Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 12
► jökull gaus aftur 1727 og misstu þá Skaftafellsbændur nær allan sinn bústofn. Jörðin greri fljótt upp í þetta sinn, en annað eins áfall reið yfir tæpum 50 árum síð- ar í Skaftáreldum. Við þessi ósköp bættust sífellt ágangsharð- ari Skeiðarárhlaup, eftir að áin flutti sig austar á sandinn á 18. öld. Þó að náttúruöflin hafi oft látið ófriðlega má segja að landkostir og hlunnindi af jörðinni hafi gert hana eftirsótta til búsetu. Hægt var að beita fé úti nánast allt árið og hjálpaðist þar að veðursæld og góðir hagar. Nytjar af skóginum voru miklar og voru m.a. brennd úr honum kol, sem nýttust til að smíða ýmis verkfæri og skeifur úr málmi. Voru margir orðlagðir hagleiksmenn meðal ábúenda í Skaftafelli. Mikið var sótt í að ná málmi úr skipum sem strönduðu við Skeiðarársand, því ekki var hlaupið í kaupstað eftir slíkum varningi. Á tímum einokunar- verslunarinnar þurftu Öræfingar að sækja verslun austur á Djúpa- vog, sem var um 10 dagleiðir og aðeins farnar 1-2 ferðir á ári. A strandlengjuna rak nægan við til bygginga og góð selveiði var á Skaftafellsfjöru. Mikil búbót var að selnum sem var gjörnýttur. Þar fékkst lýsi á lampa, skinn í skó og ólar og kjöt í matinn. Nokkur örnefni í Skaftafelli minna á búskaparhætti sem nú eru aflagðir. Sem dæmi má nefna Kolgrafargil, Lambhagi og Sel. Sama ættin hefur búið í Skafta- felli frá um 1400 svo öruggt sé. Síðasti bóndinn í Skaftafelli og þjóðgarðsvörður frá stofnun er Ragnar Stefánsson. Þó að hann flytji úr Hæðum í Freysnes, sem er skammt utan marka þjóð- garðsins, er Skaftafellsættin ekki farin af staðnum. Stefán Bene- diktsson, sem ráðinn var þjóð- garðsvörður um síðustu áramót, er bróðursonur Ragnars. mj Fleiri mœttu nota frœðsluferðirnar ser Á þeim friðlýstu svæðum sem mest eru sótt af ferða- mönnum starfa landverðir yfir sumartímann. Undanfarin ár hefur Náttúruverndarráð haldið námskeið fyrir þá er hug hafa á landvarðastarfi og hafa færri komist að en vilja. Yfir háannatímann síðasta sumar voru 6 landverðir í þjóðgarðinum í Skaftafelli og náðum við tali af Ragnheiði Jónsdóttir, sem starfað hefur þarí3sumur. Blómaskoðunarferð einnavinsœlust Ragnheiður taldi að fólk væri fyrst og fremst að sækjast eftir samneyti við náttúruna þegar það legði leið sína í Skaftafell. - Það kemur til að vera úti og ganga um. Skaftafell er ekki djamm- staður eins og t.d. Þórsmörk. Frekar fjölskyldustaður, þar sem fólk getur verið öruggt um frið. Margir laðast að staðnum og koma sumar eftir sumar. Gestir þurfa að ferðast fót- gangandi um þjóðgarðinn og geta þeir valið úr mörgum og miserfið- um gönguleiðum. - Allir geta fundið skemmtilegar göngu- leiðir, jafnvel þótt þeir séu orðnir gamlir og fótfúnir eða með krakka. Það er mikið um að fólk sé með smábörn, sem það ber á háhesti og fer með léttari leiðir. Síðustu sumur hefur verið lögð meiri áhersla á fræðslustarf í þjóðgörðunum. Felst nýbreytnin einkum í því að bjóða gestum upp á gönguferðir undir leiðsögn landvarða. í Skaftafelli vara ferð- irnar allt frá 2 uppí 10 klukku- stundir og er meginþema þeirra misjafnt, eftir því hvaða leið er vaiin. Svo dæmi séu tekin þá er hægt að verða fróðari um plöntur, sögu og lífshætti fyrri tíma, jökla og landmótun. Ragn- heiði fannst að gestir mættu nýta sér þessa auknu þjónustu mun betur en þeir gerðu. - Frá síðari hluta júní til 20. ágúst var boðið upp á gönguferðir á hverjum ein- asta degi og stöku sinnum 2 á dag. Þátttakendur urðu 305, en af 65 auglýstum ferðum féllu 10 niður vegna þess að engin þátttaka var. Ferðirnar eru auglýstar kvöldið áður eða að morgni. Stundum er erfitt að meta, fyrr en veður er ljóst að morgni, hvert maður fer. Við förum ekki í langar göngu- ferðir ef það er rigning eða leiðindaveður. Annars getur rigning í Skaftafelli stundum ver- ið svo yndislegt veður, bæði milt og hlýtt. - Ein vinsælasta ferðin er blómaskoðunarferð. Þá er farið meðfram hlíðinni að Skaftafells- jökli og jafnvel inn með jöklin- um. Leiðin er mjög skemmtileg og á henni eru miklar andstæður. Fyrri hluta hennar er mikill gróður og gróska en þegar kemur nær jöklinum skiptir gjörsamlega um og maður kemur í allt annað gróðurlendi. Enn ný flóra tekur síðan við ef gengið er upp á jökul- öldurnar, í átt að gamla veginum. TUDOR FÆR AVINDU - RAFGEYMAR TUDOR Tilboðsverð á hinum geysivinsælu TUDOR rafgeymum Takmarkaðar birgðir. TUDOR rafgeymir með 9 líf. Umboðsmenn um land ailt. BÍLDSHÖFDA 12 s: 680010 Gróður eykst fró óri til órs Að sögn Ragnheiðar sýna rannsóknir, að þjóðgarðurinn í Skaftafelli er einn af fáum stöð- um á landinu þar sem gróður eykst mjög mikið frá ári til árs. Skiptir þar mestu að lítið hefur verið beitt á Skaftafellsheiði eftir stofnun þjóðgarðsins fyrir 20 árum. - Ég held að í Skaftafelli opnist augu fólks oft fyrir tilganginum með því að friða svæði og gróður- vernd. Sérstaklega þegar fólki er bent á hvernig gróður er alls stað- ar að nema land. Birkihríslurnar að skjóta upp öngum á hörðum melum, aurum og út um allt. Margir halda að plantað hafi ver- ið úti á aurunum og verða andak- tugir yfir því að þetta sé allt sjál- fsáð. Einnig finnst fólki ekki eins sjálfsagt að traðka yfir allt, þegar t.d. er búið að láta það liggja á fjórum fótum við að skoða sérk- ennileg eða lítil blóm og grös, sem flestir taka ekki eftir ef þeir eru ekki vanir að líta í kringum sig eftir þeim. Umgengni gesta góð - Mikið hefur verið lagt upp úr því að fyrsta aðkoma sé góð, þar sjáist ekki rusl. Það hefur góð áhrif. Landverðir tína þó mikið upp af sígarettustubbum og eru farnir að nefna hæðina, þar sem best útsýni er yfir Svartafoss „stubbasker". Þetta stafar mest af athugunarleysi hjá fólki. Það ætlar sér ekki að útsvína neitt, en sígarettufilterinn rotnar ekki, flýtur á vatni og breiðir úr sér þegar hann verður vatnsósa. Þetta er veraldarinnar óþverri! Fólk heldur sig að mestu á stígun- um, nema þeir séu of blautir. Það auðveldar öll þrif á svæðinu að geta farið eftir ákveðnum braut- Mikið verk er að leggja og halda við göngustígum, svo að hægt sé að taka á móti þúsundum ferða- manna án þess að landið beri skaða af. um til að tína ruslið sem sumir kasta frá sér. Þó að aðstaða til móttöku ferðamanna verði að teljast nokkuð góð í Skaftafelli á ís- lenskan mælikvarða, er ýmislegt sem betur má fara. Viðhald og bygging göngustíga er brýnt verk- efni, þar sem alltaf er hætta á að vaðist upp land ef stígar eru ekki nógu góðir. Skortur á heitu vatni veldur nokkurri óánægju hjá gestum, sem geta þurft að bíða lengi eftir að komast í volga sturtu. Allar framkvæmdir sem miða að því að bæta aðstöðuna kosta peninga. Þótt himinháar tölur séu nefndar um tekjur af ferðamönnum virðist lítið renna til Náttúruverndarráðs, sem þó er ætlað að sjá um rekstur og verndun margra þeirra staða sem flesta laða að. mj Fjöldi gistinátta í Skaftafelli Gistinœtur Útlendingar íslendingar 1974 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 Fjöldi gistinátta og gesta er ekki sá sami, því sumir dvelja í margar nætur. Rúmlega 20.000 gistinœtur yfir sumarið Þjónusta er veitt í Skaftafelli frá I. júní til 15. september, en þjóðgarð- urinn er opinn gestum allt árið. Landverðir halda tölu yfir fjölda gisti- nátta yfir sumartímann og á síðasta sumri urðu þær 22.036. Þar af voru íslendingar rúm 39% og hefur hlutur þeirra aldrei verið minni miðað við fjölda erlendra gesta. fslendingar haga ferðum sínum mikið eftir veðri og var júlí rigningarsamur í Skaftafelli, en sólríkt víða annars staðar. Meirihluti gesta ferðaðist á eigin vegum, en tæp 30% voru í hópferðum á vegum ferðaskrifstofa. Á súluritinu yfir þróunina frá 1974, sést að gistinóttum hefurfjölgað síðustu ár ef frá er talið síðasta sumar. Einkum hafa útlendingar verið að sækja á. Gestafjöldinn er auðvitað mun meiri en þessartölur sýna, því gera má ráð fyrir að álíka margir stoppi bara hluta úr degi. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.