fæst ekki fyrr en fengin hefur verið sýnistaka frá meinsemdinni og sjúkdómsgreiningin fengist við smásjárskoðun. Að fenginni þessari frumgreiningu er nauðsynlegt að meta eins vel og unnt er með þeim rannsóknaleið- um sem tiltækar eru hvort krabb- ameinið hefur náð að sá sér til annarra líffærakerfa eða hvort það er enn staðbundið við það líffæri sem það varð til í. Að þessum niðurstöðum fengnum er fyrst hægt að meta hvaða meðferðarleið er hentug- ust sjúklingnum hverju sinni til lækningar. f stuttu máli sagt þá er aðgerð einni beitt ýmist til lækninga við staðbundin mein og/eða líkurnar til minnkunar æxlismassans þeg- ar ljóst er að aðrar meðferðar- leiðir skila ekki jafn góðum ár- angri og/eða aukaverkanir þeirra valda sjúklingi meira tjóni en að- gerð ein sér. Hvað geislameðferð varðar þá er henni beitt einni sér í fram- haldi sýnatöku til lækningar gegn ýmsum krabbameinstegundum. Má þar m.a. nefna krabba- meinsæxli er myndast í nef og munnholi, barkakýli, þvag- blöðru, krabbameinum í heila og taugakerfi, eitilvef, svo og gegn ýmsum krabbameinum hjá börn- um. í þessum tilvikum er árangur geislameðferðar betri en við að- gerð og varanlegar aukaverkanir minni. í sumum þessara tilvika er auk geislunar jafnframt beitt krabb- ameinslyfjum til þess að bæta ár- angur meðferðar og má þar nefna ýmis krabbamein hjá börnum svo og krabbamein í eitlakerfi líka- mans, en þar er lyfjameðferð einnig oft beitt með jafn góðum og/eða betri árangri, allt eftir út- breiðslu og eðli meinsemdarinn- ar. í öðrum tilvikum má minnka umfang skurðaðgerðar þegar geislameðferð er beitt í framhaldi aðgerðar t.d. gegn æxlum í neðra hluta ristils, hluta heilaæxla, æxl- isgerðum í lunga og svo hluta æxla er myndast í kynfærum kvenna. í þessum flokki ber sérlega að benda á krabbamein í brjósti, en með geislameðferð er nú unnt að minnka aðgerðina hjá verulegum hluta kvenna þannig að konan haldi brjósti sínu án þess að bata- líkur versni. Að auki er brjóst- krabbamein dæmi um sjúkdóm þar sem unnt er að bæta lífslíkur sjúklinga með því að beita öllum þrem meðferðarleiðum í sam- tvinnaðri meðferð. Hvað lyfjameðferð varðar þá er henni beitt einni sér t.d. gegn krabbameinssjúkdómum í blóð- myndandi vef og ákveðnum æxl- istegundum er eiga uppruna sinn í eista eða eggjastokk. Einnig hefur henni verið beitt samhliða aðgerð og/eða geis- lameðferð eins og getið er um að framan til þess aðauka lækninga- líkur einstaklingsins. í grein Edgars Borgenhammer talar hann af mikilli lítilsvirðingu og vankunnáttu um meðferð krabbameinssjúkra og dregur gildi hennar vægast sagt mjög í efa. í því sambandi má nefna að fáar lækningaleiðir í nútíma læknisfræði eru betur rannsakaðar og skipta saman- burður rannsóknir í heiminum þúsundum þar sem bornar eru saman hinar ýmsu meðferðar- leiðir gegn sama stiga ákveðins krabbameinssjúkdóms. Á þann hátt er metið vægi hvers einstaks meðferðarþáttar og þannig stöðugt unnið að bættri meðferð er leiðir til aukins langlífis sjúkl- ínga. Skilar meðferðin árangri? Á mynd 1 sem unnin er úr gögnum íslensku krabbameins- skrárinnar er borin saman 5 ára lifitími frá greiningu sjúkdóms (en oft er miðað við 5 ár þegar rætt er um lækningu krabbam- eina) annars vegar á 5 ára tímabi- linu 56-60 og hins vegar 76-80. Kemur þar fram að lífslíkur ís- lenskra karla hafa nær tvöfaldast á þessu árabili eða úr 16% í 31 % á meðan 5 ára lífslíkur íslenskra kvenna hafa aukist úr 27% í 46%. Jafnframt kemur fram að stöðug aukning er á 1 árs lifitíma frá greiningu þannig að búast má við enn frekari aukningu á 5 ára lifit- íma hjá þeim sjúklingum sem greindustátímabilinu 1981-1985. í þessu sambandi má nefna að tæpur helmingur þeirra íslensku karlmanna sem fengu krabba- mein á árunum 1980-1984 var yngri en 70 ára og helmingur kvenna undir 67 ára aldri. Til viðbótar þeim sjúklingum, sem unnt er að lækna af krabb- ameinssjúkdómi sínum með nú- tíma þekkingu og tækjabúnaði má ekki gleyma þeim, sem vegna útbreiðslu og eðli sjúkdóms síns eru með ólæknandi sjúkdóm. Þessum hóp er unnt að hjálpa mikið, ekki síst með notkun krabbameinslyfja og geislameð- að lengja lifitíma þeirra svo og að gera líf þeirra léttbærara sé að- stæða til meðferðar. Forvarnir/órsakir krabbameina Eins og að framan greinir þá hefur orðið veruleg aukning á tíðni krabbameina á undanförn- um 30 árum. Á mynd II og III sést hve breyting hefur orðið á tíðni 5 al- gengustu krabbameina hérlendis og eru 5 ára tímabil borin saman frá árunum 1955-1959 að árunum 1980-1984. Hvað orsakaþætti varðar þá er þekkt samband milli sígarettureykinga og lungna- krabbameins og er því brýnt að áfram verði unnið að minnkun reykinga með stöðugum upplýs- ingum og fræðslu. Má þar nefna brautryðjendastarf krabba- meinsfélags Reykjavíkur sem sinnt hefur fræðslu í grunn- skólum landsins hvað^ varðar skaðsemi reykinga. Talið er að minnka megi nýgengi krabbam- eina um 15% ef reykingar legðust alfarið af. Hvað aðra áhættuþætti varðar er máli skipa þá er þekk- ing okkar enn í molum. Hver er t.d. ástæða þess að tíðni brjóstkrabbameins á íslandi fer stöðugt hækkandi? Nýgengi þessa sjúkdóms hefur aukist úr tæplega 37% í 65% árleg tilvik pr. 100.000 konur á síðustu 30 árum. Sjá mynd III. Þeir orsakaþættir sem þekktir eru eins og t.d. fækkun barn- eigna, styttri tími sem konur hafa barnið á brjósti og hækkandi aldur kvenna við fæðingu fyrsta barns síns, skýrir ekki þessa miklu aukningu. Til viðbótar hef- ur m.a. verið reynt að skýra aukningu þessa með háu fituinni- haldi fæðunnar. Trauðla ná þau rök til okkar íslendinga þar sem vitað er að fituinnihald fæðunnar hefur farið mjög minnkandi á undanförnum árum samhliða fyrrnefndri aukningu brjóstkrabbameinsins. Enn undarlegri er sú staðhæfing í þýðingu Þjóðviljans að nefna inntöku hveitiklíðs, spíra, gul- róta auk vínberja og hvítlauks sem raunhæfa valkosti í barátt- unni gegn krabbameinum. Krabbamein myndast hjá ein- staklingum á öllum aldursskeið- um allt frá vögguskeiði til elliára. Orsakir krabbameinssjúk- dóma hjá mönnum eru í fæstum tilvikum þekktar. Vegna eðlis krabbameina er meðferð þeirra erfið og fylgja henni oft verulegar aukaverkanir sem ekki er hægt að komast hjá. Hins vegar má með bætti þekkingu og nútíma tækja- búnaði minnka aukaverkanir þessar og um leið bæta langtíma árangur gefinnar meðferðar. Að þessu er stöðugt unnið og er veru- leg bót í sjónmáli hérlendis með byggingu hluta K-byggingar Landspítalans sem tekin verður í notkun í lok þessa árs og hýsa mun m.a. línuhraðal til geisla- meðferðar. Með þessu er þó engan veginn sigur unninn í baráttunni gegn krabbameini. Þörf er stöðugra rannsókna á tilurð og eðli krabb- ameina jafnt sem bættrar aðstöðu til meðferðar. í því sambandi má benda á það takmark Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar svo og ályktanir Norðurlandaráðs að stefnt skuli að því að lækka árlega dánartíðni krabbameina um 15% fyrir árið 2000. Þetta takmark er innan seiling- ar en það næst vafalítið ekki át- akalaust eins og berlega kemur fram í ritdeilunum í Dagens Ny- heter. Hins vegar ber að vara við falsspámönnum sem halda því fram að aðeins með því sem þeir kalla heilsusamlegt líferni án nokkurra marktækra skil- greininga megi koma í veg fyrir myndun krabbameina og jafnvel lækna þá sem veikst hafa. Þær kröfur eru gerðar til nú- tíma læknisfræði að aðeins sé beitt þeim meðferðarleiðum gegn sjúkdómum sem sannað hafa verkun sína á hlutlægan hátt. Hvað varðar óhefðbundnar lækningaleiðir gegn krabbamein- um þá er það ekki nóg að þær séu ódýrar og án aukaverkana. Þær þurfa einnig að hafa sann- að lækningamátt sinn til þess að hægt sé að ræða um þau sem raunverulegan valkost í meðferð sjúkra. Það er rangt og í reynd stór- hættulegt ef illa skilgreint for- varnarstarf sem virðist einskonar tískuhugtak ekki síst í hugum stjórnmálamanna, leiðir til skerðingar fjármagns til sér- hæfðra sjúkrahúsa, sem annast meðferð alvarlega veiks fólks. Raunverulegt forvarnarstarf svo og meðferð verða að haldast í hendur ef áfangasigrar eiga að nást ekki síst í meðferð krabba- meinssjúklinga. Miðvikudagur 18. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.