Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.05.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ í öðnim heimi Þau ótíðindi berast hingað til lands að á Bandarikjamarkaði hafi söluverð á þorskflökum verið lækkað um 8-11%. Það er fyrirtækið Coldwater, sölu og vinnslufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem gripið hefur til verðlækkunar en gengið er út frá því sem gefnu að lceland Seafood, dótturfyrir- tæki SÍS, muni fylgja í kjölfarið. Um hríð hefur verð á íslenskum fiski verið mjög hátt vestra miðað við ýmiss konar kjötvarning og fiskurinn okkar hefur ekki verið þar hversdagsfæða almennings. Menn hafa því óttast að til þess myndi draga að lækka þyrfti verð á fiskinum til að salan drægist ekki saman. Það kemur því engum á óvart að fiskselj- endur í Bandaríkjunum hafa nú lækkað söluverð á fiski og að frystihúsin íslensku verða að sætta sig við lægra skilaverð en áður. Þetta eru alvarlegir atburðir en koma þó engum á óvart nema ef vera skyldi ráðherrunum í ríkisstjórn íslenska lýðveld- isins. Ríkisstjórnin er nýbúin að grípa til harkalegra ráðstafana í efnahagsmálum en svo er að sjá að þær aðgerðir hafi miðast við forsendur sem nú eru orðnar úreltar. Forstjóri Þjóðhags- stofnunar upplýsir í fjölmiðlum að í svokölluðum efnahag- spakka ríkisstjórnarinnar, þ.e.a.s. í þeim efna- hagsráðstöfunum sem ríkisstjórnin greip til með setningu bráð- abirgðalaga, hafi verið miðað við söluverð á sjávarafurðum eins og það var á helstu mörkuðum okkar í Evrópu og í Banda- ríkjunum í síðustu viku. Látið er að því liggja að með verðlækk- un á þorskflökum í Bandaríkjunum séu efnahagsmál þjóðar- innar komin í verra horf en ráðherrarnir höfðu reiknað með. Má af þessu marka að ráðherrarnir hafi síst af öllu reiknað með verðlækkun á Bandaríkjamarkaði, ekki frekar en þeir reiknuðu með því að sala á erlendum gjaldeyri ykist þegar óvissa manna um gengisfellingu snerist eingöngu um vanga- veltur um tímasetningu. Ráðherrarnir virðast því hafa verið algjörlega grunlausir um að hætta væri á verðlækkunum á freðfiski í Bandaríkjunum og hafi einhver hnippt í þá, þegar þeir voru í síðustu viku að sjóða saman bjargráðin, og bent þeim á að almælt væri að freðfiskur gæti lækkað í verði, þá hafa þeir af einhverjum ástæðum ekki viljað heyra. Reyndar er það svo með ráðherrana að þeir virðast lifa í sinni einkaveröld og sú veröld hefur því miður ekki mjög marga snertifleti við hinn harða heim raunveruleikans. Þeir geta setið lon og don og reynt með sér við að ná einhvers konar samkomulagi um efnahagsaðgerðir. Er þá keppst um hver ráðherranna fær mest fram af hugmyndum sínum í hinni end- anlegu ákvörðun ríkisstjórnarinnar en minna um það hirt hvernig þær ákvarðanir koma heim og saman við raunveru- leikann eða hvernig á að koma þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnin hefur lengi legið undir ámæli fyrir að hafa ekki reynt að lækka fjármagnskostnað. Einstaklingar hafa ófáir komist að því fullkeyptu við að greiða leigur fyrir fé sem þeir hafa tekið að láni til að fjármagna íbúðarkaup. Stór hluti fyrir- tækja er kominn á heljarþröm vegna gífurlegs fjármagns- kostnaðar. Þeir, sem hafa frjálshyggjuna að leiðarljósi, mega ekki heyra á það minnst að ríkisvaldið reyni að hafa áhrif á það hvernig viðskipti með peninga ganga fyrir sig. En nokkrir flokksmenn ráðherranna eru blendnir í frjálshyggjutrúnni og hafa lagt að sínum mönnum að reyna að koma einhverjum böndum á þá ófreskju sem fjármagnsmarkaðurinn er orðinn. Það mun vera orsök þess að í nýju bráðabirgðalögunum má finna stuttorð fyrirmæli um að verðtrygging nýrra fjárskuldbindinga til skemmri tíma en tveggja ára skuli vera óheimil frá 1. júlí n.k. Nú berast af því fréttir að embættismenn í bankakerfinu séu að velta því fyrir sér hvað ráðherrarnir hafi eiginlega verið að meina með þessari lagagrein. Ætlast þeirtil að verðtrygging á innlánum verði afnuminn eða voru þeir bara að tala um útlán? Á að banna verðtryggðar bankabækur um leið og vísitala verð- ur bannorð á skyndilánum bankanna? Ugglaust munu bankamenn leysa þetta túlkunarvandamál. En hitt er verra að þeir, sem best þekkja til á fjármagnsmarkað- inum, telja að aðgerðir ríkisstjórnarinnar verði til að hækka enn vexti. ÓP Enn um Davíð borgarstjóra í gær vorum við að leggja út af ræðu sem Davíð Odds- son borgarstjóri flutti ekki alls fyrir löngu á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Garða- bæ. Hann var að tala um þann tilvistarvanda flokks- ins, að honum vex ekki fylgi enda þótt Borgaraflokks- ævintýri Alberts sýnist lok- ið. Hann kenndi ýmsu um- meðal annars skorti á and- stæðingum. Óttinnvið kommúnista og Framsókn væri úr sögunni sem samein- ingarafl, og menn hefðu ekki áttað sig sem skyldi á þeim slóttugheitum Jóns Baldvins að gera Alþýðufl- okkinn mjög hægrisinnaðan og þar með að lokkandi beitu fyrir fólk „sem áður hefur rambað sjálfkrafa í réttarhólf Sjálfstæðisflokks- ins“. (Fróðlegt orðalag reyndar og lýsir þeim hugs- unarhætti að kjósendur séu sauðir, merktir sínum pólit- íska stórbónda, og ekki lík- legir til að taka það upp hj á sjálfum sér að vera með eitthvert pólitískt múður, þótt svo aðrir bændur kunni að villa um fyrir þeim.) IKvennó eru kommar Að þessu loknu kom Da- víð Oddsson að Kvennalist- anum og fylgi hans. Borgar- stjóri er feiknalega hneykslaður á því fyrirbæri og fer svo, að á hann dembir hann öllum þeim skömmum sem hann veit rammastar. Davíð segir meðal annars: „Kvennalistinn er þegar grannt er skoðað afturhalds- samasti vinstriflokkurinn sem nú er í boði... Hann er fjandsamlegur frjálsu atvinnulífi, frjálsri fjölmiðl- un og flestum nýjungurn í þjóðlífinu... Umfram allt er þessi flokkur sanntrúaður forsjárhyggjuflokkur, sem tortryggir sjálfsbjargarvið- leitni einstaklingsins og lýtur í niðurstöðum sínum nær undantekningarlaust lögmáium sósíalismans. “ Nauðsyn óvinar Davíð hefur lært það í pól- itík að ekkert er jafn gott og að finna sér fj andmann og hamast sem mest á honum. Óvinurinn sameinar lýðinn og eflir traustið á foringjun- um og leyfir mönnum að gleyma innri vandamálum. (Nefnum nýlegt dæmi af þessu: Reagan forseti neyddist til þess fyrir skömmu að afskrifa Rússa sem óvin númer eitt, og til þess að ekki yrði tómarúm í þjóðfélaginu dubbaði hann upp eiturlyfjasmyglara í það hlutverk í staðinn.) Þetta veit Davíð borgarstjóri sem- sagt, og hann ætlar að reyna fyrir sér með Kvennalistann í hinu nauðsynlega hlutverki óvinarins. Því miðurfylgist hann ekki nógu vel með breytingum í þjóðfélagsum- ræðu, og því kann hann ekki mörg önnur ráð en að skamma Kvennalistann með nokkurnveginn sama hætti og okkur komma rétt áður. Refsingin mesta En einn er þó munur á þessu mjög eftirtektarverð- ur. Hann er sá, að reiðilestri íhaldsforprakka yfir komm- um lauk einatt hér áður fyrr á því að særa fram refsingu, og hún var sú, að réttast væri að senda þessa andskota alla til Rússlands. Það er í eðli- legu framhaldi af þeirri hefð, að Davíð finnur sér þá refsingu sem hann telur skelfilegasta fyrir Kvenna- listann; sendum þær barasta ístjórn! Hann segirsvoílok síns máls um Kvennalistann: „Nýjustu skoðanakann- anirbenda til að hollt sé að pína þennan flokk til að axla raunverulega ábyrgð, sem myndi á fáum mánuðum, jafnvel vikum, opinbera brotalamirnar og þverstæð- urnaríflokknum." Davíð veit náttúrlega hvað hann syngur þegar hann talar um það sem skelfiiegasta refs- ingu sem gengið getur yfír nýlega pólitíska hreyfingu, að hún sé „pínd“ til að fara í ríkisstjórn („axla ábyrgð“). Það er í raun og veru hin mesta mannraun fyrir alla þá sem reyna að hafa uppi öðruvísi hugmyndir um gott samfélag en tíðkast hafa. Ber þar helst til vanmátt stjórnmálanna, takmarkan- ir þeirra, sem eru alltof sjaldan til umræðu. Vissu- lega geta stjórnmálamenn komið ýmsu til leiðar í valdastólum, en í raun miklu minna en bæði þeir og kjós- endur ven j ulega vilj a vera láta. Alþingi og ríkisstjórn eru reyndar ekki nema part- ur af flóknu valdakerfi, og þessar stofnanir báðar þar fýrir utan bundnar hremmi- lega af ótal þráðum sem hnýttir voru áður en síðast varkosið. Oddvitarvinstri- flokka standa sig auðvitað misjafnlega vel þegar þeir sitja á ráðherrastólum - en hitt er og víst, að hvernig sem þeir pluma sig, þá verða fylgismennnirnir fyrir mikl- um vonbrigðum. Vegna þess blátt áfram að það er lítið sem afmarkaður hluti valdgeirans gæti gert á svo- sem einu kjörtímabili (það tekur til dæmis enginn heimskulegar fjárfestingar margra áratuga og breytir þeim í betri lífskjör í snatri). Púkinn á fjósbitanum Hitt er svo annað mál, að það er einmitt á þessu á- standi sem flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn þrífst, eins þótt hann eigi í sinni til- vistarkreppu núna. Hann er nefnilega fulltrúi þeirra sem „eiga“ þjóðfélagið eins og það leggur sig - þar kemur saman það lið sem á mestallt embættiskerfið, fjölmiðla, stórfyrirtæki - að viðbættum kjarnanum í flestum ríkis- stjórnum. Þar með hefur þessi flokkur feiknamikið forskot fram yfir aðra til allra handa áhrifa á samfé- lag, hugsunarhátt, tekju- skiptingu og hvaðeina, sem gerir möguleika annarra afla til að fylgja eftir einstökum sigrum í einstaka kosningum næsta endasleppa og rýra. Og mun svo lengi - að minnsta kosti á meðan menn koma sér ekki saman um traustlega vinstrisamstöðu tillangframa. áb Þióðviuinn Málgagn sósíalisma! þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: GarðarSigvaJdason, MargrótMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70kr. Áskriftarverð á mónuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. mat 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.