Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 16
vSPURNINGIN— Spurning dagsins: Hvaöa lausn sérö þú á bílastæöavandanum í miðbænum? Toril Ström, húsmóöir: Umferöin hér í miðborginni er oröin allt of mikil, ég legg til aö fólk leggi bílunum fjær þar sem pláss erfyrir þá, noti strætisvagnana meira og reiðhjólin, það eru ágætis farartæki. Guðmundur Guðmundsson, sölumaöur: Ég get ekki séð að það sé neitt erfitt að fá bílastæði hérna en ef svo er þá verður bara að byggja fleiri bílag- eymslur, ekki er hægt að segja fólki að ganga. Páli Pálsson, bílstjóri: Það er ýmislegt hægt að gera, fólk getur lagt fjær og gengið, tekið strætó og svo er hægt að byggja fleiri bílast- æði td. neðanjarðar. Ingibjörg Sigurðardóttir, sjúkraliöi: Ég skil minn bíl eftir heima og geng og mæli með því að fleiri geri slíkt hið sama, eða noti strætisvagnana ef fólk kemur langt að. Jónas Finnbogason, safnvörður: Það þarf auðvitað að byggja fleiri bílageymslur, bæði neðanjarðar eins og rætt er um undir Ráðhúsið og einnig staði á borð við Kolaportið. þlÓDVIUINN Miðvikudagur 8. júnf 1988 128. tölublað 53. örgangur SÍMI681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Gömul læknisfræðihandrit sum með texta frá því á sjöttu öld. Listahátíð Ljósprentanir eins ogþær gerast bestar Jónas Kristjánsson: Mikillfengur aðþessari sýningu. Glœsilegtúrval af ljósprentuðum handritum til sýnis í Árnastofnun Ein af bókunum á sýningunni sem menn sjá ekki svo glöggt hvort er Ijósþrentun eða „alvöruhandrit". glöggskyggnir menn að þetta væru glæsileg handrit sem geymd væru í þessum glerkössum, þeir ætluðu vart að trúa því þegar ég sagði þeim að þetta væru aðeins ljósprentanir, svo vel er þetta gert,“ sagði Jónas Kristjánsson, þegar honum var sagt að ljós- neitaði að trúa því að hér væri um að ræða eftirprentanir. Samtímis sýningunni á Ijós- prentuðu handritunum frá Austurríki verða til sýnis íslensk alvöruhandrit hjá þeim í Árnast- ofnun. —sg Listahátíð Fjölbreyttir listviðburðir „Það er mikil fengur fyrir okk- ur hér að fá þessa sýningu hingað. Eg verð nú að segja það fyrir mig að ég hefði ekkert á móti því að heimsækja þessa menn þarna í Graz í Austurríki og kynnst að- eins þeirra vinnubrögðum,“ sagði Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, þegar við ræddum við hann um sýninguna sem nú stendur yfir á vegum Listahátíðar á ljósprentuðum handritum og bókum. „Þessir menn í Graz eru snill- ingar heimsins í því að ljósprenta, það er ekkert vafamál það sést líka best á því að þeir fá handrit víða að til að vinna með. Sem dæmi má nefna handrit frá Ox- ford, París og Vatíkaninu í Róm,“ sagði Jónas. Austurríska fyrirtækið sem stendur á bak við ljósprentanirn- ar sem eru til sýnis í Árnagarði við Suðurgötu var stofnað af Paul Struzl, en hann einsetti sér að gera eftirprentanir af merkustu handritum fortíðarinnar. Þessari hugsjón stofnandans hefur fyrir- tækið sinnt af mikill kostgæfni. Pegar hefur verið gefinn út fjöld- inn allur af ljósprentuðum handritum frá miðöldum, Mex- íkó og Austurlöndum, í allt um 70 útgáfur.“ „Það höfðu á orði við mig Hluti af mexikönsku handraiti frá fjórt- ándu öld, talið vera eitt af mestu lista- verkum þeirra mexikönsku sem varð- veist hafa. í dag verður að venju boðið uppá margbrotna dagskrá á Listahátíð. Sýningin Byggt í Berl- In verður opnuð, tvær leiksýning- ar og ein danssýning. Sýningin Byggt í Berlín verður opnuð í Asmundarsal við Freyjugötu kl. 18. Sýningin sem upphaflega var sett upp á 750 ára afmæli Berlínarborgar, sýnir á einkar ljósan og hnitmiðaðan hátt hvernig unnt er að tengja nýja byggingarlist við gamalgróin borgarhverfi. Marmari, leikrit Guðmundar Kambans verður frumflutt í nýrri leikgerð Helgu Bachmann í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Helgi Skúla- son fer með aðalhlutverkið í leiknum. Leikurinn er settur á fjalirnar í tilefni aldarafmælis Kambans sem er í dag. Ánamaðkar nefnist sýning austur-þýska leikbrúðumannsins Peters Waschinsky, sem er í Lindarbæ í kvöld. íslenski dansflokkurinn sýnir að öðru sinni í íslensku óperunni verðlaunaballettinn Af mönnum og Hamrahlíðarkórinn flytur kórverk Jóns Ásgeirssonar við ljóð Steins Steinars Tímann og vatnið. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.