Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR
Blaðaútgáfa
Helgarpósturinn allur
Öllumstarfsmönnumsagtupp störfum. Ólafur Hannibalsson, fyrrv. ritstjóri: Samstarfum
blaðaútgáfu til athugunar. Núverandifram kvœmdastjóri: Tók að mér starfið á upplýsingum
sem síðar reyndust vera rangar
Allt bendir til þess að Helgar-
pósturinn komi ekki út fram-
ar í núverandi mynd. I gær fengu
allir starfsmenn blaðsins um tut-
tugu talsins bréf frá stjórn útgáfu-
félagsins Goðgár þar sem þeim
var sagt upp störfum frá og með
1. júní.
Bréf þetta kemur í beinu fram-
haldi skeytis sem starfsmenn
höfðu sent framkvæmdastjóra
blaðsins, þar sem þeir sögðust
myndu ganga út ef launin yrðu
ekki greidd fyrir kl. 15 í gær. í
skeytinu var þess getið að yrði
ekki orðið við kröfunni væri svo
litið á að um einhliða uppsögn
starfsmanna væri að ræða af hálfu
stjórnar blaðsins. í bréfi varafor-
manns stjórnar Goðgár Birgis
Hermannssonar kemur fram að
stjórn fyrirtækisins líti svo á að
starfsmenn hafi verið í ólöglegu
setuverkfalli meðan þeir lögðu
niður störf til að leggja áherslu á
að fá launin greidd.
í bréfinu kemur fram að hún
líti svo á að starfsmenn hafi með
þessum hætti sagt upp störfum
sínum fyrirvaralaust, og skuld-
bindingar útgáfufélags Helgar-
póstsins gagnvart starfsfólkinu
falli því niður.
Mikil kurr var í starfsmönnum
blaðsins í gær þegar þeir voru að
pakka eigum sínum niður, og
ljóst að þessu máli er hvergi nær
lokið.
- Við ætlum að ræða það á eftir
hvort við eigum sameiginlega
framtíð. Petta er mjög samhentur
hópur og aldrei að vita hvað ger-
ist, sagði Ólafur Hannibalsson
fyrrverandi ritstjóri. Hann
neitaði því ekki að um samstarf
starfsmanna blaðútgáfu gæti orð-
ið að ræða.
Núverandi framkvæmdastjóri
Helgarpóstsins Valdimar H. Jó-
hannesson sagði að nú væri ekki
nema um tvo kosti að ræða. í
fyrsta lagi að reyna að finna leiðir
til að útvega fé til að hefja starf-
semina að nýju. Ef það tækist
ekki væri ekki um annað að ræða
en að taka hlutafélagið til gjald-
þrotaskipta.
Valdimar sagðist hafa tekið að
sér framkvæmdastjórastarfið á
upplýsingum sem fyrrverandi
stjórnarformaður útgáfufélagsins
gaf um afkomuna sem reyndust
ekki vera réttar.
Orðrómur var á kreiki í gær að
Ásgeir Hannes Eiríksson pylsu-
sali og einn af stofnendum Borg-
araflokksins væri að safna fé til
björgunar Helgarpóstinum en
ekki náðist í Ásgeir í gærkvöld til
að fá það staðfest.
í hádeginu í dag verður
stjórnarfundur í Blaðamannafé-
lagi íslands þar sem rætt verður
um þá stöðu sem komin er upp á
Helgarpóstinum og sagði vara-
formaður félagsins Guðmundur
Sv. Hermannsson að lögfræðing-
ur BÍ mundi mæta á fundinn.
Starfsmenn Helgarpóstsins á útleið í gær eftir að Ijóst varð að þeir fengju ekki laun sín. mynd ARI
Ölduselsskóli
Sjöfn hreppti hnossið
Daníel Gunnarsson, yfirkennari: Afall að njóta ekki trausts fræðsluyfirvalda. Ingibjörg Sigur
vinsdóttir, Foreldrafélagi: Ekki gegn ráðn ingu Sjafnar. Óttuðumst að Daníel yrði ekki ráðinn
M
gær Sjöfn Sigurbjörnsdóttur
sem skólastjóa í Ölduselsskóla.
Meirihluti fræðsluráðs hafði
mælt með Sjöfn í stöðuna. Daníel
Gunnarsson yfirkennari við
Ölduselsskóla sótti einnig um
stöðuna, en stjórn Félags skóla-
stjóra hafði lýst yfir stuðningi við
Daníel sem og flestir foreldrar
barnanna í skólanum. - Að sjálf-
sögðu hvarflar að mér að flytja
mig um set yfir í annað fræðslu-
Landbúnaður
Nær
miljarður
Landbúnaðarráðherra hefur
farið fram á samtals 900 miljónir
króna umfram fjárlög. Jón Bald-
vin Hannibalsson fjármálaráð-
herra sagði á stöð tvö í gær að
beiðnir um hækkaðar niður-
greiðslur væru uppá 400 miljónir,
óskir um á dilkakjöt uppá 400
miljónir og meðal annarra beiðna
væri farið fram á 45 miljónir
vegna átaks til að selja kjött er-
lendis.
Fjármálaráðherra leist þung-
lega á að verða við þessum
beiðnum, enda stæði ríkissjóður
tæpt og útlit fyrir halla þegar á
liðið árið.
Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra sagði hinsvegar í Sjón-
varpinu að miljónirnar 900 væru
aðeins endurgreiðsla frá ríkis-
sjóði til neytenda eftir söluskatts-
aukninguna. Málið fékk ekki
niðurstöðu á ríkisstjórnarfundi í
gær og bíður næsta fundar eftir
viku.
umdæmi þar sem maður er talinn
traustsins verður, sagði Daníel
Gunnarsson í samtali við Þjóð-
viljann í gærkvöldi.
Daníel sagði að sér kæmu þess-
ar málalyktir ekki á óvart í ljósi
þeirrar afstöðu sem fræðsluráð
tók. - En eftir 15 ára starf í
grunnskólum Reykjavíkur og
hafandi notið fyllsta trausts og
veríð hvattur af foreldrum, sam-
kennurum og fyrrverandi skóla-
stjóra til að sækja um, er óneitan-
lega nokkurt áfall að komast að
því að maður nýtur ekki að sama
skapi trausts hjá fræðsluyfirvöld-
um, sagði Daníel.
Ingibjörg Sigurvinsdóttir, sem
sæti á í fulltrúaráði foreldrafélags
Ólduselsskóla, sagði að stöðu-
veitinguna ætti eftir að ræða á
vettvangi félagsins.
- Hitt er aftur ljóst að þetta eru
vonbrigði. Ég vil þó taka það
fram að með undirskriftunum
vorum við ekki að mótmæla því
að Sjöfn yrði ráðin. Við vorum
bara hrædd um að Daníel fengi
ekki stöðuna, sagði Ingibjörg.
Athygli vekur að fréttatilkynn-
ing ráðuneytisins um ráðningu
Sjafnar er óvanalega ítarleg.
Rakinn er mentunarferill Sjafnar
og tíunduð afskipti hennar af
borgarmálefnum.
Að meirhlutaáliti fræðsluráðs
stóðu skólastjórarnir Ragnar Jú-
líusson stjórnarformaður í
Granda og Sigurjón Fjeldsted,
Haraldur Blöndal og Kristín
Arnalds. Báðir áheyrnarfulltrúar
kennara studdu Daníel til starf-
ans.
-rk
Flugstöðin
Forsetakjör
Yfírburðir
Vigdís Finnbogadóttir nýtur
yfirburðastuðnings í forset-
akosningunum samkvæmt skoð-
anakönnun sem DV birti í gær.
Af úrtakinu öllu sögðust
88,7% styðja Vigdísi, 1,5% Sig-
rúnu Þorsteinsdóttur, en 9,8%
voru óákveðnir eða svöruðu
ekki. Af þeim sem afstöðu tóku
studdu 98,3% Vigdísi, 1,7% Sig-
rúnu.
Kosningarnar verða laugar-
daginn 25. þessa mánaðar og er
utank j örstaðaratkvæðagreiðsla
komin í fullan gang.
Aðalfundur SÍS
Spáðhita
„Venjuleg aðalfund-
arstörf‘ ein á dag-
skrá, en „önnur mál“
gœtu orðið rúmfrek
Aðaifundur sambandsins verð-
ur settur í dag að Bifröst, en
fundurinn stendur í tvo daga.
Samkvæmt dagskrá fundarins
stendur aðeins til að ræða „venju-
leg aðalfundarstörf‘ en fullvíst er
talið að launamál Guðjóns B Ól-
afssonar beri á góma og þá ekki
hvað síst slæm staða kaupfélag-
anna um land allt.
Baldvin Einarsson starfs-
mannastjóri SÍS sagði engin
„sérmál" vera á dagskrá aðal-
fundarins eins og svo oft áður.
- Maður hefur hins vegar heyrt
að það gætu orðið fjörugar um-
ræður á fundinum," sagði Bald-
vin. Baldvin þykir ekki ólíklegt
að staða kaupfélaganna komist á
dagskrá undir liðnum önnur mál
eða dagskrárliðum sem tengjast
kaupfélögunum. Sama gilti um
launamál forstjóranna.
- Það verður þungt og dimmt
yfir fundinum. Fyrir utan hin
óútkljáðu mál forstjórans og
stjórnarformannsins, mun bág-
borin rekstrarstaða margra
kaupfélaga úti um land án efa
setja sterkan svip á umræðurnar,
sagði fulltrúi á aðalfundinn frá
kaupfélagi úti á landsbyggðinni.
Rétt til setu á aðalfundi SÍS
eiga 122 fulltrúar, stjórn og fram-
kvæmdastjórn. Samstarf Guð-
jóns B. Ólafssonar forstjóra SÍS
og Vals Arnþórssonar kaupfé-
lagsstjóra KEA hefur verið með
stirðara móti og lelja margir að
slá kunni í brýnu á milli þeirra á
aðalfundinum.
-hmp/rk
Fíkjutré þarfnast lýsingar
Steingrímur og Jón Baldvin sáttir að kalla. Byggingarnefndin sett til
hliðar. Fjármagnsþörf í ár 120 milljónir. Samstarfshópur tekur við
Utanríkisráðherra og fjármála-
ráðherra hafa sæst á að setja á
laggirnar samstarfshóp ráðu-
neytanna til að fara með ágrein-
ingsmál sem upp hafa komið í
sambandi við ijárþörf og fram-
kvæmdir við flugstöðina á Kefla-
víkurflugvelli. Hópnum er ætlað
að meta fjármagnsþörf við þær
framkvæmdir sem ólokið er og
frcista þess að fá greiðslufrest
fyrir ríkissjóð á útistandandi
kröfum. - Byggingarnefndin
starfar í sjálfu sér áfram og fylgist
með öllum framkvæmdum sem
farið verður f við flugstöðina,
sagði Steingrímur Hermannsson.
Eins og kunnugt er hefur fjár-
málaráðherra marglýst yfir þeirri
skoðun sinni að ekki væri heimild
á fjárlögum til að greiða úr ríkis-
sjóði þá 120 milljón króna fjár-
þörf í ár vegna byggingar flug-
stöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli.
Samstarfshópnum er ætlað að
fara yfir þá verksamninga sem
lokið er og áhvflandi viðskipta-
skuldir vegna smíði flugstöðvar-
innar, sem eftir á að taka út og
greiða fyrir að fullu. Jafnframt er
starfshópnum ætlað að freista
þess að semja við viðskiptaaðila
um gjaldfrest ríkissjóðs til næstu
áramóta og meta fjármagnsþörf
við framkvæmdir sem ólokið er á
þessu ári.
Steingrímur Hermannsson
sagði á fréttamannafundi í gær,
þar sem hann kynnti nýskipan
flugstöðvarmála, að samkomulag
væri á milli hans og Jóns Baldvins
um að farið verði í þær fram-
kvæmdir sem að samkomulagi
verður á milli ráðuneytanna að
óhjákvæmilegar teljist á árinu.
Utanríkisráðherra kvaðst telja
óhjákvæmilegt annað en að
starfshópurinn yrði sammmála
um að viðurkenna upphæð uppá
70 til 100 milljónir af þeirri 120
miljón króna fjárþörf sem utan-
ríkisráðuneytið telur vera til stað-
ar. Þar af áætlar utanríkisráðu-
neytið að óhjákvæmilegt sé að
fara í framkvæmdir uppá 34
milljónir.
Meðal þeirra verkþátta sem
eru aðkallandi í ár er að setja
hverfihurðir á aðalinnganga til að
varna gegnumtrekki og kælingu í
stöðinni, flóðlýsa flughlað og lag-
færingar á hitakerfi.
Steingrímur sagðist í sjálfu sér
geta tekið undir það að um
hönnunargalla væri að ræða, er
hann var inntur eftir því hvort
ekki væri óeðlilegt að skipta
þyrfti um hurðir í nýrri byggingu.
- En spurningin er hver ber
ábyrgðina, sagði Steingrímur.
Lýsing vegna gróðurs, er einn
þeirra verkþátta sem talinn er
óhjákvæmilegur í ár. - Það er
búið að kaupa fíkjutré og annan
gróður, og garðyrkjumenn segja
okkur að gróðurinn muni ekki
lifa af næsta myrkan vetur án sér-
stakrar lýsingar, sagði Steingrím-
ur. _rk
Mlðvikudagur 8. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3