Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 2
Sopinn hækkar Útsölustaðir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins voru lokaðar í gær vegna verðbreytinga á þeim veigum sem þar eru á boðstólum. Þegar verslanirnar opna í dag verður áfengi og tóbak að jafnaði sex og hálfu prósentustigi dýrara en það var fyrir lokun. Flaskan af íslensku brennivíni kostar eftir hækkun 1000 krónur. Flaska af Smirnoff-vodka hækkar úr 1370 í 1430 krónur og whisky- flaska af Johny Walker hækkar úr 1610 í 1700 krónur. Sígarettupakk- inn hækkar úr 136 í 145 krónur og algeng tegund af píputóbaki hækkar úr 195 krónum í 207. Sprenging í Ólafsvík í gærmorgun varð sprenging í tækjasai í Harðfrystihúsi Ólafsvíkur. Mikill reykur gaus upp og barst hann í gegnum loftræstibúnað í frystig- eymslur, sem eru áfastar tækjasalnum. Talið er að um 200 til 300 tonn af frystum fiski sem í geymslunni var, sé ónýtur og er tjónið því tilfinnanlegt. Ein starfsstúlka frystihússins fékk lítilsháttar reykeitrun, en aðra starfsmenn fyrirtækisins sakaði ekki. Iðja fordæmir bráðabirgðalögin Stjórn og trúnaðarmannaráð Iðju félags verksmiðjufólks á Akureyri fordæmir aðför að mannréttindum launafólks, sem felast í bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar og skorar á stjórnvöld að afnema laga- bálkinn hið snarasta. Með efnahagsaðgerðunum er gengið á kaupmátt launa, með því að afnema vísitöluviðmiðanir gildandi samninga og ákvæði um endur- skoðun, segir í ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Jafnframt er bent á að samnings- og verkfallsrétturinn séu grund- vallar mannréttindi, sem allt starf verkalýðsfélaganna byggist á. „Með aðgerðum sínum gerir ríkisstjórnin stéttarfélögin að mátt- lausu vopni í baráttunni fyrir bættum kjörum. Árás sem þessari verður að mæta með samstilltu átaki samtaka launafólks," segir í ályktuninni. FRETTIR Þjóðskjalasafn GALLERI Gallerí Guðmundar frá Miðdal Á morgun kl. 14 verður opnað „Gallerí Guðmundar frá Miðdal" í vinnustofu Guðmundar heitins að Skólavörðustíg 43. En verk Guð- mundar hafa alltof lengi legið óbætt hj á garði. Galleríið er rekið af syni Guðmundar, Yngva. Að sögn Yngva, er ætlunin að reka í vinnustofunni sölu-gallerí með myndum eftir látna og lifandi listamenn. - í undirbúningi er sýning í haust á mörgum bestu listaverkum eftir Guðmund frá Miðdal og í framhaldi af þeirri sýningu er fyrirhugað að hafa til sölu málafsteypur af skúlptúrum eftir hann, sagði Yngvi. Til að byrja með verða í galleríinu til sýnis og sölu landslagsmyndir, aðallega vatnslitamyndir eftir Guðmund frá Miðdal, Hauk Clausen, Magnús Heimi Gíslason, Guðmund Karl, Jörund Pálsson, Karl Sæmundsson o.fl. Polgar-systur meðal keppenda Opna Austurlandsmótið í skák verður haldið í annað sinn dagana 5.-15. júní á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Margt knárra skákmanna tekur þátt í þessu móti og má þar m.a. nefna hinar vinsælu og geð- þekku Polgar-systur, Zsuzsu, Judit og Zofiu frá Ungverjalandi. Af íslenskum þátttakendum má nefna stórmeistarana Margeir Pét- ursson og Helga Ólafsson og alþjóðlegu meistarana Sævar Bjarnason og Karl Þorsteins. Vegleg verðlaun verða í boði og nema þau alls 700.000 krónum, þar af eru fyrstu verðlaun í fyrsta flokki 200.000 krónur. Enn er hægt að tílkynna þátttöku í mótinu og eru nánari upplýsingar veittar í Vala- skjálf, síma: 97-11500. -FRI Samið undir lagasetningum Akureyrarbær hefur nú skrifað undir samninga við verkalýðsfélög í bænum eftir að bráðbirgðalög voru sett og samningar um launahækk- anir umfram Akureyrarsamninginn bannaðir. Bærinn samdi við Einingu um laun ófaglærðra verkamanna í fyrra- dag og í gær við hjúkrunarkonur í Norðurlandsdeild eystri í Hjúkrun- arfélagi Islands. -tt. Aðstöðuleysi bitnar á rannsóknum Þjóðskjalavörður: Dýrt að gera ekkert íhálfa öld. Fœr5 miljóniráþessu ári. Þarf200miljónir til að Ijúka framkvæmdum Y% ær aðstæður sem þjóðskjala- tr safn íslands býr við í dag gera allar rannsóknir á nútímasögu ís- lands mjög erfiðar. Kins og kunn- ugt er fékk safnið gamla hús Mjólkurstöðvarinnar við Lauga- veg tíl afnota en 200 miljónir þarf til að hægt sé að Ijúka fram- kvæmdum. Safnið fær á þessu ári 4,9 miljónir í framkvæmdir og engar heildaráætlanir eru til um það hvenær framkvæmdum skuli lokið. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar þjóðskjalavarðar á safnið um 20 hillukílómetra af skjölum. Næstu ár munu bætast um 15 hkm við safnið en þegar nýja safnhúsið verður fullklárað rúmar það um 35 hkm. Það gæti því farið svo að safnið yrði strax orðið of lítið þegar framkvæmdum við það er lokið. Þetta er ófremdarástand að mati Ólafs. „Það er dýrt að gera ekkert í hálfa öld." Þrátt fyrir þetta segir Ólafur að tekist hafi að taka hluta af nýja húsnæðinu í notkun. Það nægði þó engan veginn til að veita þá þjónustu sem þyrfti. Þörf safnsins byggði 90% á geymsluplássi og einnig þyrfti að tryggja öll örygg- isatriði. „Það er hins vegar engin skynsemi í því að kaupa hluta af hillum safnsins, þær verður allar að kaupa í einu." Ólafur segir að hillur í nýja húsið kostí um 80 milljónir. Ólafur telur að aðstaða Þjóðskjalasafnsins hvað varðar skjöl sé mun verri en víðast hvar í heiminum og er þá þriðji heimur- inn ekki undansírilinn. Þetta stafi kannski af því að sumir séu svo hógværir að þeim finnist ekki taka því að halda skjölum til haga. „Ég veit að miirið hefur glatast af merkilegum gögnum í sambandi við íslenska nútíma- sögu," sagði Ólafur. Víða erlendis taka þjóðir sig saman um útgáfu á skjölum er varða samskipti þeirra. Starfsemi af þessu tagi kemur sér mjög vel í sagnfræðirannsóknum. Gagna- vinnsla af þessu tagi er hins vegar óþekkt hérlendis, segir Ólafur. Utanríkisráðherra og fjár- málaráðherra rífast nú um 120 mífjóna bakreikning vegna flug- stöðvarinnar en sú upphæð er rúmlega helmingur þess sem þarf til að fullklára nýja Þjóðskjala- safnið. Ekki var hægt að bera þetta mál undir fjármálaráðherr- ann Jón Baldvin Hannibalsson, þar sem hann er erlendis. -hmp Fiskverð Þráttað arangurs Sjómennfarafram á 10% ' fiskverðshœkkun. Fiskvinnslan telursig ekki hafa efni á neinni hœkkun Að undanförnu hefur verið fundað nær dagiega í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins um nýtt fiskverð sem átti að taka gildi í gær 1. júní, en án ár- angurs. Lágmarkskrafa seljenda, sjómanna og útgerðarmanna, er að fiskverð hækki um 10% en fiskvinnslan telur sig ekki hafa efni á neinni hækkun þrátt fyrir nýlega gengisfellingu. Að sögn Helga Laxdals full- trúa sjómanna í yfirnefndinni og varaforseta Farmanna- og fiski- mannasambandsins hefur lítið sem ekkert þokast í átt til samkomulags á fundunum til þessa og sagði hann það vera afar óheppilegt ef ekki verður búið að ákveða viðunandi fiskverðs- hækkun fyrir nk. sunnudag en þá verður sjómannadagurinn hald- inn hátíðlegur í 50. sinn. Helgi sagði að ef laun sjó- manna ættu að hækka í samræmi við þær launahækkanir sem við- miðunarhópar þeirra hefðu verið að fá að undanförnu þyrfti fisk- verð að hækka um 15% en til þess væru litlar líkur vegna bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar sem banna meiri launahækkanir en 10%. Aðspurður hvað sjómenn gerðu ef sami leikurinn yrði endurtekinn frá því síðast þegar fiskverðið var fryst, sagði Helgi að þá myndu sjómenn ekki taka lengur þátt í störfum Verð- lagsráðs; það væri alveg á hreinu. Annar fundur hefur verið boð- aður í yfirnefndinni kl. 11 í dag. Oddamaður yfirnefndarinnar er forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þórður Friðjónsson. -grh : i\iKII upp á Bakarabrekku Þessa dagana er að ljúka endurbótum á Bakarabrekkunni svokölluðu en hún hefur verið of brött um nokkurt skeið. Hallinn verður minnkaður og gróðri bætt efst í brekkuna og einnig neðst í hana, eða þar sem gangstéttin við Lækjargötuna afmarkar hana. Hugmyndin að baki breytingunni er að meiri heildarsvipur fáist á allt svæðið undir hólnum og að sólardýrkendur fái notið meira skjóls á heitum og björtum sumardögum í henni Reykjavík. Mynd E.Ól. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 2. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.