Þjóðviljinn - 18.05.1988, Side 10

Þjóðviljinn - 18.05.1988, Side 10
Enn um veðrið Ég minntist eitthvað á veðrið hér í pistli mínum um daginn og var að bölsótast út í kuldann og haglélin sem dundu á höfuðborg- arsvæðinu. Þaðergreinilegtað einhver les Þjóðviljann í efra, því ekki leið nema sólarhringur frá því blaðið kom út, þartil skipt hafði algerlega um og sólin skein (heiðiog hitinn kominnyfirtut- tugu gráður. Það er annars merkilegt hvað veðrið getur haft og hefur mikil áhrif á allt mannlíf. Sólskinið er sjálfsagt einhver mesta heilsubót semlandinngeturfengið. Ekki eingöngu vegna þess að fólk þjá- ist af D-vítamínskorti og sé grátt og guggið, heldur ekki síður vegna þess að sólskinið hægir á öllum hamagangi og stressi. Það vantar ekki að menn ham- ist úti í garði, sundlaugunum, gangi á fjöll og fari á sjóskíði um leið og sólin skín. Gott og blessað en hver sést hlaupa um Banka- stræti á milli stofnana, ryðjast áfram í umferðinni liggjandi á flautunni á þessum sólardögum? Já, mannlífiðskiptirsvosann- arlega um svip. Það liggur eng- um á í góða veðrinu. Sendiferðin út í búð verður að skemmtiferð. Nágrannar taka tal saman. Marg- ir setjast niður og fylgjast með umferðinni. Enginn hefuráhyggj- ur né kvartar. Ríkisstjórnin sat kófsveitt í gamla fangahúsinu alla síðustu helgi og tókst á um efnahagsmálin. Enginnfylgdist með og fáir höfðu áhuga. Fyrir- tækin og sólarlandafarar voru löngu búnir að fella gengið. Allir í sólarvímu og ánægðir með lífið. Ríkisstjórnin gæti þess vegna kippt öllum vísitölum og rauðum strikum úr sambandi án þess að nokkur tæki eftir því, meðan að ekki dregur ský fyrir sólu. -ig- í dag er 18. maí, miðvikudagurífjórðu viku sumars, tuttugasti og áttundi dagurhörpu, 139.dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 4.02, en sest kl. 22.48. Atburðir: Stjórnarskrá konungsríkisins (s- lands staðfest 1920. Fæddur Jakob Thorarensen skáld 1886. Fæddur Gunnar Gunnarsson skáld 1889. Þjóðviljinn fyrir50árum: Stórkostlegt slys við neðanjarð- arbrautina í London. 30-40 menn fórust eða meiddust hættuleaa- Flugferðir til Grænlands um ís- land. Göring lætur þýska „vís- indamenn" rannsaka Grænland - Saumastofu mína hefi ég flutt af Nönnugötu 16 á Lokastíg 18,1. hæð. Bogga Sigurðar. / UM ÚTVARP & SJONVARP Sorgin gleymir engum Rás 1 21.30 „Þessir þáttur er hluti af þátta- röð sem verið hefur á dagskrá um skeið, um sorgina. Markmið okk- ar er að reyna að létta undir með þeim sem eiga við sorg að stríða, kynna þeim aðstæður annarra, einnig hvernig á að umgangast þá sem sorgmæddir eru. Ekki síst að undirbúa okkur undir sorgina því eins og nafn þáttanna bendir til þá gleymir sorgin engum,“ sagði Bernharður Guðmundsson um- sjónarmaður þáttanna um sorg- ina. Hann sagði að í kvöld yrði rætt við tvær konur sem misst hefðu börnin sín, önnur í vöggudauða, hin þegar barnið hennar var ör- fárra daga gamalt. Sér Jón Bjarman sjúkrahúsprestur tekur einnig þátt í umræðunum. Bern- harður sagði að þættir þessir væru unnir að tilhlutan samtakanna Sorg og sorgarviðbrögð sem leituðust við að létta undir með þeim sem við sorg ættu að stríða. Bernharður Guðmundsson sér um þátt á rás 1 um sorgina. Ovænt endalok Stöð 2 kl. 23.00 Steve og Jane ferðast um, banka uppá hjá fólki og þykjast vera að gera markaðskönnun. Meðan á könnuninni stendur láta þau greipar sópa um eigur grun- íausra fórnarlamba. Dag einn koma þau að húsi gamals manns sem þau álíta eignalausan og el- liæran, en uppgötva brátt að hann á falinn fjársjóð. Skötuhjú- in hugsa sér nú gott til glóðarinn- ar, en sá gamli er ekki allur þar sem hann er séður. Korpúlfs- staöir Sjónvarpið kl. 22.00 í kvöld verður endursýndur þáttur Birgis Sigurðsson rithöf- undar um Korpúlfsstaði. í þætt- inum rekur Birgir sögu staðarins frá upphafi og til vorra daga, rætt verður við fólk sem kom við sögu staðarins og gengið um húsa- kynnin. Saga Korpúlfsstaða verður á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Ekki hefurenn verið tekin ákvörð- un um framtíð Korpúlfsstaða en eitt er víst að mikið átak þarf til að koma þessu glæsilega húsi í við- unandi horf. GARPURINN KALLI OG KOBBI Þetta líkar mér! Sundsprettur fyrir allar aldir, bátsferð... ...og heim í tjald fyrir miðjan morgun með nýveiddan silung. Svona eiga sumarfrí að vera! Oft hefur hún verið glaðlegri en þetta! r Éttu þín eigin lík. Ég vil bara kaffi. Af hverju er ekkert sjónvarp?! Ömurlegur staður! FOLDA .............. i. 'i— ^ Hvað ertu vön að gera við þá sem eftir langa umhugsun i geta hvorki fengið sig til að borða, éta, háma í sig, sötra, slafra upp né lepja þessa ægivondu súpu? 7. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINKI Miðvlkudagur 18. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.