Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 10
Dýrt
að
vera
sportari
Það er ekki nóg með að dýrt sé
að stunda sport og sprikl þegar
borga þarf ársgjöld, æfingagjöld,
búninga, vinnutap og fleira held-
ur er enn seilst í budduna þegar
vasaþjófar taka sig til.
Það getur verið ansi hvimleitt
þegar menn mæta í búningsklefa
eftiræfingarog uppgötva aðein-
hververðmætieru horfin. Þaðer
rokið í vörðinn sem segir eins og
venjulega „koma með verð-
mætinhingað". Enþað erekki
svo auðvelt. Nú liggja verðmætin
ekki bara í peningum og úrum
heldur eru dýrir leðurjakkar og
fleira fatakyns lokkandi fyrir
þjófa. Vissulega er rétt að verð-
mætin eiga að geymast h|á verð-
inum en menn nenna ekki alltaf
að hirða smáaurana úr vösunum
eða vega og meta fötin sína og
fara síðan með það dýrasta
geymslu. Hins vegareru þessi
smáaurar til dæmis alltaf pening-
ar og á meðan þeir eru í brókun-
um á snögunum er alltaf hætta á
þjófum. En baðverðirnireru ekki
alltaf með vakandi auga með
klefunum. Þeir fylgjast oft lítiö
með og pollar eða grumsamlegir
gaukar eiga auðvelt með að læð-
ast í klefana. En verðirnir eiga að
fylgjast með og það er þeirra
vinna að láta ekki einhverja vera
flækjast inní klefum þegar menn
sprikla úti á velli. Fróðlegt væri að
fá uppgef nar tölur um hvað hef ur
horfið mikið úr búningsklefum en
menn nenna ekki alltaf að til-
kynna þjófnaði til lögreglu svo að
tölureru ekki nákvæmar.
Kannske er best að mæta
gangandi svo að ekki sé stolið úr
bílnum og íklæddur gömlum lörf-
um sem mega missa sig. Nú, eða
þá að verðirnir taki sitt starf alvar-
legar.
í dag er
26. maí, fimmtudagur í sjöttu viku
sumars, sjötti dagurskerplu, 147.
dagur ársins. Sól kemur upp í Reykja-
vík kl. 3.38 og sest kl. 23.14.
Viöburöir
Isleifur vígður fyrstur biskupa á fs-
landi 1056. Dáinn Jónas Hallgríms-
son 1845. Fæddur Brynjólfur Bjarna-
son stjórnmálamaður og heimspek-
ingur1898.
Garðyrkjufélag íslands stofnað 1885.
Stofnað Verkalýðs- og sjómannafé-
lag Bolungarvíkur 1931. Hitler leggur
hornsteininn að Volkswagen-
verksmiðjunum 1938. H-dagur 1968,
- sama dag fá herskip frá fastaflota
Nató óblíðar móttökur í Reykjavíkur-
höfn og fóru nokkrir mótmælenda útí
skipin og máluðu á þau ýmis slagorð
við litla hrifningu sjóliða og lögreglu.
Þjóöviljinn fyrir
50 árum
Jökulhlaupin úr Skeiðarárjökli að
aukast. Hlaup í Súlu og Núpsvötnum í
gær. Tveir rannsóknarleiðangrar
eiga að leggja af stað frá Reykjavík í
dag. - Siðlausasta sorprit veraldar-
innartekið í tölu helgirita. „Mein
Kampf“ í stað biblíunnar á ölturum
þýskra kirkna. Hakakrossinn í stað
hinskristnakross.
UM ÚTVARP & SJONVARP
7
Svíar ræða rannsókn Palme-morðsins
Sjónvarpið kl. 22.00
Allt frá því Olof Palme þáver-
andi forsætisráðherra Svía var
myrtur á götu úti fyrir rúmum
tveimur árum, hafa Svíar deilt
um rannsókn málsins.
Margir hafa verið þeirrar skoð-
unar að það hafi jafnvel verið
menn innan sænsku lögreglunnar
sem myrtu Palme. Nú í maí áttu
að hefjast í Stokkhólmi réttar-
höld í máli tveggja lögreglu-
manna, en þeir höfuð stefnt rit-
höfundi nokkrum eftir að hann
hafði nafngreint þá sem aðila að
morðinu.
í umræðuþættinum sem verður
á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld
verður meðal annars rætt um
þessar ásakanir. En í umræðun-
um taka þátt þeir Lars Enqvist frá
sænska sjónvarpinu, Ronald
Öhrn, yfirmaður hjá Stokk-
hólmslögreglunni, Gunnar Gun-
namo trúnaðarmaður hjá lög-
reglunni, ríkissaksóknari Svía
Axel Morath og blaðamaðurinn
Sven Anér. En hann er einn af
frumkvöðlum þess, að sett var á
fót sérstakur rannsóknarhópur,
en sá hópur, sem er skipaður
fólki héðan og þaðan úr þjóðfé-
laginu ma. fyrrverandi biskup,
ætlar að fara í gegnum öll gögn
málsins og kanna hvað hæft er í
þeirri fullyrðingu að lögreglan
hafi látið undir höfuð leggjast að
rannsaka hugsanlegan þátt henn-
ar sjálfrar í málinu.
Sjónvarpið kl. 20.35.
í dag eru liðin tuttugu ár frá
H-deginum svokallaða en þá tók
gildi hægri umferð hér á landi.
Þess verður minnst í Kastljóss-
þætti Helga H. Jónssonar frétta-
manns í Sjónvarpinu í kvöld.
Forsíða Þjóðviljans þar sem segir frá
breytingunni yfir í hægri umferð. Það
var á Skúlagötunni þar sem fyrsti bíl-
inn ók yfirá hægri akgrein.
Olof Palme var myrtur á götu úti á
leið heim til sín. I kvöld verður í
Sjónvarpinu umræðuþáttur um
rannsókn málsins frá sænska
sjónvarpinu. Enn hefur ekki tekist
að finna morðingjann þrátt fyrir
gífurlega leit.
í gærkvöld höfia um Í0 fiúíimd maims u
sýningamt „tíemknggr og hafíð"
ireytingin ti! hægri tókst vonum betu
ttob neMaiáiaísofíV ©n engtn f«tij«n<|< óíiöprp né atys
ttMse: issf.tí-rh i isixnðí ití.íj) (txifgiS iffk&Miít-
i shfirx íö StrfyxlnrUf bssfl ixMirX mri
vw<» rt*
H I 1 I I 1 C 11 I
n ti
sjoliða Hah
mm
Varúö
til
hægri
Pabbi segir að eftir
einkunnabókinni að dæma
læri ég ekki nóg heima.
KALLI OG KOBBI
FOLDA
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. maí 1988