Þjóðviljinn - 21.05.1988, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.05.1988, Síða 1
Efnahagsráðstafanir Vandamálin sett í nefndir Hótað að afnema rauðu strikin. Erlend lán til endurskipulagningaráfjárhagfyrirtœkja. Hœkkun skattleysismarka. Lánskjaravísitalan ínefnd. Fjárlög ekki hœkkuð umfram launahœkkanir. ÓlafurRagnar Grímsson: Nýtt hrœðslubandalag í stjórnarráðinu. Ásmundur Stefánsson: Búið að banna kjarasamninga 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Efnahagskreppa Þorsteins Pálssonar. Línuritið sýnir raungildi Þjóðhagsstofnunar um 3,5% samdrátt þjóðartekna á þessu ári er ajóðartekna á mann ogermiðaðviðað þærhafi verið 100% árið 1979. reiknað með að það verði annað mesta góðæri sem þjóðin hefur um Þrátt fyrir nokkurt verðfall á erlendum mörkuðum og spá langa hríð upplifað. Ráðhúsið Blekkingar hjá borgaryfirvöldum Ríkislögmaðurfékk rangar upplýsingar Sjónvarp og börn Einræðisherra Oll háttsemi sjónvarpsstjórnenda miðast við smekk og stundaskrá ráðsettra miðaldra karla. Börnin útundan Laust fyrir klukkan sjö í gær- kvöldi efndi ríkisstjórnin til blaðamannafundar þar sem hún kynnti áform sín um aðgerðir í efnahagsmálum, þ.e.a.s. síðbún- ar hliðarráðstafanir sínar með gengisfellingunni frá því um síð- ustu helgi. Ákvarðanir á þessu sviði hafa verið til umræðu á tíð- um ríkisstjórnarfundum í heila viku og þótti ýmsum að eftirtekj- an væri heldur rýr og býsna stór- um málum væri vísað til frekari yinnu í nefndum. Sett verða bráðabirgðalög um þá kjarasamninga sem nú eru lausir. Hefur vitneskja manna um þessa fyrirætlan ráðherranna haft gífurleg áhrif á þær viðræður um kjarasamninga sem farið hafa fram síðustu dagana. Þá ætlar ríkisstjómin sér að kippa rauðu strikunum svokölluðu úr sam- bandi 1. júlí en virðist ekki leggja í að segja það hreint út á þessari stundu. Megineinkenni þeirrar yfirlýs- ingar, sem ríkisstjórnin birti í gær, eru almennt orðuð áform. Þar má finna nokkur upphafs- skref til að taka á málefnum fjármagnsmarkaðarins og vanda þeirra sveitarfélaga sem eru í hvað mestum fjárhagsvanda. En meira er um aímennar viljayfir- lýsingar og tilmæli til bankastofn- ana. Sjá bls. 2, 4 og 5 Leikhús Tilrauna- leikhus í Hlaðvarpanum Gulur, rauður, grænn og blár heitir nýtt verk sem verður frum- flutt í Hlaðvarpanum á mánu- dagskvöldið. Leikritið varð til í samvinnu leikhópsins Þíbilju og fjallar um drauma og ævintýri og margt fleira. Sjá bls. 7 Biðillinn og prinsessan; getur hann boðið henni eitthvað sem henni líst á?> (Inga Hildur Har- aldsdóttir og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir.) Mynd - Sig. - Sjónvarpið er miðstýrður, fjarstýrður og á vissan hátt ein- ræðiskenndur fjölmiðill, sem ekki nýtist viðtakandanum nema hann beygi sig undir smekk, hug- myndafræði og veruleikamat stjórnenda hans. Tímasetningar og annað fyrirkomulag dagskrár er einnig háð geðþótta þessara sömu sjónvarpsstjórnenda. Öll háttsemi þeirra er reyndar miðuð við smekk og stundaskrá ráðsetts miðaldra fólks, einkum karla. Svo segir m.a. í ítarlegri og fróðlegri grein eftir Þorbjörn Broddason lektor sem birt er í Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Þar kemur einnig fram að það eru börnin sem fyrst og fremst mæta afgangi og þeim er lítil virðing sýnd. Sjá Sunnudagsblað bls. 6-8 Minnihluti byggingarnefndar borgarinnar fullyrðir í áliti sínu til félagsmálaráðherra, vegna kæru 37 íbúa við Tjarnargötu varðandi sameiningu lóðanna við Vonar- stræti 11 og Tjarnargötu 11, að framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar hafi gefið ríkislögmanni alrangar upplýsingar þegar hann samdi álitsgerð sína til ráðuneytisins fyrr á árinu. Gunnlaugur Claessen ríkislög- maður tekur undir það álit minni- hluta byggingarnefndar að sitt- hvað sé lóð og byggingarreitur en segist hafa gengið út frá því sem vísu við álitsgerð sína að búið væri að ganga frá lóðarstærð ráð- hússins. Hann hafi ekki vitað bet- ur.____________________________ Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.