Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 14
KROSSGATAN Nr. 619 BRIDGE 4 TT~ 5— ÁU (p T~ 8 2~ 3 10 )i )X /3 l<7 )S 3 )(, TZ )) n ie 3 )(? )<i 2/ )S" <7 f 22 21 (o 23 20 n V n )l y )(p 2/ /S 2S )(o ' V Jo y llo 2é w~ 21 V 28 W~ d /4 io % 23 ie 21 >tr r XI 2V JÉ f wr % V V v )te 3 2/ 2} & M Y± w 18 Ti 21 % w~ Jí»u ía 21 30 23 18 (V r~ zl isr V *>o 3 / 21 V V T~ k> W~ V </ T~~ le & V \l )/ ¥ <2 ZD T~ v- )o r- 29- )&> d /4 i3 21 T~ v )o it/ 3 V T~ n 2? s h (p xe )8 T~ 3 W~~ u V /? 3 (? 11 2? 23 T~ )) Y- AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞ/EÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kvenmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 619“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. °)1 21- H- 3 1 )8 21 5 )5 9 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. Lausnarorðið á krossgátu 616 var Vestursíða. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Ingibjargar Guðmundsdóttur, Fossheiði 15, Selfossi. Hún fær senda bók Guðrúnar Guðvarðardóttur, Lögur, Horn og Heljarvík - ferðaþættir frá Hornströndum. Verðlaun fyrir krossgátu 619 verður bók Stefáns Jónssonar, Að breyta fjalli. Útgefandi Svart á hvítu. Hörkumót í Kópavogi Maí-mót Bridgefélags Kópa- vogs og Sparisjóðs Kópavogs er um þessa helgi. Spilað er í Fé- lagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Liðlega 20 sveitir taka þátt í mótinu, sem er snöggtum minni þátttaka en búist var við (gert ráð fyrir 32 sveitum). Hver sem ástæðan er fyrir jafn dræmri þátt- töku á Bridgefélagið og Spari- sjóðurinn í Kópavogi, heiður skilinn fyrir stórhuga framtak sitt. Vissa er fyrir því að mótið verður gott, sterkt spilalega séð og frábær verðlaun. Formaður B.K., er Trausti Finnbogason. Víst er að liðin okkar í báðum flokkum munu eiga á brattann að sækja, en spurning hve heima- völlurinn fleytir okkur. Yfir-keppnisstjóri mótsins verður Svíinn Hans Olof Hallén, en honum til aðstoðar Hermann Lárusson og Jakob Kristinsson. Mótsstjóri verður Sigmundur Stefánsson, vara-forseti Bridge- sambandsins. Dregið verður í 1. og 2. umferð Sanitas-Bikarkeppni Bridgesam- bandsins á þriðjudaginn kemur. Enn er hægt að bæta við sveitum, Vestfjarðamótið í sveita- keppni er um þessa helgi. Spilað er að Núpi í Dýrafirði. Um 12 sveitir taka þátt í mótinu. Á Sauðárkróki er Norðurlandsmót í sveitakeppni (bæði svæðin). Þátttaka er frekar dræm, eða um 12 sveitir. Að sögn Jóns Bernd- sen á Króknum, var gert ráð fyrir 18-20 sveitum. Spilamennska þar hófst í gærkvöldi. Bridgesambandið gekkst fyrir blaðamannafundi í vikunni. Á dagskrá var Norðurlandamótið í sumar, sem spilað verður á Loft- leiðum. I opnum flokki keppa 6 lið (frá öllum Norðurlöndunum) og í kvennaflokki 4 lið. Finnar og Færeyingar senda ekki lið til keppni. Liðin okkar eru þannig skipuð: Opinn flokkur; Hjalti Elíasson fyrirliði, Jón Baldurs- son, Valur Sigurðsson, Karl Sig- urhjartarson, Sævar Þorbjörns- son, Sigurður Sverrisson og Þor- lákur Jónsson. Kvennaflokkur: Jakob R. Möller fyrirliði, Anna Þóra Jónsdóttir, Hjördís Eyþórs- dóttir, Esther Jakobsdóttir, Val- gerður Kristjónsdóttir, Erla Sig- urjónsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir. Á fundinum kom fram að þetta er í 21. skipti sem þetta mót fer fram, en áður hefur það verið haldið hér á landi 1978 og 1966. Liðin sem koma hingað eru ákaf- lega vel „mönnuð“, með Evrópu- meistara Svía í fararbroddi. Dan- ir og Norðmenn eru einnig hátt skrifaðir í alþjóðlegum bridge. ÓLAFUR LÁRUSSON á mánudag og þriðjudag, á skrif- stofu BSÍ í síma 91-689360. Þegar hafa 35 sveitir skráð sig til leiks, en á síðasta ári tóku 39 sveitir þátt í bikarkeppninni. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu BSI. Annað alþjóðlegt mót Schiphol-flugvallar í Amster- dam, verður spilað helgina 18.- 19. júní í Hollandi. Ein sveit frá íslandi, bronssveit frá síðasta ís- landsmóti í sveitakeppni mun taka þátt í mótinu. í sveitinni eru: Magnús Ólafsson, Jakob Krist- insson, Hermann og Ólafur Lár- ussynir. í mótinu verða 100 sveit- ir (hámark) og verða spiluð yfir 90 spil, eftir Monrad- fyrirkomulagi. Sumarbridge 1988 hefur farið vel af stað. Síðustu skiptin hefur þátttakan verið milli 45-50 pör hvern dag, en spilað er alla þriðjudaga og fimmtudaga að Sigtúni 9 (húsi Bridgesambands- ins). Efstir í stigakeppninni eftir 6 kvöld voru: Guðlaugur Sveins- son og Magnús Sverrisson. FJOLMIÐLAPISTILL GROANDI ÞJODUF Fyrir tæpum þremur árum tók ég þátt í því að gangsetja tímarit sem kenndi sig við félagshyggju. Við stofnuðum hlutafélag utan um tímaritið og nefndum það Félagsútgáfuna og eftir töluverð- ar bollaleggingar og allt að því deilur varð Þjóðlíf hlutskarpast í skoðanakönnun um nafn á tíma- ritinu. Síðan hafa mörg vötn til sjávar runnið eins og nú er sagt og ég er fyrir alllöngu kominn út úr stjórn Félagsútgáfunnar og hef engin af- skipti haft af Þjóðlífi á þeim tíma. Það er því freistandi að líta á ritið eins og það er í dag og bera það saman við þær hugmyndir sem við gerðum okkur í upphafi um tímaritið sem við vildum gefa út. Sannast sagna kemst ég í nokk- urn bobba þegar ég reyni að rifja upp þær hugmyndir sem voru á sveimi á undirbúningsskeiði Þjóðlífs. Þær voru allmikið á reiki og það gekk beinlínis erfiðlega að ræða þær. Ég man að á stofnfundinum las ég upp plagg sem ég hafði tekið saman þar sem settar voru fram nokkrar hug- myndir um tímaritið. Frá því er skemmst að segja að svo til engar umræður urðu um plaggið, fundarmenn voru alltof upptekn- ir við að ræða lagagreinar og hvort hlutirnir ættu að vera þús- undkall eða fimmþúsundkall. Á miðjum fundi fór ég í pontu og auglýsti eftir umræðum um það hvernig við vildum hafa blaðið sem allt snerist um. Svo var hald- ið áfram að ræða lög... En Þjóðlíf komst samt á kopp- inn og lifir enn þrátt fyrir marg- víslegar hremmingar á sínu skamma lífshlaupi. Fyrsta tölu blaðið kom út á Þorláksmessu 1985 og lengi framan af var blaðið í mótun. Það er eiginlega ekki fyrr en nú í vetur sem það hefur tekið á sig form sem ég trúi að sé til frambúðar. Okkur sem tókum þátt í að gangsetja Þjóðlíf var að sumu leyti vorkunn. Við fengum af- skaplega lítið vegarnesti frá eigendum blaðsins, sbr. umræð- urnar á stofnfundinum. Það sem var á sveimi í kollinum á okkur var einhver óljós hugmynd um að ÞRÖSTUR HARALDSSON gefa út „Mannlíf handa vinstri mönnum" eins og það var orðað á einhverjum fundinum. Nánari útlistun á því hvað slíkt fæli í sér var ekki til og varð raunar aldrei til á vettvangi stjórnarinnar. Eftir að Þjóðlíf hafði komið nokkrum sinnum út og aldrei eins var málið loks tekið til umræðu á stjórnarfundi og kom þá í ljós að stjórnarmenn höfðu mjög ólíkar hugmyndir um það hvernig blað- ið ætti að vera. Sumir virtust vilja gefa út fræðilegt rit sem birti þungavigtargreinar um þau vandamál sem brenna á félags hyggjufólki, vanda velferðarrík- isins, gereyðingarhættuna osfrv. Aðrir, og ég var sjálfur í þeim hópi, töldu að ekki væri grund völlur fyrir útgáfu slíks rits, Þjóðlíf þyrfti óhjákvæmilega að laga sig að þeim markaði sem Mannlíf og Heimsmynd höfðu búið til. Þessar umræður urðu aldrei mjög markvissar meðan ég var í stjórninni og ritstjórar fóru sínu fram. Eftir að ég hvarf úr stjórn var blaðinu breytt í fréttatímarit og var það að mínu viti heilla- spor. En af einhverjum ástæðum hefur það dæmi ekki gengið upp fyrr en núna eftir áramót. Þá kom til starfa nýr ritstjóri, Óskar Guð- mundsson sem um árabil vermdi stól ritstjórnarfulltrúa þessa blaðs. Óskar hefur augljóslega á- kveðna fyrirmynd að þvf blaði sem hann vill gefa út. Hún heitir Der Spiegel og er ekki leiðum að líkjast. Það er til dæmis greini- legur vilji Óskars og félaga að Þjóðlíf - eins og Der Spiegel - gegni aðhaldshlutverki samtímis því að þjóna fróðleiksfýsn félags- hyggjufólks og annarra lesenda blaðsins. Eins og þýski spegillinn hefur Þjóðlíf töluverðar áhyggjur af lýðræðismálunum og hefur blaðið átt góða spretti í löggumál- unum, svo dæmi sé tekið. í nýj- asta blaðinu er fjallað um tölvu- væðingu lögreglunnar sem gæti átt sínar skuggahliðar ef ekki er farið fram með gát. Ég vil óska okkur félags- hyggjufólki til hamingju með það að við höfum loksins eignast það blað sem ætlunin var að koma á laggirnar haustið 1985. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.