Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 9
Veggteppið góða sem innflutningsdeild SÍS þáði að gjöf frá ávaxtagreifunum í Outspan fyrir sex árum: Þökk fyrir viðskiptin. Mynd: E.Ol. Frá Outspan með þökk fyrir viðskiptin ÞÚ FÆRD . lOOg MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. Mikligarður-markaður við Sund. Velflestir Reykvíkingar og grannbyggðafólk hefur gengið þar um garða, en byggingin hýsir fleira en stór- markaðinn einan. Úrkverk- inni sem fyrst verður á vegi manns þegar ekið er upp að húsinu ergengið inn áýmsa kontóra Sambandsins,en í anddyrinu hangirformikið veggteppi sem innflutnings- deild SIS hefur þegið að gjöf frá suður-afríska stórfyrirtæk- inu Outspan sem einkum höndlarmeð ávexti. Teppið er handofið og hand- spunnið úr ull af karakúlfé, 290 x 180 sentimetrar, og eru höfundarnir þrjár svartar konur, sín af hverjum þjóðflokkinum ef marka má meðfylgjandi vegg- skjöld; Ntazi Johanna Msiza, Martha Mahambe og Nhositha Catarina Moubu, og er viðfangs- efni þeirra biblíusaga sem þær hafa teiknað og ofið. Verkið er í þremur flötum eins og sjá má á ljósmyndinni hér á síðunni, en í kynningartextanum segir orða- grannt: Flötur 1: Adam og Eva í aldin- garðinum Eden umkringd dýrum merkurinnar, en Djöfullinn horf- ir á. Eva réttir Adam eplið, og engillinn vísar þeim úr aldingarð- inum Eden. Flötur 2: Nói gengur með fjöl- skyldu sinni og dýrunum inn í örkina og flytur fæði og útsæði með sér, en hinn illi og syndugi lýður drukknar í flóðinu fyrir utan. Flötur 3: Örkin lendir, og Nói stígur með fjölskyldu sinni á þurrlendið og færir þakkarfórn. Gjafir eru yður gefnar Ef einh ver hefur fengið þá hug- mynd af þessari frásögn um gjafir þær sem íslenskum samvinnu- mönnum hafa verið gefnar að ör- læti suður-afrísku ávaxtahöndla- ranna sé nýtilkomið þá er það misskilningur. Á skildi þeim sem hjá teppinu hangir segir að The Outspan Organisation í Suður- Afríku hafi gefið það innflutn- ingsdeild SÍS árið 1982, eða fyrir sex árum. Blaðamann rekur ekki minni til þess að þeir sambands- menn hafi skýrt frá þessari veg- 'egu gjöf, hvorki þá né síðan, og má það merkilegt heita. Alltént hafa þær frásagnir þá ekki verið fyrirferðarmiklar. Ágætisveggteppi sumsé, svo langt sem það nær, en þar sem því sleppir taka spurningarnar við. Hvað eru íslenskir samvinnu- menn eiginlega að hugsa að þiggja gjafir af suður-afrísku stórfyrirtæki? Er þarna á ferðinni heimóttarskapur þess sem kemur umheimurinn ekki við; alger blinda á almenningsálitið sem og frelsisbaráttu kúgaðs og þraut- pínds meirihluta blökkumanna í landinu; eða forherðing þess sem vill bjóða mikið fyrir lítið í sínum stórmörkuðum hvað sem tautar og lætur sig þá einu gilda hvaðan gott kemur? Því að ein og sér skiptir veggskreytingin sú arna náttúrlega engu máli. Hitt stend- ur að hana ber að skoða sem du- lítinn þakklætisvott ávaxtasal- anna í föðurlandi aðskilnaðar- stefnunnar fyrir viðskiptin í gegn- um árin, en Sambandið hefur verið einna drýgst íslenskra fyrir- tækja við innflutninginn frá Suður-Afríku. Lengra getur eitt fyrirtæki varla komist frá upp- runa sínum, og reyndar lyginni líkast að frumkvöðlarnir hafi ver- ið framfarasinnaðir, stórhuga smábændur fyrir norðan land. Að minnsta kosti miðað við þessi Suður-Afríkuósköp. Höndlað fram á síðustu stund Alþingi hefur nú loksins loks- ins mannað sig upp í að sam- þykkja viðskiptabann á Suður- Afríku. íslenskir samvinnumenn munu því ekki njóta viðskiptanna lengi enn, en þeir mega hafa skarpa skömm fyrir að láta sig hafa það að höndla við apart- heidböðlana fram á síðustu stund: Því að apartheid er ekki einfalt misrétti sem kemur til af kynþáttafordómum. Blökku- menn eiga ekki aðeins erfitt uppdráttar vegna verri félags- legra skilyrða og kynþáttafor- dóma, heldur er apartheid félags- og stjórnkerfi þar sem samfélags- staða fólks er ákvörðuð þegar við fæðingu í samræmi við litaraft. . Blökkumenn njóta ekki borgara- legra þegnréttinda. Þeir hafa engin pólitísk réttindi, þeir mega ekki eiga jörð, þeir ráða engu um það hvar þeir búa og njóta ekki ferðafrelsis í eigin landi, hvað þá til eða frá því. Apartheid er svívirðilegasti og hörmulegasti glæpur samtímans, en krafan um efnahagsþvinganir er ein af þeim höfuðkröfum sem blökkumannaleiðtogar Suður- Afrfku hafa beint til umheimsins til að koma þessu viðurstyggilega samfélagskerfi á kné. Sú krafa var að vísu ekki í slíku hámæli sem nú þegar samvinnumenn hér á landi hengdu upp teppið góða - fyrir sex árum eða svo - en engu að síður er miklu lengra um liðið síðan Afríska þjóðarráðið setti kröfuna fram. SÍS hefur mikið umleikis og sjálfsagt skipta viðskiptin við Outspan og Delmonte og ef til vill önnur fyrirtæki í Suður- Afríku ekki miklu máli þegar upp er staðið. Söm er þó þeirra gjörð- in: að leggja ekkert af mörkum til að einangra stjórnvöld í Pretoríu heldur halda þvert á móti uppi viðskiptum við þeirra menn. Ef- laust hafa kaffibaunaviðskiptin við Brasilíumenn verið margfalt ábatasamari, hvernig svo sem kann að hafa verið að þeim stað- ið, en það er helmingi meiri skíta- lykt af þessum apartheidbíssniss öllum saman, og gýligjafir þar- lendra valdsmanna eru eingöngu til að gera mál þetta enn ömur- legra og hallærislegra ef hægt er. Hjörleifur Sveinbjörnsson ... Og viðeigandi upplýsingar. Alltílagi með þetta veggteppi svo lang sem það nær, en svo þær það ekki lengra. Mynd: E.ÓI. Ruud Gullit hyllir Mandela Eftirfarandi greinarkorn birtist í marshefti mánaðarritsins Sechaba á þessu ári, en Sec- haba er opinbert málgagn Afr- íska þjóðarráðsins í Suður- Afríku (ANC). Fjallaðerum næstafágætan atburð, yfir- lýsta samstöðu afburða íþróttamanns með kúguðum í heiminum. RuudGulliterhol- lenskur knattspyrnumaður sem leikur með ítalska liðinu Milan. Hann átti hvað stærst- an þátt í að liðið varð nýlega ítalskurmeistari. Hér fer lausleg þýðing á greininni: Þegar hann var kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu og afhent- ur bikarinn, Gullboltinn, sagði hollenski biökkumaðurinn og knattspyrnumaðurinn Ruud Gul- lit: „Ég tileinka Gullboltann hetj- unni Nelson Mandela. Við megum aldrei gleyma Nelson Mandela. Það er stórkostlegt hvernig hann hefur helgað líf sitt því sem göfugt er, fyrir réttlæti og gegn apartheid. Málstaöur hans er minn málstaður og mig langar til þess að við hugsum öll um hann.“ Gullit, sem er 25 ára gamall er drifkrafturinn í ítalska liðinu AC- Milan og oft borinn saman við goðsögnina meðal knattspyrnu- manna, Alfredo di Stefano. Gul- lit notaði hápunkt glæsilegs ferils síns til að koma með pólitíska yfirlýsingu. f viðtali sem fréttablaðið Fra- nce Football tók við hann var bent á að hann væri fyrsti leik- maðurinn sem hefði notað Gull- boltann til að þjóna sannfæringu sinni. Gullit svaraði: „Hvers vegna ekki? Þetta er tækifæri til að velta fyrir sér vandamálum heimsins. Ef við erum ófær um að leysa þau látum við börnunum þau eftir. Og þau munu sjálf hafa nóg af vandamál- um. Nú er árið 1987 og við þvæl- umst enn með vandamál frá mið- öldum. Finnst þér þetta vera eðli- legt?" Gullit telur að íþróttir og sam- staða séu óaðskiljanleg. Gylfi Páll Hersir. Varbesta skautasvellið íhverfmu fyrír framan útidymar hjáþér? y Ef þú vilt losna við svellbiinkarm, snjóskaflana og krapið úr gangvegin- um eða heimkeyrslunni næsta vetur, ráðleggjum við þér að taka ákvörðun um VARMO snjóbræðslukerfið núna og leggja það í sumar. Þegar þú kaupir VARMO færðu afar vandað og heilsteypt kerfi þar sem hver hlutur er sérhannaður fyrir VARMO og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af þvi að þetta eða hitt vanti. VARMO er einfalt í uppsetningu og þess utan eru sérfræðingar okkar ávallt tilbúnir til þess að koma á staðinn ef þú óskar, skoða aðstæður og leggja á ráðin með þér um hagkvæmustu lausnina. VARMO færðu í öllum helstu bygg- ingavöruverslunum um allt land — ein- falt og hagkvæmt. Láttu þérekki verðaháltá því - tryggðu þér VAKMO fyrir veturínn. VARMO snjóbræðslukerfið er bæði hitaþolið og frostþolið. AUar tengingar i VARMO fást á sölustöðunum. Sérhannaðar VARMO mátklemm- ur halda réttu millihili á milli röra. VARMO REYKJALUNDUR - SÖLUDEILD Sími 666200

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.