Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 8
Sjúkrahúsin Sumarlokanir aukast stöðugt Aðeins hægt að sinna bráðatilfellum á sama tíma og langir biðlistar eru í aðgerðir. Mikill skortur áfaglœrðu hjúkrunarfólki í afleysingar og einnig orðið erfiðara aðfá aðstoðarfólk í apríl sendu fulltrúar spítal- anna í Reykjavík heilbrigðisráð- herra bréf, þar sem segir að enn erfiðara muni reynast að reka spítalana í sumar en áður. Þar er lögð fram áætlun um lokun á ein- um 20 deildum og er starfsemin lögð niður á flestum þeirra í 5-6 vikur. Hér er um að ræða hátt á 4. hundrað sjúkrarúm og fyrirsjáan- legt að auk þess þurfi að taka úr notkun einstök rúm á ýmsum öðrum deildum. Þjónusta spítal- anna dregst því verulega saman yfir orlofstímann og er skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkra- liðum til afleysinga sögð megin- ástæðan. Ekki tekið af biðlistum Haft er samráð milli sjúkra- húsanna þegar verið er að skipu- leggja sumarlokanir og reynt að koma málum þannig fyrir að ekki sé sömu deildum Iokað allsstað- ar. í samtölum við hjúkrunarfor- stjóra á Borgar- og Landspítala kom fram að samdrátturinn í starfseminni í sumar leiddi til þess að ekki væri hægt að komast yfir meira en sinna aðgerðum, sem ekki væri hægt að fresta. Á báðum stöðum er t.d. bæklunar- lækningadeildum lokað á sama tíma og löng bið er eftir að kom- ast í bæklunar- og beináaðgerðir. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á Borgarspítlanum sagði að lokanir á lyflækninga-, skurðlækninga- og endurhæfing- ardeildum væru álíka margar og undanfarin ár. Viðbótin í sumar fælist aðallega í því að Ioka þyrfti einni af 4 öldrunardeildum í 3 mánuði. Um er að ræða 27 rúm og sagði Sigurlín að undirbúning- ur að lokun hefði staðið lengi og gengið vel að koma fólkinu fyrir ýmist á öðrum deildum sjúkra- hússins eða utan þess. Hún sagði að á þeim deildum sem opnar verða á Borgarspítalanum mætti búast við að þjónusta drægist eitthvað saman, þar sem ekki er ráðið í afleysingar fyrir alla sem fara í frí. Lokanir á Landspítalanum verða svipaðar og í fyrra, en þar verður 5 sjúkradeildum lokað og einnig göngudeild húðsjúkdóma að Vífilsstöðum. Einnig er líklegt að fella þurfi niður hjartaaðgerð- ir í 3-4 vikur vegna sumarleyfa, þó að bið sé eftir að komast í slíka meðferð. Athygli vekur að tvær af fjórum almennum barna- deildum eru lokaðar í 12 vikur. Er Vigdís Magnúsdóttir hjúkrun- arforstjóri var spurð hvaða sjón- armið réðu því hvaða deildum væri lokað, sagði hún að lokun barnadeildanna stafaði bæði af skorti á starfsfólki og reynslu af því að álagið þar minnkaði yfir sumartímann. Mest ásókn væri í að koma börnum í aðgerðir strax eftir að skólum lyki á vorin. Sitt hvorri lyf- og handlækninga- \% At Á Landspítalanum verða 2 barnadeildir lokaðar í 12 vikur. Um 20 sjúkradeildir í Reykjavík munu standa auc afleysingafólki. deildinni er lokað og sagði Vigdís að 4 síkar væru á spítalanum og einni lokað um tíma á hverju sumri. Fœðingarheimilinu lokað í 6 vikur í apríl lýstu ljósmæður yfir áhyggjum af þeirri þróun sem er að verða á umönnun sængur- kvenna yfir sumartímann. Á Fæðingarheimilinu er rúm fyrir 13 sængurkonur og síðustu sumur hefur því verið lokað vegna sumarleyfa, sem þýðir aukið álag á Kvennadeild Landspítalans. Hefur það í för með sér minni þjónustu við sængurkonur, þar sem þurft getur að stytta legutím- ann um 2-3 daga án þess að á móti komi aukin heimahjúkrun. Ljós- mæður skoruðu á stjóm Borgar- spítalans að hætta við fyrirhu- gaða 6 vikna lokun í sumar, því fyrirsjáanleg væri aukning fæð- inga um allt land. Hulda Jens- dóttir forstöðukona á Fæðingar- heimilinu sagði að því miður hefði ekki verið orðið við því og ekki tekið í mál að stytta lokun- ina í ár með því að skipuleggja surnarfrí öðruvísi. Ásgerður Helgadóttir ljós- móðir á Kvennadeild Landspítal- ans, sagði að hluta af þeim tíma sem Fæðingarheimilið var lokað í fyrrasumar hefði þurft að senda konur heim á 4. degi, en talið væri lágmarksþjónusta að gera , SPARAÐU SPORIN ÞU ÞARFT EKKILENGUR AÐ UMSKRA Frá 1. júní þarf ekki lengur að umskrá bifreið þegar hún er seld úr einu umdæmi í annað eða eigandi flytur á milli umdæma. Umskráningar verða þó heimilar til 31. desember n.k. Við sölu á bifreið þarf því eftirleiðis einungis að senda nákvæmlega útfyllta sölutilkynn- ingu ásamt eigendaskiptagjaldi kr. 1.500.- til Bifreiðaeftirlits ríkisins, eða fógeta og sýslumanna utan Reykjavíkur. Dómsmálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.