Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.06.1988, Blaðsíða 6
MINNING Matsmaður óskast Matsmaður með réttindi til að starfa við rækju- frystingu óskast strax um borð í frystiskipið Ham- ar SH. Upplýsingar í síma 93-66652. Hjúkrunarforstjóri Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar óskar að ráða hjúkrunarforstjóra. Staðan veitist frá 1. októ- ber 1988 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrr. Nám og/eða reynsla af stjórnunarstörf- um nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar veitir Theodór A. Jóns- son í síma 29133 kl. 9.30-12 og 13-16 alla virka daga. Skriflegar umsóknir berist fyrir 25. júní nk. Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar Hátúni 12, 105 Reykjavík Sími 91-29133 ||| FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útideildin Útideild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg- ar sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga í Reykjavík. Markmiðið með starfinu er að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við óskum eftir starfsmönnum í fullt starf og hlutastarf. Áskilin er félagsráðgjafamenntun eða háskólamenntun á sviði uppeldis- og sálarfræði. Nánari upplýsingar gefur Edda Ólafsdóttir for- stöðumaður útideildar í síma 621611 og 20365. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9 á umsóknar- eyðublöðum sem |Dar fást. Iðnaðarhús til sölu á Akranesi Kauptilboð óskast í húseignina Þjóðbraut 11, Akranesi ásamttilheyrandi leigulóð. Stærð húss- ins er 1348 m3. Brunabótamat er kr. 5.468.000.- Húsið verður til sýnis í samráði við Tryggva Bjarnason, fulltrúa bæjarfógeta, Akranesi, sími 93-11820. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Tryggva Bjarnasyni og á skrifstofu vorri. Kauptilboð er greini verð og greiðsluskilmála þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 16. júní nk., þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7. PÓStHÓLF 1450. 125 REYKJAVÍK. Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Kennara vantar í eftirfarandi greinar: íslenska, 1 staða danska, 1 Vá staða samfélagsfræði, 1/2 staða smíðar, % staða Upplýsingar gefur Gylfi Pálsson, skólastjóri í síma 666153 og Helgi R. Einarsson yfirkennari í síma 667166. Jón Valdimarsson vélsmiður, ísafirði Fœddur 10. júlí 1900 - Dáinn 31. maí 1988 Hann kvaddi á nýbyrjuðu sumri, eftir langa og starfsama ævi, vinur minn Jón Valdimars- son, og það dimmdi um stund. Tveim dögum áður sat ég við rúmið hans og þegar við kvödd- umst vissum við bæði að það var í síðasta sinn. Jón Valdimarsson lést að heimili sínu, Hlíðarvegi 25 á ísa- firði, 31. maí. - Hann var fæddur aldamótaárið þann 10. júlí í Fremri-Arnardal við Skutuls- fjörð, sonur hjónanna Elínar Hannibalsdóttur og Valdimars Jónssonar bónda þar, næstelstur sex systkina sem upp komust. Tólf ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum í Arnarfjörð, fyrst að Bakka í Bakkadal, en síð- ar að Melstað í Selárdal. Þar dvaldi hann til ársins 1917 er hann hóf nám í vélsmíði á Þing- eyri. Að námi loknu lá ieiðin til ísafjarðar, en þangað höfðu for- eldrar hans flust. Þar kynntist hann nokkrum árum síðar þeirri konu sem varð lífsförunautur hans, Sigríði Ásgeirsdóttur gulls- mið. Þau giftust haustið 1928 og hófu búskap sinn í Hafnarfirði; voru þar tvö ár en fluttust þá aftur til ísafjarðar og bjuggu þar æ síð- an. Jón og Sigríður eignuðust átta börn og af þeim eru sjö á lífi, en son misstu þau rúmlega þrítugan af slysförum. Heimilið var stórt og lífsbaráttan oft á tíðum hörð, vinnudagurinn langur, en þar ríkti glaðværð og umfram allt kærleikur. Vorið 1981 dó Sigríður kona Jóns, sem verið hafði honum gieðigjafi alla tíð, og átti ekki hvað sístan þátt í að gera þetta gestkvæma heimili að þeim griða- stað sem það var. Og þá var eins og eitthvað hefði slokknað. Lífs- löngunin varð aldrei söm, þó heilsan væri góð og ýmislegt yrði til að gleðja. En hann taldi sig gæfumann; sá börn sín og barna- börn vaxa úr grasi og fagnaði hverjum nýjum afkomanda. Hafði átt góða og langa ævi en taldi nú fulllifað. Það er gott að fá að fara með slíku hugarfari. Jón vann við vélsmíðar alla tíð og gjörþekkti starf sitt; þar var honum enginn fremri. Hann var hreinskiptinn maður, ákveðinn í skoðunum og róttækur; gat orðið brúnaþungur á stundum, en bros- ið var aldrei langt undan, enda hafði hann einstaka kímnigáfu. Faðmur hans var stór og hlýr og þangað var gott að leita. Milli okkar Jóns var mikil vin- átta allt frá því ég kom kornung til ísafjarðar fyrir rúmum þrjátíu árum með syni hans og þar til við kvöddumst nú fyrir nokkrum dögum. Breyttar aðstæður höfðu engin áhrif þar á. Eg kveð tengdaföður minn með þakklæti, ást og virðingu, og sendi börnum hans öilum samúð- arkveðjur. Anna Einarsdóttir. Við sumarstörf hef ég oft stað- ið frammi fyrir því að svara spurningum útlendinga um lang- lífi íslendinga en það er gjarnan tíundað í ferðamannabókum um Iand og þjóð. Að svari gefnu hef ég stundum til gamans tekið dæmi af afa mínum jafngömlum öldinni, sem enn gekk á fjöll hvatlegar en margur ungur mað- ur. Og fylgt því eftir með dálítilli frásögn um ferðalag okkar tveggja að fæðingarstað hans í Arnardal; það var fyrir þrem árum, og hann skundaði um æskustöðvarnar jafnframt því að lýsa fyrir mér hvernig þar var um- horfs á fyrstu árum aldarinnar og ég mátti hafa mig allan við að fylgja honum eftir. Og þá gengum við niður á Arnarnesið þar sem voru eitt sinn verbúðir og hann hálfhljóp í fjörugrjótinu og 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1988 v hoppaði milli steina einsog ung- língur. Ég hafði á orði að hann væri nokkuð hraustur miðað við háan aldur, en hann svaraði því til að það væri fjallaloftið, heilsu- bót bæði líkama og sál. Þessu trúi ég, en renni og grun í að iðjusemi og atorka eigi sinn þátt: hann hætti aldrei að vinna. Þegar skúrinn hans niðri við höfn, þar sem var verkstæði hans langa tíð og margar minningar eldri tíma bundnar við; þegar skipulagi ísafjarðar loks tókst að ryðja burt þessum skúr þá hefði mátt ætla að gamall maður legði niður störf. En það átti ekki við hann, sem lifað hefur erfiða tíma ráðdeildar og nýtni, heldur tók hann upp eina forna iðju, hún er að minnsta kosti forn í mínum augum: eitt sinn þegar ég kom vestur og ætlaði að heilsa uppá afa, þá var húsið tómt að virtist og mér datt helst í hug hann svæfi, en hávaði innan úr kyndi- kompu. Þá var afi að saga niður við í eldinn, og þetta gerði hann allt fram á síðasta ár þegar gigt tók að angra hann. Þess á milli sló hann upp fyrir bílskúr eða gætti sonarsona sinna tveggja er þá bjuggu í hans húsi og tók þá með sér í göngutúra; munu minningar yngra fólks af þessum manni trú- lega bindast þeirri mynd: röskur karl á níræðisaldri veðurbarinn og skeggjaður leiðir sér við hlið tveggja og þriggja ára fjörkálfa, á rölti um bæinn. Afi var einstaklega barngóður og sinnugur sínum. Reyndar svo að mér finnst furðu gegna, enda hvarflaði að mér þegar ég kom til ísafjarðar með dóttur mína á fyrsta ári, og ætlaði að sýna hon- um, að ef til vill hefði hann fengið nóg af börnum og þætti ekki sér- lega mikið til koma. Ég minntist þó orða ömmu minnar þegar ég spurði hana einu sinni smástrák- ur hvort ekki væri gaman að eiga svona mörg börn og hún svaraði í fússi, gremjulega og hátt, en brosviprur til marks um að sann- leiksgildið væri í öfugu hlutfalli við gremjuna: „Nei, ég vildi aldrei eignast nein börn, og enn síður barnabörn og allra síst barnabarnabörn. Það var hann Jón.“ Enda fór svo að hugsanir mínar reyndust útí bláinn. Þegar hann tók upp afkomanda númer 53, þá var einsog væri þar fyrsta barnabarn, og sú stelpa sem fáir gátu slitið frá foreldrunum há- vaðalaust, hún undi sér glöð í fangi hans og lék sér að skeggi þessa fámælta manns; hlýja kem- ur ekki fram í orðum. Ég þakka fyrir að hafa átt þennan afa, og hafa átt hann svona lengi. Gunnar Þorsteinn Halldórsson Úiboó Stjórn verkamannabústaöa á Eskifiröi í umboöi bæjarstjórnaróskareftirtilboðumíbyggingufjög- urra leiguíbúða í tveggja hæöa sambýlishúsi byggðu úr steinsteypu. Verk nr. Z.04.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvors húss 390.7 m2 Brúttórúmmál hvors húss 1248.8 m3 Húsiö verði byggt viö götuna Dalbarð 6, Eskifiröi, og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboösgögn. Afhending. útboösgagna fer fram á bæjarskrif- stofu Eskifjaröar Strandgötu 49, 735 Eskifirði og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá miövikudeginum 8. júní 1988 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudginn 21. júní 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. ^Húsnæðisstofnun ríkisins _____________TÆKNIDEILD____________ Sími 696900 Safamýrarskóli, sérskóli fatlaðra, Safamýri 5, Reykjavík, óskar eftir: Sérkennurum/kennurum, skólaritara, uppeldis- fulltrúa og starfsmanni til ýmissa starfa (kaffium- sjón o.fl.) frá 1. sept. nk. Áhugaverð störl í skóla í örri þróun. Góður starfsandi. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Þorstein Sigurðsson skólastjóra, eða Erlu Gunnarsdóttur yfirkennara í símum 686262, 686153 eða 686380 í Safamýrarskóla sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.