Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 3
VMSÍ Verjum samn- ingana Framkvœmdastjórn Verkamannasambands- ins: Samtakamœttinum verður beittgerist þess þörf Framkvæmdastjórn VMSÍ leggur áherslu á þá kröfu nýaf- staðins aukaþings sambandsins um að kjarasamningarnir haldi sínu gildi og að samtakamætti verði beitt til að verja kjarasamn- inga gerist þess þörf, eins og segir í samþykktum sem framkvæmd- astjórnin gerði á fundi sínum í gær. Þá tekur framkvæmdastjórnin undir ályktun miðstjórnar ASÍ frá í fyrradag þar sem afnámi samningaréttar verkalýðsfélag- anna er harðlega mótmælt. Slík ákvörðun sé alvarlegt áfall fyrir lýðræðishugsjónina og ósvífin at- laga að samtökum launafólks. Þá leggur stjórnin áherslu á að fram fari sem allra víðtækust um- ræða um hvernig varist verði sí- endurteknum árásum ríkisvalds- ins á samningarétt launafólks. Alþýðubandalagið Berjumst gegn ólögum Bráðabirgðalögn auka enn á launamisréttið í landinu Stjórn verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins kom saman til fundar miðvikudaginn 25. maí 1988 og ályktaði eftirfarandi vegna nýsettra bráðabirgðalaga. Stjórn verkalýðsmáiaráðs Al- þýðubandalagsins mótmælir harðlega því afnámi mannrétt- inda sem felst í þessum bráða- birgðalögum. Um langt skeið hafa íslendingar fordæmt slíkar aðgerðir með öðrum þjóðum. Það er með ólíkindum að Alþýð- uflokkurinn skuli eiga hér hlut að máli. Augljóst er að þessi lög auka enn lauanmisréttið í landinu og almennt launafólk mun sitja eftir á meðan launaskriðið fer aftur í fullan gang. Þetta mun bitna harðast á þeim stéttum þar sem konur eru fjölmennastar. Stjórnin tekur undir ályktanir miðstjórnar ASÍ, stjórnar BSRB og framkvæmdastjórnar VMSÍ og hvetur allt launafólk til ein- huga samstöðu og baráttu gegn þessum ólögum. Látum ekki martröðina frá 1983 endurtaka sig nú! FRETTIR Verkalýðshreyfingin Einhugur og baráttuandi Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðsmálaráðs AB: Fólk er æfareitt. Gengur ekki að mennfái ekki að semja um sín kjaramál. Full samstaða í hreyfingunni Fólk er æfareitt. Menn hafa verið eyða 6 mánuðum í erfiða samninga og með þessum kjara- ránslögum ríkisstjórnarinnar er verið að forsmá verkafólk í landinu, segir Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins. Á stjórnarfundi í ráðinu í gær var einróma samþykkt ályktun þar sem hvatt er til samstöðu alls verkafólks til að hrinda af sér kjararánslög stjórnvalda. - Við verðum vör við mjög sterk viðbrögð frá verkafólki úti á vinnustöðunum. Þessi lög taka ekki á neinum sköpuðum hlut. Þau innihalda eingöngu gengis- fellingu og launaskerðingu. Það er einnig ljóst að ríkisstjórnin hefur ekki haft hugmynd um hvað hún var að gera með þessum bráðabirgðalögum. Rauðu strik- in eru með ákvæði um opna leið fyrir samninga innan ákveðinna marka. Þessi réttur er tekinn af okkur, samningsrétturinn sjálf- ur. Hvað Alþýðuflokks-, Fram- sóknarmenn og íhald hafa verið að hugsa þegar þeir samþykktu þennan skandal skal ég ekki segja, en það gengur ekki lengur að verkafólk fái undir engum kringumstæðum að semja um sín kjaramál í friði. Ég minni á kjar- aránslögin og afnám samnings- réttar 1983 og þegar keyra átti lög á sjómenn í gegnum þingið ný- verið. Af hverju setja þessir menn ekki bara lög um að laun landsmanna séu ákveðin í Þjóð- hagsstofnun! - Það er greinilegt að það ríkir mikil samstaða innan verkalýðs- hreyfingarinnar um að hrinda þessum ólögum af verkafólki. Samþykktir Alþýðusambandsins og Verkamannsambandsins bera Bjöm Grétar Sveinsson: Mjög sterk viðbrögð frá fólki á vinnustöðunum. þess ótvírætt vitni. Það skiptir ekki máli hvort það er sumar vet- ur eða haust ef fólk ætlar berjast fyrir mannréttindum. Verkalýðs- hreyfingin hefur nú ítrekað lýst því yfir að hún er tilbúin að grípa til aðgerða sjái stjórnvöld ekki að sér og það liggur alveg ljóst fyrir að verkafólk mun ekki liggja á liði sínu í þeirri baráttu, sagði Björn Grétar Sveinsson. -»g- Landssamband iðnverkafólks Osvífin árás á mannréttindi Guðmundur Þ. Jónsson: Mikil reiði meðalfélagsmanna. Undirskriftir á vinnu- stöðum. Fólk vill verja gerða samninga - Það er mikil reiði í Iðjufólki út af þessari aðför ríkisstjórnar- innar að samningsréttinum og ný- gerðum samningum félaganna, segir Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Iðju og Landssambands iðnverkafólks. Iðju hefur þegar borist undirskriftarlisti frá starfs- fólki hjá iðnaðarfyrirtæki í borg- inni, þar sem verkafólk lýsir sig tilbúið til aðgerða til að verja samningsréttinn og nýgerða kjarasamninga. Stjórn Landssambands iðn- verkafólks hefur sent frá sér á- lyktun þar sem harðlega er mót- mælt aðför ríkisstjórnarinnar að samningsréttinum með nýsettum bráðabirgðalögum. - Samningsrétturinn er grund- vallarréttur í starfi stéttarfélaga og þann rétt verður verkalýðs- hreyfingin að vernda. Hún verð- ur því að búa sig undir baráttu til verndar þessum mikilvæga rétti eftir endurteknar árásir á hann, segir m.a. í ályktun sambandsins. Þá segir ennfremur að nýgerðir kjarasamningar hafi ekki getað verið tilefni þeirrar kjaraskerð- ingar sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Samningarnir hafa ekki gert betur en að halda óbreyttum kaupmætti eftir að verkafólk hafi tekið á sig sex mánaða kaupmáttarskerðingu. - Afnám vísitöluviðmiðana og þar með samningsréttarins er ósvífin árás á grundvallar mannréttindi fólksins í stéttarfélögunum, segir í ályktun Landssambands iðn- verkafólks. -«g- Þýskalandsmarkaður Hrikalegar verðsveiflur LÍU: Verð á karfa getur rokkað frá 40 uppí tæplega 100 krónur kílóið „Markaðurinn var merkilega stöðugur fram undir síðustu mánaðamót en síðan þá hafa orð- ið hrikalegar verðsveiflur á karfa. Sem dæmi um verðsveifl- urnar hefur kílóið af karfa verið selt frá 40 og allt upp í 100 krónur jafnvel í sömu vikunni,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna við Þjóðviljann. Að sögn Vilhjálms er hluti skýringarinnar vegna þess að Norðmenn selja allan sinn karfa framhjá uppboðsmarkaðnum og beint til kaupenda. Sú tilhögun gerir það að verkum að mjög erf- itt er að henda reiður á hversu mikið af karfa er í umferð hverju sinni til að komast hjá verðfalli. Þá eru einnig miklar sveiflur í fiskneyslu Þjóðverja og dettur hún mikið niður þegar hiti er mikill. í gær og í fyrradag seldi Ögri RE 343 tonn fyrir 18,2 milljónir króna og var meðalverðið 52,94 sem þykir ekki neitt sérstakt. Aflinn var að mestu grálúða en afgangurinn karfi. Athygli vakti að karfinn seldist vel yfir 90 krón- ur kílóið en grálúða aðeins á 34 krónur. Frekari sölur íslenskra skipa eru ekki fyrirhugaðar í vik- unni og aðeins einn togari selur í næstu viku. -grh Alverið Síðustu fundir ídag Starfsmenn ósáttir við setningu bráðabirgðalag- anna I dag verða haldnir síðustu fundir samninganefndar starfs- manna í álverinu með starfs- mönnum þar sem lögðt eru fyrir starfsmenn núverandi kjör sam- kvæmt bráðabirgðaiögunum til samanburðar við annarsvegar síðasta tilboð ÍSALs og hinsvegar við kröfugerð samninganefndar- innar. í gær voru haldnir fundir með starfsmönnum og var þá á þeim að heyra að þeir væru í einu og öllu samþykkir því að síðasta til- boði ÍSALs var hafnað og að þeir væru ánægðir með störf samning- anefndarinnar til þessa. - Eg held það verði að finna einhverja betri lausn en bráðabirgðalög. Það verður erfitt að reka þetta álver ef ekki er gott samkomulag milli atvinnurekendanna og starfsmanna, sagði Öm Friðriks- son trúnaðarmaður í álverinu í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagðist búast við að menn yrðu ófúsir að vinna yfirvinnu undir lögunum og álmennt þætti mönnum sér það ekki vera skylt. Hann sagði að enn um sinn væri ekki fyrirhugaðar neinar að- gerðir af hálfu starfsmanna. - Það verður að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér, sagði Örn. í dag verður fundur með 50 fé- lögum í Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar og þeim vakta- vinnumönnum sem ekki hefur náðst til fram að þessu. -tt Fimmtudagur 26. mai 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.