Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Hvað Oft valda litlar setningar löngum heilabrotum, og svo fór eflaust fyrir fleirum en mér, þeg- ar Svavar Gestsson skaut eftirfar- andi yfirlýsingu inn í afmælis- kveðju sína til Brynjólfs Bjarna- sonar: „Varð ég snemma flokkaður eilítið vinstra megin í sentrisman- um og þar hef ég reynt að halda mig um dagana.“ Mér hefur veist erfitt að sjá skýran pólitískan greinarmun á þeim öflum sem hafa tekist á innan Alþýðubandalagsins und- anfarin ár og greip því þessa litlu setningu fegins hendi sem eins konar lykil að pólitískri stefnu Svavars. Hvernig sem ég reyndi, virtist lykillinn þó ekki ganga að vandamálum íslenskra stjórn- mála í dag, og í þessari glímu vöknuðu fleiri spurningar en svör. Mig langar þó að leggja út af þessari pólitísku staðarákvörð- un Svavars Gestssonar - og kann- ski verða hugleiðingar mínar Svavari sjálfum tilefni til að gera nánari grein fyrir henni? f alþjóðlegri sögu sósíalismans er hugtakið sentrismi tengt átökum kommúnista og krata í upphafi aldarinnar. Þá voru sósí- aldemókrataflokkar álfunnar sem óðast að hverfa frá kenning- um Karls Marx, en nýr vinstri armur marxista tók að rísa. Hægri kratar lutu hugmynda- fræðilegu forræði Bernsteins, sem afneitaði byltingarsinnuðu markmiði stéttabaráttunnar. Hann og fylgismenn hans töldu kapítalismann hvorki eins al- vondan né eins dauðvona og marxistar höfðu talið. Því bæri verkalýðsflokkum að aðlaga sig að efnahagslegum lögmálum hans, en vinna að umbótum fyrir verkafólk innan þess ramma. Róttækir marxistar eins og Lenín og Rósa Luxemburg töldu hins vegar kapítalismann feigan og verkalýðsflokkum bæri að stefna beint að þjóðfélagslegum völdum verkalýðs. Á milli þessara arma stóðu „sentristarnir" undir for- ystu Karls Kautskys, en hann ávaxtaði arf kenninga og hug- myndafræði frá Friedrich Engels, sem hafði þótt sjálfkjörinn útleg- gjari marxismans eftir lát sam- starfsmanns síns Karls Marx. er sentrismi árið 1988? Gestur Guðmundsson skrifar Sentristarnir voru þeirrar skoð- unar að kapítalisminn lyti járn- hörðunt lögmálum, sem smám sarnan myndu gera hann óþarfan. Æ meiri eignir og völd myndu safnast á hendur æ færri fjár- magnseigenda, jafnframt því sem þörf væri æ sterkara ríkisvalds til að hafa hemil á kreppueðli auðmagnsins. Loks þyrfti ekki annað en að verkalýðsflokkar fengju meirihluta á þjóðþingum og þjóðnýttu einokunarauð- magnið, og þá væri öld sósíalis- mans runnin upp. Sentristarnir höfðu í orði kveðnu forystu fyrir alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna fram yfir fyrri heimsstyrjöld, en jafnað- armannaflokkarnir tóku í raun að Pólitík „sentristanna" var að standa vörð um efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði íslands með því að efla undirstöðuatvinnu- vegina og hamla gegn menning- arlegu og pólitísku forræði Bandaríkjanna hér á landi. Að- ferðir þessa hóps voru annars vegar þrotlausar tilraunir til að samfylkja með hópum og ein- staklingum utan raða sósíalista og hins vegar ýmsar jafnvægiskúnstir gagnvart öðrum örmum flokksins. Ef þrýst var á frá vinstri, var gert bandalag til hægri og flokkurinn helst víkkað- ur út í þá átt. Ef þrýst var á frá hægri, var gert bandalag til vinstri og höfðað til nauðsynjar á ein- ingu róttækra sósíalista. var endanlega færð út i 200 mílur (fyrst og fremst vegna skeleggrar framgöngu Lúðvíks og annarra sósíalista). Hin einhliða áhersla á útþenslu undirstöðuatvinnuveg- anna hefur staðið frantmi fyrir töluverðum vanda, síðan afleið- ingar offjárfestingar og óstjórnar í sjávarútvegi fóru að koma í ljós, og hvorki Magnúsi né Hjörleifi tókst að gera iðnvæðingu að sér- lega arðvænlegum eða aðlaðandi arftaka skuttogarasósíalismans. Hér stendur Svavar í sömu spor- um og aðrir á vinstri vængnum; menn eru enn að leita að pólitík framtíðarinnar. Fyrst ekki er hægt að afmarka sentrismahugtakið sem pólitíska stefnu væri freistandi að skilja Fyrst ekki er hœgt að afmarka sentr- ismahugtakið sempólitíska stefnu, vœri freistandi að skilja það sem heiti yfir ákveðin vinnubrögð, sem Alþýðu- bandalagiðfékk íarffrá Sósíalista- flokknum. starfa æ meira eftir kenningum Bernsteins og annarra hægri krata. Þær urðu líka smám saman opinber hugmyndafræði æ fleiri sósíaldemókrataflokka og á grunni þeirra urðu þeir víða einn helsti burðarás ríkisstjórna í kap- ítalískum löndum. Sentrisman- um hnignaði hins vegar sem hug- myndastraumi, - og óþarfi er að rekja það hér hvað varð um arf hins róttæka marxisma eftir að Lenín og Stalín fengu forræði yfir honum. Löngu síðar skaust „sentr- ista“-hugtakið inn í íslenska pól- itík og þá sem heiti yfir þann pól- itíska hóp sem fylkti sér um Einar Olgeirsson og hélt lengi völdum í Sósíalistaflokknum með hárfínni jafnvægislist gagnvart vinstri hópum „einangrunarsinna" og Brynjólfsmanna og hægri hópum Hannibalista, „dreifbýlissósíal- ista“ og annarra „pragmatista“. Yfirlýsing Svavars vekur þá spurningu hvað honum finnst svo lífvænlegt í þessum arfi að hann tekur upp sentristaheitið. Er það hin efnahagslega og pólitíska þjóðfrelsisbarátta? Varla getur hin pólitíska þjóð- frelsisbarátta skapað neinum hópi sérstöðu innan Alþýðu- bandalagsins eða á vinstri væng- num almennt, þar sem mjög stór- ir hópar eru tiltölulega samstiga um hana (m.a. vegna eindreginn- ar baráttu gömlu sósíalistanna). Ekki dettur mér heldur í hug að Svavar vilji skipa sér pólitískt á bás með þeirri hálfvelgju gagnvart skriffinnskusósíalism- anum í austri, sem einkenndi gömlu sentristana. Mér þykir lík- legra að Svavar vilji halda á lofti merki „íslenskrar atvinnu- stefnu", en hún hefur að mínu mati verið í nokkrum ógöngum og verkefnaleit, síðan landhelgin það sem heiti yfir ákveðin vinnu- brögð, sem Alþýðubandalagið fékk í arf frá Sósíalistaflokknum. Það liggur ekki lengur í augum uppi hvaða pólitík leiðir af því að menn reyna að skipa sér í miðju Alþýðubandalagsins, enda vefst nú fyrir mörgum að skera úr um hvað er vinstri og hægri í íslenskri pólitík. Égerþóekkiaðmælaþví bót að þeim hugtökum sé kastað á glæ eins og Kvennalistinn þykist gera, enda er grundvallarmerk- ing þeirra skýr og nauðsynlegt lykilatriði í íslenskri pólitík. Hægri menn vilja varðveita eða auka ójöfnuðinn í samfélaginu, en vinstri menn eru þeirsem berj- ast fyrir auknum jöfnuði og lýð- ræði. Það er hins vegar orðið æ vandasamara að skera úr um hvaða leið dugar best. Ég get til dæmis ómögulega staðsett freðna moskvukommúnista sérlega langt til vinstri í pólitíska litróf- inu, og kratar sem eru til í að leita róttækra umbótaleiða geta verið vinstrisinnaðri en þeir sem ein- blína á bókstaf Leníns. Hugtökin hægri og vinstri hafa ekki glatað merkingu sinni, heldur er sú merking einungis á hreyfingu um þessar mundir, og um leið er erf- itt að finna einhverja miðju. Varla getur Svavar átt við það að hann vilji skipa sér í miðju Al- þýðubandalagsins, hvað sem það kostar, af þeirri ástæðu að völdin leita yfirleitt til þeirra sem eru í miðjunni eða gjarnan eilítið vinstra megin við hana? f pólitískri hugtakafræði er stutt frá „sentrisma" til „sentral- isma“ og liggja að því söguleg rök. Það var nefnilega svo að sentristar Sósíalistaflokksins voru alltaf smeykir um að missa völd sín til einhverra þeirra krata sem þeir gerðu bandalög við eða til „einangrunarsinnanna" sem voru næstum búnir að reka Einar árið 1934. Þessi hætta blandaðist saman við arf lenínismans og leikreglur þingræðisins sem or- sakir þess að Sósíalistaflokkurinn komst undir allþrönga fámennis- stjórn, og sterkt miðstjórnarvald hélt þar unr alla þræði. Þessi arfur á sinn þátt í því að ónot fara um marga liðsmenn þegar bumbur eru barðar um nauðsyn einingar og hins fyllsta samhljóms milli allra anga flokksins. Það gildir einu hvort menn vilja bæta lýs- ingarorðinu „lýðræðislegt" fram- an við miðstjórnarvaldið, því að lýðræðiskrafa dagsins í dag vísar í þveröfuga átt miðað við ganrlan bókstaf Leníns. Hún inniheldur kröfu um opnar og hreinskilnar umræður og grasrótarstarf, og ég held að það reynist Svavari og öðrum um megn að skapa eitthvert „senter“ í grasrótinni. Kannski hef ég bara tekið of- sóknarbrjálæði í arf frá sögu ís- lenskra sósíalista þegar ég les ekki annað en afturhverf sjón- armið út úr tali Svavars um sentr- isma. En þá gæti Svavar gert mér og öðrum félögum sínum þann greiða að útskýra, hvernig þetta hugtak getur vísað fram á við. Gestur er félagsfræðingur og vinnur við ritstörf. Hann er um þessar mundir fastur penni í Þjóð- viljanum. Fylgikvillar óstjómar Leiðrétting frá Bjarna Hannessyni í grein eftir mig sem birtist í Þjóðviljanum þann 3. júní 1988 hafa orðið slæm mistök af hálfu blaðsins þar sem „tínst“ hafa 2 af 6 línuritum sem fylgja áttu greininni. Er þetta afar hvumleitt þar sem þetta raskar verulega efni greinarinnar að því er varðar hagsmuni útflutningsfram- leiðslunnar og þar með lands- byggðarmanna, og tel ég því rétt og skylt af hálfu blaðsins að birta greinarkaflann er varðar línurit 4 og 5 til leiðréttingar og þar sem þetta er í þriðja sinn sem efni greina sem unnar hafa verið hjá blaðinu undanfarin ár hefur rask- ast þá vona ég að blaðið verði vandvirkara í vinnslu greina eftir mig í framtíðinni. Ur því að endurbirtingar er þörf, tel ég rétt að bæta við einu línuriti nr. 3 sem sýnir árlegt hlut- fall halla á viðskiftajöfnuði sem hlutfall af árlegum útflutnings- tekjum, hlutfall sem er hinn eini rétti mælikvaröi á raunverulegan kaupmátt og greiðslugetu þjóð- arinnar gagnvart erlendri vöru og þjónustu ásamt öðrum fjár- magnshreyfingum gagnvart er- lendum aðilum. Meðaltalshalli pr. ár er rúm 11% af útflutningstekjum og slík þróun krefst algerðrar stefnu- breytingar af hálfu núverandi stjórnvalda og/eða kosninga hið fyrsta þar sem kosið verði um glapræðisstefnu þá sem verið hef- ur ríkjandi hin síðari ár og aðra og skynsamlegri stefnu sem kennd hefur verið við „stefnu hinna hagsýnu húsmæðra“ því ekkert heimili eða „þjóðarheim- ili“ getur til langframa eytt 11% meira árlega en tekjur „heimilis- ins“ eru. Endurbirtur texti er varðar graf 3 og 4: Fylgikvillar óstjórnar: „Hágengisstefna síðustu ára er að mínu mati beinn verðmæta- flutningur frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og bendi á graf 4 og 5 til „sönnunar". Ég tel að „féflettingin" nemi um 5 til 7 miljörðum króna síðustu eitt og hálft ár, og muni verða til við- bótar til næstu áramóta um 2 til 3 miljarðar. Hinsvegar virðist vera hægt að „töfra“ fram 4.5 miljarða kr. í Kringlu, ráðhús og kúlukaffihús og um 20 miljarða í bílakaup og ferðalög erlendis, fjármunaráð- stöfun sem veldur stórgróða ým- issa aðila á höfuðborgarsvæðinu. Þykir mér langlundargeð landsbyggðarmanna vera ærið mikið, ef þeir fara ekki að hætta að styðja ríkjandi stjórnvöld sem að mínu mati ættu skilið viður- nefnið „Glapræði h/f.““ Ritað 4/6 1988. Bjarni Hannesson, Undirfelli Miðvikudagur 8. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Halli á viðskiftajöfnuði sem % af verðmæti útflutningsframleiðslu hvers árs.M-tal 11.37% 40 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Áætlað mánaðarlegt tap útflutningsframleiðslu- fyrirtækja 1987-88.14 mán tap 3.465.milljónir 1987 Fcb Mars Apríl Maí Júni Júlí Agú Sept Okt Nóv Dcs 1988 Fcb Áætlað mánaðarlegt tap útflutningsframleiðslu- fyrirtækja 1988-89." 14 mán tap 4.158 milljónir' 600-- 500- 400- 300- 200- 100- 0-- 1988 Apríl Maí Júni Júlí Agú Sepl Okt Nóv Dcs 1989 Feb Mars Línurit 5 8% Milljomr króna Líkleg þroun að dbreyttri stjórn; ivl , IttSiffii , : ,l , t; ■ -; i , l; rstefnu o. Apríl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.