Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.05.1988, Blaðsíða 13
Tl IÍ8UK Eden Alley: 3 Árið 1986 kom fram á sjónar- sviðið nokkuð áhugaverður bandarískur dúett sem inni- heldur hjónakornin Pat og Barbara K. MacDonald (eins og hamborgararnir?). Þetta par nefnir sig eftir útvarpstæki nokkru sem heitir Timbuk 3 og vakti fyrsta LP-plata þeirra þó nokkraathygli. Jæja, en nú er komin út önnur stór plata með þessari ágætu hljómsveit og heitir hún ekki óm- erkara nafni en „Eden Alley“. Nokkur óvissa ríkti hjá mér um þessa nýjustu plötu Timbuk 3 því ekki fannst mér öll fyrsta platan vera neitt merkileg þó að á henni mætti finna nokkur fjári góð lög (t.d. „Life’s Hard“ og „The Fut- ure’s so Bright I Gotta Wear Sha- des“) og vissi ég því varla við hverju var að búast af sveitinni. Það er líklega best að játa það strax að „Eden Alley“ er ótrúlega einlæg, töff, falleg, en umfram allt skemmtileg plata sem kom mér mjög á óvart því það er ótrú- Já, það mun kenna margra grasa á Listahátíð í sumar þó að poppgrösin hafi eitthvað verið grisjuð frá því ’86. Eins og á síð- ustu Listahátíð verða haldnir tvennir tónleikar í Höllinni þann 16. og 17. júní næstkomandi og munu að þessu sinni aðeins tvær hljómsveitir leika fyrir dansi. Soul-diskó bandið The Cristians mun sjá um fjörið á dansæfing- legt hvað hljómsveitinni hefur farið fram á þessum tveimur árum sem liðin eru frá því síðast heyrðist til hennar. Fyrsta lag skífunnar er reyndar bara lítið breik-lag (rúmlega ein mínúta) sem heitir „Tarzan was a Bluesman" en annað lagið, „Easy“, sem er tilvonandi hit-lag plötunnar, er rólegt og soldið rómó lag þar sem mikið ber á bongótrommum og ljúfum meló- dískum gítarleik undir yfirveguð- um söng dömunnar í bandinu. Inn í þetta er fléttað munnhörp- usólói, en það hljóðfæri finnst mér að mætti heyrast oftar í poppi nútímans. Þrátt fyrir þetta er „Easy“ aðeins miðlungslag af plötunni og ekki nærri því eins sterkt og lög á borð við, „Reck- less Driver", „A Sinful Life“ og „Welcome to the Human Race“. Þau skötuhjú Pat og Barbara spila á öll hljóðfærin sjálf, gítar, bassa, fiðlu, bongótrommur, hljómborð og munnhörpu ásamt því að sjá um bakraddaflutning í öllum lögum. Reyndar virðast þau ekki vera ýkja merkilegir listahátíð '88 unni þann 16. en síðara kvöldið, föstudaginn 17. júní munu fyrr- verandi poppstjörnurnar The Blow Monkeys sjá um stemmn- inguna. En rúsínan í pylsuendanum verður að sjálfsögðu koma gamla brýnisins Leonards Cohens hing- að til lands, en hann mun ásamt níu manna hljómsveit gangast fyrir spiliríi í Höllinni föstudag- inn 24. júní. Allir ofangreindir konsertar munu hefjast kl. 21.00 (stundvíslega??) og forsala að- göngumiða er eins og allir vita í Gimli við Lækjargötu. trommuleikarar en það bæta þau upp með einni skemmtilegustu notkun á trommuheila sem eyru mín hafa barið, svo stundum spyr maður sjálfan sig hvort hér séu virkilega ekki ekta trommur á ferðinni. Það sem í upphafi vakti áhuga minn á þessari sveit er textagerð- in, en hún er með því „kúlasta” sem heyrst hefur í poppinu upp á síðkastið. Textinn í lögum eins og „Reckless driver“ fær mann til að svitna úr svalheitum þegar yfir- veguð rödd Pat raular: „When you drive your automobile, you’- re the most dangerous thing on wheels... Now some damn fool he’s trying to pass, but you’re so cool you step on the gas“. En töffaragangurinn gengur aldrei út í öfgar og einnig má heyra á plötunni falleg gullkorn í lögum eins og „Welcome to the Human Race“ sem mér finnst vera eitt besta lag plötunnar: „So it seems you been running in circles, now you can’t even get to first base, and you feel like the tide has turned against you, welcome to the human race“. I hreinskilni sagt kom „Eden Alley“ mér sjokkerandi þægilega á óvart og leyfi ég mér að mæla með henni bæði fyrir léttvægar „popp-fanatíkur“, en ekki síður fyrir dýpra þenkjandi rokká- hugamenn því þó að mörg lögin séu grípandi og tilvalin til vin- sælda þá venst platan öll ótrúlega vel og útkoman er án efa ein sterkasta poppplata sem út hefur komið í ár. Ég ætla að ljúka þessari um- fjöllun um „Eden Alley" á tilvitn- un í texta lagsins „Little People Make Big Mistakes": / never ment to hurt you. But what can I say? And 1 know that you never ment to hurt me things just happen that way. We try to stand so tall but still we feel so small we find we’re only little people after all. But sometimes little people make big mistakes...." ywFj' Psoriasis- sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 21. ágúst nk. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir, sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð frá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. UMSÓKNIR VERÐA AÐ HAFA BORIST FYRIR 24. JÚNÍ. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Kennarar - takið eftir! Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður við grunnskólana á Akranesi. Við Grundaskóla: Sérkennara Tónmenntakennara Almenna kennara Upplýsingar veita: skólastjóri Guðbjartur Hann- esson, vinnusími 93-12811, heimasími 93-12723 og yfirkennari Ólína Jónsdóttir, vinnusími 93- 12811, heimasími 93-11408. Við Brekkubæjarskóla: Kennara í 7.-9. bekk, aðalgreinar líffræði og stærðfræði. Upplýsingar veita: skólastjóri Ingi Steinar Gunn- laugsson, vinnusími 93-11388, heimasími 93- 11193 og yfirkennari Ingvar Ingvarsson, vinnu- sími 93-12012, heimasími 93-13090. Umsóknarfrestur er til 5. júní nk. Skólanefnd Frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla Ármúla 12, 108 Reykjavík. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum 1. og 2. júní nk. frá kl. 9.00 til 18.00 og á skrifstofu skólans 1. og 2. júní frá kl. 8.00 til 15.00. Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Heilsugæslubraut, þjálfunarbraut, íþróttabraut, nýmálabraut, félagsfræðibraut með sálfræði-, félagsfræði- eða fjölmiðlavali, náttúrufræðibraut, uppeldisbraut, viðskiptabraut og hagfræðibraut. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 84022. Umsóknir utan af landi þarf að póstleggja eigi síðar en föstudaginn 3. júní. Afrit af prófskírteinum þurfa að fylgja umsóknum. Skólameistari Skrásetning nýnema í Háskóla íslands fer fram 1. júní til 30. júní 1988. Umsókn um skrásetningu skal fylgja staðfest Ijósrit eða eftirrit af stúdentsprófsskírteini (ath. af öllu skírteininu). Ennfremur skal greiða gjöld sem eru samtals 6.200 kr. (skrásetningargjald 4.200 kr. og pappírsgjald o.fl. 2.000 kr.). Skrá- setningin fer fram í skrifstofu háskólans í Aðal- byggingu kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00 og þar fást umsóknareyðublöð. Háskóli íslands. Sunnudagur 29. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.