Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.06.1988, Blaðsíða 5
Bréffrá Nicaragua Eium ekki þjóð Ronalds Reagans Af Bandaríkjamönnum í Nicaragua Einar Hjörleifsson og Kristiina Björklund skrifa Við erum stödd fyrir utan bandaríska sendiráðið í Manag- ua, snemma morguns. Hér hafa tæplega tvö hundruð manns safn- ast saman á Pan-ameríska þjóð- veginum með mótmælaspjöld, borða og fána. Á slaginu hálfátta stillir fólkið sér upp í röð og gengur í hringi. Þarna er fólk á öllum aldri, allt frá eldra fólki niður í hvítvoðunga. „Policía Sandinista" myndar keðju milli mannfjöldans og sendiráðsbygg- ingarinnar, sem trónir í bak- grunninum, rammlega víggirt. Vídeómyndavél snýst hægt ofaná þartilgerðum stöpli og festir at- burðina jafnharðan á spólu. Eitthvað er hér af Nicaragua- mönnum, en langflestir eru þó með Norðurálfubrag. Hinir einu og sönnu „gringo'ar", þ.e.a.s. Bandaríkjamenn, halda hér viku- legan mótmælafund fyrir utan sendiráðið, hinn 237. sinnar teg- undar. Suzanne Doerge, einn af forsprökkum aðgerðanna, segir að Bandaríkjamenn, búsettir í Nicaragua, hafi byrjað þessa fundi eftir innrás bandarískra hermanna á eyna Grenada í árs- lok 1983. „Öryggi bandarískra rfkisborgara var haft að átyllu fyrir innrásinni á Grenada. Með þessum aðgerðum, viljum við mótmæla stefnu Reagan- stjórnarinnar í Mið-Ameríku og jafnframt frábiðja okkur að vera notuð á sama hátt og landar okk- ar á Grenada." Suzanne vinnur fyrir samtökin CISAS, sem starfa á sviði heilsu- gæslu, og hún er hér til að minn- ast fyrrum samstarfsmanns síns. Þann 28. apríl var eitt ár liðið síð- an Bandaríkjamaðurinn Benj- amin Linder var drepinn af kontraliðum í norðurhluta lands- ins. „Ben vann að því að setja upp vatnsaflsstöð, sem er ætlað að framleiða rafmagn handa íbú- um héraðsins. Hann var líka með okkur og skemmti þá börnunum með sjónhverfingum og trúðs- látum. Brúðuleikhúsið okkar ber nafn hans." „Þjóð Ben Linders" Fundurinn þennan fimmtu- dagsmorgun er einmitt helgaður minningu þessa unga manns, sem kaus sér starfsvettvang meðal bænda og landbúnaðarverka- manna á einu helsta athafnasvæði kontraskæruliða. Foreldrar hans og systkini eru stödd hér. Þau hafa ekki setið auðum höndum eftir dauða Bens. John bróðir hans heldur einfalda og hrífandi ræðu. Hann segir frá ferðum fjöl- skyldunnar og fjögurra vina Benjamins vítt og breitt um Bandaríkin á síðasta ári. Alls komu þau á 220 staði og sögðu frá byltingunni og starfi Bens meðal sveitafólksins. Margir létu fé af hendi rakna, t.d. báðu nýgift hjón vini sína um að gefa heldur peninga í söfnun Linder- fjölskyldunnar, en venjulega brúðargjöf. Petta fólk lagði fram 1.300$ í söfnunina. John heldur á lofti stækkun af ávísuninni, sem er árangur sófnunarinnar. „Pess- ir peningar, 250.000$ renna til verkefnisins, sem Ben vann að og gagnast því fólki, sem honum þótti svo vænt um. Svo vil ég bara segja að lokum, að þrátt fyrir all- ar þær milljónir dollara, sem hafa runnið til eyðileggingar og manndrápa í Nicaragua, er bandarísíca þjóðin ekki þjóð Ronalds Reagans. Hún er þjóð Ben Linders." Skothlífar af holdi og blóði í mannþrönginni hitti ég einn af samherjum Bens, John Poole að nafni. John er einn af mörgum uppgjafahermönnum frá Víet- nam, sem berjast fyrir friði í Nic- aragua. Hann er nýbúinn að fá árs dvalarleyfi á samyrkjubúi í El Cedro í norðurhluta landsins. Þar dvelur hann og starfar ásamt nokkrum félögum sínum, banda- rískum. Þeir félagarnir líta á sig sem nokkurs konar lifandi skot- mörk kontraliðanna. Margt bendir til þess, að kontrarnir komi síður á þá staði, sem Banda- ríkjamennirnir dvelja á. Sérhver látinn Bandaríkjamaður hefur í för með sér slæmt umtal í banda- rísku pressunni og slíkt dregur úr líkum á áframhaldandi fjárstuðn- ingi. John og vinir hans eru því á vissan hátt að létta pressunni af meðlimum samyrkjubúsins með nærveru sinni. Nú eru aðstæður breyttar, því Hátíð í Managua, höfuðborg Nicaragua. gengið er í gildi vopnahlé milli stjórnarhersins og skæruliða, meðan samningaviðræður fara fram í Managua. „Öðruvísi mér áður brá," segir John, „nú heyrum við ekki lengur sprengju- gný og skothvelli á öllum tímum sólarhringsins. Fólk er hætt að sofa í skónum sínum og yrkir jörðina í friði." Nýlega var hald- inn fundur með íbúum samyrkju- búsins og fyrrum kontraskæru- liðum. Á fundinum voru einnig ýmis skyldmenni skæruliðanna. Hópur vopnaðra kontraliða safn- aðist saman fyrir utan húsið og fylgdist með því, sem fram fór. „Eftir fundinn ræddum við Bandaríkjamennirnir við nokkra þeirra. Það kom í ljós, að þeir höfðu ekki hugmynd um, hverjir við værum. Yfirmenn þeirra höfðu sagt þeim, að við værum ráðgjafar sandinistahersins og þeir urðu hissa á því að hitta þarna fyrir fyrrum Víetnamher- menn og friðarsinna." John er að lesa bréf frá félaga sínum, sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum. Sá heitir Jerry Ebner og var dæmdur í 4ra ára fangelsi fyrir að valda skemmd- um á eldflaugaskotpalli. Þegar Jerry neitaði að greiða skaðabæt- ur, var tveimur árum bætt við refsinguna. í útjaðri hópsins rekst ég á ung, bandarísk hjón, Fred og Ginu. Þau eru með börn sín tvö, 3ja ára og 3ja mánaða gömul. Fred vinn- ur í borginni ESTELÍ sem læknir. Þau segjast ekki hafa komið á slíkan fund áður, en vilja sýna samstöðu sína með því fólki, sem eins og Ben Linder, heldur áfram að vinna, þótt lff þess sé í hættu. Fred bendir á, að starfsmenn í heilsugæslu séu einmitt meðal helstu skotmarka kontraskæru- liðanna. Af þessum sökum hefur heilsufarsástand fólks í sveitum versnað á nýjan leik, eftir stór- stígar framfarir á fyrstu árum byltingarinnar. Nú heyrast skríkjur og hlátra- sköll úr mannþrönginni. Þrír trúðar skemmta fólkinu með miklum tilþrifum, henda boltum, þeyta lúðra og veltast um með látum. En hvernig skyldi mönnunum fyrir innan múrana vera innan- brjósts? Suzanne segist halda, að fundirnir séu sendiráðsmönnum þyrnir í augum, enda hafa þeir margsinnis reynt að fá landa sína til þess að láta af frekari aðgerð- um. Bandarísk yfirvöld hafa reyndar lýst því yfir, að sérhver truflun á starfsemi sendiráðsins jafngildi beinni ögrun við Banda- ríkin. En allt kemur fyrir ekki og á hverjum fimmtudagsmorgni í fyrirsjáanlegri framtíð munu þegnarnir sjálfir stinga þyrnum í þykkan skráp risans í norðri, allt þangað til hann lætur af fjand- skap sínum við nicaraguönsku byltinguna. Einar Hjörleifsson Kristiina Björklund Fimmtudagur 2. júní 1988 WÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.