Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Tilfinningadoði Þessa dagana er veriö aö ganga frá kjarasamningum vítt og breitt um landiö og samkvæmt mörgum þeirra hækka laun meira en leyfilegt er samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnarinnar eins og þau birtust í illræmdum bráöabirgöalögum um aðgerðir í efnahagsmálum. Bráöabirgðalögin segja aö atvinnurekend- um sé óheimilt aö hækka laun, þóknanir og hlunnindagreiðslur hvers konar umfram þaö sem búiö var aö semja um áöur en lögin voru sett eöa umfram þaö sem ákveðið er í lögunum. En þaö er eins og menn geri ósköp lítið meö þessi fyrirmæli ráöherranna. Þeir launamenn, sem aðstööu hafa, reyna aö ná fram lag- færingum á kjarasamningum, algerlega óháö lagatexta ráö- herranna. Aö sjálfsögöu ber aö fagna því aö starfsmönnum álversins í Straumsvík hefur tekist aö ná fram meiri kjarabótum en þeim voru skammtaðar í bráöabirgöalögunum. Án efa munu fleiri hópar fylgja á eftir, kannski einhverjir sem nú þegar hafa ágætis laun. En Ijóst er aö mjög stór hluti launafólks mun ekki geta hreyft viö kjaramálum sínum meðan bráöabirgöalögin eru í gildi. Lögbann viö kauphækkunum umfram ákveöin mörk mun fyrst og fremst þrengja kosti þeirra sem versta aöstööu hafa til aö taka upp baráttu fyrir bættum kjörum. Og þeir, sem verst eru staddir að vígi, eru einmitt þeir sem lægst hafa launin. Bráöa- birgðalögin verða fólkinu, sem tekur laun samkvæmt lægstu töxtum fjötur um fót. Einstaka krata hefur ekki liöiö allt of vel með aö kjarabarátta skuli bönnuð með lögum. Einhvern veginn er ómögulegt að koma þessu heim og saman við pólitík sósíaldemókrata. Krata- höfðingjar reyna að róa félaga sína meö þeirri kenningu aö bráðabirgöalögin eigi að vernda hagsmuni láglaunafólks. En raddir þeirra hafa þótt heldur hjáróma því aö nú sér hver maður að bráðabirgðalögin þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að halda lágtaxtafólki niðri. Hinir munu sjá um sig og ekki skeyta hót um nöldur ráðherranna. Talsmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt ofurkapp á aö sýna fram á aö mikil einkaneysla sé aö leiða íslenskt efnahags- líf í ógöngur. Það er engu líkara en litið sé á íslenska atvinnu- rekendur sem hverja aöra aula, sem ekki er treystandi til aö semja um laun, og því veröi að hemja einkaneyslu almennings meö því að lögbinda hámark launahækkana. Um það er ekki deilt að einkaneysla er aö meðaltali verulega mikil hér á landi. Hún kemur t.d. fram í fjölda innfluttra bíla, í stórkostlegri aukningu á skemmtiferðum til útlanda og í dellu- kaupum á stööugt nýjum leikföngum á borð viö farsíma og fótanuddtæki. En hér er bara verið aö tala um meðaltalið og þaö má aldrei gleymast að á bak við útreiknað meöaltal er fólk sem fær greidd laun samkvæmt lágum töxtum, fólk sem getur aöeins látið sig dreyma um aö fara til sólarlanda eöa aö eignast almennilegan bíl, fólk sem á í vandræðum meö innkaup til heimilisins og getur ekki alltaf greitt á réttum tíma úttekt hvers greiðslukortatímabils. Þetta er þaö fólk sem vinnur á lægstu töxtunum. Þetta er fólkiö sem mun ekki geta hreyft sig í kjara- baráttu fyrr en gildistími bráðabirgðalaganna er liöinn. Samkvæmt upplýsingum frá kjararannsóknarnefnd lækkaöi kaupmáttur lágmarkslauna verulega á síöasta ári. Á undan- förnum árum hafa orðið gífurlegar sveiflur í þessum efnum, miklu stórkostlegri en á flestum öðrum hagstærðum. Þaö er vel hugsanlegt aö kaupmáttur ráðstöfunartekna hjá meðallauna- manninum aukist á sama tíma og kaupmáttur lágmarkslauna minnkar. Hér er enn komið aö þeirri staðreynd að meðaltal segir ekki nema hálfa sögu. Það er Ijóst að þeir, sem þiggja lágtaxtalaun, eru ekki að kollvarpa hagkerfinu með of mikilli einkaneyslu. Þaö er Ijóst aö þær breytingar, sem ríkisstjórnin gerði á skattamálum á síð- asta vetri, komu mjög illa við þá sem þiggja lágtaxtalaun. Matarskatturinn lagðist ofan á bróðurpartinn af eyðslu þeirra og sá öfugsnúni jöfnuður, sem fólst í því að hafa aðeins eitt tekjuskattþrep, létti þeim ekki róðurinn. Nú er komið í Ijós að bráðabirgðalögin beinast fyrst og fremst að láglaunafólkinu. Senn hlýtur að vera kominn tími til að einhver fiðringur hríslist eftir fornum kratataugum í Alþýðuflokknum og beri þau skila- boð til höfuðsins að nú sé nóg komið af svo góðu. KLIPPT OG SKORIÐ Enskur ístími Enskan er áleitin, - og hreint út sagt oft með bölv- aða frekju í íslenskum kaupstað, stundum mjög lymskulega. íbúaráhöfuð- borgarsvæðinu mega til dæmis búa við það þessa daga að við ísbúð á Hallæris- planinu er búið að setja upp auglýsingaskilti og stendur á þvíþessi íslenska: „Tími fyrir ís“. Vissulega er hvert og eitt þessara þriggja orða ís- lenskt, en hreimurinn er það ekki, hugsunin er ensk. Og íslenska með enskri hugsun er miklu ljótari en ensk sletta í íslensku umhverfi, og örugglega miklu hættulegri íslenskunni, - slettur hafa oft þann kost eftir allt saman að menn vita að þær eru slettur, en þegar menn eru hættir að vita af því eru þær oftar en ekki orðnar virðu- legtökuorð. Enda lítur íshöllin við Austurstræti sjálfsagt á sig sem alíslenskt fyrirtæki, sem meðal annars má sjá af því að þar er boðin til sölu varan „mjólkurhristingur“ sem einusinni var aldrei kallaður annaðen „sjeik“. Eetta með tímann og ísinn stingur í augun af því að er málað á skilti í miðbænum, en dæmin eru dagleg og ekki sjaldgæfust í útvarpi og sjón- varpi, - sennilega er ástand- tð öllu skárra á blöðunum og þó ekkigott. Enskur barnatími Enda hefur enskan á nokkrum áratugum orðið „leigjandi" á íslenskum heimilum. í erindi Þor- björns Broddasonar um börn og fjölmiðla sem hér birtist um hvítasunnu er minnt á að í rúm tuttugu sjónvarpsár hefur meirihluti efnis verið á útlensku, lang- mest á ensku, og er hlutfall erlends efnis í sjónvarpsdag- skrá hærra aðeins í örfáum löndum heims, þaraf til dæmis á Nýja-Sjálandi og Guatemala þarsem ætla má að töluvert erlent efni sé hvorteðer enskt og spænskt. „Þar til Stöð 2 kom til sög- unnar voru tveir þriðju hlutar sjónvarpsefnis erlend framleiðsla en einn þriðji hluti íslenskur. Eftir að Stöð 2 bættist við hefur hlutfall erlends efnis án alls efa orð- ið enn hærra og tel ég vafa- samt að nokkurt land í heiminum hafi nú lægra hlutfall innlendrar fram- leiðslu í sjónvarpsdagskrá sinni. Höfum í huga að sjón- varp er miðill sem börn nýta sér frá mjög ungum aldri og höfum jafnframt í huga að flestar rannsóknir benda til þess að sjónvarpsnotkun á heimilum hafi letjandi áhrif á samskipti og samræður innanfjölskyldunnar. Fyrir íslensk börn þýðir þetta að minna er talað við þau á ís- lensku en hins vegar hlusta þau meira á útlensku (ensku).“ J Tvítyngi? Satt að segja bendir ýmis- legt til þess að íslenskt félag sé farið að bera fyrstu merki tvítyngi, - sem notað er um það ástand þegar tvö tung- umál keppa um völdin í sama málsamfélagi (eða eiga sér friðsamlega sambúð í sæmilegu j afnvægi, sem er sjaldgæfara). Tvítyngi málsamfélags er ekki endilega háð því hve margir kunna báðar tungur, heldur í hverjum mæli tung- urnareru notaðar. Mál- samfélag er ekki endilega tvítyngt þótt flestir kunni þar eitthvað í annarri tungu en móðurmáli, en það er orðið það ef önnur tunga en móðurmálið er farið að gegna þar ákveðnu hlut- verki sem móðurmálið gerði áður. Athugi menn síðan vett- vang: sjónvarpið, skóla- menntun, dægurlög... Sem betur fer er sterk breiðfylking um íslenskuna, og sú breiðfylking hefur gert gagnárás á ýmsum óvæntum stöðum í víglínunni, til dæm- is í tölvuheimi og keilu, - en enskan þrýstir á með mikl- um þunga. Það er til dæmis algengara og algengara að gert er ráð fyrir að allir skilji þessa erlendu tungu fyrir- hafnarlaust. Heilarsetning- ar eru sagðar - og prentaðar - óþýddar, og algengt í sí- bylju útvarpsins að vísa til enskra texta án skýringartil- rauna (af fullkomnu virðing- arleysi við fleira en móð- urmálið: enskuleikni ferenn mjögeftiralmennri menntun og starfsstétt, - og fjölmargir eldri borgarar skilja illa ensku eða ekki). Kannski erum við þegar komin af fyrstu línunni á þá númer tvö í þessu líkani Árna Böðvarssonar um hugsanlega hérlenda þróun- arbraut: íslenska íslenska(+ enska)> íslenska + enska^ (íslenska +) enska^ enska Nytteinangur Það fylgir þessari ágengni enskunnar að hún er er að ná einokun áþví að vera er- lend tunga á Islandi, meðal annars vegna trassaskapar í skólakerfi og ljósvakamiðl- um við að halda á lofti öðr- um heimsmálum, að ekki sé minnst á sjálfsagða íslenska kunnáttu í einhverri skand- ínavísku. Veldi enskunnar er farið að spilla útsýn til annarra átta og líkist að sumu leyti danska veggnum milli íslands og umheimsins hérfyrráöldum. Til dæmis er enska að verða sjálfsagt mál í sjón- varpi ef rætt er við út- lending. Á sjómannadaginn var þannig rætt við þýska vísindamenn og sjómenn á rannsóknaskipinu Polar- stern, og þeir látnir svara á ensku, sem þeir raunar gátu varla, hikstuðu og umluðu og voru gerpir að hálgerðum kjánum fyrirvikið. Ogfjöl- margir Norðurlandabúar hafa fengið svipaða meðferð í íslenska nkissjónvarpinu. Þetta er með öðru til vitn- is um að enskan er að skapa hér menningarlegt einang- ur, að loka okkur með nokkrum hætti inní bresk- amerískri veröld sem við sjáum ekki útúr nema í gegnum bresk-bandarísk sjóngler. Þessvegna er komin upp sú staða að það er í þágu íslenskunnar að berjast fyrir dönskukennslu í grunn- skólum, framhaldsnámi í Frakklandi, þýskum löggu- þáttum í sjónvarpi, þýðing- um úr spænskum heimsbók- menntum. Og til lengdar er slík bar- átta fyrir allsherjarútsýn sennilegra vænlegri móð- urmálinu en stefna eilífrar lokunar og verndunar. Gáum að því, einsog sumir segja stundum ílokin. -m / þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttarProppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofu8tjóri:Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.