Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Jessie Jackson: Dukakis miskilur söguna. Kalifornía Lokaat forkosninganna Jackson setur Dukakis skilyrði. Dukakis vill ekki styðja hann í ákveðnari afstöðu til Suður-Afríku Nú er forkosningunum til að velja fulltrúa flokkanna tveggja fyrir forsetakosningarnar i nóvember endanlega lokið. Mik- ael Dukakis demókrati og Geoge Bush repúblikani voru fyrir löngu búnir að tryggja sér það hlut- skipti að keppa að dvöl í hvíta húsinu næsta kjörtímabil. Kosn- ingaspár í gærkvöldi gerðu ráð fyrir því að Dukakis næði fulltrú- atölunni sem til þarf að hljóta út- nefningu til forsetaframboðs. Við loka-umferðina vakti það sérstaka athygli manna að Jessie Jackson, helsti keppinautur Duk- akis, setti fram ákveðin skilyrði fyrir því að fara fram með Duk- akis í baráttuna gegn Bush í nóv- ember. Hann sagði að tvennt yrði að koma til. í fyrsta lagi yrði Dukakis að taka ákveðnari af- stöðu gegn kynþáttamisréttinu í Suður-Afríku og ef hann ekki gerði það yrði hann að mæta hon- um á þingi demókrataflokksins í næsta mánuði. Jackson vill beita róttækum leiðum til að einangra Suður-Afríku og hann vill að vestræn ríki skilgreini stjórn hvíta minnihlutans sem stjórn hryðju- verkamanna. í öðru lagi vill Jackson leggja miklu meira fé í baráttuna gegn sjúkdómnum alnæmi. Hann heimsótti alnæmissjúklinga og endaði kosningabaráttuna í San Franciscó í þekktasta hverfi kyn- hverfra, Castró hverfinu. „Höld- um voninni lifandi," sagði Jack- son. Ýmsir óþægilegir atburðir hafa átt sér stað að undanförnu fyrir Jessie Jackson. Ekki er ólíklegt að eitthvað hafi það haft að segja í lokaslagnum að bróðir hans var nýlega ákærður fyrir að hylma yfir morð sem talið er að framið hafi verið í húsi hans. Þá lenti Jackson í því að mæta alltof seint í beina sjónvarpsútsendingu og hefur hann fengið það orð á sig að vera frekar óstundvís. Vegna þessa tala bandarískir fréttamenn um „að staðartíma Jacksons“ eins og við segjum, að íslenskum tíma. Reuter/-gsv. Þetta eru raunverulegir sigurvegarar í kosningunum fyrir mánuði. Danmörk Nató vann! Danska stjórnin beygir sigfyrir skilyrðum hernaðar- Danska hægri stjórnin lætur nægja að senda sendiráði við- komandi Nató-ríkis bréf þess eðl- is að því beri að fara eftir dönsk- um lögum um kjarnorkuvopn. Þetta þýðir í raun það að stjórnin uppfyllir skilyrði forysturíkja Nató um herskipakomur í dansk- ar hafnir. Poul Schluter, forsætisráð- herra, skýrði frá því í danska þinginu í gær, að hin nýmyndaða stjórn landsins hefði náð samkomulagi um utanríkismál landsins sem kosningarnar í maí bandalagsins snérust um. Dönsk lög banna kjarnorkuvopn á friðartímum og samkomulag stjórnarinnar nú er í raun ítrekun á þeirri stefnu sem verið hefur í gildi í þrjátíu ár. Stefna stjórnarinnar er því svipuð í framkvæmd og rekin er í Noregi og íslandi. Að sögn Schluters mun stjórn- in ekki hækka framlög til varnar- mála meira en sem nemur verð- bólgu til að byrja með, en Danir hafa verið gangrýndir af forystu- ríkjum Nató fyrir að hafa lagt fram lítið fé til varnarmála. Fyrir kosningarnar vildi stjórn Schlut- ers hækka framlög til stríðstóla- rekstrar um 6% umfram verð- bólgu en Radikalar voru þá alfa- rið á móti því. „Hvað varðar efnahagsmálin þá ætlar stjórnin að standa á bremsunum áfram til þess að draga úr miklum viðskiptahalla,“ sagði Schluter. Kosningarnar í maí hafa því engu breytt um stjórnarstefnuna í Danmörku. Reuter/-gsv. Sovét Vilja semja við alla Sovéskir ráðamenn hafa lýst yfir vilja sínum til að koma um kring toppfundi sovéskra og kínverskra ráðamanna. Igor Rogachev, varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, telur að á- greiningsefni þjóðanna verði sífellt minni og nú séu raunhæfar leiðir til þess að leysa hnútinn í SA-Asíu. Herseta Víetnama í Kampútseu hefur verið eitt mesta deiluefni þjóðanna og nú þegar Víetnamar draga herlið sitt til baka. Fimmtíu þúsund hermenn hafa verið kallaðir heim af þeim 120 þúsund sem nú eru í Kampútseu. Hungursneyð ríkir nú í Víetnam vegna þess að uppskerubrestur hefur loðað við landið undanfarin ár. Síðasti leiðtogafundur sovéskra og kínverskra var árið 1959 þegar Nikita Khrushjofv sótti Maó Tsetung heim í Peking. í heil 25 ár hefur andað frekar köldu milli þjóðanna en að undanförnu hefur hlýnað talsvert. Yfirlýsing Rogachevs gefur fyrirheit um meiri hlýju. Reuter/-gsv. Ítalía Páfinn ræðst á neysluæðið í heimsókn páfans til norðurhéraða Ítalíu hefur hann lýst þeirri skoðun sinni að neyslusamfélagið sjálft sé meiri óvinur kristinnar trúar en opinberar ofsóicnir. „Það er ekki aðeins opinberar ofsóknir sem valda nútíma mönnum martröðum. í hinum vestræna heimi eru miklu áhrifaríkari og hættu- Iegri gildrur að varast. Hér er ekki um blóðsúthellingar að ræða heldur ánetjast fólk neysluvörum og því að fullnægja náttúrulegum hvötum sínum. Þessi nútíma siðmenning er ekki í andstöðu við kristna trú heldur leiðir hana hjá sér, afgreiðir hana sem goðsögn liðins tíma,“ sagði Jóhannes Páll, páfi, í ræðu í Reggió Emilia. Reuter/-gsv. Svíþjóð Afsögn ráðherra Dómsmálaráðherra landsins, Anna Gréta Leijon, sagði af sér í gær vegna hneykslismáls sem upp kom í síðustu viku. Mál þetta tengist hinni árangurslausu leit sænskra að morðingja Palme forsætisráðherra. Hún hafði samþykkt að láta fara fram leyni- lega rannsókn á morðinu fjármagnaða af einkaaðilum. Þessir aðilar voru teknir við þá iðju að smygla háþróuðum hlerunarbúnaði til landsins. Anna Gréta sem er þekkt fyrir áhuga sinn á því að berjast gegn hryðjuverkamönnum neyddist til að segja af sér þegar ljóst var að meirihluti sænska þingsins studdi vantraust á hana. Reuter/-gsv EFTA - EBE Engir nýir múrar Norsk stjórnvöld vilja tryggja að engir nýir tollmúrar verði reistir gegn þeim ríkjum sem verða utan Efnahagsbandalagsins þegar 12 ríki þess koma á fót hinum stóra sameiginlega markaði árið 1992. Utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra Noregs, þeir Thorvald Stoltenberg og Kurt Mosbakk hafa setið á fundum með forstöðu- mönnum viðskiptaráðs Efnahagsbandalagsins að undanförnu til að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Norðmenn höfnuðu inngöngu í Efnahagsbandalagið árið 1972 og eru í EFTA eins og íslendingar en yfir 70% af utanríkisviðskiptum þeirra eru við lönd Efnahagsbandalagsins. Reuter/-gsv. Brasilía Mikið kuldakast í suðurhéruðum Brasilíu hafa að undanförnu geisað antarktískir loftstraumar og valdið snjókomu og frosti sem að öllu jöfnu koma þar aðeins í hæstu fjallatinda. Talið er að um 300 manns hafi þegar látið lífið í þessu kuldakasti. Um 10% af allri kaffiframleiðslu landsins kemur frá suðurhéruðun- um og ljóst að uppskerubrestur er yfirvofandi. Verðhækkanir hafa þegar komið fram á kaffimörkuðum heimsins. Veðurfræðingar segja snjókomu þessa hin mestu í þrjátíu ár. Árið 1975 fluttu flestir kaffibændur sig frá suðurhéruðunum og norður á bóginn vegna kuld- akasts og uppskerubrests. Baðstrendur í hitabeltisborginni Ríó de Janeiró eru auðar þessa dagana. Reuter/-gsv. Palestína Mapam flokkurinn á ísraelska þinginu vill banna notkun gúmmí- kúlnanna á herteknu svæðunum. Á einni viku hafa ísraelsku hermennirnir skotið augun úr tveimur níumánaða gömlum börnum í Jabalya-búðunum á Gazasvæðinu. Fjöldahandtökur á karlmönnum á aldrinum 20-30 ára hafa sett svip sinn á ástandið undanfarna daga. í gær varð yfirmaður ísraelska hersins á Vesturbakkanum fyrir árás og særðist illa, en heimildum ber ekki saman um það hver árásarmað- urinn var. Eitthvað var um minni háttar róstur í gær, annan dag mótmælaverkfalla Palestínumanna á herteknu svæðunum. Leiðtogar Arabaríkjanna eru nú á ráðstefnu í Alsír þar sem foringj- ar PLO leggja áherslu á að skýr afstaða verði tekin til framtíðar palestínsku þjóðarinnar. Georg Shulz utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki náð neinum árangri í friðarumleitunum í ferð sinni til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Reuter/-gsv. Miðvikudagur 8. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.