Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 6
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar sem stofnuð var fyrr í þessum mánuði óskar að ráða FRAMKVÆMDA- STJÓRA Hlutverk Markaðsskrifstofunnar er m.a.: - Að safna upplýsingum um allt sem varðar markaðsmöguleika á orku fyrir utan almennan markað Landsvirkjunar og að fylgjast með þróun iðngreina sem til greina koma sem stórnotendur innlendrar orku í framtíðinni. - Að gera frumhagkvæmniathuganir á nýjum orkufrekum iðngreinum og eiga samstarf við at- vinnufyrirtæki um frekari hagkvæmniathuganir. - Að láta í té alla nauðsynlega aðstoð við samningagerð ríkisins og Landsvirkjunar um sölu á orku til stóriðjufyrirtækja eða beina orku- sölu til útlanda. Framkvæmdastjórinn skal veita skrifstofunni forstöðu og annast daglegan rekstur hennar. Óskað er eftir starfsmanni með menntun á sviði hagfræði, viðskiptafræði, verkfræði eða í hlið- stæðum greinum. Áskilið er að umsækjendur hafi sérþekkingu og starfsreynslu á verkefnasviði Markaðsskrifstofunnar. Umsóknir skulu sendar Markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, Reykjavík, fyrir 15. júnínk., merktar Geir H. Haarde, stjórnailormanni, sem einnig veitir nánari upplýsingar (s. 11560 og 72112). Á Patreksfirði. Til sölu verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Til sölu er verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Aðalstræti 62 á Patreksfirði. Eignin er 3 hæða steinhús með kjallara, verslunarhæð og risi samtals 551.5 fermetrar og stendur á 2.300 fermetra eignarlóð. Eignin er laus til afnota nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir útibússtjóri Samvinnubankans á Patreksfirði á staðnum eða í síma 94-1284. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Félag bifvélavirkja Suðurlandsbraut 30 — Sími 8301 1 Félagsfundur verður haldinn í Félagi bifvélavirkja fimmtu- daginn 26. maí 1988 að Suðurlandsbraut 30, kl. 20.00. DAGSKRÁ 1. Tekin afstaða til nýgerðra samninga. 2. Önnur mál. Stjórnin. FLÓAMARKAÐURINN Sharp útvarps- og kasettutæki til sölu. Einnig 8 lengjur af gardín- um. Uppl.s. 35055. Tll sölu ísskápur 124 cm hæð. Uppl.s. 16328. íbúö óskast á leigu helst strax í dag. G. Margrét, sími 10762 eða 11204. Tölva Oska eftir að kaupa PC samhæfða tölvu. Uppl.s. 24596. Reiðhjólaverkstæði Til sölu gott verkstæði. Það sem selja á er nafn, verkfæri og vara- hlutir. Húsnæði fylgir ekki. Verð- hugmynd 150-200 þús. kr. Greiðslumáti mjög sveigjanlegur. Tilvalið tækifæri fyrir 1-3. Upplýs- ingar í síma 621309. Ljóðabók Jóns Gnarrs Nýlega kom út hjá útgáfufyrir- tækinu Vænibrjál ljóðabókin Börn ævintýranna eftir Jón Gnarr, sem fréttir kalla „útlaga og ævintýradreng". Þetta er fyrsta bók höfundar en hann hefur áður birt ljóð í dag- blöðum og lesið í útvarpi. Ljóðin eru frá tveim síðastliðinum árum og fylgja „myndir úr sögu kvik- myndanna“. Hér fer á eftir sýnis- horn af kveðskap Jóns Gnarrs: hœgt og rólega kemur gömul eimreið inn gluggann brýlur glerið sem fellur svo hœgt og rólega í persnesku teppin og týnist. Nýjar bækur Ræður og greinar Þórgnýs á Sandi Út er komin bók eftir Þórgný Guðmundsson, fyrrum skóla- stjóra á Sandi í Aðaldal. og nefn- ist hún Sitt af hverju. Efni bókar- innar er sýnishorn af greinum og ræðum höfundar, sem er einn af sonum hins þjóðkunna skálds Guðmundar Friðjónssonar. Eiríkur Stefánsson skólastjóri skrifar formálsorð. Útgefandi er höfundur og fæst bókin hjá honum (Sandi Að- aldal), hjá Máli og menningu Reykjavík og Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar á Húsavík. Að jjiftast til Islands Út er komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar ný útgáfa af bók Amalíu Líndal, Ripples from Iceland. Þessi nýja útgáfa er í kiljuformi og fyrst og fremst ætl- uð erlendum ferðamönnum. Amalía Líndal er fædd og uppalin í Bandaríkjunum. Hún kynntist íslenskum námsmanni, giftist honum og þau stofnuðu heimili sitt í Kópavogi 1949. í bókinni er brugðið upp mynd af íslandi og íslendingum, eins og þeir komu hinni bandarxsku konu fyrir sjón- ir eftir 12 ára viðkynningu, en bókin kom fyrst út í New York 19. maí 1962. Höfundurinn lýsir fyrst til- drögum þess að hún fluttist til ís- lands, síðan komunni hingað, staðháttum og fólki, veðurfari, lifnaðarháttum, siðum og ósið- um. Amalía Líndal fluttist aftur vestur um haf árið 1972 og er nú búsett í Toronto í Kanada. Hún hefur oft heimsótt ísland síðan, og í lokakafla þessarar nýju út- gáfu greinir hún frá þeim stó- felldu breytingum sem orðið hafa á högum fslendinga eftir að bókin var upphaflega samin. FLÓAMARKAÐURINN Barnapössun 11-12 ára stelpa eða strákur ósk- ast tll að passa 19 mánaða gamla stelpu frá kl. 3-6 daglega. Uppl.s. 681333, Þorgerður eða 78548. Vantar barngóða og skemmtilega stelpu til þess aö passa strák fyrir hádegi I júní og ágúst. Er í Laugarneshverfi. Uppl.s. 39616 e.kl. 17. Mig vantar barngóða stelpu 13-15 ára til að passa Evu sem er 1 árs svona af og til í sumar frá kl. 1-5. Við erum í Skipholti. Uppl.s. 623413 e.kl. 13. Listmálari óskar eftir vinnustofu Uppl.s. 39148. Trjáplöntur til sölu Alaskaösp 80-150 cm kr. 300-600. Reyniviður 80-120 cm kr. 300- 400, birki 80-120 cm kr. 250-300. Bírkið er beinvaxið og fljótvaxið. Fræið er af 7 metra háu tré. Uppl.s. 681455. Gömul Rafha eldavél og stór stálvaskur fást gefins. Uppl.s. 22458. Óska eftir kvenreiðhjóli og barnareiðhjóli fyrir ca 7-10 ára. Æskilegt að hjólin líti vel út. Uppl.s. 39706 e. kl. 18. Trjáúðun Tek að mér úðun á trjám. Nota skordýralyf sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Uppl.s. e. kl. 19 39706. Gunnar Hannesson garðyrkjufræðingur. Gamall 3ja sæta sófi í góðu standi. Verð kr. 500. S. 687457. Óska eftir að kaupa ódýrt vel með farið reiðhjól s. 84288 eða 84550. Tíl sölu kæli- og frystiskápur ATLAS. Verð 10 þús. og snyrtiborð og kollstóll úr palisander á 10 þús. Uppl.s. 31614 e. kl. 16. Til sölu BMX reiðhjól 16“ fyrir 6-10 ára. Uppl.s. 44919 e. kl. 16. Prýðisgott prinsessurúm til sölu Lítið notað. Selst ódýrt. Uppl.s. 30161. Óskum eftir að taka á leigu atvinnuhúsnæði 100-150 m2 með innkeyrsludyrum. S. 22577. Til sölu 350 I. Gram frystikista og gamalt baðker á fótum. Uppl.sl. 671901 eða 26332. Til sölu Happy húsgögn: Rúm, skrifborð og hillur m. skáp. Gott verð. Uppl.s. 29052. Trommusett í klessu Mig vantar eftirtalda hluti í trommu- settið mitt: Bassatrommupedal, hi- hat og diskstatíf. Á sama stað ósk- ast ódýr stálstrengja kassa- eða rafmagnsgítar. Sími 16059 eöa 17639. Vinnustofa óskast Myndhöggvari óskar eftir vinnu- stofu 30-50 m2 í Reykjavík eða Kópavogi. Sími 41596 á kvöldin. Ódýrt til sölu Brio barnakerra kr. 3.800. Ikea barnastóll kr. 1.500. Hvorttveggja vel með farið. Uppl.s. 611354. Borðstofuborð úr furu til sölu 10-12 manna borðstofuborð og 6 stólar til sölu á hálfvirði. Uppl.s. 19513. Til sölu gangfær Lada árg. 1978. Selst ódýrt, hs. 83209 vs. 694413. Gítarkennsla Kenni á gítar, klassík og popp. Rún- ar Þórisson sími 18274. Til sölu kæliskápur nýlegur á hálfvirði. Uppls. 37947. Til sölu Ignis kæliskápur hæð 160 breidd 67 cm og vegg- samstæða úr tekki. S. 76726 e kl 19. Óska eftir 22“-24“ telpnareiðhjóli. Uppl.s 19924. Mjög góður dökkblár Emmaljunga barnavagn til sölu að Kaplaskjólsvegi 51. Verð kr. 7 þús. Uppl.s. 15841. Barmmerki Tökum að okkur að gera barm- merki með skömmum fyrirvara. Félagasamtök, fyrirtæki, einstak- lingar. Einnig hönnun og prentun ef þarf. Besta verð í bænum. Uppl. í síma 621083 og 11048. Til sölu Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur (babúskur) í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Uppl. gefur Selma í síma 19239. Síamskettlingar til sölu Litlu, blíðlyndu hnoðrarnir okkar eru tilbúnir að leggja af stað út í lífið. Uppl. í síma 77393. Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu íbúð f Reykjavík frá 1. júní. Uppl. í síma 623605, Anna Hildur og Gísii Þór. Selfoss - Reykjavík húsnæðisskipti Óskum eftir góði 4-5 herbergja íbúð í Reykjavík í leiguskiptum fyrir stórt og gott einbýlishús á fallegum stað á Selfossi. Tilboð sendist auglýs- ingadeild Þjóðviljans. Gæludýr Hamstrar til sölu á 50 kr. stk. Upp- lýsingar í síma 666709 eða 666981. Til sölu Technics/Sansui hljómflutnings- tæki 120 wött, nýr rúskinnsjakki, Sturlunga, DBS reiðhjól, hús- gögn, svart-hvítt sjónvarp o.fl. Á sama stað óskast ódýr bíll, helst skoðaður ’88. Uppl. í síma 21378. k 'upið kaffið sem berst ge^ i Apartheid. Tanz- aníukaffi frá Ideele Import. Upplýs- ingar í síma 621083. íbúð til leigu í París frá 1. júní-1. sept. Lítil, en á besta stað í miðborg Parísar. Verð 2500 fr. á mánuði. Frekari upplýsingar gefur Ása í síma 30589 á kvöldin. íbúð í Lundi í Svíþjóð Góð 3ja herb. íbúð í notalegu um- hverfi í Lundi er til leigu í sumar. Ibúðin leigist með nauðsynleg- ustu húsgögnum og eldhús- áhöldum á sænskar kr. 2000 á mánuði. Leigutími 15. júní- ágústloka. Upplýsingar veitir Þyrí í síma 666623, helst á kvöldin. Lada ’76 til sölu, skoðaður ’88, sumar- og vetrardekk, dráttarkrókur. Selst ódýrt. Sími 93-12379. Til sölu gamalt telpnareiðhjól á nýlegum BMX dekkjum fyrir 7-9 ára. Verð- hugmynd kr. 1.500 (dekkjaverð). Uppl.s. 23982. Góðar og sterkar barnakojur úr beyki til sölu. Einnig barnabaðborð. Selst ódýrt. S. 45975 e.kl. 15. Vinnupláss í hjarta borgarinnar Þarftu næði? Ertu að vinna verkefni í stuttan tíma? Vinnuaðstaða mín í miðborg Rvík er til leigu í 5 vikur í sumar. Frá ca. 15. júní. Uppl.s. 22705 e.h. 3ja herb. íbúð tll leigu á góðum stað í Amsterdam í sumar, í lengri eða skemmri tíma. Uppl. gefur Kolbeinn í síma 34606. Til sölu Sansui/ Technics hljómtæki í skáp ódýrt, nýr rúskinnsjakki, afr- uglari, 3ja gíra DBS drengjar- eiðhjól, svart-hvítt sjónvarp, PCW- ritvinnslutölva. Á sama stað óskast íbúð til leigu í amk. 3 mán. frá 1. júní og einnig ódýr bíll. Uppl.s. 21387. Tveir kettlingar á besta aldri fást gefins. Sími 46331 á kvöldin. Tölva til sölu Til sölu er Amstrad BCW 8256 rit- vinnslutölva. Hagstætt verð. Uppl.s. 612317. Kettlingar fást gefins Uppl. á kvöldin í síma 99-4531 eða 36422. Mig vantar dýnur 1 -2 mjúkar dýnur, mega vera Ijótar, ef þær eru mjúkar. Er í síma 29105.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.